Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 41
Viðtal 41Helgarblað 9.–11. mars 2012 ástæðan fyrir því að Hildur hataði karla, hún hefði sjálf orðið fyrir of- beldi af þeirra hálfu. „Ég er voðalega heiðarleg með það að ég bara hló þegar ég sá þessa mynd. Ég setti þessa mynd sjálf á int- ernetið og það klagar ekkert upp á mig hver sér hana eða setur í hvaða samhengi. Þetta er meira segja í ann- að skipti sem hún er dregin upp í deilum á netinu. Strákurinn sem gerði það síð- ast sagði við myndina eitthvað á þá leið að það væri búið að tala við mig. Það væri sjáanlegt á þess- ari mynd að það væri einhver bú- inn að reyna að þagga niður í mér,“ segir Hildur og viðurkennir að til- raun Jóns til þess að útskýra meint karlahatur hennar hafi verið afar misheppnuð þar sem það hafi verið tvær konur sem ollu meiðslunum sem sjást á myndinni. Illa farin eftir árás Hildur birti myndina upprunalega á netinu þegar hún var að reyna að hafa upp á konunum sem gengu í skrokk á henni, að tilefnislausu, í miðbæ Reykjavíkur. „Ég var á bar klukkan 3–4 um nótt. Ég var að koma út af klósettinu og það stóð stelpa fyrir mér í dyrunum þannig ég komst ekki út. Hún sneri baki í mig svo ég snerti svona aðeins á henni öxlina til þess að gera henni viðvart og biðja hana um að færa sig. Hún sneri sér við og kýldi mig í andlitið. Svo kýldi hún mig aftur og fastar og svo kom vinkona hennar og hjálpaði henni. Ég labbaði þarna út með tvö brotin bein í andlitinu, með tvöfalt nef og var með glóðaraugu öll jólin,“ segir hún alvarleg. „Algjörlega tilefnislaus árás og þær fundust aldrei. Ég kærði en það var enginn ákærður því að þær fund- ust ekki.“ Hún segir lögregluna ekki hafa haft mikinn áhuga á að leysa málið. „Það var gerð einhver svona málamyndarannsókn. Ég mætti ekki nokkrum einasta vilja hjá lögregl- unni til að finna út úr þessu. Ég færði þeim einhverjar vísbendingar sem ég fékk héðan og þaðan en þeir vildu ekkert gera við þær. Rannsóknin var opin í að minnsta kosti ár en það gerðist aldrei neitt.“ Hún var mjög slösuð eftir árásina. „Kinnbeinsbrot- in og nefbeinsbrotin, tognuð í kjálka og hálsi. Marin á hné og mjög lösk- uð.“ Jón stóri að hræða Eftirköstin voru henni erfið. „Það fylgdi mjög erfiður tími í kjölfarið. Ég var stressuð og kvíðin við að vera meðal fólks. Það jafnaði sig með að- stoð góðs fólks. Ég er viss um að þetta hefur mótað mig að einhverju leyti en ég hef jafnað mig í dag. Það má varpa þessari mynd utan á Stjórnar- ráðið mín vegna, það klagar ekkert upp á mig.“ Hildi finnst þó augljóst að til- gangur Jóns með því að birta mynd- ina hafi verið á einhvern hátt annar- legur. Var hann að hóta henni? „Það hafa margir túlkað það þannig. Jón þrætir alveg fyrir það að hann hafi viljað hóta mér. Mér finnst augljóst að hann er að reyna að ýta aðeins við mér, allavega að reyna að ögra mér, kannski að reyna að fá mig til þess að verða svolítið hrædd,“ segir hún og segist ekki hræðast Jón stóra. „Ég held að ef Jón og vinir hans stunda ofbeldisglæpi þá geri þeir það innan sinnar kreðsu. Þeir fara ekki í póstnúmerið mitt og banka upp á hjá þrítugri tveggja barna móður til þess að berja hana. Ég held að sam- félagð funkeri ekki þannig, ég er ekki minnsta hrædd við það,“ segir hún. Óþolandi og niðurlægjandi En Jón var ekki sá eini. Lögfræð- ingurinn Sveinn Andri Sveinsson sem átti líka ummæli í albúminu lét þau orð falla að Hildur ætti að ráða sér stílista. Það fannst hennar einkar skemmtileg ummæli. „Ég var mjög þakklát Sveini Andra, þetta var stuðningur úr mjög óvæntri átt. Mér finnst í rauninni alveg makalaust að honum skuli hafa dottið í hug að þetta myndi ekki snúast í höndunum á honum því það gerði það. Ef stílistinn hans Sveins Andra er einhvers staðar á lausu þá má við- komandi mjög gjarnan hringja í mig og við getum farið saman í ræktina og ljós og svona. Það er ekki hægt að svara þessu og það þarf ekki að svara þessu. Þetta dæmir sig bara sjálft og mér finnst þetta fyndið. Þetta hefur í alvörunni verið eins og einhver stuðningsyfirlýsing.“ Hún segir einkennilegt hvernig svona umræða virðist oft snúa að útliti kvenna. „Það er rosalega al- gengt. Annaðhvort útlitstengt eða eitthvað sem tengist kynfærum þeirra. Annaðhvort er það hárvöxt- ur, rakastig, blæðingar eða kynlíf. Eða fólk er kallað drullupussa eins og ég hef fengið að heyra nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Það hafa nokkrir fengið heiðurssess í albúminu mínu fyrir að kalla mig drullupussu. Þetta er alveg botn- laust óþolandi og niðurlægjandi,“ segir hún. Sveinn Andri og Jón stóri til bjargar Hún segir umræðuna þó hafa breyst mikið eftir þessi ummæli Sveins Andra og myndbirtingu Jóns stóra og er þakklát fyrir það. „Það komu tveir dagar eftir Kastljósviðtalið þar sem ég fór bara heim til mín á kvöldin og hreinlega grét, heilmikið. Sem var góð útrás; góð hvíld fólgin í því. Svo komu Sveinn Andri og Jón stóri mér til bjargar og einhvern veginn sneru umræðunni svolítið við. Eftir það hefur umræðan verið miklu jákvæðari og ég finn bara fyrir meiri stuðningi eftir það,“ segir hún og er nokkuð viss um að það hafi þó ekki verið ætlun þeirra að sýna henni stuðning. Leið illa yfir athyglinni „Það var alveg óvart. Ég er viss um að þeim þykir það ekkert rosalega gaman að hafa gert það en ég held þeir hafi breytt umræðunni. Eftir það líður mér betur,“ segir hún og viður- kennir að hún eigi erfitt að vera svo mikið í sviðsljósinu. „Ég ákvað að fyrst ég væri farin af stað þá myndi ég klára þetta, ég myndi mæta í öll viðtöl sem mér er boðið að koma í og taka slaginn. Vegna þess að ég hef ekki trú á því að fárið í kringum mig persónulega muni standa lengi en meðan það er, þá er verið að ræða málefnið. En fyrstu tvo dagana eftir Kast- ljósviðtalið leið mér mjög illa. Fólk horfði á mig alls staðar út á götu. Þeg- ar ég labbaði inn í strætó fyrir utan heimili mitt á morgnana fann ég að fólk var að horfa á mig og mér fannst það rosalega óþægilegt. Mér fannst óþægilegt að vera í vinnunni því ég vissi ekki hver var að hugsa hvað. Það var fullt af fólki sem kom og talaði við mig, bæði fólk sem ég þekkti og fólk sem ég þekkti ekki neitt. Þá fór ég strax að hugsa um alla hina, þá sem komu ekki til mín, hvað voru þeir að hugsa?“ segir hún. Birtingarmynd undirokunar og fyrirlitningar Aðspurð hvort henni finnist nafnið á myndaalbúminu, Karlar sem hata konur, ekki vera of ágengt segir hún svo ekki vera. „Mér finnst það ekki og ég held að það sé sjálfsagt ástæðan fyrir því að þetta vakti svona mikla athygli. Ég held að þrennt spili þar inn í. Fyrsta lagi orðið að hata, síð- an að það hafi verið frægir karlar í albúminu og svo það að engin nöfn hafi verið fjarlægð. Ef ég hefði breytt einhverju af þessu þá hefði enginn tekið eftir þessu og þetta verið algjörlega bit- laust. Vegna þess að ég gerði þetta þá vakti þetta athygli og umtal. Skyndi- lega hefur þessi þjóð verið að tala um femínisma í marga daga,“ segir Hildur. En trúir hún að karlarnir í albúm- inu hati konur? „Svo það sé algjör- lega á hreinu þá var meiningin ekki að gefa það til kynna að neinn til- tekinn einstaklingur hataði einhvern annan einstakling. Það sem ég er að reyna að segja er að það sem ég kýs að kalla kvenhatur sé rótgróið í sam- félaginu. Þessir karlar eru bara birt- ingarmynd þess samfélagsmeins. Ég held að ef það væri ekki svona mikil undirokun og fyrirlitn- ing á kvenþjóðinni í samfélaginu þá fengju svona ummæli aldrei að við- gangast. Ég held að hvert eitt og ein- asta þeirra sé einhvers konar birt- ingarmynd þessa samfélags. Þetta er birtingarmynd þess að konur eru fyr- irlitnar og undirokaðar.“ Rekur sig á eigin fordóma Hildur segir ýmislegt vera að breyt- ast til hins betra en að það gerist hægt. „Það er ýmislegt að batna en mér finnst þetta ganga alltof hægt. Ég vil sjá miklu miklu meiri hraða í þeirri þróun. Ég á ofboðslega erf- itt með að sjá fyrir mér einhverja framtíð þar sem þetta vandamál er algjörlega úr sögunni. Það er svo margt að og það er svo djúpt á því í okkur. Ég er ekkert laus við það sjálf heldur. Einhvern veginn rek ég mig á alls konar fordóma í hausnum á sjálfri mér sem ég hélt ég hefði ekki. Rek mig á að ég hugsa eitthvað and- styggilegt um hinar og þessar konur á einhverjum fáránlegum forsend- um. Allt í einu átta ég mig á því að ég myndi aldrei hugsa svona lagað um karl. Ég held að það sé hollt að vera meðvitaður um þetta.“ n „Ég held að sumir karl- ar séu mikið til hræddir við að vera úthrópaðir fyrir karlrembu vegna þess að þeir skilja ekki vandamálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.