Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 5

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 5
Útdráttur Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi, síðar bókasafns­ og upplýsingafræði til þess tíma er heiti hennar varð upplýsingafræði. Spurt er hvers vegna og hvernig bókasafnsfræðin varð til hér á landi? Og hvernig námsframboði í upplýsingafræði, sem eingöngu verður í boði á meistarastigi í framtíðinni verði best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð. Lagt er til að annars vegar verði lögð áhersla á afstrakt sérhæfingu á kjarnasviðum greinar­ innar, þekkingu sem nýtist á víðum vettvangi við kerfis­ bundna vistun þekkingar ﴾ekki aðeins á bóka­ og skjalasöfnum﴿ og hins vegar að mynda tengsl við aðrar fræðigreinar til þess að útskrifa nemendur sem hafa haldgóða þekkingu á sem fjölbreyttustum efnissviðum. Niðurstöður rannsókna og viðburða í þróun fræði­ greinarinnar voru greindar samkvæmt EET ﴾Ecological­ evolutionary theory﴿, kenningunni um kerfi fagstétta ﴾The system of professions﴿ og miðilskenningunni ﴾Medium theory﴿. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er að mestu byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar. Annars vegar könnunum á breytingum á þjónustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfuein­ inga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma tengd­ ist breytingum á atvinnuháttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upp­ lýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þróun hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga. Þessi þróun er lauslega borin saman við þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í fræðigreininni. 1 Inngangur Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi. Bókasafnsfræðin var í fyrstu kennd sem aukafag en síðar einnig sem aðalfag til BA gráðu. Síðar varð heiti hennar bókasafns­ og upplýsingafræði, sem kennd var til BA, MA og MLIS gráðu. Umfjöllunin nær frá þeim tíma er þörf skapaðist fyrir menntað starfs­ fólk á bókasöfnum til þess tíma er fræðigreinin var færð á meistarastig eingöngu og heiti hennar breytt í upplýs­ ingafræði. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Annars vegar könnunum á breytingum á þjón­ ustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfueininga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma er talin tengjast breytingum á atvinnu­ háttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upplýsingar til atvinnutengdra nota, jafnt útgáfurita sem skjala. Hún hefur einnig leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga, bæði útgáfurita og skjala. Þróunin hér á landi er lauslega borin saman við Frá bókasafnsfræði til upplýsingafræði: þróun fræðigreinar, þörf á menntun Ritrýnd grein Dr. Stefanía Júlíusdóttir Stefanía Júlíusdóttir hefur lengst af starfað sem lektor í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði við Háskóla Íslands og stundakennari fyrir þann tíma. Hún var áður forstöðumaður á Bókasafni Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Bóka­ safni Landlæknisembættisins, Bókasafni Landspítala ­ Háskólasjúkrahúss og vann jafnframt að doktorsrannsókninni í lausamennsku í nokkur ár. Stefanía er með BA próf frá Háskóla Íslands í bókasafnsfræði og líffræði, MS próf frá Col­ umbia University in the City of New York og doktorspróf frá Háskóla Íslands í bókasafns­ og upplýsingafræði 2013.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.