Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 27
Úttekt 27Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Hátt í 200 Formúlu 1 útsend- ingar verða á Stöð 2 Sport um Formúlu 1 á tímabilinu, en sautján mót eru á dagskrá í ár. Útsendingar hefjast í Rásmarkinu, sem er þáttur á mannlegu nótunum á fimmtu- dagskvöldum. Í honum er rætt við áhugamenn, ökumenn, tæknimenn og forráðamenn keppnisliða. Skyggnst er á bak við tjöldin og rýnt í nýjungar, reglur ræddar og landið og brautin sem keppt er í skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þá munu íslenskir áhugamenn spreyta sig í ökuhermum í hverj- um þætti og verður stílað inn á að fá fræga einstaklinga til leiks. BEINAR ÚTSENDINGAR OG ÞÆTTIR Á föstudögum verður íslensk sam- antekt með því besta frá æfingum föstudags og þá skyggnst í bílskúra keppnisliða og fylgst með því sem fyrir augu ber á fyrstu tveimur æfingum helgarinnar. Á laugar- dögum er sýnt beint frá lokaæf- ingu keppnisliða þar sem bílarn- ir eru fínstilltir og prófaðir fyrir tímatökuna. Þá er líka sýnt beint frá tímatökunni með tilheyrandi upphitun. Á sunnudögum er sýnt beint frá kappakstrinum og hitað upp í hálf- tíma. Í upphitun er rætt við Íslend- inga á mótstað og farið yfir ýmiss konar tölfræði og upplýsingar í máli og myndum. Eftir kappakst- urinn er mótið krufið til mergjar af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport og er sá þáttur í beinni útsendingu. Farið er yfir helstu atvik og mótið skoðað með hliðsjón af tölfræði og nýjum upplýsingum sem berast eftir keppni. Umsjónarmenn þátt- arins eru Gunnlaugur Rögnvalds- son, Rúnar Jónsson og Halldóra Matthíasdóttir. MARGMIÐLUN UPPLÝSINGA Tímatakan og kappakstur er í beinni útsendingu í opinni dagskrá og endursýningar frá þeim við- burðum eru í opinni dagskrá. Allir þættir, Rásmarkið, samantekt frá æfingum, lokaæfing og Endamark- ið, eru í læstri dagskrá. Auk beinna útsendinga á Stöð 2 Sport er fjallað um Formúlu 1 á reglubundinn hátt í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni klukkan 13.30 á fimmtudögum og mánudög- um þegar mót fara fram. Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir taka slaginn á föstudagsmorgnum klukkan 07.20. Reglulegar fréttir eru á www. visir.is um Formúlu 1 og ítarleg- ar upplýsingar um mót, brautir og ökumenn og fréttir eru á www. kappakstur.is. Þá hefur síðan Formula 1 Ísland verið stofnuð á Facebook. 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Dagsetning Land Braut Brautarlengd 26.-29. mars Ástralía Melbourne 5.303 km 2.-5. apríl Malasía Sepang 5.543 km 17.-19. apríl Kína Sjanghaí 5.451 km 24.-26. apríl Barein Barein 5.412 km 8.-11. maí Spánn Catalunya 4.655 km 22.-24. maí Mónakó Monte-Carlo 3.340 km 5.-7. júní Tyrkland Istanbúl 5.338 km 19.-21. júní Bretland Silverstone 5.141 km 9.-12. júní Þýskaland Nürburgring 5.148 km 24.-26. júní Ungverjaland Hungaroring 4.381 km 20.-23. ágúst Evrópa Valencia 5.419 km 27.-30. ágúst Belgía Spa-Francorchamps 7.004 km 10.-13. september Ítalía Monza 5.793 km 24.-27. september Singapúr Marina höfn 5.067 km 2.-4. október Japan Suzuka 5.807 km 16.-18. október Brasilía Interlagos 4.309 km 30. okt.-1. nóv. Abú Dabí* Yas Marina 5.554 km *Nýr mótstaður FORMÚLU 1 TÍMABILIÐ 2009 Hátt í 200 Formúlu 1 útsend- ingar verða á Stöð 2 Sport um Formúlu 1 á tímabilinu, en sautján mót eru á dagskrá í ár. Útsendingar hefjast í Rásmarkinu, sem er þáttur á mannlegu nótunum á fimmtu- dagskvöldum. Í honum er rætt við áhugamenn, ökumenn, tæknimenn og forráðamenn keppnisliða. Skyggnst er á bak við tjöldin og rýnt í nýjungar, reglur ræddar og landið og brautin sem keppt er í skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þá munu íslenskir áhugamenn spreyta sig í ökuhermum í hverj- um þætti og verður stílað inn á að fá fræga einstaklinga til leiks. BEINAR ÚTSENDINGAR OG ÞÆTTIR Á föstudögum verður íslensk sam- antekt með því besta frá æfingum föstudags og þá skyggnst í bílskúra keppnisliða og fylgst með því sem fyrir augu ber á fyrstu tveimur æfingum helgarinnar. Á laugar- dögum er sýnt beint frá lokaæf- ingu keppnisliða þar sem bílarn- ir eru fínstilltir og prófaðir fyrir tímatökuna. Þá er líka sýnt beint frá tímatökunni með tilh yrandi upphitun. Á sunnudögum er sýnt beint frá kappakstrinum og hitað upp í hálf- tíma. Í upphitun er rætt við Íslend- inga á mótstað og farið yfir ýmiss konar tölfræði og upplýsingar í máli og myndum. Eftir kappakst- urinn er mótið krufið til ergjar af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport og er sá þáttur í beinni útsendingu. Farið er yfir helstu atvik og mótið skoðað með hliðsjón af tölfræði og nýjum upplýsingum sem berast eftir keppni. Umsjónarmenn þátt- arins eru Gunnlaugur Rögnvalds- son, Rúnar Jónsson og Halldóra Matthíasdóttir. MARGMIÐLUN UPPLÝSINGA Tímatakan og kappakstur er í beinni útsendingu í opinni dagskrá og endursýningar frá þeim við- burðum eru í opinni dagskrá. Allir þættir, Rásmarkið, samantekt frá æfingum, lokaæfing og Endamark- ið, eru í læstri dagskrá. Auk beinna útsendinga á Stöð 2 Sport er fjallað um Formúlu 1 á reglubundinn hátt í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni klukkan 13.30 á fimmtudögum og mánudög- um þegar mót fara fram. Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir taka slaginn á föstudagsmorgnum klukkan 07.20. Reglulegar fréttir eru á www. visir.is um Formúlu 1 og ítarleg- ar upplýsingar um mót, brautir og ökumenn og fréttir eru á www. kappakstur.is. Þá hefur síðan Formula 1 Ísland verið stofnuð á Facebook. 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Dagsetning Land Braut Brautarlengd 26.-29. mars Ástralía Melbourne 5.303 km 2.-5. apríl Malasía Sepang 5.543 km 17.-19. apríl Kína Sjanghaí 5.451 km 24.-26. apríl Barein Barein 5.412 km 8.-11. maí Spánn Catalunya 4.655 km 22.-24. maí Mónakó Monte-Carlo 3.340 km 5.-7. júní Tyrkland Istanbúl 5.338 km 19.-21. júní Bretland Silverstone 5.141 km 9.-12. júní Þýskaland Nürburgring 5.148 km 24.-26. júní Ungverjaland Hungaroring 4.381 km 20.-23. ágúst Evrópa Valencia 5.419 km 27.-30. ágúst Belgía Spa-Francorchamps 7.004 km 10.-13. september Ítalía Monza 5.793 km 24.-27. september Singapúr Marina höfn 5.067 km 2.-4. október Japan Suzuka 5.807 km 16.-18. október Brasilía Interlagos 4.309 km 30. okt.-1. nóv. Abú Dabí* Yas Marina 5.554 km *Nýr mótstaður FORMÚLU 1 TÍMABILIÐ 2009 AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum Baki snúið í Jón Baldvin n Jón Baldvin sviptur heiðurssæti n Ingibjörg Sólrún og Jón Baldvin gerðu samkomulag n Bréfunum dreift 1994 Jón Baldvin snertir Guð- rúnu, tíu ára, óeðlilega mikið, að sögn hennar. 1996 Jón Baldvin er sæmd- ur æðstu heiðursorðu Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. 1997–1998 Að sögn Guð- rúnar var Jón Baldvin í og við herbergið hennar á meðan hún svaf. 1998–2002 Sendiherra Ís- lands í Bandaríkj- unum og Mexíkó. 1998 Jón Baldvin sendir Guðrúnu fimm bréf, þrjú frá sendi- ráðsbústaðnum í Washington. Guðrún var fjórtán ára. 1999 Að sögn Guð- rúnar reyndi Jón Baldvin að kyssa hana, þá 15 ára að aldri. 2001 Jón Baldvin sendi Guðrúnu þrjú bréf, þar af eitt frá Tallinn. Hún var þá sautján ára. 2002–2005 Jón Baldvin varð sendiherra Íslands í Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. 2005 Guðrún lýkur stúdents- prófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. 2005 Guðrún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Hún var þá 21 árs. 2006 Ríkissaksóknari fyrirskipaði lög- reglurannsókn á málinu. Lögreglan óskar upplýsingum frá dómsmálráðuneytinu sem áfram sendi fyrirspurnina til utan- ríkisráðuneytisins. 2007 Utanríkisráðuneytið svarar fyrirspurninni og ríkissak- sóknari fellir málið niður. 2007–2012 Guðrún lýkur B.A.-námi í arkitektúr frá Listaháskól- anum í Berlín. 2012 Guðrún stígur fram í tímaritinu Nýju Lífi og birtir bréf Jóns Baldvins. hann hafa strunsað út úr salnum strax eftir fyrsta upplestur á tölum, svo tekið var eftir. Hefur nokkrum sinnum komið til tals Jón segir samskipti hans við stúlk- una hafa reglulega komið upp á undanförnum árum. „Já, já, þetta er tólf ára gamalt mál,“ svarar Jón Baldvin aðspurður hvort hann hafi verið minntur á ásakanir á hendur honum í tengslum við stjórnmála- feril hans. Hann segist sjálfur hafa orðið þess var að bréfin væru í um- ferð og að fjölmargir hefðu séð þau. „Þeim hefur verið dreift, þau hafa verið fjölfölduð og fjöldi fólks hefur lesið þau. Það hefur alltaf borist til mín í tengslum við einhver pólitísk mál. Fyrir kosningar 2007, og próf- kjör 2009. Og þá vofði alltaf yfir sú spurning; Tja, ef þú hefur þig ekki hægan þá verður þetta birt,“ segir Jón Baldvin um hvort hann viti til þess að aðilar tengdir stjórnmálum hafi séð bréfin. Sjálfur segist hann hafa fjölfald- að bréfin og leyft aðilum sem heit- ið hafi milligöngu um sáttaumleit- anir við fjölskyldu stúlkunnar sem Jón á að hafa áreitt kynferðislega. „Ég skrifaði þegar í stað afsökun- arbréf til stúlkunnar. Seinna skrif- aði ég bréf til föður hennar. Ég hef boðist til þess að hitta fjölskylduna með hverjum þeim sem þau hefðu viljað, sálfræðingum, lögfræðingum eða félagsfræðingum.Við þetta hef ég sjálfur látið fjölfalda þessi bréf og dreift til þeirra sem boðist hafa til að hafa milligöngu um sátt í málinu.“ J ón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi ráðherra og sendiherra, segir Guðrúnu Harðardóttur hafa haft frumkvæði að bréfa- skriftum hans til hennar þegar hún var 14 ára. Hún hafi beðið hann um að skrifa sér bréf því hún hafði löng- un til að skrifa. „Ég varð við þessari beiðni og hvatti hana til ritstarfa,“ segir Jón en segir að það verið dóm- greindarleysi af hans hálfu að verða við beiðninni. Hvatti hana til að skrifa dagbók „Þegar hún var í síðasta bekk grunn- skóla þá var hún kosin í ritnefnd og hún sagði við mig að hún hefði mikla löngun til þess að skrifa. Ég vissi ekki þá að hún ætti erfitt með það. En ég skrifaði henni þá af því tilefni og hvatti hana eindregið til þess og sagði að besta leiðin til þess væri að halda dagbók. Trúa dagbók fyrir sín- um hugrenningum, hugleiðingum, vonum, draumum og þjálfa sig upp með þeim hætti.“ Sendi bréf í Hagaskóla Í umfjöllun Nýs Lífs er birt brot úr bréfi Jóns Baldvins til Guðrúnar sem dagsett er 15. nóvember 1998. Þar skrifar Jón: „Viltu halda þessum bréfaskriftum leyndum, þangað til 50 árum eftir okkar dag.“ Sama ár sendi hann henni ann- að bréf, þá á heimilisfang Hagaskóla. Ástæðu þess af hverju hann sendi bréfið til hennar í grunnskólann þar sem hún var nemandi, tilgreindi hann í bréfinu. Hann taldi að henni þætti ef til vill óþægilegt að fá þessi bréf heim til sín. Má því ætla að Jón hafi fyllilega gert sér grein fyrir því á þeim tíma er hann skrifaði bréfin að samskipti hans við Guðrúnu væru óheppileg og að best væri að halda þeim leynd- um. Inntur eftir viðbrögðum við úr elstu bréfunum sagði Jón: „Ég vil ekkert kommenta um þetta.“ „Á ekkert erindi við almenning“ Í kjölfar þess að DV greindi frá því, fyrstur fjölmiðla á miðvikudaginn, að til stæði að birta umrædda umfjöllun um bréfin í Nýju Lífi, sendi Jón Bald- vin yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar viður- kenndi hann að hafa gerst sekur um dómgreindarbrest með því að verða við óskum Guðrúnar um bréfaskriftir þegar hún var á sautjánda ári. Í yfir- lýsingunni minntist hann ekkert á að bréfaskriftirnar hefðu í raun hafist þegar hún var 14 ára. Í síðustu bréfunum sem Jón Bald- vin skrifaði Guðrúnu lýsti hann kyn- lífi sínu og Bryndísar Schram konu sinnar eftir að hún hafði lesið bókina In Praise of Stepmother eftir Vargas Llosa. Þá sendi hann Guðrúnu jafn- framt bókina. „Það er nánast óskiljanlegt nema þú setjir það í samhengi við bókina sem þessu fylgdi,“ segir Jón Baldvin aðspurður hvort það hafi ekki ver- ið óeðlilegt að skrifa ungri frænku konu sinnar lýsingar á kynlífsathöfn- um þeirra hjóna. „En það er auðvitað dómgreindarbrestur og það er það sem ég hef beðist afsökunar á hundr- að sinnum og endurtek núna opin- berlega.“ Jón Baldvin segist sjá eftir því að hafa skrifað Guðrúnu bréfin. „En þetta á ekkert erindi við almenn- ing, ekki frekar en geðveiki dóttur minnar,“ bætir hann við. Ekki kynferðisleg áreitni Jón Baldvin spyr hvaða tilgangi það þjónar að opinbera málið núna í fjöl- miðlum. Það hafi farið sína leið í rétt- arkerfinu í tvígang og því verið vísað frá. „Ef maður er grunaður um kyn- ferðislega áreitni eða einhvern refsi- verðan glæp þá að kæra hann. Það er búið að gera það. Það er búið að fjalla um það. Það er búið að leggja fram vitnisburðinn og það er búið að út- kljá málið.“ Hann ítrekar þó að á því sem lúti að persónulegum afleiðingum málsins fyrir fjölskylduna hafi hann margoft beðist afsökunar. „Og þessu dómgreindarleysi, að hafa orði við þessum tilmælum. En kynferðisleg áreitni var það ekki.“ soldrun@dv.is Jón Baldvin vísar ásökunum á bug„Kynferðisleg áreitni var þetta ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.