Bókasafnið - 01.06.2014, Side 30
Bókasafnið 38. árg. 2014
30
tvær kannanir gefa upplýsingar um
þróun starfsvettvangsins og mönnun
hans á umræddu tímabili.
Ég hafði einnig gert könnun í starfi
mínu á Bókasafni Landspítala, sem fyrr
er getið á notkun tímarita á pappír ann
ars vegar og rafrænnar útgáfu þeirra
hins vegar skólaárið 20002001. Þessa
rannsókn vann ég upp til þess að nota í
doktorsritgerðinni. Það kemur nátt
úrulega fram geysileg breyting á störf
um fólks í bókasöfnum við það að efni
verður rafrænt, það þarf ekki lengur að
manna vaktir á kvöldin og um helgar og
það þarf ekki að raða upp þessum ra
fræna safnkosti, það þarf heldur ekki
að fara yfir hvort tímaritaheftin hafi
skilað sér eins og gert var áður, skrá
heftin inn þegar þau bárust, rukka inn
hefti sem ekki skiluðu sér eða gera annað sem tengdist
pappírsáskriftum. Auk þess drógust millisafnalán
verulega saman þegar stór hluti efnis var orðin rafrænn,
auk þess sem ákvæði var í okkar samningi um að ekki
mátti nota áskriftarritin í millisafnalánum. Það er bara
fullt af störfum sem hverfa með tilkomu rafrænnar út
gáfu og miðlunar.
Þriðja megindlega rannsóknin var á þróun útgáfu
eininga, þar sem sérstaklega var skoðuð þróun á hlut
falli af markaðsútgáfu annars vegar og
utanmarkaðsútgáfu hins vegar hér á landi ásamt þróun
markaðsútgáfu erlendis á þekkingu sem verður til hér á
landi. Rannsóknin náð einnig til nýtingar á einkaleyfa
umsóknum hér á landi í því skyni að miðla nýrri þekk
ingu á tímabilinu 19442001.
Eigindlega rannsóknin var gerð síðast til þess að
leita skýringa á niðurstöðum megindlegu rannsóknanna,
með því að afla upplýsinga um viðhorf valinna forstöðu
manna í starfi á rannsóknasviðinu og tveggja notenda
með viðtalskönnun.
Breytingar á námi
Ég er þeirrar skoðunar að fólk í okkar þjóðfélagi
þurfi á góðri fagmenntun að halda til viðbótar við nám í
bókasafns og upplýsingafræði, eða upplýsingafræði
eins og greinin er nefnd núna. Það er ekki nóg að hafa
60 einingar í aukagrein til viðbótar við 120 einingar í
upplýsingafræði. Mér finnst þurfa meira. Ég hef trú á því
að þessi breyting muni skila öflugra fólki út á vinnu
markaðinn og í rannsóknir hér á landi. Ég er mjög hlynnt
því að námið færist á framhaldsstig eingöngu.
Í nútímaþjóðfélagi er þörf á meiri þekkingu og þess
vegna meiri menntun starfsfólks en áður var. Til sam
ræmis við það eru margar háskólagreinar búnar að færa
sig alfarið yfir á meistarastigið. Námið í upplýsingafræði
þarf að haldast í hendur við þjóðfélagsþróunina. Á þeim
tíma sem breytingin var gerð var ekki möguleiki á því að
halda áfram bæði með grunnnám og framhaldsnám. Til
þess hefði þurft að ráða fleiri kennara og hafa námsleið
irnar aðskildar. Auk þarfar á meira menntuðu starfsfólki í
nútíma þjóðfélagi hafa undanfarin ár verið fleiri nemend
ur á framhaldsstigi en í grunnnámi.
Þegar námið færðist á meistarastigið komu fram rök
um þörf á breytingu á nafninu til þess að undirstrika að
breytingar muni eiga sér stað á náminu; að ekki væri
bara verið að flytja það yfir á meistarastigið, það væri
líka verið að breyta náminu á annan hátt. Og þá varð
heitið upplýsingafræði ofan á.
Mér finnst breytingar á atvinnumöguleikum, og ekki
bara þeim heldur líka þörfum þjóðfélagsins, kalla á
aukna þörf á að skipuleggja þekkingu og upplýsingar til
geymslu á þann hátt að finna megi aftur með auðveldu
móti. Þess vegna finnst mér að innan upplýsingafræð
innar verði að kenna aðferðir við það; mér finnst það
vera aðalatriðið í náminu. Sú þekking og færni sem að
því lýtur er það sem aðrar greinar hafa ekki. Hún er ein
stök. Það eru kenningar og kerfi við að skipuleggja
geymsluna þannig að efnið finnist á auðveldan hátt aft
Doktorsvörnin. Stefanía ásamt Lindu Rafnsdóttur, forseta Félags- og mannvísindadeildar
og andmælendum, Karen Markey og Hermanni Óskarssyni.
Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson