Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Síða 14
Íslendingar vinna meira 14 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Þ að er eins og Íslendingar líti á það sem kost, frem- ur en löst, að vinna mikið. Það er kominn tími á að þetta breytist,“ segir Guð- mundur D. Haraldsson, meðlimur í Öldu, félagi sem fjallar um lýðræði og sjálfbærni. Guðmundur hefur ritað grein um aðgerðir og ástæð- ur til styttingu vinnuvikunnar hér á Ísland en Alda hefur undanfarið fundað um málið. Íslendingar vinna tæplega tveimur mánuðum meira á ári en til dæmis Norðmenn og um mán- uði meira en Svíar, sé miðað við meðaltal. Þrátt fyrir að þjóðarfram- leiðsla sé að meðaltali hærri hér á landi en í mörgum löndum kemur Ísland illa út þegar tekið er mið af unnum stundum. Beinar aðgerðir til styttingar Lýðræðisfélagið Alda kallar eftir beinum aðgerðum til styttri vinnu- viku. Þá segir í greininni að stytt- ing vinnutíma hafi áður verið eitt helsta baráttumál verkalýðsfélaga. „Í Þýskalandi á þremur síðustu ára- tugum tuttugustu aldar var vinnu- dagurinn styttur í áföngum. Al- mennt gekk styttingin vel fyrir sig og engin neikvæð áhrif urðu á hag- kerfið – t.d. atvinnuleysi eða lands- framleiðslu,“ segir Guðmundur sem telur efnahagslægðina í kjölfar falls bankanna árið 2008 vera tækifæri til að stytta vinnuvikuna í áföngum. Þá segir í greininni að ekki sé skyn- samlegt að fara í styttingu vinnu- tíma í uppsveiflu. „Ástæðan er sú að í uppsveiflu er mikil eftirspurn eftir vinnuafli og þá er tilhneiging til að auka við vinnuna. Það væri því erfitt að stytta vinnudaginn þá. Heppilegast er sennilega að stytta vinnudaginn sem fyrst. Helst inn- an tveggja eða þriggja ára, og svo sannarlega áður en næsta þenslu- skeið hefst.“ Ekki ný umræða Umræðan um styttri vinnuviku hef- ur skotið upp kollinum með reglu- legu millibili hér á landi en hefur alla jafna ekki náð miklu flugi enda umdeild. Þó má benda á að stjórn- völd höfðu síðast afskipti af vikuleg- um vinnutíma hér á landi árið 1972 þegar lög um 40 stunda vinnuviku voru lögfest, en áður var vinnuvik- an 44 stundir. Nýlega sagðist Bandalag starfs- manna ríkis og bæja að félagið hefði á stefnu sinni að stytta vinnu- vikuna niður í þrjátíu og sex stundir í stað fjörutíu stunda líkt og hún er í dag. Þá má nefna að stytting vinnu- viku er í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnar Samfylkingar og VG, sem hluti af fjölskyldustefnu stjórnar- innar. Sú stefna hefur ekki fallið í kramið hjá atvinnurekendum sem hafa gagnrýnt að ríkisstjórnin ætli sér afskipti af lengd vinnuvikunnar. Óraunhæf ríkisstjórn Samtök atvinnulífsins sögðu hug- myndir ríkisstjórnarinnar óraun- hæfar í frétt á vef samtakanna. Fréttin birtist stuttu eftir að tilkynnt hafði verið um samstarf flokkanna árið 2009. Þá gagnrýndu samtök- in að aðgerðir til styttingar vinnu- viku séu á borði ríkisstjórnarflokk- anna. „Þetta kemur nokkuð á óvart því vinnutími er viðfangsefni kjara- samninga og meðal samningsaðila n Íslendingar vinna tæplega tveimur mánuðum lengur á ári en Norðmenn n Ríkisstjórnin vill stytta vinnuvikuna Umræðan um styttri vinnuviku er ekki ný af nálinni. Raunar má rekja upphaf stéttarbaráttu tuttugustu aldarinnar til baráttunnar fyrir auknum frítíma. Hér eru rakin nokkur dæmi þar sem vinnutími blandast inn í umræðu stjórnmála og stéttarbaráttu Forseti Íslands og rannsóknarskýrslan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, var, eins og löngum er frægt, duglegur að halda ræður erlendis um yfirburði Íslendinga í viðskiptum og vinnu- siðferði. Rannsóknarnefnd Alþingis vitnar meðal annars í ræðu sem forsetinn flutti í Harvard-há- skólanum í Bandaríkjunum árið 2002. „Vinnumenningin frá tímum sjósóknar og búskapar á fyrri öldum þegar keppst var við að bjarga aflanum og heyfengnum hvað sem tímanum leið hefur greinilega umbreyst í athafnaanda á hörðum velli heimsviðskiptanna.“ Orð forsetans eru gagnrýnd í siðferðis- hluta skýrslunnar. „Forsetinn taldi vinnumenningu innan fjármálafyrirtækja til fyrirmyndar en spyrja má hversu fjöl- skylduvænt það vinnuumhverfi var. Vinnuálag var gífurlegt og vinnutími langur um leið og laun voru árangurstengd.“ Samfylkingin og Unga Ísland Í kosningum árið 2007 lagði Samfylkingin fram Unga Ísland, aðgerðaáætlun í málefnum barna. Þar var kveðið á um aðgerðir í þágu fjölskylduvænna samfélags. Meðal aðgerða sem flokkurinn lagði fram var að lengja fæðingarorlof og stytta vinnuviku. „Samfylkingin vill styðja foreldra í upp- eldishlutverki þeirra með því að vinna að því í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins að stytta virkan vinnutíma foreldra,“ segir í stefnuskrá flokksins. Ríkisstjórnin vill styttri vinnuviku Núverandir ríkisstjórn hefur styttingu vinnuvikunnar sem eitt af markmiðum sínum. Í samstarfsyfirlýsingu Sam- fylkingar og VG segir; „Leitað verði samstarfs við aðila vinnumarkaðarins um virkar vinnumarkaðsaðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi, þar sem m.a. verði metnir kostir þess að stytta vinnuvikuna og bjóða sveigjanleg starfslok fyrir þá sem það kjósa.“ Enn sem komið er hefur ekki verið gripið til beinna aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þess skal þó getið að stefnt var á samningaumleitanir við aðila vinnumarkaðarins sem fæstir hafa tekið vel í hugmyndina. Bara barnlausir á þingi Þingmönnum var skemmt um mitt síðasta ár þegar Pétur Blöndal þing- maður vitnaði í orð Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta frá því fyrir nokkrum árum. Ásta hafði þá talað fyrir aðgerðum í þá átt að gera Alþingi að fjölskylduvænum vinnustað. „Eitthvað truflaði Pétur síðan og átti hann erfitt með að halda ræðunni áfram sökum hláturs. Hlógu aðrir þingmenn dátt með honum,“ segir í frétt Morgunblaðsins af málinu. Ríkisstarfsmenn vilja styttri vinnutíma Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar tilkynnti fyrir síðustu kjaraviðræður að félagið hygðist leggja árherslu á styttri vinnutíma. Vinnuvikan yrði þannig færð frá fjörutíu stundum niður í 36 stundir. „Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag,“ sagði Elín Björg Jóns- dóttir, formaður BSRB, í frétt Fréttablaðsins á sínum tíma. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum.“ Embættismenn ESB æfir yfir átta stunda vinnudegi Starfsfólk Evrópusambandsins hótaði verkfalli í september árið 2009 þegar lengja átti vinnudag þeirra í átta stundir á dag, eða fjörutíu stundir á viku. Starfsmennirnir töldu að svo langur vinnudagur myndi eyðileggja fyrir þeim fjöl- skyldulífið. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Forsetinn, ESB og barnlaust þing Vinnusamur Íslendingar vinna að meðaltali mun meira en tíðkast á hinum Norðurlönd- unum og í Vestur-Evrópu. Ræktun fór úr böndunum: Kannabis í kílóavís Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu lagði hald á umtalsvert magn kannabisefna eftir húsleit á tveimur stöðum á þriðjudag. Við húsleit í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur stöðvaði lögreglan kannabisræktun þar sem fundust 60 plöntur á lokastigi ræktunar. Plönturnar vógu samtals 23 kíló. 800 grömm af kannabisefnum fundust einnig og var karlmaður á þrítugsaldri yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar sem rekja má til þess að tilkynnt var um mikinn vatnsleka í húsinu. Vatnsleiðslan í ræktunaraðstöðunni hafði þá gefið sig og urðu skemmir á nokkrum íbúðum hússins vegna þessa. Sama dag var gerð húsleit í Mosfellsbæ þar sem talsvert magn fíkniefna fannst. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var um að ræða 900 grömm af tilbúnu marijúana og 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Húsráðend- ur, karl og kona um þrítugt, voru yfirheyrð í þágu rannsóknarinnar en fíkniefnin fundust í þurrkun- araðstöðu í risi hússins. Áður hafði lögreglan haft af- skipti af manninum annars staðar og þá fundið á fjórða tug kannabisgræðlinga í bíl hans. Í framhaldinu var leitað á heimili hans með fyrrgreindum árangri. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Atvinnutorg í Hafnarfirði Í hádeginu á fimmtudag skrifuðu þeir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guð- bjartur Hannesson velferðarráð- herra og Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, undir samning um Atvinnutorg í Hafn- arfirði. Atvinnutorg er nýtt samstarfs- verkefni Hafnarfjarðarbæjar, Vinnumálastofnunar og velferðar- ráðuneytis sem ætlað er að veita atvinnuleitandi og vinnufærum ungmennum, einstaklingsmiðaða, atvinnutengda ráðgjöf og stuðning til að styrkja stöðu sína á vinnu- markaði. Markmiðið er að vinna með ungu fólki, yngra en 25 ára, sem hvorki er í námi né vinnu og að- stoða það við að finna vinnu eða komast í starfsþjálfun. Áhersla verður í upphafi lögð á starfs- þjálfun ungmenna sem þiggja framfærslustyrk hjá Hafnarfjarð- arbæ en einnig á verkefnið að vera ætlað ungmennum 16 til 18 ára sem eiga engan bótarétt auk þeirra ungmenna sem lengi hafa verið á atvinnuleysisbótum og eru að missa bótarétt sinn eftir að hafa verið í fjögur ár án atvinnu. Nokkrar stofnanir bæjarins hafa nú þegar lýst yfir jákvæðum vilja sínum til að taka þátt og fá ungmenni í starfsþjálfun. Boðið verður upp á 50 prósent starf í hálft ár og greiðir Hafnarfjarðar- bær laun fyrir viðkomandi ung- menni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.