Bókasafnið - 01.06.2014, Page 18
Bókasafnið 38. árg. 2014
1 8
verið miðlað á rituðu máli, meðal annars í utanmarkaðs
ritum. Ályktunin er ennfremur studd af aukningu skjala
magns sem til hefur orðið hjá opinberum aðilum hér á
landi.
Það gefur augaleið að þegar magn og mikilvægi rit
aðrar atvinnutengdrar þekkingar og upplýsinga eykst
eins og hér kemur fram hlýtur að þurfa aukinn mannafla
til þess að sjá um skipulagningu geymdar og vistunar á
þann hátt að finna megi það sem á þarf að halda með
skjótum og auðveldum hætti þegar þörf krefur. Í niður
stöðum mannaflakannananna kemur fram að frá árinu
1989 hafði eftirspurn eftir mannafla aukist mikið til ársins
2001, þvert á það sem mannaflaspáin gaf til kynna.
Hlutfallslega hafði aukning mannafla orðið mest í rann
sóknar og sérfræðibókasöfnum og við skjalastjórn. Það
er í samræmi við að aukning útgáfu varð mest í utan
markaðsritum og mikla aukningu skjalamagns opinberra
skjalasafnsmyndara.
Meðal áhrifa rafrænnar miðlunar á framboð starfa á
þessu tímabili var að rekstri örfárra þjónustueininga á
sviði sérfræðibókasafna sem starfræktar voru árið 1989
hafði verið hætt árið 2001. Að sögn talsmanna stofnan
anna var rekstur mannaðra þjónustueininga ekki lengur
nauðsynlegur vegna þess hve auðvelt var fyrir starfs
menn og aðra ﴾þegar um var að ræða þjónustu við fólk
utan stofnunar﴿ að afla sér þekkingar og upplýsinga raf
rænt með tilkomu rafrænnar geymdar og miðlunar.
Til þess að gera geymd og miðlun þekkingar og
upplýsinga mögulega á samræmdan hátt á alþjóðavísu
verður að viðhafa stöðluð vinnubrögð. Stöðlunin hefur
jafnframt gert samnýtingu á vinnu við skipulag safn
kosts, það er skráningu, flokkun og lyklun útgáfurita
mögulega á alþjóðavísu. Það sama á við um miðlun í ra
frænum gagnasöfnum sem sniðin eru að leitum fyrir al
menna notendur. Áhrif þessarar þróunar eru þau að
færra starfsfólk þarf til þess að sinna vinnu við skipulag
safnkosts. Slík vinna var unnin hér á landi á hverju
bókasafni fyrir sig fram undir aldamótin 2000 ﴾Stefanía
Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Með tilkomu nýja Gegnis
varð á því breyting og þegar þetta var ritað voru skrán
ingarfærslur hér á landi samnýttar, bæði innanlands og
fengnar erlendis frá. Þetta er í samræmi við niðurstöður
Carson ﴾2002, 2004﴿ um að dregið hefði úr eftirspurn
eftir og mikilvægi stéttar bókasafns og upplýsingafræða
við slík störf á bókasöfnum.
Á sviði skjalastjórnar hefur þróunin verið þveröfug
hér á landi. Hér hefur eftirspurn eftir skjalastjórum sem
stýra skipulagi vistunar og aðgangs að skjölum aukist, í
samræmi við aukið magn skjala og aukið magn ritaðrar
atvinnutengdrar þekkingar og upplýsinga.
Sú þróun sem niðurstöður rannsókna minna gefa
vísbendingu um og lýst er hér að ofan er í samræmi við
EET kenningu Lenski ﴾2005﴿. Áhrifavaldar eru annars
vegar breytingar sem stöðugt eiga sér stað og auðveld
lega má snúa aftur til fyrra horfs, til dæmis lagabreyting
ar. Hins vegar er um að ræða breytingar sem urðu fyrir
áhrif rafrænnar miðlunar og eru annars eðlis en þær
breytingar sem stöðugt eiga sér stað. Rafræna miðlunin
er komin til vegna þess að notkun nýs miðils ﴾þess raf
ræna﴿ og annars konar táknkerfis ﴾sem stendur tví
undakótans﴿ hefur fest sig í sessi. Það er jafnvíst og að
rafræn miðlun mun halda áfram að þróast að ekki verður
alfarið horfið aftur til fyrri hátta við að vista, geyma og
miðla þekkingu eingöngu á pappír. Því síður verður hug
læg geymd og munnleg miðlun tekin upp aftur í stað
ritmiðlunar rafrænt og á pappír. Jafnframt eru áhrifin af
stöðugum breytingunum í samræmi við kenningu
Abbotts ﴾1988﴿ um kerfi fagstétta og áhrifin af notkun
nýs miðils eru í samræmi við miðilskenningu ﴾medium
theory﴿ Meyrowitz ﴾2001﴿.
7.1 Menntun í upplýsingafræði
Við uppbyggingu meistaranáms í upplýsingafræði
verður að miða við þarfir íslensks þjóðfélags þar sem til
stendur að nýta menntunina. Jafnframt verður að taka
mið af því að þróun fyrri tíma hefur áhrif á þróun framtíð
ar. Staða bókasafns og upplýsingafræðinga sem
skjalastjóra og þarfir íslensks þjóðfélags fyrir fólk með
þá menntun og þekkingu hlýtur til dæmis að hafa áhrif á
þróun námsgreinarinnar. Áhrif sem væntanlega verða
ekki þau sömu og í löndum þar sem þróunin hefur orðið
önnur í þeim efnum en hér á landi, til dæmis í BNA.
Með hliðsjón af þróuninni hér á landi og þeim þætti í
kenningu Abbotts um kerfi fagstétta að besta vörnin
gegn innrásum annarra fagstétta í eigið óðal og jafn
framt öflugasta vopnið við að ná öðrum óðulum á sitt
vald sé afstrakt þekking sem nýta má á víðum vettvangi
er einboðið að efla kennslu í kjarnasviðum náms
greinarinnar við uppbyggingu, skipulag geymdar ﴾skrán
ingu, flokkun og lyklun﴿, heimtur og miðlun þekkingar og
upplýsinga. Þekkingu sem aðrar fagstéttir búa ekki yfir,
en mikil þörf er á víða í þjóðfélaginu. Það þarf að gera á
þann hátt að námsefnið sé ekki eingöngu bundin við