Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 22
22 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Þ að er mildur dagur og vor í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari ganga inn í port Kaffistofu Samhjálp- ar í Borgartúni. Klukkan er að ganga tvö á föstudegi og það er megn matarlykt í loftinu. Tveir menn standa við innganginn og spjalla saman meðan þeir reykja. Þeir horfa grunsemdaraugum á ljósmyndar- ann sem skartar stórri myndavél um hálsinn. Treysta á heita máltíð Þegar inn er komið blasir við stór salur með borðum og þar sitja karl- menn á miðjum aldri við þau flest en tvær konur leynast þarna inni á milli. Kaffi og bakkelsi er á borði í miðjum salnum og nokkrir ná sér í kaffi. Við enda salarins er eldhúsið þar sem allt er á fullu enda er verið að undir- búa heitan mat dagsins. Í eldhúsinu eru nokkrir karlmenn milli tvítugs og þrítugs sem vinna hörðum höndum að því að undirbúa máltíð dagsins ásamt Rögnu sem sér um Kaffistof- una aðra hverja viku. Í dag er mikil veisla, lambahrygg- ur með brúnni sósu, kartöflum og meðlæti en matseðillinn er mismun- andi eftir dögum. Það má þó alltaf treysta á heita máltíð og það veit fólk- ið sem hingað leitar, fólk sem flest á það sameiginlegt að koma hingað því það hefur ekki efni á mat. „Fólk- ið er að tínast inn,“ segir Ragna og tekur fram að hér sé fólk allan dag- inn. Kaffistofan er opnuð klukkan 10 á morgnana og hér er heitt á könn- unni og bakkelsi allan daginn. Ragna segir marga koma hér yfir daginn, lesa blöðin og til að hafa félagsskap annarrra. „Mikið af fólki sem hingað kemur er útigangsfólk, útlendingar eða ein- stæðingar. Fólk sem einhverra hluta vegna á kannski ekki efni á mat. Þeir sem búa til dæmis í gistiskýlinu hafa ekki neitt annað að leita á daginn þar sem gistiskýlið er opnað seinni part- inn. Þá leitar það hingað oft.“ Í hálfgerðum felum í tvö ár Sjálfboðaliðarnir sem sjá um matinn eru hér af margvíslegum ástæðum. Sumir eru fangar af Vernd, aðrir eru hér að sinna samfélagsþjónustu og sumir einfaldlega af því að þá langar að hjálpa til og gefa af sér. Miðaldra maður sem hér verður kallaður Sig- fús labbar með okkur fram í sal og segir frá því hvernig hann álpaðist inn í sjálfboðaliðastarfið hér. „Ég kom hérna fyrir jólin til þess að fá mér að borða af því ég var í neyð,“ segir hann. „Ég byrjaði svo að hjálpa til þegar það kom óvænt sendibíll hérna með fullan farm af mat. Þá hafði sendibíll farið út af veginum úti á landi og tryggingar- félagið borgaði farminn og ákvað að gefa Samhjálp matinn. Það tók heillangan tíma að koma þessu fyr- ir og úr varð að ég er enn hér sem sjálfboðaliði,“ segir Sigfús. Hann segist kunna því vel að vera hér en líf hans hefur breyst mikið síðustu tvö ár. Hann var farsæll í sínu starfi, en hann vill þó ekki gefa upp hvað hann gerði, segir að það geti komið upp um hann. „Ég er búinn að vera í hálfgerðum felum í tvö ár,“ segir hann. Hann er snyrtilegur, vel klædd- ur og fötin virka dýr. Hann átti einu sinni nóg af peningum og lifði ljúfa lífinu með eiginkonu og börnum. Á toppi góðærisins slitnaði upp úr hjónabandi hans og eiginkonunn- ar fyrrverandi. Þau skildu og hann borgaði henni út sinn hlut í húsinu þeirra. Síðan hækkuðu húsnæðis- lánin upp úr öllu valdi eftir hrun og hann hætti að geta borgað og lifði á yfirdrætti. Úr varð að hann missti allt og bíður núna úrlausnar sinna mála. Hann býr á meðan í litlu herbergi ná- lægt miðbænum og veit ekki hvert líf hans stefnir. „Ef kerfið hefði verið sanngjarnt þá væri ekki svona fyrir mér kom- ið,“ segir hann en þó að greina megi smá biturleika virðist hann þó ekki vera reiður. „Það gefur mér mikið að hjálpa til hérna,“ segir hann. Les blöðin og borðar Á meðan Sigfús segir okkur frá starf- inu í Samhjálp tínist fólk inn. Það er orðið fjölmennt í salnum og röð hef- ur myndast við eldhúsið. Klukkan er orðin þrjú og byrjað er að bjóða upp á matinn. Við löbbum á milli borða og gef- um okkur á tal við ljóshærða konu á miðjum aldri. Hún er vel greidd, í ljósum vorlegum fötum. „Enga ís- lenska,“ segir hún brosandi og örlít- ið feimin og heldur áfram að borða. Hún er af erlendu bergi brotin eins og margir þeirra sem hingað koma. Við næsta borð situr maður sem við köllum Gústa en það er ekki hans rétta nafn þar sem hann vill ekki láta þess getið. Hingað hefur hann kom- ið daglega í átta ár. Fólk hámar í sig lambahrygginn og horfir tortryggið en í senn forvitið í átt að okkur. Gústi er stórgerður með mikið sítt dökkt hár og lokka í andlitinu. Hann minnir á indjánahöfðingja. „Ég kem aðallega til að lesa blöðin og fá mér að borða,“ segir Gústi og stingur upp í sig bita af lambakjöti. Hér þekkja hann flest- ir og hann segist kannast við marga í salnum. „Allavega þá sem koma reglulega,“ segir hann og bendir á nokkra sem hann veiti deili á. Segir konur verða fyrir áreiti Gústi segist koma hér vegna þess að hann nái ekki endum saman. Hann býr í eigin íbúð, er öryrki og segist ekki hafa efni á mat. „Ég borga af lán- unum og þá hef ég ekki efni á mat og fötum eða neinu öðru, þess vegna kem ég hingað að borða.“ Hann segir margt hafa breyst síðan hann byrjaði að koma hingað. „Þá var Kaffistofan á Hverfisgötunni og mikið færri sem komu. Nú eru svona 90 prósent af þeim sem koma Pólverjar og Litháar. Þeir hafa það örugglega verra heima hjá sér en hér,“ segir hann og tekur fram að þeir haldi sig mikið út af fyrir sig. „Þeir eru ekkert mikið að spjalla, skilja kannski ekki mikla íslensku en þeim hefur fjölgað mikið.“ Þegar blaðamaður furðar sig á litlum hlut kvenna segir Gústi vera einfalt svar við því. „Þær verða fyrir miklu áreiti hérna, Pólverjarnir sækja mikið í þær. Þær sem koma eru flestar fullar eða undir áhrifum fíkniefna,“ segir hann viss í sinni sök en tekið skal fram að flestar þeirra fáu kvenna sem blaða- maður talaði við virtust ekki vera undir áhrifum neinna vímuefna. Annar karlmaður kemur að borð- inu. Gústi heilsar honum og býður honum að setjast. Hann er snyrtileg- ur og vel greiddur, vinnur sem leigu- bílstjóri. „Ég hef ekki komið núna í tvo, þrjá mánuði. Ég hef stundum komið þegar það hefur ekki staðið vel á hjá mér,“ segir hann en tekur fram að stundum komi hann þegar stendur ágætlega á hjá honum en þá borgi hann fyrir matinn. „Það er líka félagsskapurinn og svo set ég bara smá í baukinn þarna,“ segir hann og bendir í átt að eldhúsinu. Þar er söfn- unarbaukur þar sem fólki er frjálst að setja framlög í, hafi það efni á og það gera margir. Aldrei skammast sín fyrir að koma Við færum okkur yfir á næsta borð. Þar situr Bergsveinn Ólafsson ásamt félaga sínum. Á móti þeim sitja tvær miðaldra ljóshærðar konur. Þær eru frá Litháen og Bergsveinn seg- Á Kaffistofu Samhjálpar fá daglega hátt upp í 100 manns heitan mat, kaffi og bakkelsi. Fólk sem ein- hverra hluta vegna hefur ekki efni á mat getur komið þangað og fengið að borða. DV kíkti í heimsókn einn eftirmiðdaginn og kynntist fólkinu sem kemur á Kaffistofu Samhjálpar sem og þeim sem þar starfa. Víðtæk starfsemi Samhjálpar n Árið 2013 fagnar Samhjálp 40 ára afmæli. Í tilefni þess standa samtökin í söfnunarátaki og má sjá sölumenn þeirra víða um bæinn þar sem þeir selja merki til styrktar starfinu. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra sem hafa einhverra hluta vegna orðið halloka í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því að stuðla að velferð og sjálfs- björg þeirra. Samtökin starfa mikið með fólki sem stendur á jaðri samfélagsins, hópi sem oft á tíðum er fyrir utan samfélagsumræðuna. Starfsemin er víðtæk því ásamt því að reka Kaffistofuna rekur Samhjálp Gistiskýlið í Þingholtsstræti, áfangahúsin Brú og Spor, göngudeild, félagsheimili og um þrjátíu manns eru í meðferð á vegum samtakanna í Hlaðgerðarkoti, svo eitthvað sé nefnt. Kaffistofa Samhjálpar er staðsett að Borgartúni 1. Kaffistofan er opin alla daga ársins. Virka daga er opið frá 10–16 og um helgar frá 11–16. Um 40 þúsund einstaklingar leituðu á Kaffistofuna í fyrra. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Úttekt Fólkið sem á ekki fyrir mat „Ég sagðist frekar myndu éta úr rusla- tunnunum og gerði það. Atvinnulaus Bergsveinn hefur komið á Kaffistofuna síðan hann varð atvinnulaus fyrir ári. Gústi Gústi segist ekki ná endum saman og þess vegna kemur hann í Samhjálp að borða. Einar Marteinn Hann segir mat hafa hækkað og kemur þess vegna daglega á Kaffistofuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.