Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 14
Norðurland 69 þúsund Akureyri 102 þúsund Austurland 83 þúsund Suðurland 92 þúsund Suðurnes 89 þúsund Vesturland 89 þúsund Vestfirðir 82 þúsund Leiguverð 90 fermetra íbúðar S á sem segir upp leigusamn­ ingi þriggja herbergja íbúð­ ar vestan Kringlumýrar­ brautar í Reykjavík og flytur norður í land getur vænst þess að leigan lækki um meira en helming, eða heil 55 prósent. Þetta miðast við meðal fermetra­ verð þinglýstra húsaleigusamninga síðustu þriggja mánaða en Þjóðskrá Íslands hefur nýverið hafist handa við að taka saman og birta þessar upplýsingar. Úr íbúð í stórt einbýlishús Sá sem flytur af svæði þar sem íbúðaverð er dýrast til Norðurlands þar sem íbúðir eru ódýrastar, getur sparað sér tugi þúsunda á mánuði. Leiga níutíu fermetra þriggja her­ bergja íbúðar vestan Kringlumýrar­ bautar í Reykjavík og á Seltjarnar­ nesi er að jafnaði um 153 þúsund krónur á mánuði. Leiga fyrir sam­ bærilega íbúð á Norðurlandi, ef Ak­ ureyri er frátalin, er 68 þúsund krón­ ur á mánuði. Ef tilgangurinn er að stækka við sig er það leikur einn. Umræddur einstaklingur, sem segir upp leigu­ samningnum í Reykjavík, gæti hæg­ lega tekið á leigu fimm herbergja 200 fermetra einbýlishús á Norður­ landi en samt sparað sér 32 þúsund krónur á mánuði, eða nærri 400 þús­ und krónur á ári. Fyrir þann pening gæti hann leikandi farið með alla fjölskylduna til sólarlanda á hverju einasta ári. Mikill munur innan höfuðborgarsvæðisins Eins og sjá má á meðfylgjandi korti er munur á leiguverði nokkuð mikill innan höfuðborgarsvæðisins. Dýrast er að búa í Reykjavík, vestan Kringlu­ mýrarbrautar, og á Seltjarnarnesi eins og áður sagði. Þar á eftir er dýr­ ast að búa í Reykjavík á milli Kringlu­ mýrarbrautar og Reykjanesbrautar en þar kostar um 140 þúsund krónur á mánuði að leigja 90 fermetra íbúð. Í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og Úlfarsárdal er meðalverðið 130 þúsund krónur en þar á eftir koma Kópavogur, Breið­ holt, Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes. Þá Kjalarnes og Mosfells­ bær. Ódýrt fyrir austan og á Vestfjörðum Þegar horft er út fyrir höfuðborgar­ svæðið má segja að leiguverðið hækki eftir því sem lengra dregur frá Reykjavík. Á eftir Norðurlandi (utan Akureyrar) er verðið lægst á Vest­ fjörðum og Austurlandi, en mið­ að við meðalverð á fermetra þriggja herbergja íbúða kostar rúmlega 80 þúsund krónur á þessum landsvæð­ um að leigja 90 fermetra. Á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi er verðið um 90 þúsund krónur. Minni akstur Þeir sem glíma við fjárhagserfið­ leika, eða vilja stækka við sig án þess að auka útgjöldin ættu að horfa til landsbyggðarinnar. Þó að matvöru­ verð og flutningsgjöld séu víða hærri úti á landi má í einhverjum tilvik­ um spara stórfé á bensínkostnaði. Í smærri byggðum eru vegalengd­ ir stuttar og víða má ganga til vinnu og skóla án nokkurra vandkvæða. Árskostnaður venjulegrar fjölskyldu vegna eldsneytis er að sögn FÍB 494 þúsund krónur. Því er mikið svigrúm til þess að spara þar. Þó skal hafa í huga að í þeim tilvikum sem fólk býr í dreifbýli og þarf að sækja þjón­ ustu eða vinnu um langan veg, getur dæmið snúist við. Þá geta eldsneyt­ isútgjöld verið ærin. Vantar börn á leikskóla Eins og sést á töflunni um atvinnu­ leysi hér til hliðar var atvinnuleysi í janúar minnst á Norðurlandi vestra, einungis 2,8 prósent. Almennt má segja að atvinnuleysið sé minna úti á landsbyggðinni en á Suðvesturlandi. Það er því ekki ástæða til að ætla að erfitt sé að fá vinnu úti á landi, þar sem leiguverð er lægra. Hins vegar er ekki víst að allir finni þá vinnu sem þá helst dreymir um. Atvinnufram­ boð er víðast fábreyttara en á Suð­ vesturhorninu. Þó má finna nýleg dæmi þess að starfskrafta beinlínis vanti í fjöl­ breytt störf á landsbyggðinni. Þann­ ig greindi Rannveig Halldórsdóttir, hárskeri á Kópaskeri, frá því í að­ sendri grein í Morgunblaðinu að ýmsar stöður í þorpinu væru laus­ ar. Þannig vantaði bifvélaverkja, kaupanda eða meðeiganda að bif­ reiða­ og vélaverkstæði, hjúkrunar­ fræðing, snyrtisérfræðing og hand­ menntakennara, svo eitthvað væri nefnt. „Síðast en ekki síst vantar á svæðið börn bæði í leikskóla og í grunnskóla ásamt foreldrum og duglegt fólk á öllum aldri sem vill taka þátt í samfélaginu,“ skrifaði Rannveig. Það er því ljóst að á landsbyggð­ inni er húsnæði miklu ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu og atvinnu­ möguleikar ekki alls staðar af skorn­ um skammti. Fluttu norður og sparaðu stórfé „Eins og sést á töfl- unni um atvinnu- leysi hér til hliðar var at- vinnuleysi í janúar minnst á Norðurlandi vestra, einungis 2,8 prósent. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Meira en helmingi ódýrara er að leigja á Norðurlandi en í Reykjavík Atvinnulausir í janúar 2012 n Höfuðborgarsvæðið 7,8% n Suðurnes 12,5% n Vesturland 4,0% n Vestfirðir 3,8% n Norðurland vestra 2,8% n Norðurland eystra 5,6% n Austurland 4,4% n Suðurland 5,6% Höfuðborgarsvæðið Kjalarnes og Mosfellsbær 116 þúsund Garðabær, Hafnarfjörður og Álftanes 123 þúsund Breiðholt 126 þúsund Kópavogur 128 þúsund Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norð- lingaholt og Úlfarsárdalur 130 þúsund Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 140 þúsund Reykjavík, vestan Kringlumýrar- brautar, og Seltjarnarnes 153 þúsund 14 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Ekki ný stefna hjá Nóa Síríus: Málshátturinn var á ensku „Í mörg ár hef ég keypt, vikurnar fyrir páska, lítil páskaegg í pakka frá Nóa Síríus og gefið móður minni sem nú er á áttugasta og sjöunda aldursári. Fyrir utan það hve hrifin hún er af eggjunum þá hefur mesta spennan verið að lesa málsháttinn. Í ár brá svo við að móðir mín gat ekki lesið málshátt­ inn þar sem hann var á ensku og ég varð að þýða hann fyrir hana,“ segir maður sem veltir fyrir sér hvort um nýja stefnu hjá Nóa Sírí­ us sé að ræða. Hann segir móður sína hafa safnað málsháttunum í mörg ár og því hafi þetta verið viss von­ brigði fyrir hana. Málshátturinn sem konan fékk var svohljóðandi: „There is no sense so uncommon as common sense.“ Þau svör fengust hjá Nóa Sírí­ us að fyrirtækið væri ekki búið að taka upp nýja alþjóðlegri stefnu í málsháttagerð sinni heldur væri um mistök að ræða. Fyrirtækið hefur undanfarið selt páskaegg erlendis og þá aðallega á Norður­ löndum og í þau egg hafi verið settir málshættir á ensku. Nokkrir kassar af þeim eggjum hafi fyrir mistök farið á markað hér en þeir ættu að vera komnir úr umferð. Ábendingar hafi borist til þeirra um þetta og viðskiptavinir sem hafi fengið enska málshætti hafi fengið það bætt. Nói Siríus vill fullvissa konuna sem fékk enska málsháttinn um að ekki sé um nýja stefnu að ræða og að í framtíðinni verði máls­ hættirnir á íslensku. gunnhildur@dv.is Kynlegar tölur: Fleiri listaverk eftir karla Mannréttindaskrifstofa og Mann­ réttindaráð Reykjavíkurborgar gáfu út bækling á fimmtudag, Kynlegar tölur, í tilefni þess að á fimmtudag var Alþjóðlegur bar­ áttudagur kvenna. Bæklingurinn hefur að geyma tölfræðilegar upp­ lýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í borg­ inni. Margt athyglisvert er að finna í bæklingnum. Til dæmis kemur fram að 18,7 prósent útilista­ verka í Reykjavík eru eftir kon­ ur en 78,9 prósent þeirra eru eftir karla. Óþekktir höfundar eru 2,4 prósent. Einungis 2 prósent þeirra sýna nafngreindar konur en 18,7 prósent þeirra nafngreinda karl­ menn. Kynjahlutföll aðalmanna í nefndum og ráðum borgarinnar eru mjög jöfn, 48 prósent þeirra eru konur og 52 prósent karl­ ar. Handhafar Menningarkorts­ ins, sem veitir aðgang að söfnum Reykjavíkurborgar, eru 71 prósent konur og 29 prósent karlar. Til­ nefninguna íþróttamaður ársins hafa konur hlotið í 7 prósentum tilvika en karlar í 93 prósentum til­ vika. Í þeim hópi sem hefur rétt til að kjósa biskup eru 40,2 prósent konur en 59,8 prósent karlar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.