Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 50
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur 10 mar 9 mar Agent Fresco í Gamla Bíói Hljómsveitin Agent Fresco spilar á órafmögnuðum tónleikum ásamt strengjasveit í Gamla Bíói í kvöld. Upphitun er í höndum hljómsveit- arinn Elda sem er skipuð Valdimar Guðmundssyni og Björgvin Ívari Baldurssyni . Stefán – Af fingrum fram Stefán Hilmarsson kemur fram í tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram. Einstakir spjalltón- leikar þar sem áhorfendur komast í nálægð við tónlistarmennina. Tón- leikarnir eru í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 20.30. Söngkonur stríðsáranna Tónleikar með Kristjönu Skúladóttur leikkonu þar sem hún flytur lög sem voru vinsæl í síðari heimsstyrjöldinni. Marlene Dietrich, Veru Lynn, Edith Piaf og fleiri söngkvenna verður minnst, bæði með söng en ekki síður með frásögnum af afrekum þeirra á stríðsárunum. Tónleikarnir fara fram í Iðnó og hefjast klukkan 20. Karlakórinn Heimir Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Reykjavík. Þeir hefjast klukkan 17.30. Á dagskrá tónleikanna verða nokkur lög af Vínartónleikum kórsins sem haldnir voru í Miðgarði í janúar síðastliðnum ásamt öðrum lögum, bæði innlendum og erlendum. Litháískur rokksöngvari Andrius Mamontovas frá Litháen syngur og spilar eigin lög á tón- leikum í Salnum. Andrius er vel þekktur tónlistarmaður í Litháen. Hann er einn af stofnendum Foje, þekktustu rokkhljómsveitar landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Tiesto með tónleika Tiesto, einn þekktasti plötusnúður heims heldur tónleika í Vodafone- höllinni. Nýlega var hann kosinn „besti plötusnúður allra tíma“ í könnun sem gerð var af dans- tónlistarblaðinu MIXMAG. 50 9.–11. mars 2012 Helgarblað „Sorinn beint í æð“ „Gott og vel sagt ævintýri í fyrirrúmi.“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Svartur á leik Skrímslið litla systir mín Harkan meiri í dag H arkan kom mér á óvart. Það var miklu frekar að ég þyrfti að tóna niður en hitt. Sumt er einfaldlega ótrúverðugt þótt það sé satt. Til dæmis heyrði ég af gaukum með sveðju sem voru að reyna að fletta höfuðleðri af manni sem skuldaði þeim smáræði. Ég þurfti því að sigla á milli skers og báru í því,“ segir rit- höfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem fór í ítarlega heimildaöflun þegar hann skrifaði bókina Svartur á leik sem kom út árið 2004. Hitti þekkta glæpamenn Bókin og samnefnd kvik- mynd fjalla um undirheim- ana í Reykjavík skömmu fyrir aldamótin 2000. Stefán Máni komst í samband við starf- andi glæpamenn í von um að fá smá nasaþef af þeirri veröld sem þeir lifa í. „Það var lítið mál að komast í snertingu við þennan heim. Þetta er svo lítið land. Hér þekkir maður mann. Ég var og er enn í dag í sambandi við lögreglumenn sem ráðlögðu mér og bentu mér á hverja væri óhættara að tala við en aðra. Það var enginn glannaskapur í mér,“ segir Stefán Máni sem vill sem minnst ræða samskipti sín við þekkta glæpona lands- ins. „Eins og áður hefur komið fram var ég meðal annars í samskiptum við Rúnar Ben Maitsland á meðan hann sat inni sem og aðra sakborninga úr stóra fíkniefnamálinu, sem þá var kallað þarna 1999–2000. Annars vildu þessir menn fá að njóta nafnleyndar og það sama gilti um löggurnar. Oftast voru þetta fíkniefnalöggur sem vildu ekki láta nafns síns getið.“ Atvinnuglæpamenn Stefán Máni segist telja að undirheimarnir hér á landi séu orðnir enn harðari en þeir voru þegar hann skyggðist þar inn á sínum tíma. „Þetta var miklu sakleysislegri heimur en í dag. Litlar klíkur og vina- hópar. Þetta eru ennþá klíkur en umfangið er orðið miklu stærra. Það er meiri fyrirtækja- bragur á þessu. Efst eru jafnvel menn sem kannski óhreinka aldrei á sér hendurnar en eru með aðra sem sjá um skít- verkin og sitja jafnvel fyrir þá inni. Þeir kippa sér lítið upp við að fá dóm, líta á það sem fórnarkostnað og vonast bara eftir umbun þegar þeir koma út aftur. Þessi heimur er orðinn stærri, harðari og mun betur skipulagður. Þetta eru ekki lengur einhverjir gaukar sem vonast til þess að verða ríkir á stuttum tíma heldur atvinnu- menn sem eru komnir til að vera,“ segir hann og bætir við að það sé orðið mun erfiðara fyrir lögregluna að eiga við þetta í dag en var. „En ég bæði held og veit að lögreglan er að gera stórkostlega hluti og hún er að gera sitt besta. Þetta er samt ekkert grín. Við sjáum það á skipulaginu, mótorhjó- laklíkum, útlendingum – þetta eru orðnir meiri fagmenn sem gerast alltaf ósvífnari,“ segir Stefán Máni en vill ekki taka svo hart í árinni að halda því fram að það sé of seint í rass- inn gripið að ætla sér að koma í veg fyrir að erlend glæpa- samtök nái bólfestu hér á landi. „Það er aldrei of seint að berjast og mín skoðun er sú að lausnin felist í því að ríkis- lögreglustjóri og sérsveitin fái frjálsari hendur,“ segir hann og bætir við að þótt löggan sé oft harkalega gagnrýnd fyrir að- gerðaleysi beri flestir ómælda virðingu fyrir henni og hennar starfi. Vitneskja er hættuleg Stefán segist ekki geta hugsað sér að sinna störfum lögregl- unnar eftir þessa reynslu. „Ég hefði ekki beinin í það. Engan veginn. Lögreglan er að vinna störf sem ég væri einfaldlega ekki hæfur til að sinna,“ segir hann og viðurkennir að hafa stundum orðið hræddur. „Bæði beint og óbeint. Þarna var ég að heyra og sjá hluti sem er kannski betra að heyra hvorki né sjá. Þessi heimur er svolítið þannig. Menn voru kannski að gaspra um hluti sem ég kærði mig ekki um að vita. Vitneskja getur verið hættuleg, eins og kemur sterkt fram í myndinni. Þar er mikið talað um rottur – rottur sem kjafta frá. Því minna sem maður veit af þessum heimi því betra.“ Heillandi en óhugnan- legur heimur Stefán Máni var algjör græningi þegar hann hóf að safna heimildum fyrir bók- ina og hafði aldrei komist í tæri við menn úr undir- heimunum. „Ég var mjög rólegur unglingur. Var bara tölvunörd sem sat heima og forritaði,“ segir hann og bætir við að hann hafi til að mynda aldrei reykt tóbak og hafi byrjað seint að drekka. „Þessi heimur var því alveg nýr fyrir mér og þess vegna var hann líka heillandi,“ segir hann en bætir við að það hafi verið óhugnan- legt að fylgjast með ungum krökkum hanga með glæpa- gengjum. Sjálfur er hann foreldri og segist mátulega hræddur um að krakkarnir hans villist af braut. „Maður verður að gera sitt besta sem uppalandi og ábyrgt foreldri. Mestu máli skiptir að vera vakandi og á verði og að grípa inn í ef manni finnst tilefni til. Foreldrar þurfa hiklaust að grípa inn í því krakkar vilja oft að þau séu stoppuð, þótt þau segi það ekki beint. Þarna vill enginn vera.“ „Til dæmis heyrði ég af gaukum með sveðju sem voru að reyna fletta höfuðleðri af manni sem skuldaði þeim smáræði. n Stefán Máni kynnti sér undirheima Reykjavíkur þegar hann skrifaði bókina Svartur á leik Stefán Máni Stefán Máni hafði aldrei áður komist í tæri við menn úr undir- heimunum þegar hann hóf heimildasöfnun fyrir bókina Svartur á leik. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.