Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 60
60 Lífsstíll 9.–11. mars 2012 Helgarblað Kinect að rúlla upp PS Move n Sony kvartar samt ekki S ony sagði frá því á leikja- framleiðenda- ráðstefnu að fyrir tækið væri búið að senda frá sér 10,5 milljónir eintaka af PlayStation Move- stýripinnanum. Það er þó ekki fjöldi eintaka sem seld hafa ver- ið, heldur aðeins þau sem hafa farið í umferð. Sony hefur ekki gefið upp neina sölutölur. Inn í þessum 10,5 milljónum eintaka er líka litli stýri- pinninn sem fylgir en það er í raun sami hluturinn og „Nunchuk“ fyrir Wii-leikjatölvuna. Til samanburðar er hægt að benda á að Kinect frá Microsoft sem tengist við Xbox 360-leikjatölvuna hefur verið selt í átján milljónum eintaka en það kom á markað tveim- ur mánuðum á eftir PS Move. Kinect er einnig bara ein græja sem keypt er við tölvuna og telst sem ein sala á meðan PS Move-pinninn er í tveimur hlutum. Getur því einstaklingur sem kaupir tvo pinna og tvo hliðarpinna talist sem fjórar sölur. Er því augljóst að tölur Sony eru ekki góðar. Sony hefur samt sem áður gefið það út að það sé ánægt með PS Move og segir það ganga vel. „Start“-takk- inn horfinn Microsoft tók þá áhættu að fjar- lægja „Start“-hnappinn víðfræga í Windows 8-stýrikerfinu sem kom út til reynslu í síðustu viku. PC-notendur hafa síðan deilt mikið um hvort þetta sé málið en margir þeirra vilja fá hnapp- inn aftur. Þeir sem eru með Windows 8 til skoðunar núna og vilja fá hnappinn aftur geta náð í „ViStart“ sem er smáforrit í gegnum þriðja aðila sem býr til „Start“-hnappinn úr Windows 7. Það er algjörlega hættulaust og birtist „Start“-hnappurinn um leið og forritið hefur verið sett upp. iOs uppfært iOs 5.1 er komið á markað en helstu nýjungar þar eru Siri á jap- önsku, hægt að eyða myndum úr „Photo stream“, andlitsgreining greinir nú öll andlit á hverri mynd, aukin rafhlöðuending og endur- hannað myndavélasmáforrit í iPad svo eitthvað sé nefnt. Fram kemur á tæknivefnum simon.is að hægt sé að uppfæra stýrikerfið án þess að tengja símann við tölvu og iTunes. Uppfærslan er 189mb yfir þráðlaust net en 803 mb við upp- færslu í iTunes. Facebook dæmt Héraðsdómur einn í Þýskalandi hefur kveðið upp enn einn dóm- inn sem hefur áhrif á alþjóðleg fyrirtæki. Nú er það Facebook sem situr í súpunni fyrir Friend Finder-fídusinn en hann gerir það að verkum að listi yfir vini einstak- lings er sendur beint á Mark Zuc- kerberg og félaga hjá Facebook án þess að nokkur sé varaður við. Þá hélt dómurinn því einnig fram að eignarhald Facebook á myndum og frumsaminni tónlist sem ein- staklingar hlaða upp á Facebook sé þeirra eigin eign, ekki í eigu Facebook eins og fyrirtækið vill meina. Það segir dómurinn brot á höfundarlögum. Kinect Selst mun betur. Gengur ekki nægilega vel PS Move hefur ekki slegið í gegn. A pple frumsýndi á miðviku- daginn nýjan iPad, sem kallast einfaldlega „The New iPad“, en tæknihaus- ar úti um allan heim sátu spenntir og fylgdust með Tim Cook, framkvæmdastjóra Apple, kynna nýju vöruna til leiks. Viðtökurnar hafa verið blendnar en seint verður sagt að Apple hafi náð að fá fólk til að standa á öndinni. Nýi iPad-inn fylgir mjög eðlilegri þróun mála hjá Apple og var að mörgu leyti mjög fyrirsjáanlegt hvað yrði boðið upp á. Helstu eiginleikar hins nýja iPad er hærri upplausn á skjánum, nýr A5X-örgjörvi, 4g LTE hraðara net, raddstýring og 5 megapixla mynda- vél með 1080p myndbandsupptöku. Það er þó skjárinn sem heillaði mest en hann er með 2.048x1.536 pixla „Retina Display“. „Skjárinn er algjört skrímsli,“ segir Bjarni Benediktsson, einn af krökkunum á tækjavefnum simon.is, en vefurinn fylgdist vel með kynningunni á miðvikudaginn. iPad 2 áfram til sölu Apple hefur einokað markaðinn hvað spjaldtölvur varðar en hingað til hefur varla ein einasta komið á markað sem hefur gert atlögu að Apple-veldinu. Nýi iPad-inn gæti þó fengið samkeppni seinna á árinu þegar spjaldtölvur með fullri útgáfu af Windows 8 fara að koma á mark- aðinn. Ending rafhlöðu á nýja iPad- inum er tíu tímar alveg eins og á iPad 2 á meðan notast er við þráðlaust net. Sá tími er styttri ef notast er við 4G-netið. Nýi iPad-inn fer í sölu 16. mars í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Hong Kong, Singapúr, Ástralíu og Japan. Hann mun kosta frá 399 dollurum upp í 899 dollara. Mörgum til mikill- ar gleði verður þó iPad 2 áfram í sölu og á lægra verði, en það lægsta, 16gb án 3G-nets, verður 400 dollarar. tomas@dv.is „Skjárinn er skrímsli“ n Apple kynnti þriðju kynslóð iPad n Fyrirsjáanleg og eðlileg þróun Hlutur iPad 2 New iPad Skjár 9,7 tommu LED-backlit 9,7 tommu LED-backlit Upplausn 1.024 x 768 2.048 x 1536 „Retina Display“ Örgjörvi 1GHz dual-core Apple A5 dual-core Apple A5X Grafík PowerVR SGX 543MP2 PowerVR SGX MP4 Quad Core Minni 512MB RAM Tilkynnt síðar Geymslupláss 16GB / 32GB / 64GB 16GB / 32GB / 64GB Myndavél á framhlið VGA (640 x 480) VGA (640 x 480) Myndavél á bakhlið 0,7-megapixel, fixed focus 5-megapixel, autofocus Þráðlaust net 802,11 a/b/g/n 802,11 a/b/g/n Bluetooth 2.1 + EDR 4.0 Þykkt 8,8mm 9,4mm Þyngd 610 grömm 662 grömm Ending rafhlöðu 10 klst 10 klst á Wi-fi / 9 á 4G Lægsta verð núna 399 dollarar 499 dollarar iPad 2 áfram í sölu Hann verður ódýrari. Skjárinn er rosalegur Upplausnin á nýja skjánum er svakaleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.