Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 29
Dómstóll götunnar Systkinahópurinn er alveg í skýjunum Ég var bara með þrjá varamenn í dag Söngkonan Erna Hrund er nýbökuð móðir. – DV Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, var stoltur af 6. sætinu. – Vísir Súkkulaðidrengurinn „Já.“ Anna Hlöðversdóttir 64 ára hjúkrunarfræðingur „Já, þau eru orðin frekar stór hér á landi.“ Sveinn Rúnar Einarsson 26 ára barþjónn „Nei, ég get ekki sagt það.“ Ásta Þórðardóttir 21 árs starfsmaður í Eymundsson og nemi „Já, frekar.“ Lía Sukvai 23 ára vinnur í búð „Já, ég hef búið í Danmörku og veit alveg hvað þetta er.“ Pétur Magnússon 44 ára sinnir ýmsum sérverkefnum Óttast þú alþjóð- leg glæpasam- tök á Íslandi? Að viðurkenna vanmátt E inhverju sinni var mér tjáð, að það að viðurkenna vanmátt sinn væri líklega einn mesti styrkur sem maður getur feng- ið. Og það var í tengslum við þessa uppgötvun að ég ákvað að frá og með þeirri stundu ætlaði ég að feta þá slóð að láta samferðamenn mína vita af veikleikum mínum, í þeirri von að þeirra styrkur gæti hugsan- lega orðið mér að liði. Svo gerðist það að ég horfði á bíómynd um Gandhi. Hin mikla sál sýndi mér að heimurinn er mörgum sinnum einfaldari en ég hafði gert mér í hugarlund; allt sem ég þarf að aðhafast í lífinu er fólgið í því að berjast gegn misrétti með kærleika að vopni. Nokkru eftir að þessari einföldu hugsun var plantað í huga mér, drakk ég kaffi með manni sem sagði mér eftirfarandi sögu: – Eitt sinn átt- aði ég mig á því að maður verður að hafa plan-B. En það gerðist þann- ig að ég var í miklum vanda; hafði misst vinnuna, bankarnir voru á eftir mér, ég var fráskilinn og ein- hvern veginn svo skelfilega vina- laus í vondri veröld. Ég hafði verið edrú í nokkur ár. En vegna vonsku veraldarinnar sá ég mér þann kost vænstan að detta í það. Ég ætlaði á hádegisbarinn og hella mig blind- fullan. En áður en ég fór úr íbúð minni, hringdi ég til fyrrverandi konu minnar og sagði henni af fyrir- ætlun minni. Þá svaraði hún og sagði: – Æ, vertu nú ekki svona vit- laus. Komdu heldur til mín og njóttu með mér unaðslegra ástarleikja eitt- hvað fram eftir degi. Já, þessi ágæti maður hlýddi kalli náttúrunnar og heimsótti sína fyrr- verandi eiginkonu. Ég hitti hann svo fyrir nokkru og þá tjáði hann mér að nú væri hann búinn að vera edrú í bráðum 30 ár. Og svo bættu hann við: – Já, Kristján minn. Maður verður alltaf að hafa plan-B. Þegar ég, núna nýverið, fylgdist með illu umtali, kynbundnum fordóm- um og dónaskap, sem fór um vefríkið allt, einsog hin versta plága, rifjaðist þessi sérkennilega saga upp og einnig vöknuðu vangavelturnar um hinn við- urkennda vanmátt og baráttuna gegn óréttlætinu. Fólk sem finnur sig knúið til að ráðast að öðru fólki, af þeirri einu ástæðu að viðkomandi hópur er ekki nákvæmlega sömu gerðar og sá sem með illmælgi tjáir sig, hlýtur að þurfa plan-B. Jafnan. Það er það nefnilega skortur á sjálfsöryggi og falinn vanmáttur sem fær fólk til að opinbera kynbundna sleggjudóma. Og ef fyrirlitning nær fram að ganga þá skín hún fyrst og fremst í gegnum brotna sjálfsmynd. Óttinn við álit verður að árás. Hið illa umtal kemur þannig í stað þess sem stundum er kallað heilbrigð skynsemi. Í illsku margur finnur fró og forðast veginn breiða en verstir allra þykja þó þeir sem konur meiða. H Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna, sér lengra en nef hans nær. Hann er útvörður líf- eyriseigenda við að stjórna sjóðnum og gæta þess að þeir sem halda um stjórnvölinn hafi það gott. Nú er það svo að fólk sem stjórnar lífeyrissjóðum eftir að hafa verið lýð- ræðislega til þess valið býr við mikið vanþakklæti. Framkvæmdastjórar sjóðanna hafa að vísu himinhá laun en peningar eru ekki allt. Þeir sæta gjarnan árásum fólksins sem þeir vinna fyrir. Það er fólkið sem skilur ekki að góðir peningamenn kosta mikla peninga. Og slíkur er skepnu- skapur fólksins í landinu að það for- dæmdi að vesalings lífeyrissjóðsstjór- inn fékk bíl sem kostaði ekki nema rúmar 10 milljónir króna. Hann þarf að geta hreiðrað um sig í hlýjum eðla- vagni þegar naprir vindar fordæming- ar blása um hann. Þetta veit formaður stjórnar lífeyrissjóðsins sem vafði framkvæmdastjórann í bómull til að hlífa honum við hnjaski. En það eru ekki allir Helgar eins. Það er saman að jafna Helga og séra Helga. Helgi í Góu er maður sem hefur ekki hundsvit á lífeyrissjóðum og gæðingum þeirra. Hann telur að peningar lífeyrissjóðanna eigi að fara til þjóðþrifaverka í þágu fólksins sem borgaði. Hann fattar það ekki að við erum að tala um lifibrauð þeirra sem starfa við að safna saman lífeyrinum. Helgi, sem starfar við að framleiða páskaegg, auglýsti í blöðum að óeðli- legt væri að súkkulaðidrengurinn hjá lífeyrissjóðnum æki um á lúxusjeppa sem kassastúlkan í Bónus hefði skaff- að með svita sínum og tárum. Auglýs- ingarnar voru að sjálfsögðu móðgun við allt fátækt fólk sem með stolti legg- ur lífeyri sinn í það að gera súkkulaði- drengjum sínum lífið auðveldara. Helgi Magnússon neyddist til þess að taka bílinn af drengnum sínum eftir að áróðursherferðin hófst. Hann seldi lúxusvagninn en lét síðan hinn Helgann hafa það óþvegið. Hann benti á að Helgi í Góu væri með bram- bolti sínu og ótímabærum yfirlýsing- um að auglýsa páskaeggin sín. Súkk- ulaðikóngurinn hafði að vísu hvergi nefnt framleiðslu sína í auglýsingunni en það liggur í augum að með aug- lýsingaherferð gegn súkkulaðidreng sjóðsins er hann að vekja athygli á eig- in súkkulaði. Þetta er ömurleg fram- ganga Helga sem á eftir að selja heilan haug af páskaeggjum vegna málsins. Og það hvarflaði ekki að honum eitt andartak að hugsa til súkkulaðidrengs lífeyrissjóðsins sem nú þarf að ferðast fótgangandi á brauðfótum sínum eða með almenningsvagni. Spilað í slyddu Þeir létu vetrarveðrið ekki á sig fá þessir hraustu strákar í KR um daginn heldur spiluðu eins og herforingjar þrátt fyrir slyddu og kulda. Mynd: Eyþór ÁrnaSonMyndin Umræða 29Helgarblað 9.–11. mars 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Mest lesið á DV.is Svarthöfði 1 „Það óraði engan fyrir þessu“ Móðir Guðgeirs Guðmundssonar sem stakk framkvæmdastjóra lög- fræðistofu, segir atvikið hafa komið sér á óvart. 2 Náði óvart í barnaklám og má ekki hitta dóttur sína Hlóð niður möppu sem hann taldi innihalda tónlist. 3 Tryggvi Þór selur húsið sitt Hefur átt húsið í Sörlaskjóli frá árinu 1985 en leitar nú að minna húsnæði. 4 Sundur og saman Pippa Middleton og George Percy hafa verið sundur og saman frá því í fyrra. 5 Réttarhaldið lítur út eins og farsi Þorvaldur Gylfason um réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra. 6 Sólarvindur skellur á jörðinni Vindurinn getur valdið fjarskiptatrufl- unum og afar kröftugum norðurljósum. 7 Enn hlegið í landsdómi Markús Sigurbjörnsson, forseti landsdóms, sló á létta strengi í réttarhöldunum yfir Geir. Ég er rosalega þakklátur Magnús Þórisson, eigandi Káts, vildi þakka fólkinu sem hjálpaði sér. – DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.