Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 72

Morgunblaðið - 19.02.2015, Side 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 ✝ RannveigTryggvadóttir fæddist í Reykja- vík 25. nóvember 1926. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 5. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Tryggvi Ófeigsson, skip- stjóri og útgerð- armaður, f. 22.7. 1896, d. 18.6. 1987, og Herdís Ásgeirsdóttir, húsmóðir og félagsmála- frömuður, f. 31.8. 1895, d. 3.10. 1982. Systkini: Páll Ásgeir, f. 19.2. 1922, d. 1. 9. 2011, Jó- hanna, f. 29.1. 1925, d. 28.12. 2011, Herdís, f. 29.1. 1928, og Anna, f. 19. 8. 1935. Fyrri maður Rannveigar var Hallvarður Valgeirsson við- skiptafræðingur, f. 11.11. 1926, d. 24.8. 1991. Þau skildu. For- eldrar hans voru Valgeir Björnsson, hafnarstjóri í Reykjavík, og Eva Björnsson, fædd Borgen. Börn Rannveigar og Hallvarðs: 1) Valgeir, f. 15.10. 1952, kvæntur Aðal- björgu Kristinsdóttur. Börn: Kolbrún, Dagný, Björg og smávarning, og einnig flutti hún inn hannyrðavörur. Rann- veig var þýðandi hjá sjónvarp- inu frá 1968, sá um rekstur Ár- bæjarsafns 1970-74, kenndi vélritun um hríð við MH og að- stoðaði foreldra sína að meira og minna leyti 1974-86. Íslenskt mál var eitt margra hugðarefna Rannveigar. Í starfi sínu sem þýðandi gerði hún sér far um að hafa textana hnitmiðaða svo fólk gæti notið myndanna, þótt það skildi ekki frummálið. Hún þýddi m.a. Sögu Forsyte-ættarinnar og teiknimyndaseríuna um Heiðu. Rannveig var tónelsk og spilaði á píanó. Rannveig hafði áhuga á þjóðmálum og skrifaði grein- ar í blöð. Hún bar mörg rétt- lætismál fyrir brjósti, til dæmis að mæður gætu sinnt börnum sínum sem best í bernsku, þótt einstæðar væru. Hún var mikil sjálfstæðiskona og tók þátt í prófkjörum. Rannveig var sjó- mannsdóttir og bar mikla virð- ingu fyrir sjómannastéttinni. Slysavarnir skiptu hana miklu, og lagði hún lið þeim sem vildu að keypt yrði björgunarþyrla á níunda áratugnum. Um árabil gaf Rannveig verðlaunabækur í íslensku til Stýrimannaskólans. Síðustu æviárin átti Rann- veig við heilsuleysi að stríða. Útför Rannveigar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, þann 19. febrúar 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. Kristín. 2) Eva, f. 16.4. 1954, gift Ás- geiri Valdimars- syni. Börn: Hall- varður, Valdimar Björn, Þorsteinn og Herdís. 3) Her- dís, f. 29.8. 1956, gift Gísla Helga- syni. Börn: Bryndís og Helgi Tómas. 4) Rannveig, f. 14.3. 1958, maður henn- ar er Jóhannes Karl Jia. Börn: Rannveig, Egill, Ásmundur og Anna. 5) Tryggvi, f. 22.7. 1960, fyrri kona Guðný Oktavía Arn- dal. Þeirra börn Rannveig Eva, Anna Guðný, Hulda Halldóra og Finnbogi Kristinn. Síðari kona Þuríður Vilhjálmsdóttir, hennar sonur Vilhjálmur Hilm- ar Sigurðarson. Barna- barnabörn eru tólf. Seinni mað- ur Rannveigar er Örnólfur Thorlacius, fyrrv. rektor, rit- höfundur og þýðandi. Rannveig ólst upp á Hávalla- götu 9 í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Verzlunarskólanum og sótti húsmæðraskóla í Sorø í Danmörku. Þegar börn hennar voru lítil skapaði hún sér vinnu heima með því að framleiða Nú er mamma mín farin, eftir langa og farsæla ævi. Hún var orðin mjög veik, illa haldin af alz- heimer, þar sem sjúkdómurinn tók völdin allt of snemma. Mín fyrsta minning um móður mína er eins og af yndislegri manneskju, sem brosti til mín. Hún gaf mér ást og kærleika sem aldrei gleymist. Hún var stúdent frá VÍ auk náms við tónlistarskóla. Síðar hússtjórnunarskóla í Sorø, Dan- mörku. Stundum (á fyrri árunum) fór- um við í sumarbústað „úti á landi“, alla leið í Kópavoginn, en þar hafði afi Tryggvi byggt fal- legt sumarhús ofan við lækinn. Þar var hægt að hoppa út um glugga, beint í sólbað. Það var skemmtilegt. Ég á góðar minningar frá Vatnsdalsá, með mömmu og pabba. Hún veiddi marga stóra laxa og fór létt með það. Á þeim árum var ekki algengt að fólk færi í slíkar langferðir til lax- veiða. Þarna veiddi ég minn fyrsta silung, undir handleiðslu mömmu og pabba, sex ára gam- all. Mamma mátti þola ýmislegt á mínum uppvaxtarárum, enda var ég uppátækjasamur ungur drengur og töluverður „hrak- fallabálkur“. Kom t.d. slasaður heim úr skíðaferð, heim sem handleggsbrotinn togarasjómað- ur, á spítala sem fótbrotinn skellinöðrudrengur. Alltaf var ég umvafinn ást og umhyggju móður minnar sem var skilyrðislaus. Minningarnar frá Hávallagöt- unni, Skaftahlíðinni, Otrateign- um og Vallarbrautinni eru ótelj- andi. Kvöldstundirnar okkar þar sem mamma spilaði á píanóið og við systkinin fimm sungum há- stöfum með eru alveg ógleyman- legar. Þar voru heilu leikritin leikin, tröllin og skessurnar og margt annað, sem er alveg ógleymanlegt. Kannski er ekki að furða að sum systkina minna kunni eitthvað fyrir sér í tónlist. Hún var mjög listræn, vann mikið við handiðn og hafði auga fyrir tækifærum í því sambandi. Einnig hafði hún mjög gaman af að hlusta á Bítlana, á sínum tíma. Mamma átti margar góðar vinkonur. Mér þótti afar merki- legt þegar prúðbúnar „eldri“ konur mættu í saumaklúbbinn, nú eða í Sorøklúbbinn, en hún var um tíma í hússtjórnarskóla í Sorø, í Danmörku. Þá var oft á vísan að róa varðandi góðar kök- ur o.fl. Mamma var snillingur á mörgum sviðum, hún spilaði á pí- anó og fiðlu, var listamanneskja í handavinnu, talaði og skrifaði á allnokkrum tungumálum. Það nýttist henni vel sem þýðanda fyrir Sjónvarpið. Hún þýddi fyrir Sjónvarpið frá 1968, í ca. 35 ár. Hún þýddi marga vinsæla þætti, t.d. „Smart spæjara“, „Forsyte story“ og margt, margt fleira. Það er eftirminnilegt hvað hún skrifaði hratt á gömlu ritvélina sína. Stundum hló hún að text- anum sem hún var að þýða. Helstu áhugamál móður minn- ar voru baráttumál kvenna og samstarf þjóða um vestræna samvinnu. Hún skrifaði margar greinar í blöðin, t.d. um fæðing- arorlof og rétt foreldra til að vera með börnum sínum fyrstu mánuðina. Hún var langt á und- an sinni samtíð í þessu sam- bandi. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir í stjórnmálum, var virk í störfum síns stjórnmálaflokks, Sjálfstæðisflokksins. Um árabil gaf hún námsverðlaun til stýri- mannaskólans, til minningar um föður sin, Tryggva Ófeigsson. Ég kveð móður mína með bros á vör, minningarnar lifa. Valgeir. Kær tengdamóðir mín, Rann- veig Tryggvadóttir, er látin í hárri elli, áttatíu og átta ára. Það er einstakt að hafa þekkt góða og vandaða konu eins og hún var. Hún tók mér ávallt ákaflega vel, allt frá okkur fyrstu kynnum þegar ég kom inn í fjölskylduna sem kærasti Evu dóttur hennar og síðar eiginmaður. Rannveig hvatti okkur unga fólkið við að koma upp heimili og verða sjálf- stæð. Hún var ávallt til í að gefa okkur góð ráð og passa börnin okkar ef hún hafði tíma til þess. Henni þótti gaman að gera hlut- ina sjálf og var okkur gott for- dæmi í þeim efnum. Og henni veitti ekki af sjálfsbjargarvið- leitni, fimm barna einstæðri móður á Seltjarnarnesi á þessum árum. Börnum sínum bjó hún af- ar fallegt heimili. Smekkvísi hennar féll mér afar vel í geð og glæsileikann vantaði hana sann- arlega ekki. Nýr kafli hófst í lífi Rannveig- ar þegar hún var rúmlega fimm- tug. Þá kynntist hún Örnólfi Thorlacius og þau hófu sambúð sem nú hefur staðið í rúm 30 ár. Við minnumst með ánægju allra heimsókna okkar til þeirra á Há- vallagötuna og í Bjarmalandið og nú síðasta áratuginn á Grund. Rannveig dáðist að framtaki og dugnaði. Það var gaman að heyra aðdáunarorð hennar þegar lokið var einhverju verki eins og að flísaleggja baðherbergi eða setja parket á stofugólf. Ég er henni þakklátur fyrir ánægjuleg og innileg samskipti okkar og góðan hug hennar í minn garð og sendi Örnólfi einn- ig þakklætis- og samúðarkveðj- ur. Ásgeir Valdimarsson. Nú eru 30 ár síðan leiðir okkar Rannveigar tengdamóður minn- ar lágu saman. Við Herdís vorum að athuga hvort annað og vorum saman í hljómsveit, og „ást lagði blokkflauta á bassa“. Ég var staddur heima hjá Herdísi einn eftirmiðdag. Rannveig og Örn- ólfur birtust án þess að gera boð á undan sér og hún gekk beint til mín, heilsaði og sagði að það gleddi sig innilega að hitta mig. Ég hugsaði sem svo að þessa konu þyrfti ég ekki að óttast ef hún yrði tengdamóðir mín. Rannveig var stórglæsileg, hafði ríka réttlætiskennd og rétti mörgum hjálparhönd án þess að tala um það. Rannveig var skap- rík og mjög stórlynd sem lýsir sér best í rausnarlegum gjöfum til ýmissa málefna. T. d. gaf hún eina milljón í þyrlusjóð sem var stórfé fyrir þremur áratugum, en þá var engin íslensk björgunar- þyrla á landinu. En stundum brustu á stórviðri okkar á milli, svo varð logn og þá sannaðist vinátta okkar. Hún var sjálfstæðismanneskja en fylgdi þeim að málum sem vildu félagslegan jöfnuð. Hún barðist mjög fyrir réttindum lág- launafólks og sérstaklega fannst henni að konur ættu að fá að vera lengi heima hjá börnum sín- um ungum og vildi að hið op- inbera greiddi fyrir slíkt. Kannski hafa hugmyndir hennar orðið til þess að fæðingarorlof var tekið upp. Í þá daga voru strákar settir í smíði, en stelpum var kennt að sauma. Herdís, kona mín, var lítið fyrir hann- yrðir og Rannveig kom því í gegn að hún fékk að fara í smíði, fyrsta stelpan á Reykjavíkur- svæðinu. Hún hvatti börn sín til að leggja stund á það sem hugur þeirra stóð til. Rannveig vann um árabil sem forstöðukona Árbæjarsafns og réð hljómsveitir á áttunda áratug liðinnar aldar til að halda tón- leika þar. Hún hafði orð á hversu þessir drengir væru kurteisir. Henni var margt til lista lagt, t.d. hannaði hún og framleiddi bítla- bindi úr leðri sem margir strákar skörtuðu á sjöunda áratugnum. Ég minnist brúðkaupsdags okkar Herdísar. Rannveig hafði verið gift Hallvarði Valgeirssyni viðskiptafræðingi og átt með honum 5 börn. Síðar varð Örn- ólfur Thorlacius sambýlismaður hennar í rúm 30 ár, allt til þess er hún kvaddi. Daginn fyrir brúðkaupið hringdi Rannveig og spurði mig hvort ég væri viss um að rétt væri að Örnólfur yrði veislustjóri, hvort það væri ekki faðir brúðarinnar sem ætti að sjá um það. Fátt varð um svör. Þá sagði Rannveig: „Gísli minn. Tal- aðu við hann Hallvarð. Ég vil ekki að gengið sé fram hjá hon- um.“. Svo þagði hún og sagði: „Fráskilið fólk hefur tilfinning- ar“. Örnólfur og Rannveig voru hvort öðru góð og hann sýndi alla tíð hvað í honum bjó og sér- staklega þegar heilsa hennar brast. Þau áttu mörg góð ár fyrst á Hávallagötu og svo í Fossvog- inum og loks á Grund. Fyrir stuttu rifjaði Örnólfur upp að eitt sinn sagði hann samkennurum sínum í MH að Rannveig hefði tekið við vélritunarkennslu þar, og þegar henni var hætt tók hún að sér rektorinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana að. Hún var hreinskilin og sagði umbúðalaust hvað henni þótti. Blessuð sé minning henn- ar. Gísli Helgason. Með tímanum verða minning- ar að flokkum upplifana; sumar smávægilegar, aðrar móta fram- tíðarfótsporin. Ég kom inn í fjölskyldu Rann- veigar 1975 sem tengdasonur, þá rétt unglingur sem taldi mig allt vita og geta og hvarf svo úr fjöl- skyldunni mótaðri einstaklingur 1985. Mótaður af meðal annars tveimur sterkum persónum, Rannveigu og Tryggva Ófeigs- syni, föður Rannveigar. Ég lærði margt af þeim tveimur sem ég þakka stöðugt fyrir. Rannveig, þessi glæsilega kona, þurfti aldeilis að hafa fyrir lífinu og sýna dugnað og útsjón- arsemi við að halda, einstæð móðir, heimili með fimm börn. Þegar ég fullorðnaðist skildi ég betur hve mikla einurð þurfti í það verk. Rannveig var með sterkar skoðanir á málefnum, hvort sem það var varðandi innlend stjórn- mál eða alþjóðamál, skoðanir sem hún fylgdi oft hart eftir í samræðum. Það var gott þroska- spor fyrir ungan mann að læra að hlusta án þess að vera sam- mála. Við Nanný bjuggum í fyrstu á Vallarbrautinni hjá Rannveigu og fæddist okkur Rannveig yngri þar. Á þeim tíma bjó einnig yngri sonur Rannveigar þar, hann Tryggvi, og hagaði því þannig til að við bjuggum þar fimm en hét- um öll annaðhvort Tryggvi (2) eða Rannveig (3). Þótt ég hafi ekki verið hluti af fjölskyldu Rannveigar í 30 ár fann ég ávallt þegar við hittumst væntumþykjuna fyrir mér og börnum mínum, Rannveigu og Agli. Fyrir allt þetta þakka ég og lýt höfði í virðingu þegar ég kveð þig, stórbrotna kona. Guð gefi þér eilífa dögun. Tryggvi Magnússon. Ég kynntist Rannveigu Tryggvadóttur er við Tryggvi sonur hennar hófum samband okkar árið 2001. Hún tók mér af- skaplega vel og sagði syni sínum að það væru meðmæli með mér að ég væri tónelsk, það ein- kenndi gjarnan gott fólk. Sjálf var hún tónelsk, spilaði fallega á píanó og söng, en lærði einnig á fiðlu á yngri árum. Rannveig var stórmerk kona og að sumu leyti á undan sínum samtíma. Hún hélt á lofti umræðu um velferð barna og launajafnrétti og gekk fram í því að bæði kyn fengju að læra smíðar og handavinnu í grunnskólum landsins. Hún var skörungur til orðs og æðis en jafnframt kærleiksrík og hlý og mátti ekkert aumt sjá. Margir vandalausir sem venslaðir fengu að njóta góðvildar hennar. Þau eru mörg handtökin sem tengdamóðir mín innti af hendi. Lengi vel var hún einstæð móðir og ól önn fyrir fimm börnum. Hún var hugmyndarík og mikil framkvæmdamanneskja. Til að drýgja tekjur sínar framleiddi hún og seldi handverk sitt. Þar má nefna myndskreytta eld- spýtustokka, bolluvendi og hin margfrægu Bítlabindi sem slógu í gegn hjá íslenskum ungmenn- um á bítlatímabilinu. Um fimm ára skeið sinnti hún starfi for- stöðumanns Árbæjarsafns. Til að auka aðsóknina á safnið bryddaði hún til dæmis upp á þeirri ný- breytni að halda útitónleika á safninu og höfðaði þannig til ungu kynslóðarinnar. Meðal hljómsveita sem þar komu fram var hljómsveitin Ævintýri. Þekktust er hún að öllum lík- indum fyrir þýðingavinnu sína. Hún hafði sérstaklega gott vald á íslensku máli og kunni að beita knöppum stíl. Um árabil vann Rannveig hjá sjónvarpinu við þýðingu erlends sjónvarpsefnis. Hún gerði þar miklar kröfur til verka sinna, lagði mikinn metnað í að textinn væri auðskilinn og ekki til trafala fyrir áhorfand- ann. Fyrir stuttu hitti ég nafn- kunnan þýðanda sem sagði mér, þegar hún vissi hver tengdamóð- ir mín væri, að Rannveig væri goðsögn á meðal þýðenda. Hún var stolt af börnum sín- um og barnabörnum, vildi veg þeirra sem mestan og alltaf ráða þeim heilt. Hún var lánsöm að eignast Örnólf sem samferða- mann á seinni hluta ævi sinnar, þau voru góðir félagar og áttu ýmislegt sameiginlegt. Hann var henni einstaklega umhyggju- samur þegar Herra Alzheimer lét sverfa til stáls. Síðastliðin tíu ár hefur heimili hennar verið á Grund við Hringbraut. Starfs- fólki Grundar þökkum við af al- hug umönnun hennar og kærleik í hennar og okkar garð. Ég er þakklát fyrir samverustundir okkar, en þakklátust er ég henni fyrir að hafa komið Tryggva mínum í heiminn. Blessuð sé minning Rannveigar Tryggva- dóttur. Þuríður Vilhjálmsdóttir. Amma mín og alnafna hefur fengið hvíldina – hvíldina frá óvægnum sjúkdómi sem tók allt- of margt frá henni undir það síð- asta. Það verður ekki hjá því komist að við sem sitjum eftir fyllumst trega og söknuði. Ég kýs að muna eftir henni áður en alzheimer setti sín mörk á hana. Hún var svo sérstök manneskja, einstaklega sterkur persónuleiki, stolt, ákveðin og harðdugleg kona. Ég kýs að muna eftir ömmunni sem varð fyrst til að hringja ef eitthvað gleðilegt eða erfitt gerðist í mínu lífi. Ef ég var lasin þá var amma Rannveig alltaf mætt á tröpp- urnar með fullan poka af góð- gæti. Hún passaði upp á sína. Þegar hún var á mínum aldri þá var hún fráskilin með fimm lítil börn á aldrinum 2-10 ára. Eftir því sem ég verð eldri og börnin verða fleiri því betur geri ég mér grein fyrir því hversu mikið þrekvirki þetta hefur ver- ið. Við amma spjölluðum stund- um um barneignir og ég fann á henni að þetta var henni erfiður tími en hún var alltaf óendanlega stolt af öllum börnunum sínum. Amma hafði sterkar skoðanir sem að sumu leyti voru á undan hennar samtíð. Amma skrifaði ófáar greinar um réttindi mæðra til þess að fá að vera lengur heima með börnum sínum en þá sex mánuði sem þá þekktust. Margt af því sem hún lagði til varð síðar að raunveruleika eins og t.d. foreldragreiðslur. Amma kenndi mér að syngja, spila á píanó, tala góða íslensku, vera kurteis og helst af öllu kenndi hún mér að vera góð við minnimáttar. Amma mátti ekk- ert aumt sjá og var þá rokin til aðstoðar líkt og hún væri eins manns björgunarsveit. Amma var mikil barnakona og þótti gott að hafa barnabörnin sín hjá sér. Hún hafði mjög gam- an af börnum og henni fannst mikilvægt að barnabörnin myndu líka eignast börn og það helst nokkur. Þegar minnið fór að hverfa og hún var alltaf minna og minna í þessum heimi þá færðist bros á varirnar þegar ég kom með litlu krílin mín í heim- sókn. Þó það hafi vissulega alltaf orðið erfiðara að ná í gegn þá var gleðin yfir litlu börnunum með því síðasta sem fór. Nú er komið að ferðalokum og ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að. Ég trúi því að hún sé núna komin á betri stað þar sem hún fær nýtt hlutverk. Hún er komin heim. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma, sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum mann hitt, vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt.“ (Jóhannes úr Kötlum) Rannveig Tryggvadóttir Líf Rannveigar systur minnar einkenndist af umhyggju og góð- vild. Hún var mér klettur og skjól þegar við vorum að alast upp þótt hún væri ekki nema fjórtán mánuðum eldri en ég. Hún leiddi mig um allt og sleppti ekki af mér hendinni. Mamma var heilsulítil framan af en hafði stúlkur til hjálpar við heimilis- haldið. Pabbi okkar var sem tog- araskipstjóri úti á sjó þar til við urðum unglingar. Við Ranna vor- um að mörgu leyti eins og tvíbur- ar. Ég bað um að við fengjum tvíbreiðan ottóman í stað þess að fá sitt rúmið hvor vegna þess að ég var svo myrkfælin og vildi sofa fyrir innan Rönnu. Sum- arbústaður fjölskyldunnar í Kópavogi var ævintýraheimur. Við opnuðum glugga á morgn- ana, hentum út teppum og fórum út í sólbað. Við lékum okkur við lækinn, óðum, syntum og gerð- um stíflur. Á kvöldin lásum við gamansögur sem við hlógum að í kojunum okkar. Rannveig var dugleg í skóla og hæfileikarík. Hún lærði á pí- anó og fiðlu og sótti tónlistartíma ásamt vini sínum Magnúsi Blön- dal Jóhannssyni, síðar tónskáldi. Hún átti alltaf píanó og síðar meir spilaði hún á það og söng með börnunum sínum fimm. Æskuheimili okkar á Hávalla- götu stendur við Landakotstúnið þar sem við börnin í hverfinu lékum okkur saman. Við eigum skemmtilegar minningar um boltaleiki með æskuvinum okkar þeim Margréti Thors, Þorbjörgu Pétursdóttur, Clausen-bræðrum, Theódóru Steffensen, og Stein- grími Hermannssyni. Þarna myndaðist sérstök vinátta okkar leiksystkinanna. Við Rannveig héldum áfram að vera samstiga um margt í líf- inu. Við sátum saman í bekk í Verslunarskólanum og lukum stúdentsprófi saman. Þrjú barna okkar fæddust með nokkurra daga eða nokkurra vikna milli- bili. Við höfðum ævinlega stuðn- ing hvor af annarri. Rannveig systir mín var vinnusöm og bjó yfir miklum gáf- um. Hún var mikil málamann- eskja sem naut þess að velta fyr- ir sér íslenskri tungu enda var hún lengi vel einn helsti þýðandi sjónvarpsins. Hún flutti inn hannyrðavörur um skeið og hafði Rannveig Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.