Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 5
Útdráttur Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi, síðar bókasafns­ og upplýsingafræði til þess tíma er heiti hennar varð upplýsingafræði. Spurt er hvers vegna og hvernig bókasafnsfræðin varð til hér á landi? Og hvernig námsframboði í upplýsingafræði, sem eingöngu verður í boði á meistarastigi í framtíðinni verði best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð. Lagt er til að annars vegar verði lögð áhersla á afstrakt sérhæfingu á kjarnasviðum greinar­ innar, þekkingu sem nýtist á víðum vettvangi við kerfis­ bundna vistun þekkingar ﴾ekki aðeins á bóka­ og skjalasöfnum﴿ og hins vegar að mynda tengsl við aðrar fræðigreinar til þess að útskrifa nemendur sem hafa haldgóða þekkingu á sem fjölbreyttustum efnissviðum. Niðurstöður rannsókna og viðburða í þróun fræði­ greinarinnar voru greindar samkvæmt EET ﴾Ecological­ evolutionary theory﴿, kenningunni um kerfi fagstétta ﴾The system of professions﴿ og miðilskenningunni ﴾Medium theory﴿. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er að mestu byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar. Annars vegar könnunum á breytingum á þjónustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfuein­ inga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma tengd­ ist breytingum á atvinnuháttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upp­ lýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þróun hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga. Þessi þróun er lauslega borin saman við þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í fræðigreininni. 1 Inngangur Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi. Bókasafnsfræðin var í fyrstu kennd sem aukafag en síðar einnig sem aðalfag til BA gráðu. Síðar varð heiti hennar bókasafns­ og upplýsingafræði, sem kennd var til BA, MA og MLIS gráðu. Umfjöllunin nær frá þeim tíma er þörf skapaðist fyrir menntað starfs­ fólk á bókasöfnum til þess tíma er fræðigreinin var færð á meistarastig eingöngu og heiti hennar breytt í upplýs­ ingafræði. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Annars vegar könnunum á breytingum á þjón­ ustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfueininga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma er talin tengjast breytingum á atvinnu­ háttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upplýsingar til atvinnutengdra nota, jafnt útgáfurita sem skjala. Hún hefur einnig leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga, bæði útgáfurita og skjala. Þróunin hér á landi er lauslega borin saman við Frá bókasafnsfræði til upplýsingafræði: þróun fræðigreinar, þörf á menntun Ritrýnd grein Dr. Stefanía Júlíusdóttir Stefanía Júlíusdóttir hefur lengst af starfað sem lektor í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði við Háskóla Íslands og stundakennari fyrir þann tíma. Hún var áður forstöðumaður á Bókasafni Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Bóka­ safni Landlæknisembættisins, Bókasafni Landspítala ­ Háskólasjúkrahúss og vann jafnframt að doktorsrannsókninni í lausamennsku í nokkur ár. Stefanía er með BA próf frá Háskóla Íslands í bókasafnsfræði og líffræði, MS próf frá Col­ umbia University in the City of New York og doktorspróf frá Háskóla Íslands í bókasafns­ og upplýsingafræði 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.