Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 48
48 9.–11. mars 2012 Helgarblað Sakamál 21aftaka var framkvæmd í Flórída í stjórnartíð Jebs Bush ríkisstjóra. Ráðamenn í Flórída voru ekki reiðubúnir til að hvíla „Neista gamla“, rafmagnsstólinn, þrátt fyrir að þrjár illa lukkaðar aftökur hefðu verið framkvæmdar á síðasta áratug 20. aldar. Þeir sáu þó að sér í kjölfar aftöku Allens Lee Davis árið 1999 og tóku upp banvæna sprautu. Eftir sem áður er dauðadæmdum heimilt að velja á milli sprautunnar og stólsins. Enginn hefur þó kosið stólinn síðan Davis var tekinn af lífi.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxx A ngel Nieves Diaz var gefið að sök að hafa tekið þátt í vopnuðu ráni sem framið var á Velvet Swing Lounge í Flórída í des­ ember 1979 og að hafa skot­ ið eigandann, Joseph Nagy, til bana. Angel, sem var sak­ felldur og dæmdur til dauða árið 1986, dró aldrei dul á að hafa tekið þátt í ráninu en þvertók alla tíð fyrir að hafa skotið eigandann til bana. Ránið framdi Angel í félagi við tvo félaga sína, Angel Toro og annan ónafngreindan. Þar sem ákæruvaldið gat ekki tengt Angel Diaz við morðið með framburði sjón­ arvotta eða áþreifanlegum sönnunargögnum greip það til þess ráðs að byggja mál­ sóknina á framburði tveggja manneskja sem báru að An­ gel Diaz hefði trúað þeim fyrir því að hann hefði myrt eigandann. Umræddar tvær manneskjur voru kærasta Angels Diaz og klefanautur hans, Ralph Gajus. Ósennilegur vitnisburður Mannréttindafrömuðir báru frá upphafi brigður á fram­ burð Gajusar sem fullyrti að hann hefði heyrt nákvæma játningu af vörum Angels Diaz – játningu sem innihélt fjölda smáatriða. Nú vildi svo undarlega til að Gajus kunni ekki orð í spænsku og Angel Diaz var vart talandi á enska tungu og því erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig þeir hefðu skilið hvor annan. Reyndar lagði lögfræð­ ingur síðar fram fyrirspurn um hvort hæstiréttur væri reiðubúinn til að taka til greina eiðsvarna yfirlýsingu sem Gajus sendi frá sér síð­ ar þess eðlis að hann hefði logið til um játningu Angels Diaz; hann hefði verið hon­ um reiður fyrir að útiloka hann frá flóttatilraun og lög­ reglan hefði heitið Gajusi að vera honum innan handar í máli hans. Þrátt fyrir yfirlýsingu Gaj­ usar og þá staðreynd að málatilbúnaður ákæruvalds­ ins byggði nánast eingöngu á framburði hans og kærustu Angels neitaði dómari að úr­ skurða að réttað yrði aftur í málinu. Síðasta áfrýjun og aftaka Síðasta áfrýjun Angels Diaz var tekin fyrir 2006 og fór hann bónleiður til búðar. Þegar nær dró aftöku hans vakti mál­ ið athygli almennings og 28. nóvember 2006 fór landstjóri Púertó Ríkó, Aníbal Acevedo­ Vilá, þess á leit við Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída, og bróðir George W. Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að Angel yrði sýnd miskunn. Jeb Bush hafnaði beiðninni. Þrettánda desember 2006 rann upp síðasti dagur Ang­ els Nieves Diaz. Angel hafði engar séróskir hvað varðaði síðustu máltíðina og lét sér nægja sama rétt og aðrir fang­ ar fengu; kalkún með takó­ sósu, rifnum osti, hrísgrjón­ um og baunum í tortillaskel. Angel fannst ýmislegt mik­ ilvægara en hver síðasta mál­ tíðin yrði. Lokaorð hans voru: „Flórídaríki er að myrða sak­ lausa manneskju. Flórída­ ríki er að fremja glæp, því ég er saklaus. Dauðarefsing er ekki eingöngu hefndarað­ gerð heldur einnig blauð­ legur verknaður framinn af mönnum. Mér þykir miður hvað er að koma fyrir mig og fjölskyldu mína sem þarf að ganga í gegnum þetta.“ Aftökunni klúðrað Ekki gekk allt sem skyldi þeg­ ar taka átti Angel af lífi með banvænni sprautu og í miðju kafi þurfti að gefa honum við­ bótarskammt af banvænu lyfi. Aftaka með banvænni sprautu ku yfirleitt vera yfirstaðin fimmtán mínútum eftir að hún hefst og sá dauðadæmdi alla jafna meðvitundarlaus um þremur til fimm mínútum eftir að hún hefst. Sú var ekki raunin hjá An­ gel því aftakan tók um það bil klukkustund og var Angel með meðvitund í hátt í hálf­ tíma. Talsmaður fangelsis­ málastjórnar Flórída fullyrti að Angel hefði ekki fundið fyr­ ir sársauka en læknir vísaði þeirri fullyrðingu til heima­ húsanna. Talið er að ein nál­ anna hafi gengið í gegnum æð í handlegg Angels og efnið sprautast inn í vef í stað þess að fara út í blóðrásina. Sjónar­ vottar fullyrtu að Angel Diaz hefði hreyft sig og reynt að tjá sig meira en tuttugu mínútum eftir að aftakan hófst. Einn læknir tók svo djúpt í árinni að segja: „Svo virðist sem hann hafi verið pyntaður til dauða.“ Í kjölfar gagnrýni á fram­ kvæmd aftökunnar fyrirskip­ aði Jeb Bush að öllum slíkum yrði frestað þangað til annað yrði ákveðið. Annað var ákveðið af nýj­ um ríkisstjóra Flórída, Char­ lie Crist, þegar hann staðfesti dauðadóm yfir Mark Dean Schwab 18. júlí 2007, en það er önnur saga. W illiam og Sheila Mink, í Montgom­ ery­sýslu í Ohio­ ríki í Bandaríkj­ unum, hefðu betur hugsað sig um áður en þau tóku þá ákvörðun að fela lyklana að Isuzu Trooper­bifreið sonar síns, Scott Mink. Þó var það fyrst og fremst velferð son­ arins sem William og Sheila höfðu í huga og ætlunin var að koma í veg fyrir að hann færi út til að kaupa fíkniefni. En margt fer öðruvísi en ætl­ að er og Scott, sem var hvort tveggja fíkill og áfengis­ sjúklingur, tók málin í sínar hendur. Að kvöldi 19. september 2000 tók hann klaufhamar úr verkfæratösku 79 ára föð­ ur síns og fór inn í svefnher­ bergi foreldra sinna þar sem William og Sheila dvöldu í draumalandi. Scott beið ekki boðanna og lamdi þau í höfuðið með klaufhamr­ inum og var atgangurinn svo mikill að hamarskaftið brotnaði. Ekki þótti Scott nóg að gert því þá greip hann til skurðarbrettis og hélt bar­ smíðunum áfram þar til það var nánast að engu orðið. Þá fann hann til hníf og stakk foreldra sína ítrekað og rann ekki æðið af honum fyrr en hann hafði vafið rafmagns­ snúru um háls 72 ára móður sinnar. Næstu dagana fjármagn­ aði hann fíkniefnakaup sín með því að selja Ford Escort föður síns, sjónvarp foreldra sinna, húsgögn og málverk af veggjunum. Á fjórða degi virðist sem eitthvað hafi rof­ að til í huga Scott og hann gaf sig fram við lögregluna og játaði á sig morðin á for­ eldrum sínum. Fyrir dómi árið 2001 ját­ aði Scott sig sekan og fór þess á leit við þrjá dóm­ ara í Montgomery­sýslu að þeir dæmdu hann til dauða. Ljóst er að dómararnir sáu ekki ástæðu til að verða ekki við beiðni Scott. Dómur­ inn var síðan staðfestur í kjölfar sjálfkrafa áfrýjunar í apríl 2004 og 20. júlí sama ár var Scott Mink tekinn af lífi með banvænni sprautu í Lucasville í Ohio, fertugur að aldri. Þá hafði Scott verið á dauðadeild í 1.118 daga sem er næststysti dvalartími dauðadæmds á dauðadeild í Ohio síðan ríkið fór að beita aftökum árið 1999. Var umhugað um son sinn FENGU SLÆMA HUGMYND PYNTAÐUR TIL DAUÐA n Angel N. Diaz var sakfelldur fyrir morð n Tekinn af lífi með banvænni sprautu Angel Diaz Hélt fram sakleysi sínu til hinstu stundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.