Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 79
MINNINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Mikil var heppni okkar að kynnast þér og þínum fyrir níu árum síðan þegar Hildur dótt- ir okkar og Grétar sonur þinn og Finns rugluðu saman reyt- um sínum. Það eru forréttindi að hafa kynnst þér, betri tengdamóður hefði dóttir okkar ekki getað eignast. Vináttan við ykkur hefur verið okkur dýrmæt og þakklæti er okkur efst í huga. Nálægðin við ykkur hefur alltaf verið mikil og ómetan- leg, það er gott að búa nálægt fjölskyldu sinni eins og við höfum gert. Skemmtilegt var að þegar við kynntumst þá gátum við Geir Óttar sagt þeim hjónum frá því að langamma hans bjó í Ráðagerði með manni sínum uppúr aldamótunum 1900. Á heimili okkar eru húsgögn sem voru í Ráðagerði á þeim tíma. Þú varst höfðingi heim að sækja, árlegu skötuveislunnar á Þorláksmessu verður ævin- lega minnst, bæði af okkur og ekki síður ömmunum í fjöl- skyldunni sem fengu að njóta með ykkur. Barnabörnin sem við eigum saman hafa verið lánsöm að fá að kynnast veröld ykkar Finns. Stefán sagði einhverju sinni að þú værir amman sem kynni að sauma, prjóna og spila og baka bestu pönnukök- ur í heimi. Jonný og Finnur gerðu okk- ur kleift að upplifa að tína dún í Sviðnum og sigla um Breiða- fjörð með fjölskyldunni á Lukkunni hans Jóns Freys. Elsku Finnur, missir þinn, Grétars og Freyju, tengda- barnanna og barnabarnanna er mikill, en Jonný verður í huga okkar um alla eilífð. Við kveðjum kæra vinkonu með söknuði og vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Geir Óttar Geirsson og Margrét Harðardóttir. Hún Jonný er dáin. Svo óá- sættanlega snemma frá hópn- um sínum sem hún var vakin og sofin yfir. Kletturinn sem alltaf var hægt að treysta á. Eins og eyj- arnar í Breiðafirði þaðan sem hún kom. Hvort sem fárviðri geisar og brimið brotnar á ströndinni eða sólin skín og spegilsléttur sjór, alltaf eru eyjarnar á sínum stað, keikar og tignarlegar. Þannig var Jonný. Við kynntumst fyrst þegar hún kom í Gagnfræðaskólann í Hólminum um fermingaraldur. Eyjalíf gaf barni og unglingi aðra reynslu og aðra sýn en lífið í þorpi eða bæ. Jonný vissi og kunni svo margt sem ég ýmist hafði ekki heyrt af eða stóð beinlínis ógn af. Eins og lundaveiðarnar sem hún sagði frá! Og ég, vatnshrædd manneskjan, hlustaði óttasleg- in á frásagnir af ferðum milli eyja með kindur á bátum sem hún jafnvel stýrði sjálf! Og ekki alltaf í logni og sól. Orða- forði og tungutak var þrosk- aðra en okkar hinna. Svo hafði hún borðað sel. Þar dró ég mörkin. Jonný var eldklár, sem bæði sýndi sig á prófum, samtölum við hana og í lífinu sjálfu. Við Jónína Ragnarsdóttir ✝ Jónína Ragn-arsdóttir fædd- ist 22. febrúar 1952. Hún lést 10. febrúar 2015. Útför Jónínu fór fram 17. febrúar 2015. lukum landsprófi saman og héldum saman í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri þar sem við deildum her- bergi á heimavist- inni. Það ár settu örlögin upp sinn vef. Hún og Finn- ur í sjötta bekk hittust eins og fleiri þriðjubekkj- ar- og sjöttubekkjarnemar. Jonný fylgdi Finni sínum suð- ur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Við eignuðumst elstu drengina okkar sama árið og eignuð- umst báðar tvö börn í viðbót. Við áttum sameiginlega vini öll og héldum lengi hópinn mörg saman. Þó að samskiptin hafi ekki verið mikil hin síðari ár var alltaf strengur okkar í milli og gott að hittast þegar þau tækifæri gáfust. Jonný og Finnur hafa mátt þola óvenjumikil áföll í sínu lífi. Saman hafa þau tekist á við þau svo að vakið hefur að- dáun allra sem til þekkja. Ég hygg þó að veikindi yngri son- arins, Jóns Freys, hafi verið hvað þyngst að bera. Þessa skemmtilega, sjálfstæða unga manns, sem ég náði að kynnast nokkuð umfram hin börnin. Hann var vanur að sigla um Breiðafjörðinn á bátnum sín- um og lét fötlun ekki aftra sér. Hann lést í desember 2011. Ég veit að hann hefur tekið fagn- andi á móti mömmu sinni við ströndina og boðið hana vel- komna um borð. Ég sé þau fyrir mér saman brosandi, gamansöm og tilbúin að takast á við ný verkefni. Jonnýju þakka ég gefandi vináttu og samfylgd í gegnum árin. Elsku Finnur, Grétar og Freyja og fjölskyldur. Við Jó- hann sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bryndís. Við Jonný kynntumst þegar fjölskylda hennar fluttist á Látraströnd í botnlangann fyr- ir ofan mig og við Freyja urð- um bekkjarsystur og fljótlega bestu vinkonur. Næstu árin átti ég eftir að vera fastagest- ur á heimili Jonnýjar og Finns og á ég mjög margar góðar minningar um Jonný. Jonný var sérstaklega hlý og glað- lynd kona og sýndi okkur vin- um barna sinna alltaf mikinn áhuga sem manneskjum og þeim aðstæðum sem við vorum í. Hún var líka listakokkur og bakari, yfirmáta gestrisin og vinir barnanna hennar voru alltaf velkomnir á heimilið. Hún virtist líka alltaf vera til staðar fyrir Freyju, Jón Frey og Grétar. Ég man heldur ekki eftir neinu sundmóti þar sem Jonný og Finnur voru ekki á staðnum að hjálpa til með eldamennsku eða hvað annað sem á þurfti að halda. Ég man líka eftir því þegar við Freyja vorum 11 ára og það skall á kennaraverkfall. Jonný hvatti okkur þá til að klára skólahópverkefnið okkar um Spán á meðan á verkfallinu stæði svo við gætum sparað okkur tíma þegar skólinn byrj- aði aftur af fullum þunga. Þeg- ar skólinn byrjaði aftur var verkefnið hins vegar fellt nið- ur vegna tímaskorts og við Freyja frekar svekktar yfir að öll þessi vinna hefði orðið til einskis. Nú skil ég hins vegar vel að Jonný vildi líklegast bara að við værum ekki að- gerðarlausar þessar 6 vikur og kunni góða leið til að hvetja okkur til verka. Mér er líka minnisstæðar ferðirnar í Svefneyjar og Sviðnur. Þar sigldum við um Breiðafjörðinn í því sem mér fannst vera pínulítill bátur á risastóru hafi en undir öruggri stjórn Jon- nýjar, einu konunnar sem hafði færni til að sigla stórum bát um Breiðafjörð. Þvílíkt ævintýri fyrir ungling úr höf- uðborginni. Á meðan ég var erlendis í námi kíkti ég stundum í Ráða- gerði í jóla- eða sumarfríum og þá sýndi Jonný alltaf einlægan áhuga á því hvað á daga mína hafði drifið síðan síðast og um mína hagi. Eftir að ég flutti aftur til Íslands hafði Jonný alltaf þegar við hittumst orð á því að ég ætti að koma oftar í heimsókn. Heimsókn var alltaf á dagskrá en vegna amsturs daglegs lífs urðu heimsóknirn- ar því miður miklu færri en óskandi hefði verið. Eftir að veikindi hennar greindust náði ég þó að kíkja nokkrum sinnum í heimsókn og dáðist mikið að því af hversu miklu æðruleysi og já- kvæðni Jonný tók lífinu og ákveðni hennar í að njóta hvers dags. Mér fannst líka frábært að hún skyldi hafa haft tækifæri til að fara í langt sumarfrí með öllum barna- börnunum síðast liðið sumar áður en veikindin greindust. Ég kveð Jonný með söknuði og þakka góða samfylgd. Elsku Finnur, Freyja, Grétar og fjölskyldur, ég samhryggist ykkur innilega og hugur minn er hjá ykkur. Ásdís Helgadóttir. Andlát Jónínu Ragnarsdótt- ur samstarfskonu minnar kom ekki á óvart. Hún hafði greinst með krabbamein síðastliðið haust og þótt endirinn yrði ekki umflúinn kom hann þó fyrr en okkur óraði fyrir. Við Jónína sátum saman á skrifstofu um tíma. Vel fór á með okkur og aldrei bar skugga á. Ég kynntist því af eigin raun að hún var í góðu sambandi við alla starfsmenn Lýsis. Hún þekkti hvern ein- asta þeirra, enda komu allir við hjá henni. Hún umgekkst alla með sama jákvæða og hlýja fasinu, og fór ekki í manngreinarálit. Okkur þótti öllum vænt um hana og var illa brugðið þegar við fréttum af veikindum hennar í haust. Jónína var góður samstarfs- maður og leysti öll sín störf með sóma. Hún var samvisku- söm og vildi aldrei skila hálf- kláruðu verki. Jónína hafði þá gáfu, sem oft prýðir fólk af hennar kyn- slóð, einkum þá sem koma úr dreifðum byggðum, en það er að hafa áhuga á öðrum. Sá áhugi var einlægur og alveg laus við hnýsni. Yfirleitt rökt- ust saman þræðir þegar við ræddum um einhverja sem annað okkar þekkti. Og svo skemmtilega vildi til að barna- börn okkar voru á sömu deild í leikskóla. Við gátum því skipst á sögum af þeim félögum. Veikindi hennar komu ekki í veg fyrir að hún héldi sam- bandi við samstarfsmenn sína, því hún mætti á árshátíð Lýs- is í nóvember, á jólahlaðborð í desember og kom í heimsókn á skrifstofuna seint í janúar, alltaf glöð og jákvæð. Og margir litu inn til þeirra Finns í Ráðagerði. Ég hitti hana nokkrum dögum fyrir andlátið, og hún brosti sama hlýlega brosinu og áður, hug- urinn jafn opinn og skýr, þótt líkaminn væri orðinn veikur. Ég votta Finni, börnum þeirra, barnabörnum og fjöl- skyldum samúð mína. Blessuð sé minning Jónínu Ragnarsdóttur. Jón Ögmundsson. Þó kynni mín af Jónínu hafi einungis spannað tæp tvö ár, þá voru þau kynni einstaklega góð og einkenndust af ein- lægni, hlýju og óþreytandi sögusögnum, meðal annars af fjölskyldunni og eyjunum í Breiðafirði. Við kynntumst þegar ég hóf störf hjá Lýsi hf þar sem hún tók mig undir sinn einstaka verndarvæng og leiddi mig vandlega í gegnum króka og kima gæðakerfisins sem starf okkar tilheyrði. Ég lærði af henni og sat ótal stundir við hlið hennar þar sem ég reyndi að koma öllum fróðleiknum inn í kollinn á mér meðan Jónína var hin ró- legasta, enda eflaust þolinmó- ðasta kona sem ég hef kynnst. Það sem einkenndi Jónínu var glaðværð, hógværð, ósér- hlífni, samviskusemi og hjartahlýja. Í hvert skipti sem við ræddum saman spurði hún mig frétta af mér sjálfri og fjölskyldunni minni og vildi alltaf gefa ráð ef það var eitthvað sem maður var að vandræðast með. Veikindin komu skyndilega og var okkur, samstarfsfélög- um hennar, mjög brugðið þegar við fengum fréttir af hrakandi heilsu Jónínu. Hún var límið sem hélt okkur sam- an og minnti okkur á að slaka á og njóta lífsins þó mikið væri að gera. Ég minnist þess með hlýjum hug þegar við fórum tvær úr vinnunni í há- degisheimsókn til Jónínu og Finns í Ráðagerði. Þá fengum við loksins að sjá fallega húsið þeirra sem Jónína var búin að lýsa svo vel fyrir okkur. Við fengum að sjá útsýnið sem hún horfði daglega á út um gluggana og hlustuðum á sög- ur. Það var notalegt að sitja í eldhúsinu í Ráðagerði, ein- hver værð sem kom yfir mann á fallegu heimili þeirra hjóna. Það er sárt að kveðja hana Jónínu og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari frábæru konu. Ég veit líka að hún hefði viljað að við minntumst hennar með bros á vör eða eins og hún orðaði það sjálf: „Styðjið og hvetjið og gleðj- ist.“ Fjölskyldunni allri og vin- um sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Þóranna Hrönn Þórsdóttir. ✝ JarþrúðurGuðmunds- dóttir fæddist í Hergilsey 6. ágúst 1925. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 8. febrúar 2015. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar J. Einars- sonar, f. 3. apríl 1893, d. 14. nóv- ember 1980 og Ragnhildar S. Jónsdóttir, f. 27. júní 1897, d. 26. maí 1935. Jarþrúður ólst upp í Hergilsey á Breiðafirði, næstelst fimm barna þeirra hjóna sem lifðu. Þau voru; Jón Kristinn, f. 17. ágúst 1918, d. 1. júlí 1991, Kristján, f. 10. júní 1922, d. 16. desember 1922, Svanhildur, f. 2. ágúst 1929, d. 9. febrúar 1993, Einar, f. 19. maí 1931, d. 5. des- ember 2013, Guðlaug, f. 6. sept- ember 1932, og drengur, f. 26. maí 1935, d. 26. maí 1935. Seinni kona Guðmundar var Kristín Theodóra Guðmundsdóttir, f. 27. ágúst 1914, d. 6. febrúar 1988. Þau eignuðust sex börn: Ragnar, f. 16. desember 1935, d. 25. desember 2014, Ragnhildi, f. 5. júlí 1943, d. 18. nóvember 2014, Hrafn, f. 28. maí 1946, Hildigunni, f. 5. desember 1947, Hildi Ingu, f. 13. júlí 1949 og Guðmund Jóhann, f. 8. janúar 1951. Árið 1942 fluttist fjölskyldan upp á fastalandið, að Brjánslæk á Barðaströnd. Jarþrúður var þá á 17. aldursári. Árið 1948 hóf hún búskap með Reyni Hjartar- syni, f. 30. júlí 1926, d. 7. janúar 2009. Börn þeirra Reynis eru fimm: 1. Ragnhildur, f. 24. júní 1948, m.: Terje Bent Fossheim, f. 25. desember 1951. Börn þeirra eru: a) Kristín, f. 17. mars 1973, M.: Rune Flage, f. 5. júlí 1973. Þau eiga tvö börn. b) Sol- veig Freyja, f. 17. nóvember 1975, m.: Sturla Sjåvik, f. 24. maí 1962. Þau eiga tvö börn. c) Ståle Johann, f. 14. sept- ember 1985, m.: Ine Fiske Eidslott, f. 25 ágúst 1987. Þau eiga eitt barn. 2. Bjarnfríður Krist- ín, f. 20. ágúst 1949, m.: Geir Holla, f. 19. september 1949. Þeirra börn eru: a) Inge, f. 13. janúar 1974, m.: Sigrid Pil- len Holla, f. 12. apr- íl 1975. Þau eiga þrjú börn. b) Trygve, f. 21. mars 1977, m.: Ta- nya Holla, f. 17. mars 1980, þau eiga eitt barn 3. Snæbjörn, f. 12. október 1951, m.: Dórothea Her- dís Jóhannsdóttir, f. 13. sept- ember 1956. Börn þeirra eru: a) Andri Steinn, f. 22. júní 1977, m.: Ásdís Björg Gestsdóttir, f. 4. febrúar 1986. Þau eiga tvö börn. b) Álfheiður, f. 11. júlí 1979. Hún á tvö börn. c) Bergrún, f. 15. febrúar 1987, m.: Albert Finn- bogason, f. 22. maí 1989. 4. Guð- rún Hrefna, f. 18. maí 1955, m.: Guðmundur Hermannsson, f. 15. ágúst 1960. Börn: a) Reynir Örn Rúnarsson, f. 30. október 1979. Hann á eitt barn. b) Tinna Guð- mundsdóttir, f. 21. apríl 1992, m.: Gunnar Sigurbjörn Indriða- son, f. 29. september. Þau eiga eitt barn: 5. Hjörtur, f. 10. febr- úar 1968. Börn hans eru Benja- mín, f. 14. júní 1994, Rakel Edda, f. 28. maí 1995, Júlía Rut f. 29. desember 1998, Harald Reynir, f. 9. nóvember 2009, og Frideborg Lind, f. 9 júlí 2011. Frá 1948-1959 bjuggu þau hjónin í Moshlíð á Barðaströnd. Þá fluttu þau til Patreksfjarðar. Árið 1977 lá leiðin aftur á Barðaströndina og þar bjuggu þau fram til ársins 1982 er þau fluttu til Reykjavíkur. Síðustu samvistarár þeirra Reynis voru í Hólabergi 78. Jarþrúður verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag, 19. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. Hún Jarþrúður móðir mín ólst upp í Hergilsey í stórum barna- hópi. Á þeim tíma bjuggu þar þrjár barnmargar fjölskyldur – það var oft líf og fjör. Eyjabú- skapurinn var annasamur og öll verk höfðu sinn tíma því náttúran var ekkert að bíða þess að gengið yrði til verka. Það þurfti að sinna æðarvarpi, hreinsa dún, veiða fisk, sinna búpeningi, heyja ótal úteyjar og hólma, veiða sel – auk ótalmargs annars sem eyjabú- skapurinn krafðist. Börnin þurftu snemma að leggja hönd á plóg og mamma var þar engin undantekn- ing. Þó að þessar æskuminningar hennar væru blandaðar striti hins daglega lífs var minningin um uppvöxtinn í Hergilsey henni afar kær. Alvara lífsins sagði þó til sín með harkalegum hætti þegar móðir hennar dó, hún var þá á tí- unda ári. Sem næstelst fimm systkina kom í hennar hlut aukin ábyrgð sem ekki er víst að svo ungar herðar hafi átt auðvelt með að axla. Að Brjánslæk á Barða- strönd flutti fjölskyldan árið 1942, þegar mamma var á 17. ári. Þá var afi kominn í sambúð með seinni konu sinni og systkinahóp- urinn stækkaði ört næstu árin þar á eftir. Þá líður að kaflaskiptum í lífi hennar því árið 1948 er verðandi eiginmaður hennar, Reynir Hjartarson, kominn til skjalanna. Það sama ár eignast hún sitt fyrsta barn, jafnframt því sem þau Reynir hefja búskap á jörð- inni Moshlíð á Barðaströnd. Búið var aldrei stórt í sniðum og lífs- baráttan harðari en nú myndi þykja ásættanlegt. Ekkert raf- magn og ekkert rennandi vatn úr krana. Þvottur þveginn í bala og skolaður í bæjarlæknum. Samt voru þessi ár henni kær. Árið 1959 fluttist fjölskyldan til Patreks- fjarðar og þar bjuggu þau Reynir allt fram til ársins 1977. Reynir stundaði sjómennsku, verka- mannastörf og verkstjórn en mamma hugsaði um börn og bú. Elstu börnin hleyptu heimdrag- anum hvert af öðru en eftir var Hjörtur, örverpið þeirra hjóna, og árið 1977 fluttu þau þrjú til baka á Barðaströndina og stunduðu þar bæði ýmis tilfallandi störf næstu árin. 1982 var svo stefnan tekin til Reykjavíkur og þar var starfs- vettvangur þeirra á meðan þeim entust kraftar og heilsa. Þau voru samhent hjón og bættu hvort ann- að upp og aldrei heyrði ég þeim verða sundurorða þó að bæði væru skapmanneskjur. Mamma naut ekki langrar skólagöngu, en var sjálfmenntuð og aflögufær þar á ýmsan hátt, t.d. þegar kom að skólagöngu okkar systkinanna. Sem dæmi má taka að hún las bókmenntir á norsku og dönsku til jafns við ís- lenskuna. Síðustu árin sat hún daglangt við prjónaskap fyrir Handprjónasambandið, jafnframt því sem hún las. Reynir lést árið 2009 og eftir það bjó mamma ein, en í nábýli við Hrefnu dóttur sína, allt þar til heilsu hennar hrakaði svo mjög fyrir rúmu ári að hún þurfti stöð- uga aðhlynningu. Svona er nú lífið. Þegar við fæðumst í þennan heim er aðeins þetta eitt fyrirsjáanlegt – að lífinu lýkur. Það er gott að horfa yfir farinn veg og minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman, þær voru margar. Og seint verður að fullu þökkuð sú gæska og það öryggi sem við systkinin bjuggum við sem börn og höfum búið að allt okkar líf. Snæbjörn Reynisson. Jarþrúður Guðmundsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.