Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 9.–11. mars 2012 Helgarblað H ildur Lilliendahl situr með hvítvínsglas á Íslenska barnum í Pósthússtræti þegar blaðamaður kem- ur inn á staðinn. Hún hef- ur undanfarna daga náð að hrista vel upp í kynjaumræðunni í land- inu. Hildur birti á Facebook-síðu sinni myndaalbúm sem hún kallar Karlar sem hata konur. Þar var að finna nafngreinda einstaklinga sem höfðu skrifað á internetið ummæli sem Hildur taldi niðrandi fyrir kon- ur. Margir eru ósáttir við albúmið og henni hafa borist hótanir í kjölfarið. „Það voru tveir voða flottir strákar sem sögðu mér að ég skyldi sko fá að sjá eftir þessu, þeir myndu ábyrgj- ast það. Annar sendi mér tölvupóst en hinn skrifaði þetta í kommenta- kerfi DV.is. Voða brattir. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af þessu og er ekk- ert hrædd,“ segir Hildur og viður- kennir að hún sé óhrædd við að ögra, þjóni það einhverjum tilgangi. Fatta ekki að konur eru undirokaðar Tilgangur hennar er að vekja athygli á því misrétti og kúgun sem hún segir konur verða fyrir. Margir þeirra sem voru í albúminu voru ósáttir við að vera titlaðir kvenhatarar. „Ég gerði ekkert annað en að taka þessi ummæli saman.“ Af hverju þessi mikla reiði þá? „Það er svo furðu- legt, þessi rosalega mikla heift,“ seg- ir Hildur hugsi. „Mér datt fyrst í hug að kannski væri það bara eitthvað við mig sem stuðar fólk. Það er eitt- hvað sem ég ætla ekkert að útiloka,“ segir hún. Hildur er með stutt, ljóst hár, örlít- ið síðara öðrum megin og rakað hin- um megin. Hún er með lokk í vör- inni og töffaraleg í klæðaburði. Hvort útlit hennar hafi skipt máli veit hún ekki fyrir víst en hún var tiltölulega óþekkt áður en byrjað var að tala um myndaalbúmið þannig að hún telur líklegt að ástæðurnar séu aðrar og rótgrónari. „Ég held að sumir karlar séu mikið til hræddir við að vera út- hrópaðir fyrir karlrembu vegna þess að þeir skilja ekki vandamálið. Þeir vita ekki hvað það er sem þess- ir karlar gerðu til að verðskulda sess í albúminu. Einfaldlega vegna þess að þá vantar meðvitund. Þeir fatta ekki að konur eru undirokað- ar. Kannski bara trúa því ekki. Allir jafnir fyrir lögunum og svona. Svo held ég líka að einhver hópur karla sé hræddur við að missa völd sín. Finnist valdastöðunni vera ógnað,“ segir hún alvarleg. Með femínisma á heilanum Hildur hefur lengi haft áhuga á jafn- rétti kynjanna og femínisma. „Ég er alin upp við femínisma enda á ég mjög femíníska foreldra sem kenndu mér þegar ég var lítið barn að það væri eðlilegasta mál í heimi að fá tár í augun þegar maður hlustaði á Áfram stelpur. Það situr í mér. Svo þegar ég var komin yfir tvítugt fór vinkona mín í kynjafræði. Ég las stundum yfir fyrir hana verkefni og við sátum oft á kvöldin og spjölluðum um það sem hún hafði verið að læra og ég fékk bakteríuna. Síðan þá hef eiginlega verið með femínisma á heilanum, frá því ég var kannski 22 ára.“ Sjálf skellti hún sér í kynjafræði í kjölfarið. „Þar gleypti ég í mig helling af bæði kenningum og fræðum og svona einhvern veginn meðvitund bara. Lærði að „spotta“ alla hlutina sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut. Misréttið sem dynur á manni daginn út og inn og maður pæl- ir kannski ekki í. Ég lærði í gegnum kynjafræðina að vera meðvituð um þetta. Það finnst mér dýrmætt því að þetta er eitthvað sem fær að grassera ef enginn tekur eftir því.“ Mætti leiðinlegum viðhorfum Hildur er alin upp í Breiðholtinu en gekk í Langholtsskóla þar sem móð- ir hennar vann á Kleppi. Hún átti þó vini í báðum hverfum og segir það hafa verið mikinn kost. „Á þessum tíma fengu starfsmenn ríkisspít- ala pláss í leikskólum nærri vinnu- staðnum fyrir börnin. Ég fylgdi svo krökkunum sem ég var með á leik- skóla upp í grunnskóla.“ Eftir grunn- skólann lá leiðin í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég eignaðist barn í miðjum menntaskóla, kláraði stúdentinn á sex árum.“ Það barn er sonurinn Sæv- ar sem verður 12 ára í sumar. Hildur varð ung móðir og segir það almennt ekki hafa verið erfitt en stundum hafi hún mætt neikvæðum viðhorfum þeirra sem eldri voru. „Mér fannst ég mæta svolítið leiðinlegum við- horfum stundum. Þegar ég var úti með barnið komu gamlar konur og spurðu mig hvort honum væri ekki kalt og hvort ég ætti ekki að klæða hann öðruvísi, annaðhvort betur eða verr. Maður varð svolítið var við það að fólk hafði tilhneigingu til þess að grípa fram fyrir hendurnar á manni. En það vandist og þetta gerði sig allt mjög vel,“ segir hún brosandi. Barnlaus aðra hverja viku Hildur og barnsfaðir hennar voru saman í nokkur ár eftir að Sævar fæddist en þau áttu ekki saman þrátt fyrir góðan vilja til þess að halda sambandinu gangandi. „Við hættum saman þegar Sævar var tveggja ára, tókum svo saman aftur sem svona lokatilraun en það gekk ekki,“ segir hún hlæjandi. Henni semur vel við barnsföður sinn og þau deila sameig- inlegu forræði. Í dag er hún gift Páli Hilmarssyni sem vinnur hjá Reykjavík Grapevine. „Hann á soninn Hrapp sem er að verða fjögurra ára. Strákarnir eru hjá okkur aðra hvora viku þannig að eina vikuna erum við með tvö börn og þá næstu erum við barnlaus. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Sævar á frábæran pabba sem á frábæra kær- ustu og Hrappur á yndislega mömmu. Okkur semur öllum mjög vel og þetta hefur allt gengið mjög snyrtilega.“ Giftu sig eftir þrjá mánuði Páll og Hildur voru einungis búin að vera saman í þrjá mánuði þegar þau giftu sig. „Við vissum fljótlega eftir að við kynntumst að við myndum alltaf vera saman. Hann fór til Sví- þjóðar í nám rétt eftir að við byrj- uðum að skjóta okkur saman. Hann átti að vera í tvö ár en endaði á að koma heim eftir eina önn. Rétt áður en hann kom heim stakk hann upp á að við giftum okkur svo ég gæti notað skattkortið hans meðan hann væri í skóla. Mér fannst það frábær hugmynd og við pöntuðum tíma hjá sýslumanni og giftum okkur svo 31. desember 2009.“ Þau héldu giftingunni leyndri fyrst á eftir. „Við buðum svo í partí í júlí og skrifuðum í boðskortin að við hefðum gift okkur í desember,“ segir hún brosandi. „Þau einu sem vissu af þessu til að byrja með voru bestu vin- ir okkar sem voru vottar og svo varð ég að segja mömmu frá þessu þegar hún ætlaði að fara að breyta líftrygg- ingunni minni,“ segir hún hlæjandi. Ummæli Þráins ófyrirgefanleg En aftur að albúminu Karlar sem hata konur. Mikil umræða spratt um hvort öll ummælin ættu heima í al- búminu. Hildur telur svo vera. „Mér finnst þau öll vera mjög lýsandi fyr- ir viðhorfið sem ég vil uppræta. Því hefur til dæmis verið mótmælt af all- mikilli hörku að Jakob Bjarnar sé í al- búminu,“ segir hún og á við blaða- manninn Jakob Bjarnar Grétarsson. „Mér finnst rétt að taka það fram að við Jakob Bjarnar hittumst um síðustu helgi og spjölluðum saman og það er allt í góðu okkar á milli, hann er ekki reiður yfir að vera í al- búminu. Við erum bara ósammála. Hann sagði eitthvað á þá leið að hann væri búinn að fá upp í kok af öllu þessu helvítis kvennakjaftæði og kynjakvótaþrugli. Mér finnst alvar- legt að hann skuli láta þetta út úr sér,“ segir hún. En fleiri hafa verið nefndir. „Þrá- inn Bertelsson hefur verið nefndur. Hann ýjar að því á myndunum í al- búminu mínu að Guðrún Harðar- dóttir hafi í einhverjum annarlegum tilgangi birt bréfin frá Jóni Baldvini með það í huga að græða á því,“ segir hún og heldur áfram: „Við erum að tala um þrítuga stelpu sem er búin að þegja yfir því alla sína ævi að hafa verið áreitt kyn- ferðislega, ekki bara af manni í fjöl- skyldunni hennar sem hún treysti heldur kanónu í íslenskri pólitík. Al- veg ofboðslega valdamiklum manni. Hún reynir að ræða þetta innan fjöl- skyldunnar, hún fær aldrei þessa við- urkenningu sem henni finnst hún eiga heimtingu á. Hún bíður þar til hún er orðin nógu þroskuð til að takast á við þetta og þá segir hún frá þessu opinberlega. Og að voga sér sem þingmaður, kjörinn fulltrúi og þingmaður fyrir flokk sem kennir sig við kvenfrelsi að gera svona ofboðslega lítið úr henni finnst mér vera ófyrirgefanlegt, með öllu.“ Út í hött Haft hefur verið samband við hana úr ýmsum áttum, fólk sem vill láta fjarlægja sig úr albúminu. „Annað dæmi er maður í albúminu sem segir að Egill Einarsson hafi verið tekinn af lífi í fjölmiðlum án dóms og laga og aðförin að honum sé hræðileg. Hann sagði líka að femínistar vildu snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmál- um. Ég hef ekki hitt þá manneskju sem vill snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum. Það væri aðför að mannréttindum, sú hugmynd er gjörsamlega út í hött. Sá maður bað mig að fjarlægja ummælin úr albúm- inu. Ég bauð honum að biðjast afsök- unar á því að hafa haldið þessu fram eða sýna mér heimildir fyrir þessu og hann sagðist ekki ætla að eltast við mig. Svo ég leyfði honum að vera áfram í albúminu,“ segir hún. Annað skipti sem myndin er dregin fram Fleiri hafa blandað sér í umræðuna. Mun fleiri en hún hafði búist við. Meðal annars birti Jón H. Hallgríms- son, betur þekktur sem Jón stóri, sex ára gamla mynd af Hildi á Facebo- ok-síðu sinni. Á myndinni er Hild- ur með glóðarauga á báðum aug- um. Jón ýjaði að því að þetta væri Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Hildi Lilliendahl hafa borist hótanir og hún hefur verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum eftir að hún birti á Facebook-síðu sinni umdeilt myndaalbúm sem hún kallar Karlar sem hata konur. Hildur áttar sig illa á fárinu sem albúmið orsakaði en segist ætla að standa af sér storminn, málstaðarins vegna. Hún segir Jón stóra og Svein Andra hafa óafvitandi styrkt málstað hennar og er ánægð með að hafa hrist upp í hlutunum þó hún kunni illa við athygli sjálf. „Og að voga sér sem þingmaður, kjörinn fulltrúi og þing- maður fyrir flokk sem kennir sig við kvenfrelsi að gera svona ofboðs- lega lítið úr henni finnst mér vera ófyrirgefanlegt, með öllu. Með femínisma á heilanum Óhrædd Hildur er óhrædd við að ögra, þjóni það mál- staðnum. Hún segir athyglina eftir Kastljósviðtalið hafa verið óþægilega til að byrja með. Heilluð af femínisma Hildur segist hafa fengið femínískt uppeldi en heillast af femín- isma af alvöru þegar hún kynntist kynjafræði í gegnum nám vinkonu sinnar. Myndir EyÞÓr ÁrnAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.