Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað
Hrottaleg
hnífstunga
Guðgeir
Guðmunds
son var úrskurð
aður í gæsluvarð
hald í vikunni en
hann stakk Skúla
Eggert Sigurz,
framkvæmda
stjóra Lagastoðar,
á mánudag. Í DV
á miðvikudag var ítarlega fjallað um
málið og meðal annars rætt við vini
og kunningja Skúla. „Skúli er gæða
maður sem vill öllum vel. Það talar
enginn illa um Skúla, hann er alveg
toppmaður,“ sagði kunningi hans úr
lögfræðistétt.
Vinir og kunningjar Skúla eru harmi
slegnir yfir atburðum mánudagsins
og hugsanir þeirra liggja hjá Skúla og
fjölskyldu hans.
Viðvörunarbjöllur
í kringum Geir
Af vitnis
burði þeirra
sem borið hafa
vitni fyrir lands
dómi að dæma
var ekkert hægt
að gera til að
koma í veg fyrir
hrun bankakerf
isins árið 2008.
Ekki er þó hægt að skilja það öðruvísi
en að viðvörunarbjöllur hafi glumið
alls staðar í kringum Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, og
ríkisstjórnina. Björgvin G. Sigurðs
son, fyrrverandi viðskiptaráðherra,
sagði til að mynda fyrir dómnum á
þriðjudag að ekkert hefði mátt segja
eða gera til að koma ekki af stað alls
herjarhruni. „Það glitti í að það væru
mjög tröllvaxnir atburðir yfirvofandi,“
sagði Björgvin meðal annars.
Ofurlaun hjá
forstjórum
Lykilstjórn
endur
stærstu fyrirtækja
landsins hafa
hækkað ríflega í
launum að und
anförnu. Segja
má að strax eftir
hrun og fyrstu
árin þar á eftir hafi
laun staðið í stað, en svo virðist sem
launaskrið stjórnenda sé aftur komið
á fulla ferð. Þannig var Jón Sigurðs
son, forstjóri Össurar, með rúmar 15
milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra,
en árið 2010 voru laun hans um 13,9
milljónir á mánuði. Hjörleifur Páls
son, fjármálastjóri Össurar, var með
7,5 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Árið 2010 var hann hins vegar með
um 4,6 milljónir á mánuði. Frá þessu
var greint í DV á mánudag.
Fréttir vikunnar í DV
1 2 3Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars
Mikil aukning
hjá Stíga-
mótum
„Stóru og leiðinlegu fréttirnar eru
að við höfum ekki hitt svona margt
fólk síðan 1994,“ segir Guðrún Jóns
dóttir, framkvæmdastýra Stígamóta,
við kynningu ársskýrslu samtak
anna. Þrettán prósenta aukning
varð á málum milli áranna 2010
og 2011. Guðrún bendir á að þegar
Stígamót voru stofnuð árið 1992 var
ekki um önnur úrræði að ræða. Það
ár komu 454 mál til kasta Stígamóta,
sem er meira en nokkur tímann
síðar. Þetta skýrir Guðrún svo að þá
hafi samtökin verið að mæta upp
söfnuðum vanda. Þá segir hún að
hafa verði í huga að Barnahús hafi
ekki verið til árið 1994. Fjöldi til
kynntra brota í fyrra var 434, eða
meira en eitt á dag.
Níu af tíu brotaþolum sem leita
til samtakanna eru konur. Karl
menn voru 11,5 prósent í fyrra en
það er rúmu prósenti meira en
undanfarin ár. Gerendur eru þó
ekki á pari við þetta en samkvæmt
ársskýrslu Stígamóta eru gerendur
karlkyns í 93,8 prósentum tilkynntra
brota. Það þýðir að 424 gerendur
voru karlkyns en tíu konur.
Farsakenndur
landsdómur
„Réttarhaldið fyrir landsdómi
lítur út eins og farsi, þótt
vitnisburðir einstakra vitna
bregði nýrri birtu á aðdraganda
hrunsins,“ segir Þorvaldur
Gylfason, hagfræðiprófessor og
stjórnlagaráðsfulltrúi, á bloggi
sínu á DV.is. Hann gagnrýnir
harðlega fyrirkomulagið og segir
það Hæstarétti til minnkunar.
„Sakborningurinn gengur
um salinn eins og stórstirni og
spjallar við vitni. Fréttamað
ur ríkissjónvarpsins talar við
vitni í réttarsal eins og erindreki
sakborningsins. Eitt vitnið, eið
svarið, reytir af sér brandara, og
hæstaréttardómararnir í lands
dómnum veltast sumir um af
hlátri,“ segir Þorvaldur og bætir
við að þannig fari réttarhöld ekki
fram í siðuðum löndum.
Hann gagnrýnir að fólkið í
landinu fái aðeins að sjá valdar
glefsur í sjónvarpinu og að upp
tökurnar verði læstar í 70 ár.
„Svo er ekki að sjá, að for
maður dómsins sjái neitt at
hugavert við framgang réttar
haldsins, sem hefur nú staðið í
þrjá daga með óbreyttu sniði.“
V
egna gamalla mistaka hjá
Sparisjóði Kópavogs gat við
skiptavinur Íslandsbanka
farið inn á heimabanka alls
ókunnugs manns og milli
fært af reikningi hans. „Ég fór inn á
heimabankann minn og sá þar reikn
ing sem ég kannaðist ekkert við. Ég
ákvað því að skoða þetta nánar og sá
þá að þetta var reikningur manns sem
ég þekki ekki neitt. Ég gat fengið yfirlit
yfir hans mál og reikninga. Allt inni á
mínum heimabanka,“ segir kona sem
er viðskiptavinur Íslandsbanka en vill
ekki láta nafns síns getið en bendir á
að óprúttinn einstaklingur hefði get
að nýtt sér tækifærið og nælt sér í pen
ing.
Hvetur fólk til að hafa varann
á sér
Konunni var vitanlega brugðið og
ákvað að athuga hvort hún gæti milli
fært af reikningi mannsins yfir á sinn.
Hún tók 10.000 krónur og færði yfir á
sinn reikning án vandkvæða en flutti
peninginn þó strax aftur yfir. Dag
inn eftir fór hún í bankann og ræddi
við starfsmann þar sem gat ekki gefið
henni neina skýringu á þessu.
Síðar var henni tjáð að um gömul
mistök væri að ræða sem gerð voru
hjá Sparisjóði Kópavogs sem síðar
varð Byr. Hún og maðurinn hafi lík
lega haft svipuð notendanöfn og þeg
ar heimabankar Byrs voru færðir til
Íslandsbanka hafi mistökin orðið ljós.
Henni finnst ástæða til að fólk viti
af þessu og að þetta geti gerst. Hún
hvetur fólk til að hafa varann á sér og
fylgjast vel með reikningum sínum og
prenta út stöðuna með vissu millibili.
„Ef fólk getur búið til gott kerfi þá eru
aðrir sem eru færir um að gera mis
tök, hvort sem það er viljandi eða
ekki.“ Hún velti fyrir sér öryggi heima
bankanna og spyr sig hvort það sama
gæti ekki komið upp hjá öðrum bönk
um.
Aðeins fjögur tilvik
DV hafði samband við Guðnýju
Helgu Herbertsdóttur, upplýsinga
fulltrúa Íslandsbanka, sem benti á
að á þriðja tug þúsunda notenda
hafi verið fluttir yfir til Íslands
banka í tengslum við sameiningu
við Byr. Í fjórum tilvikum hafi kom
ið upp frávik sem öll hafi verið leið
rétt um leið og þeirra varð vart. „Eitt
þessara tilvika á sér rætur að rekja
til mannlegra mistaka sem áttu sér
stað hjá Sparisjóði Kópavogs. Ekki
varð ljóst að reikningurinn hafði
verið tengdur inn á annan not
anda fyrr en kerfi Byrs og Íslands
banka voru sameinuð þar sem kerfi
Íslandsbanki birtir slíka reikninga
á annan máta. Hvorki var um að
ræða villu í kerfum Teris né Íslands
banka. Við höfum rætt við hlutað
eigandi aðila og beðið þá velvirð
ingar,“ segir Guðný. Hún ítrekar
að netbanki Íslandsbanka uppfylli
strangar öryggisreglur sem gerðar
eru til slíkra kerfa og reglulega séu
gerðar úttektir á öryggi netbankans.
Eins leggur hún áherslu á að um
mannleg mistök hafi verið að ræða
en ekki kerfisvillu.
n Viðskiptavinur Íslandsbanka fékk óvart upplýsingar um annan viðskiptavin
Komst í reiKning
óKunnugs manns
„Ef fólk getur búið
til gott kerfi þá eru
aðrir sem eru færir um að
gera mistök, hvort sem
það er viljandi eða ekki.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Íslandsbanki Segir að heimabankinn sé öruggur
Heimabankinn Viðskipta-
vinurinn sá alla reikninga og
færslur annars manns.