Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 44
44 Viðtal 9.–11. mars 2012 Helgarblað á móti Ólafi Darra. Vegna þess er hún komin með sítt, svart hár, andstætt við ljósu lokkana sem hún skartar í Svart- ur á leik. „Ég sagði við þá að ég myndi ekki leika í þeirri mynd nema ég fengi að breyta hárinu svona. Ég vildi ekki að fólk færi að tengja mig við Dagnýju sem ég leik í Svörtum. Það er svo stutt á milli frumsýninga nefnilega að mér fannst þetta skipta brjáluðu máli. Ég fékk líka staðfestingu á því á frumsýn- ingunni að þetta hefur breytt mér al- gjörlega,“ segir María Birta sem gekk um nánast ósýnileg á frumsýningunni með svörtu lokkana. „Það þekkti mig enginn og ég gekk fram hjá öllum ljósmyndurum og öll- um. Eftir sýninguna var ég að reyna að knúsa Óskar leikstjóra til hamingju og hann var orðinn geðveikt pirrað- ur á gellunni sem var að toga í hann. Hann bara þekkti mig ekki,“ segir hún og hlær. María var alveg í skýjunum þegar hún fékk handritið að Svartur á leik og sá að hún átti að leika kókaínhóru, orð sem hún kýs þó ekki að nota. „Ég vil leika eitthvað rosalega krefjandi. Ég nenni ekki að leika eitthvað sem er of auðvelt. Mamma var sú fyrsta sem ég hringdi í eftir að ég fékk handritið og ég var alveg í skýjunum því ég fékk að leika kókaínhóru. Reyndar er það svo ljótt orð. Mér finnst Dagný nefni- lega ekki vera þannig í myndinni. En þetta var krefjandi fyrir mig því sjálf hef ég aldrei prófað nein efni né reykt eina sígarettu. Það var því spennandi að takast á við þetta,“ segir María Birta. Minnkar við sig í fyrirtækinu Eftir svona mikla velgengni á svo skömmum tíma í leiklistinni liggur beinast við að spyrja hvort hún ætli ekki að mennta sig eitthvað í fræðun- um. „Það eru rosalega margir búnir að spyrja mig að þessu og ég hef pælt í því. Það kæmi sjálfri mér ekkert á óvart ef ég myndi sækja um einhvers staðar í haust en þá vildi ég helst gera það erlendis. Ég vil þá líka læra kvik- myndaleik en ekki að leika á sviði. Það eru alls konar litlir hlutir sem ég hef verið að læra á setti sem ég væri til í að kunna betur,“ segir María Birta en til þess að rýma fyrir meira námi þarf hún að minnka við sig í búðarrekstrin- um en María rekur verslunina Maníu á Laugaveginum. „Á þessu ári er ég að kúpla mig hægt og rólega út úr fyrirtækinu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með ein- hvern sem sér um allt með mér og mér finnst það rosalega óþægilegt. Það má kannski alveg segja að ég sé svolítið stjórnsöm. Bókarinn minn sem hefur unnið með mér frá byrjun spurði mig hvort mér liði ekki stundum eins og ég væri málari en ég þyrfti að framleiða málninguna áður en ég byrjaði. Ég hafði bara aldrei pælt í þessu svona. Ég er oft að vinna einhver verk sem einhver annar getur gert og eflaust betur en ég.“ Byrjaði með fimm þúsund krónur María Birta hóf átján ára að reka net- verslun á samskiptavefnum MySpace. Það gekk svo vel að hún var farin að eyða umtalsverðum tíma á hverjum degi í reksturinn. Hún ákvað þá að stökkva út í verslunarrekstur á Lauga- veginum aðeins nítján ára að aldri. „Ég held ég sé meiri „doer“ en „thin- ker“. Ég hugsaði þetta aldrei alveg til enda. Ég hugsaði bara: Ef ég fer á hausinn þá tapa ég bara því sem ég byggði upp því ég tók engin lán. Án gríns byrjaði ég með fimm þúsund krónur sem urðu að tíu þúsund krón- um og þær urðu að 100 þúsundum. Svona byggði ég þetta hægt og rólega. Í stað þess líka að panta einhverja risa- sendingu var ég búin að tína til hliðar föt í nokkra mánuði á netinu. Ég var farin að eyða svona tólf tímum á dag í netreksturinn,“ segir María Birta sem segist þó ekki vera orðin rík á rekstrin- um. „Það var aldrei ætlunin. Ég skap- aði mér þarna bara atvinnu sem ég var og er glöð með. Mér hefur alltaf fund- ist gaman að vinna í búðum og hef gert það alla mína tíð. En nú langar mig í nám og er á fullu í því.“ Námið sem um ræðir er flugnám en María Birta eyddi miklum tíma í það síðasta haust og vill halda því áfram. „Ég þarf alltaf að leggja það á hilluna, því miður. Það nám hentar mér fullkomlega því ég mætti alltaf 6.30 á morgnana í flugið og gat þá ver- ið mætt í ræktina klukkan 10 áður en ég opnaði búðina klukkan ellefu. Þetta er svo rosalega skemmtilegt nám. Ég er nú enginn morgunhani en samt gat ég rifið mig upp hálf sjö á morgnana til að fljúga,“ segir María sem fór síð- ar aftur í skólann um kvöldið og var komin heim klukkan ellefu. Þá voru sjö tímar í að fjörið hæfist aftur. „Mað- ur var dauðþreyttur á morgnana og stundum hálfsofandi í fluginu,“ segir hún og hlær. Mundu að þú munt deyja Óhætt er að segja að María Birta fari sínar eigin leiðir. Næst á dagskrá er ut- anlandsferð þar sem hún ætlar í fall- hlífarstökksnám. Það er hluti af henn- ar „fáránlegu áramótaheitum“ eins og hún orðar það sjálf. „Ég strengi alltaf einhver svona heit. Í fyrra var það að taka eins mörg próf og ég gat. Þá ákvað ég að fara í flugnámið og taka bílpróf- ið. Á þessu ári ætla ég að taka ennþá fleiri próf. Draumurinn er að taka „batwing“-prófið en áður en maður gerir það þarf maður að stökkva 200 sinnum með fallhlíf. Ég stefni á 40 stökk í næsta mánuði,“ segir María Birta sem fer utan í lok mánaðar og kemur heim eftir miðjan apríl. Hún stefnir á atvinnuflugmanns- námið í haust og til frambúðar líst henni vel á hvaða frama sem er, hvort sem það er sem flugmaður, verslun- areigandi eða leikkona. Hún segist að hluta lifa eftir latneska orðatiltæk- inu memento mori, eða mundu að þú munt deyja. „Vinur minn sagði mér nýlega frá þessu og ég lifi svolítið eft- ir þessu. Maður veit ekki hvað gerist á morgun þannig að ég geri bara allt í dag,“ segir hún. Ástarjátningar á djamminu Hún viðurkennir að nýfengin frægðin sé stundum erfið. Mesta áreitinu verð- ur hún fyrir í miðbæ Reykjavíkur þeg- ar fólk er komið í glas. „Það er kannski þægilegt að vera frægur á Íslandi þeg- ar maður er orðinn aðeins eldri. Þetta er svolítið erfitt stundum, aðallega á djamminu. Þegar fólk er komið í glas þorir það nefnilega alveg að segja manni hluti. Ég er búin að fá svo margar ástarjátningar að það er bara óþægilegt. Þetta er líka eitt- hvert fólk sem man síðan ekkert eftir því daginn eftir. Þetta er frek- ar skrítið og ég er alls ekki mann- eskjan í þetta. Ég bjóst ekki alveg við að þetta væri svona. Stjúpfað- ir minn er rosalega frægur (Pálmi Gestsson, innsk. blm.) og að ganga með honum niður Laugaveginn er rosalega óþægilegt því það þekkja hann allir. Þegar mér líður illa með mitt litla, sem ég er eflaust að mikla fyrir mér, þá ber ég mig bara saman við hann og þá líður mér betur,“ seg- ir hún en bætir við: „Ég er samt það heppin að ég fæ jákvæð viðbrögð. Ég er ekki að fá á mig eitthvert fólk sem er að tjúllast á mér með einhverjum niðrandi orð- um á djamminu og það fríkar mig líka svolítið út. Ég pæli meira í þessu núna því ég verð að gera það,“ segir María Birta. Ólst upp við myndavélar Sjálfstraustið geislar af Maríu Birtu hvert sem hún fer og er hún alveg óhrædd við að vera sú sem hún er og lifa sínu lífi. Hún viðurkennir þó að fólk taki því sem hroka. „Já, algjörlega. Ég lendi svolítið í því að fólk haldi það um mig. Ég myndi bara segja að ég væri rosalega misskilin. Ég heyrði það á sínum tíma að ég væri rosa góð með mig en málið er að ég er bara örugg. Ég þori að vera ég og fólki finnst það oft mjög óþægilegt. Það sýnir svolít- ið þeirra eigin vandamál. Það kem- ur fólki til dæmis oft á óvart þegar ég segist ekki hafa prófað neitt. Margir halda að ég sé alltaf með nefið uppi á djamminu, í góðum fíling og búin að prófa allt í heiminum. En ég þori bara að vera ég og þarf engin aukaefni til þess,“ segir María Birta. En hvaðan kemur þetta öryggi og sjálfstraust? „Ég ólst upp við myndavélar,“ svar- ar hún að bragði. „Pabbi tók myndir af mér alls staðar og var alltaf með upp- tökuvél á sér. Hann tók stundum „fald- ar myndavélar“ af mér og bróður mín- um þar sem við vor- um að gera ómerki- lega hluti eins og að borða spagettí. Þannig bara vand- ist ég þessu. Þetta hljómar kannski klikkaðra en það er. Svo byrjaði ég líka að starfa sem módel mjög ung. Ég opnaði til dæm- is sýningu í Tókýó fyrir framan 3.000 manns þegar ég var sextán ára. Skrápurinn á manni þykknar bara við svoleiðis,“ segir hún. Kannski tími fyrir ást um næstu jól María lifir lífinu ansi hratt en er ekki sammála því að hún taki of mikið að sér. „Er hægt að gera of mikið?“ spyr hún brosandi. „Bara á þessu ári fer ég í mótorhjólaprófið og held áfram í flugnáminu. Svo er það fallhlífarstökk- ið og í sumar ætla ég að taka köfunar- prófið,“ segir María en hraðinn hefur sína ókosti, til dæmis að hún gleymir oft að borða. „Það gleymist stundum. Málið er að ég fæ ekki svengdartilfinn- ingu sem getur verið ókostur í mínu lífi. Vinir mínir hringja reglulega í mig og athuga hvort ég sé búin að borða,“ segir hún en vináttan er eitthvað sem hún ræktar. „Ég gat illa gert það síð- asta haust þegar ég var í flugnáminu því ég var upptekin öll kvöld. En vin- irnir skipta mig rosalega miklu máli. Þeir eru númer eitt hjá mér,“ segir hún. En hvað með ástina? „Ég er ein- hleyp í dag,“ segir hún og setur upp fýlusvip. „Mér finnst rosalega gam- an að fara á stefnumót en ég er ekki að leita að elskhuga eins og er. Ég hef bara ekki tíma núna. Kannski um jólin má koma einhver ást þarna inn í spil- ið,“ segir hún og brosir. Verður áfram hún sjálf Velgengni Maríu Birtu fer ekki vel í alla en á meðan margar lærðar leikkonur fá ekki verkefni hefur hin ómenntaða María fengið þrjú stór verkefni í kvik- myndum á síðustu tveimur árum. Hún gefur sig þó ekkert út fyrir neitt annað en að vera áhugaleikkona. „Ég hef bara mikinn áhuga á að leika. Ég meina, gætu þá viðskiptafræðingar ekki verið pirraðir út í mig því ég er með búð en er ekk- ert menntuð í þeim efn- um heldur?“ segir María og þakkar hlutverkin sem hún hefur fengið breyti- legu útliti sínu. „Ætli ég sé ekki bara heppin með út- lit þannig að ég get breytt mér í hvað sem er. Þegar ég breytti hárinu yfir í svart úr ljósu þekkti mig enginn. Ég get breytt mér í hvað sem er. Bæði get ég verið algjör rokkari og svo líka algjör dúllurass. Sjálf var ég að vonast til að þurfa að snoða mig fyrir næstu mynd. Það hefði verið geðveikt,“ segir María sem lofar því að vera áfram hún sjálf. „Algjörlega. Vinur minn sagði ein- mitt við mig um daginn að ég þyrfti bara að halda áfram að vera ég sjálf. Kannski verður mér tekið illa fyrstu tvö árin en þegar ég er alltaf að tönnl- ast á sömu hlutunum hlýtur fólk að sjá að ég meina það sem ég segi,“ segir María Birta Bjarnadóttir. n „Maður veit ekki hvað gerist á morgun þannig að ég geri bara allt í dag. Enginn tími fyrir ástina María hefur ekki tíma fyrir elsk- huga núna en það má skoða það um jólin. Vill krefjandi verkefni María vill ekki leika eitthvað sem er of auðvelt fyrir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.