Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað
Kippti sér lítið upp við dóminn
n Marcin Tomasz Lech dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir rán
M
arcin Tomasz Lech, einn af
ræningjunum úr Michelsen-
ráninu, var á fimmtudag
dæmdur í 5 ára óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir aðild sína að
ráninu. Vitorðsmenn hans kom-
ust úr landi eftir ránið. Frá dómum
dregst gæsluvarðhald frá 27. október
síðastliðnum
Þarf hann einnig að greiða vá-
tryggingafélaginu VÍS 14 milljónir
króna. Þá var bifreið sem hann ætlaði
að nota til að koma þýfinu úr landi
gerð upptæk.
Pólskur túlkur þýddi niðurstöðu
dómsins fyrir Lech sem virtist lítið
kippa sér upp við hana. Samkvæmt
heimildum DV þykir honum það
ekki tiltökumál að sitja í fangelsi á Ís-
landi í þennan tíma. Þá mun honum
þykja það mjög flott að fangar á Litla-
Hrauni fái tíu þúsund krónur á viku
í dagpeninga og borði með málm-
hnífapörum.
Dómurinn tók tillit til þess við
ákvörðun refsingar að Lech játaði
sök.
„Þetta átti að vera innbrot. Hin-
ir höfðu ráðgert að brjótast inn að
nóttu til. Planið breyttist hjá þeim. Af
einhverjum ástæðum gátu þeir ekki
brotist inn um nótt og frömdu rán-
ið að degi til,“ sagði Lech, sem ekki
á langan sakaferil að baki, við aðal-
meðferð málsins í síðasta mánuði.
En þrír samverkamenn hans komust
úr landi.
Ránið var skipulagt af þeim Pawel
Jerzy Podburaczynski og Grzegorz
Marcin Nowak og sagðist Lech aðeins
hafa haft takmarkað hlutverk í ráninu.
Hann viðurkenndi þó skýlaust að hafa
tekið þátt í að pakka ránsfengnum inn
í klósettpappír og límband og að-
stoðað fjórða manninn, Pawel Artur
Tyminski, við að koma honum fyrir í
bifreið sem hann hafði flutt með Nor-
rænu til Íslands. Það átti sér stað eft-
ir ránið á hótelherbergi hans í Kópa-
vogi. solrun@dv.is
Keypti hlutabréf með
lánum og borgar enn
H
rannar B. Arnarson, aðstoð-
armaður Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra, átti
hlutabréf í Kaupþingi fyrir
hrunið 2008 sem hann fjár-
magnaði með lántökum hjá Glitni.
Lánið hjá Glitni var með veði í húsinu
hans. „Já, ég átti hlutabréf þar og á fleiri
stöðum […] Þetta var fjármagnað af Ís-
landsbanka með veði í húsinu mínu
[…] Ég átti hlutabréf eins og mjög
margir aðrir og tapaði talsvert á því.“
Hrannar var aðstoðarmaður Jó-
hönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð-
herra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar
og Sjálfstæðisflokksins, frá því í lok júní
2007 og fram að hruninu 2008. Hluta-
bréfaviðskiptin áttu sér stað að mestu
áður en hann tók við þessu starfi að
sögn Hrannars.
Missti bréfin í veðköllum
Hrannar missti bréfin í veðköllum fyr-
ir hrunið 2008, eftir að hlutabréfaverð
í bankanum hafði lækkað og bankinn
kallaði eftir auknum tryggingum. „Ég
var nú búinn að missa þetta nánast allt
þegar bankinn féll. Þegar hlutabréfin
lækkuðu þurfti maður að selja bréf eða
leggja fram betri tryggingar og þegar
maður hafði ekki bolmagn í það voru
bréfin seld og málin gerð upp.“
Skuldirnar standa hins vegar
eftir og segist Hrannar enn vera
að greiða af láninu. „Ég er ennþá
að borga af þessu: Lánið situr eftir
en hlutabréfin eru farin. Allt þetta
hlutabréfadót mitt er löngu uppgert
og frágengið og mín lán eru bara í
skilum.“
Keypti upphaflega í Teymi
DV hafði heyrt að Hrannar hefði átt
hlutabréf í Kaupþingi fyrir um tíu
milljónir króna. Hann segist hins
vegar ekki kannast við þá upphæð.
„Ég er ekki með tölurnar á hreinu
enda vil ég ekki úttala mig um þetta
í smáatriðum.“
Hrannar segir að hlutabréfakaupin
hafi verið tilkomin þannig að hann
hafi verið að vinna hjá fjarskipta-
fyrirtækinu Teymi nokkrum árum
fyrir hrun og keypt bréf í félaginu
með láni frá Glitni sem var með
veði í fasteign hans. „Svo breyttust
þessi hlutabréf í ýmis önnur hluta-
bréf á ýmsum tímum. En þetta var
aldrei gert í gegnum einhver tengsl
við banka eða eitthvað slíkt heldur
var ég með tiltölulega gott veðrými
á fasteigninni minni og fjármagnaði
þetta þannig.“ Hrannar segist einnig
hafa átt hlutabréf í Glitni og Lands-
bankanum.
Með glýjuna í augunum
Hrannar segist, aðspurður út í lof-
samleg orð sem hann lét falla um
Kaupþing árið 2007, einfaldlega hafa
verið með glýjuna í augunum út af
velgengni íslensku bankanna. „Ég var
með glýjuna í augunum eins og marg-
ir aðrir. Ég var bara í þessum pakka
eins og margir aðrir og var bara að
spila þar með mína eigin peninga […]
Öllum þessum málum var lokið fyrir
hrun og áður en ég tók við því starfi
sem ég gegni í dag,“ segir Hrannar en
með því á hann við starf aðstoðar-
manns forsætisráðherra sem hann
tók við árið 2009.
Mærði Kaupþing
Á bloggi sínu á árunum fyrir hrunið
lýsti Hrannar yfir mikilli velþóknun á
starfsemi íslensku bankanna, meðal
annars Kaupþings. Í mars 2007 sagði
hann: „Þó eflaust verði ég hjáróma
rödd í þeim umræðum sem vafa-
laust munu nú gjósa upp um kaup-
réttarsamninga Hreiðars Más og
Sigurðar hjá Kaupþingi, þá má ég til
með að nota þetta tækifæri og óska
þeim félögum til hamingju – bæði
með hagnaðinn af kaupréttarsamn-
ingunum en ekki síður með þann
frábæra árangur sem þeir hafa náð
í uppbyggingu Kaupþings […] Það
er ekki lítils virði fyrir Ísland, bæði
efnahagslega og samfélagslega að
slíkir afreksmenn í viðskiptum finni
sér starfsvettang í íslensku atvinnu-
lífi. Á örfáum árum hefur þeim tekist
að breyta stöðnuðum og gamaldags
banka og sjóðum úr ranni ríkisins í
eitthvert öflugasta viðskiptaveldi ís-
lensks viðskiptalífs, viðskiptaveldi
sem malar gull fyrir íslenskt samfé-
lag.“ Síðan Hrannar sagði þetta hef-
ur komið í ljós að starfsemi Kaup-
þings var ekki alveg eins stórkostleg
og menn héldu á þessum tíma.
Hrannar hafði því, samkvæmt
þessu, mikla trú á íslensku bönkun-
um og stjórnendum þeirra og sýndi
þessa trú í verki með skuldsettum
hlutabréfakaupum í íslenskum fyrir-
tækjum eins og Kaupþingi. Ábyrgð-
in í viðskiptunum hvíldi hins vegar
á honum sjálfum og er hann enn að
greiða af láninu.
n Aðstoðarmaður Jóhönnu var með „glýjuna í augunum“„Ég er ennþá að
borga af þessu:
Lánið situr eftir en hluta-
bréfin eru farin.
Fjárfesti í hlutabréfum með lánsfé
Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu
Sigurðardóttur, fjárfesti í hlutabréfum í
Kaupþingi fyrir lánsfé frá Glitni. Hann tapaði
bréfunum en er enn að greiða af láninu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Fimm ára dómur Marcin Tomasz Lech
var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild
sína að ráninu.
Tilraun til fjársvika:
Framkvæmda-
stjóri dæmdur
í fangelsi
Viggó Þórir Þórisson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Verð-
bréfaþjónustu sparisjóðanna
(VSP), var í Héraðsdómi Reykja-
ness á fimmtudag dæmdur í
tveggja ára fangelsi fyrir tilraun
til fjársvika. Viggó var hins vegar
sýknaður af aðalákæruliðum
málsins er vörðuðu meint tug-
milljarða umboðssvik.
Málið kom upp árið 2007
og sætti Viggó Þórir þá margra
mánaða farbanni eftir að for-
ráðamenn VSP tilkynntu yfir-
völdum um að hann hefði falsað
ábyrgðir upp á tugi milljarða.
Var honum sagt upp störfum og
hófst þá rannsókn málsins sem
loks fékkst niðurstaða í með
dómnum á fimmtudag.
Dómurinn er afar langur
og ítarlegur en DV fjallaði um
ákæruna í janúar síðastliðnum.
Við ákvörðun refsingar leit dóm-
urinn til einbeitts brotavilja Vig-
gós og þess að um afar háar fjár-
hæðir var um að tefla í málinu.
„Þá er litið til þess að verkn-
aður ákærða leiddi til þess að
starfsemi VSP var lögð niður og
bú félagsins gefið upp til gjald-
þrotaskipta. Á hinn bóginn er til
þess að líta að tilraunir ákærða
til blekkinga voru mjög veik-
burða og ósannfærandi í ljósi
þess að þær beindust að fagfjár-
festum og bankastofnunum.“
Með hliðsjón að þessu þótti
dómurum málsins hæfileg refs-
ing vera tvö ár í fangelsi.
Í dómnum er sá gríðarlangi
tími sem fór í rannsókn máls-
ins réttlættur með því að rann-
sókn málsins var umfangsmik-
il og afla þurfti gagna víða um
heim og taka skýrslur af vitnum
með aðstoð lögregluyfirvalda í
þremur ríkjum. Þá þótti Viggó
ekki hafa verið að öllu leyti sam-
vinnufús við rannsóknina. Eng-
in ástæða þótti því til að skil-
orðsbinda dóm hans.
Viggó þarf að greiða verjanda
sínum á rannsóknarstigi máls-
ins 1,5 milljónir króna og máls-
varnarlaun skipaðs verjanda
síns við meðferð málsins fyrir
dómi, rúmlega 2,5 milljónir
króna.