Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 55
Börn sem hrjóta eru líka ofvirk n Ný rannsókn sýnir að svefntruflanir hafa áhrif á hegðunarvandamál Á síðustu árum hafa hrot- ur verið tengdar við ýmis vandamál hjá fullorðnu fólki. Nú sýnir ný rannsókn að svo geti einnig verið hjá börn- um. Fjallað er um rannsóknina á ABC en niðurstöður rannsóknar- innar voru birtar í tímaritinu Pedi- atrics. Rannsakendur lögðu spurn- ingalista fyrir foreldra 11.000 barna frá fæðingu til sjö ára aldurs. Þar kom í ljós að börn sem áttu við svefnraskanir að etja, svo sem hrot- ur, munnöndun og kæfisvefn, voru líklegri til að kljást við hegðunar- vandamál við fjögurra ára aldur. Við sjö ára aldur voru þessi börn 1,5 sinnum líklegri til að vera ofvirk og hærri tíðni þunglyndis, kvíða og árásargirni mældist hjá þeim. Rannsakendur eru ekki viss- ir hvort svefntruflanir einar valdi hegðunarvandanum því þau börn sem áttu í erfiðleikum með svefn voru líklegri til að hafa fæðst fyrir tímann, líklegra var að mæðurn- ar hefðu reykt á meðgöngu eða að þau kæmu úr fátækari fjölskyldum en allt þetta getur haft áhrif á hegð- un. Hins vegar benda þeir á að eigi barnið þitt erfitt með skapið ættir þú að athuga hvort það sofi nógu vel. „Þegar kemur að hegð- unarvanda hjá börnum, frammi- stöðu í námi og sér í lagi í tilfellum ADHD, þá byrja ég alltaf á því að spyrja hvernig barnið sofi og hvort það hrjóti,“ sagði sérfræðingurinn Stephen Lauer í samtali við ABC. Vísindamenn reyna nú að kom- ast að því hvort aðgerðir geti hjálp- að til við að koma í veg fyrir hrot- ur, til dæmis með því að fjarlægja kirtla. Þeir vilja komast að því hvort hrotulausar nætur hafi áhrif á hegðun barnanna. gunnhildur@dv.is Lífsstíll 55Helgarblað 9.–11. mars 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið H var er sykurinn?“ spurði ég eiginkonuna og var sakleysið uppmálað. Hún horfði frem- ur kuldalega á mig. Börnin líka. Það var spenna í eldhúsinu. Ég ítrekaði spurninguna og konan benti mér á að koma á eintal. Þar útskýrði hún að matarvenjur mínar væru svo svakalegar að þær kynnu að stofna heilsu barna okkar í hættu. Elstu börnin væru þegar farin að til- einka sér ósiðina. Hún bað mig vin- samlegast að fara afsíðis til að sykra hér eftir. S á þjóðlegi réttur soðið slátur var á borðum. Allt frá barn- æsku hafði ég vanist því að sykra hið soðna blóð vandlega og breyta þannig fábrotinni máltíð í heljarinnar sykurveislu. Það sama gilti reyndar um fjölmarga aðra rétti. Sykurinn breytti öllu og hon- um var miskunnarlaust úðað á flest. Með semingi samþykkti ég að halda neyslu minni í felum svo ættlegg- urinn myndi ekki deyja út vegna óhollustu sem sprottin var af slæmri fyrirmynd og syndum feðranna. S á yfirþungi sem ég hafði glímt við í gegnum tíðina var ekki settur í samhengi við þetta óhóf. Ég taldi mér trú um að þetta ætti sér skýringar í brengl- uðum efnaskiptum líkamans. Og svo var ég auðvitað stórbeinóttur. Í þessari trú lifði ég árum saman. En þetta var fyrirsláttur. Ég átti í erfið- leikum með að brenna því sem ég innbirti og það settist utan á mig í stað þess að fara út á þeim stað sem til er ætlast. É g hef alltaf átt mjóa konu. Hún hefur haldið sig frá óhófi og ígrundað það sem hún borðar. Og reglulega tuðaði hún um matarvenjur mínar. „Notarðu smjör á kleinurnar?“ spurði hún agn- dofa eitt sinn þegar ég náði ekki tímanlega að gleypa glæpinn. Ég skammaðist mín dálítið fyrir að vera staðinn að verki. Á þessum tíma- punkti var orðið tiltölulega friðsælt á heimilinu eftir að lausn fannst á stóra sykurmálinu. Ég hafði fallist á að borða afsíðis þegar matur eins og slátur var á borðum. Þetta var hin stóra skömm heimilisins. Fíknin sem lá í felum. O g börnin uxu úr grasi sæl og rjóð með heilar tennur og normal holdafar. Ég hélt mínu striki og sykraði slátrið og stundum súpu- kjöt, smurði kleinurnar og þegar stjórnleysið var algjört smurði ég Home- blest-kexið með íslensku smjöri á hliðinni sem ekki var þakin súkkulaði. Þá fyrst varð það gott báðum megin. En afleiðingin fyrir mig var sú að óvinurinn tók sér bólfestu í kransæð- unum. Smjörið, fitan og sykurinn settust að. Þegar sá úrskurður lá fyrir fór ég að hlusta á eiginkonuna. Ég leyfði henni að henda sykrinum og hætti að smyrja kleinurnar. Í staðinn fékk ég að borða innan um annað fólk. Ég hætti að vera Öskubuska á eigin heimili. O g nú er lífið allt annað. Það hvarflar ekki eitt andartak að mér að borða smurðar kleinur eða sykrað slátur. Og súkkul- aðikexið sem eitt sinn var gott báð- um megin hefur vikið fyrir hrökk- brauði með örþunnu lagi af smjöri. Það er gott að þurfa ekki að borða í felum. Ég smurði kleinurnar Í dag eru margir í miðju heilsu- átaki og stefna einbeittir að breyttum, hollari og heilbrigð- ari lífsstíl. Þess vegna er sérstak- lega nauðsynlegt að velja vel þeg- ar við leyfum okkur á annað borð að svindla. Ef þú ert á ferð um heim- inn og langar ekkert endilega í salat og vatn er gaman að þekkja vinsæl- ustu skyndibita hvers lands. Listinn er lauslega byggður á lista af síðunni listverse.com en þar eru topp tíu list- ar yfir allt milli himins og jarðar. Pierogi í Póllandi Enginn veit nákvæmlega hvaðan pierogi kemur en pólska útgáfan er líklega vinsælust. Pierogi er soðið, gerlaust brauð, oftast fyllt með kart- öflum, súrkáli, kjöti, osti og jafnvel ávöxtum. Rétturinn getur verið salt- ur, kryddaður eða sætur og er einn af þjóðarréttum Pólverja. Pólska orðið pierogi er fleirtala en eintalan, pieróg, er sjaldnast notuð. Enda fá fæstir sér aðeins einu sinni af þessum gómsæta rétt. Sushi í Japan Í dag hafa allir smakkað eða í minnsta kosti heyrt um sushi. Hrísgrjón eru alltaf aðaluppistaðan en Vestur- landabúar hafa þróað fjölbreyttar út- gáfur af þessum vinsæla japanska rétti. Ef þú ert á ferð til Japans verður þú að smakka alvöru sushi. Reyndu bara að forðast ígulfisk þar sem hann getur hreinlega verið lífshættulegur ef hann er ekki rétt meðhöndlaður. Vorrúlla í Kína Nafnið er gjarnan notað af Vestur- landabúum til að lýsa alls konar fyllt- um rúllum sem minna á þær kín- versku. Hinar upprunalegu rúllur bera fjölbreytt nöfn eftir uppruna, innihaldi og matreiðsluaðferðum. Vorrúllur geta verið sætar eða bragð- miklar, bakaðar eða steiktar. Burrito í Mexíkó Burrito er líklega vinsælasti réttur- inn frá Mexíkó. Um hveitiköku, tor- tillu, er að ræða sem er rúllað utan um fyllingu. Tortillan er yfirleitt hit- uð svo hún verði auðsveigjanlegri. Í Mexíkó samanstendur rétturinn oft af tortillu, baunum og kjöti. Aðrir bæta hrísgrjónum, avókadó, osti og sýrð- um rjóma við og hafa réttinn töluvert stærri en mexíkósku frænkuna. Fiskur og franskar í Bretlandi Djúpsteiktur fiskur og franskar er langfrægasti breski skyndibitinn. Heimamenn kalla réttinn gjarnan „chippy“. Ef þú ert á leið til Bretlands máttu ekki sleppa tækifærinu til að fá þér ekta „chippy“. Ef þú ert að rúlla heim eftir gott djamm skaltu næla þér í þennan rétt til að minnka þynnku morgundagsins. Smjördeigshorn í Frakklandi Franskt „croissant“ dregur nafn sitt af lögun sætabrauðsins sem minnir á hálfmána. Þú getur borðað croissant í morgunmat, hádegismat og jafnvel kvöldmat. Smjördeigshornin koma í ýmsum gerðum og stærðum. Í Frakk- landi eru hornin yfirleitt án innihalds og borðuð án viðbætts smjörs. Annars staðar er vinsælt að fylla hornin með skinku og osti og skreyta með ein- hverju sætu. Souvlaki í Grikklandi Hinn gríski hamborgari – þar til hinn hefðbundni mætti til landsins. Souv- laki eru meyrir, kryddaðir lamba- eða svínabitar þræddir á tein og grillaðir. Rétturinn er oftast borinn fram með pítubrauði eða grísku salati. Gríski heimspekingurinn Aristóteles, gam- anleikjahöfundurinn Aristofanes og rithöfundurinn Xenophon hafa ef- laust allir gætt sér á réttinum sem er aldagamall og sá elsti á þessum lista. Rétturinn er gjarnan kallaður „gyro“ annars staðar en í heimalandi sínu en vinsældir hans jukust mikið eftir Ól- ympíuleikana 2004. Í dag er meira að segja hægt að fá gyro í Kína. Þrátt fyr- ir vinsældir færðu bara ekta souvlaki í Grikklandi. Hamborgari í Bandaríkjunum Hamborgarinn kemur upphaflega frá Hamborg í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa verið á matborðum allt frá 15. öld í Evrópu náði borgarinn ekki al- mennilegum vinsældum fyrr en hann skaut rótum í Bandaríkjunum. Amer- íski hamborgarinn hefur nú öðlast al- þjóðlega frægð með skyndibitakeðj- um á borð við McDonald’s, Wendy’s, Burger King, TGI Fridays og Hard Rock Café. Þrír vinsælir amerískir borgarar eru til að mynda Beefeater á Thomas Cook, Jack Daniels á TGI Fridays og Legendary á Hard Rock Café. Pítsa á Ítalíu Pítsa er þjóðarréttur Ítala og uppá- haldsmatur milljóna manna um all- an heim. Spaghetti og ýmsar tegundir pasta myndu reyndar einnig teljast til þjóðarrétta Ítala svo ef þú átt leið um landið skaltu prófa allt þrennt. Franskar kartöflur í Belgíu Það hafa allir smakkað franskar kart- öflur og því er óhætt að segja að þessi vinsæli belgíski skyndibiti sé sá út- breiddasti. Margir af réttunum hér fyrir ofan eru bornir fram með frönsk- um kartöflum sem sannar vinsæld- irnar. Þrátt fyrir nafnið koma franskar upphaflega frá Belgíu en „french fry“ þýðir einfaldlega „djúpsteikt“. Í upp- runalandinu geturðu keypt „friteries“ eða „frietkot“ og valið úr úrvali sósa. Upphaflega voru franskar bornar fram með majónesi. Tíu vinsælir skyndi- bitar um víða veröld Svefn Ofvirkni, þunglyndi, kvíði og árásargirni geta verið afleiðingar svefntruflana. MyNd: PHotoS.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.