Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Efnahagsvandinn var misskilningur n Nefnd Geirs Haarde reyndi að bæta ímynd Íslands vegna gagnrýni G eir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og nú sak- borningur fyrir Landsdómi, skipaði nefnd í nóvember 2007 til þess að skrifa skýrslu um aðsteðjandi vanda Íslands sem þá var fyrst og fremst skilgreindur sem ímyndarvandi. Í skýrslunni, sem gefin var út í mars 2008 þegar óveð- ursskýin hrönnuðust upp yfir Íslandi, eru karaktereinkenni hinna sterku Ís- lendinga dregin fram. Með skýring- armynd, sem minnir á kennsluefni í jarðfræði, er kraftur Íslendinga settur í samhengi við krafta jarðar sem ólga undir niðri. Niðurstaða skýrslunnar er að aðsteðjandi efnahagsvandi sé ímyndarvandi og að Íslendingar séu hafðir fyrir rangri sök af útlendingum. Skýrsluna skrifuðu Svafa Grön- feldt, þáverandi rektor Háskólans í Reykjavík og formaður nefndarinnar, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jón Karl Ólafs- son, þáverandi forstjóri JetX/Primera Air, Martin Eyjólfsson, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, og Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu. Höfðað til þjóðerniskenndar Hugmynd Geirs var að skipa nefnd til þess að gera tillögur um hvernig mætti styrkja ímynd Íslands gagnvart erlendum aðilum sem höfðu gagn- rýnt íslenskt efnahagslíf en um þetta leyti var íslenski hlutabréfamarkaður- inn að byrja að hrynja. Gengi bréfa í FL Group hafði hrunið og fjölmörg fé- lög voru á leiðinni fram af bjargbrún- inni. Í skýrslunni er mikið fjallað um hversu mikilvæg ímynd væri fyrir efnahag, afkomu og samkeppnis- hæfni þjóða. Uppruna Íslendinga var gert hátt undir höfði og fátækt fólks fyrr á öldum sett í samhengi við stolt og dugnað Íslendinga nútímans. Skýra mætti karaktereinkenni Íslend- inga með náttúruhamförum fyrr á öldum á borð við móðuharðindin. Þá er landnám Íslands sett í samhengi við það hversu mikið Íslendingar meta einstaklingsfrelsi sitt nú. Þá segir: „Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein rík- asta þjóð í heimi.“ Í skýrslunni er dregin upp mynd af Íslendingum sem duglegum, áræðn- um og úrræðagóðum. „Þeir eru frjáls- leg náttúrubörn og sterkur sjálfstæð- isvilji einkennir þá,“ segir í skýrslunni. Um fólkið, sem er sagt kraftmikið, dugmikið og áræðið, segir: „Íslend- ingar eru kraftmikil þjóð mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Dugnaður og áræðni einkenna Íslendinga. Þeir ganga fram af krafti í leik og starfi, eru hreinskiptir og tjá sig tæpitungulaust.“ Enn fremur segir: „Íslendingar meta sjálfstæði sitt og frelsi mikils í stóru og smáu. Það er afrek sem þjóð- in er stolt af, að fátæk nýlenda skyldi hafa hugrekki til að berjast fyrir sjálf- stæði sínu og takast að vinna það.“ Hinn sjálfstæði Íslendingur var í aðal- hlutverki í skýrslunni því „Bjartur í Sumarhúsum býr hér enn í hverjum manni“. Vanþekking og rang- hugmyndir útlendinga Mikið var fjallað um hversu erlend- ir greiningaraðilar væru að lesa stöðuna hér á landi vitlaust. Þeir væru fullir af ranghugmyndum og misskilningi. „Íslendingar hafa að undanförnu orðið áþreifanlega var- ir við ranghugmyndir erlendra að- ila um Ísland og þær afleiðingar og áhrif sem slíkt getur haft í formi sérkennilegrar umfjöllunar erlend- is, umfjöllunar sem hefur byggst á skorti á upplýsingum og misskiln- ingi en einnig á ytri aðstæðum sem litlu er hægt að ráða um. Ímynd Ís- lands er jákvæð frekar en neikvæð en það kemur hins vegar berlega í ljós í þeim takmörkuðu rannsókn- um sem gerðar hafa verið á ímynd þjóðarinnar að hún er lítil og við- kvæm.“ Þá segir í skýrslunni: „Það hversu viðkvæm ímynd Íslands er kemur glögglega fram í þeim hremming- um sem íslenskt viðskipta- og efna- hagslíf gengur nú í gegnum í byrj- un árs 2008. Álag á skuldir íslenskra fjármálafyrirtækja og ríkissjóð er í hæstu hæðum og Ísland sett í flokk þjóða sem eru mun styttra komnar á leið í þróun lýðræðis og efnahags- mála. Ljóst er að álagið er hvorki í samræmi við stöðu íslensku fjár- málafyrirtækjanna né í samræmi við ástand efnahagsmála á Íslandi og þá ágætu innviði sem hér hafa verið byggðir. Segja má að ímynd Íslands sé ekki nægilega öflug til þess að vinna gegn ranghugmynd- um á borð við þær sem endurspegl- ast í þeirri stöðu. Veik ímynd Ís- lands, innanlands sem utan, felur í sér vanþekkingu hagsmunaaðila á einkennum og eiginleikum þjóðar- innar og hún er hættuleg atvinnu- og efnahagslífi, hagþróun og sam- félags gerð sem Íslendingar kjósa að búa við.“ Nýsköpun í takt við Íslendingasögur Í skýrslunni eru innviðir samfélags- ins, heiðarleiki og gagnsæi lofað mjög. „Ísland er þroskað lýðræð- isríki með trausta innviði og póli- tískan stöðugleika.“ Þá er vinnu- markaðurinn sagður þroskaður og öruggur og spilling í samfélaginu með því minnsta sem þekkist í heim- inum. Íslendingar eru sagðir búa yfir miklum sköpunarkrafti og náttúru- legur kraftur einkenni það ferskasta í menningunni og einstakur hljómur nýsköpunar í tónlist og sjónlist kall- ist á við hrynjandi rímna og Íslend- ingasagna. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Bjartur í Sumar- húsum býr hér enn í hverjum manni. Ímynd Íslands Fólkið, menn- ingin og atvinnulífið er tengt við náttúrulega krafta og sett upp sem eldfjall í frumlegri skýringar- mynd nefndarinnar. Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Stærð 140x200 dúnsængur 100% dúnn 100% bómull 790 grömm dúnfylling engin gerfiefni Dúnmjúkar áður 33.490 kr nú 24.990 kr Fermingartilboð 100 stk á tilboðsverði Geir H. Haarde Lét búa til skýrslu þar sem dregin er upp mynd af sjálfstæðum Íslendingum sem eru duglegir og harðir af sér vegna þess að náttúruhamfarir og fátækt fyrri alda hefur mótað þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.