Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 30
30 Umræða 9.–11. mars 2012 Helgarblað Steinunn Árnadóttir: Hvað hefðir þú gert í staðinn fyrir að sameina skóla?  Sóley Ég hefði búið til áætlun um breytingar í öllu stjórnkerfinu – en ekki bara á viðkvæmasta sviðinu. Hafist svo handa við sameiningar á hörðu sviðunum fyrst. Sennilega hefði það dugað. Inga Guðmundsdóttir: Sæl Sóley, ég rek vefinn dressupgames.com sem hefur verið vinsæll hjá stelpum. Um daginn sakaði femínisti mig um að stuðla að klámvæðingu og vera subbuleg fyrirmynd. Hvað finnst þér um dúkkulísuleiki?  Sóley Sæl. Ég hef ekki séð þessa síðu, dúkkulísuleikir eru sjálfsagt allt í lagi – en mér finnst mikilvægt að börn fái frjálst val um viðfangsefni og að þau megi leika sér að öðru en hefðbundin kynhlutverk gera ráð fyrir. Sigurður Eggertsson: Hvað finnst þér um aksturslag við t.d. Melaskóla þar sem stöðvunarskylda er virt að vettugi og hvað finnst þér að ætti að gera í þessu?  Sóley Það finnst mér ómögulegt. Mér finnst raunar skrýtið hversu margir foreldrar velja að keyra börnin sín í skólann með tilheyrandi mengun og hættum sem skapast. Sigurður Eggertsson: Hvað finnst þér um aðferðir „Stóru systur“?  Sóley Ég er ánægð með Stóru systur. Finnst hún hugrökk og er þakklát henni fyrir að hafa vakið athygli á því að vændi þrífst í ríkum mæli á Íslandi án þess að mikið sé aðhafst til að vinna gegn því. Drífa Snædal: Hvað finnst þér að setja ætti í forgang í skipulagsmálum borgarinnar?  Sóley Skapandi hugsun. Við þurfum að vera dugleg að sjá ný tækifæri. Það var t.d. ferlega skemmtilegt að vera í stjórn Hafnanna og endur- skipuleggja verbúðirnar sem nú eru orðnar að verslunum. En þétting byggðar og bætt nýting Vatnsmýr- arinnar er líka gríðarlega mikilvægt í umhverfislegu tilliti – fyrir landið allt. Og það þarf að framkvæma gegnum skipulag. Jónas Halldórsson: Hvernig finnst þér Gnarr hafi staðið sig sem borgarstjóri?  Sóley Gnarr hefur margar góðar hugmyndir og vill vel. Ég vildi óska þess að hann framkvæmdi fleiri þeirra og léti meira til sín taka. T.d. að hann stæði með umhverfi og lýðræði í ríkari mæli.En öll hagsmunabarátta helst í hendur – femínistar hafa t.d. lært mjög mikið af umhverfis- verndarsinnum og baráttunni gegn kynþáttafordómum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvað finnst þér um stefnu mannréttindaráðs og trúfrelsi í skólum o.fl.? Var of hart gengið fram?  Sóley Nei, ég er mjög sátt við stefnu mannréttindaráðs í þessum efnum og hef lagt til að sambærilegar reglur verði settar fyrir velferðarsvið, sem reyndar var hafnað. Hannes Hall: Bresk könnun: Karlkyns kennarar bæta hegðun og námsárangur drengja. Miðað við þetta, er þá ekki kominn tími á að setja kynjahlutfall á grunnskólakennara?  Sóley Best væri ef allir vinnu- staðir væru kynjablandaðri því rann- sóknir sýna að það bæti árangur á öllum sviðum. Held að hegðun og námsárangur drengja standi ekki og falli með kyni kennarans, enda eru kennarar menntaðir til að koma til móts við þarfir beggja kynja. Raunar finnst mér þurfa að bæta kynjafræði í menntunina þannig að kennarar verði enn betur í stakk búnir. Elías Ágústsson: Nú hafa borgaryfirvöld hætt að mestu að ryðja hjólreiða- stíga á stofnleiðum einmitt þegar færðin hefur að öllu jöfnu verið verri en undanfarin ár. Sérð þú hvernig þetta gæti batnað?  Sóley Já, það hefði þurft að fjölga snjóruðningstækjum fyrir göngu- og hjólreiðastíga fyrir löngu síðan. Nú- verandi fjöldi stendur engan veginn undir þjónustunni. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvað með flugvöllinn? Á hann að vera eða fara?  Sóley Flugvöllurinn á að fara – kom fram áðan að ég tel það vera risastórt umhverfismál að þétta hér byggð og þar er Vatnsmýrin lykilsvæði. Eva Hauksdóttir: Ertu fylgjandi öfugri sönnunar- byrði í kynferðisbrotamálum?  Sóley Nei, Eva. Reynir Traustason: Hvað finnst þér um fegurðarsam- keppnir kvenna?  Sóley Þær eru að mínu mati tíma- skekkja, Reynir. Staðalmyndir og útlitsdýrkun er ekki það sem gerir þetta samfélag betra. Magnea Matthíasdóttir: Hvernig leggst í þig að fjármagna eigi nýjar virkjanir á Hellisheiði með verkefnisfjármögnun? Er þetta dulin einkavæðing?  Sóley Ég er ekki viss um að hún sé einu sinni dulin. Það er verið að hleypa öðrum en hinu opinbera að virkjunarframkvæmdum OR. Það er grafalvarlegt mál og þvert gegn stefnu borgarinnar fram til þessa. Valgeir Ragnarsson: Hverjar telur þú vera ástæðurnar fyrir því að námsárangur drengja í grunnskólum sé lakari en námsárangur stelpna?  Sóley Mýmargar – fyrst og fremst hefðbundin kynhlutverk og staðal- myndir sem er haldið að kynjunum og eru skaðlegar báðum kynjum. Nói Blomsterberg: Sæl og bless, Sóley. Hver finnst þér að ætti að verða næsti biskup yfir íslensku þjóðkirkjunni og af hverju?  Sóley Blessaður. Ég er ekki í þjóðkirkjunni og finnst hún eiginlega hafa allt of mikið vægi í samfélaginu. Er þó ferlega spennt fyrir Sigríði Guðmarsdóttur, hún er skemmtilega ögrandi og hress. Vigfús Bollason: Nú hefur þér verið legið á hálsi fyrir að elska ekki son þinn. Er það nokkuð rétt?  Sóley Nei, ég elska son minn af öllu hjarta. Og ávirðingar um annað eru til marks um hvað fólk er tilbúið til að leggjast lágt í útúrsnúningum til að ná sér niðri á pólitískum and- stæðingum. Haraldur Pálsson: Stefnir þú á borgarstjór- astólinn eftir næsta kjör- tímabil?  Sóley Nei, Haraldur, ég efast stórlega um að verða í framboði fyrir næsta kjörtímabil. Langar ekki að ílengjast í pólitík. Nói Blomsterberg: Þau ummæli sem höfð voru eftir þér í blaðaviðtali, að þú hefðir verið í áfalli þegar þú komst að því að þú hefðir eignast son, voru þau orð tekin úr samhengi?  Sóley Já, þar var ég að vísa í þá áskorun sem það er að ala upp dreng í samfélaginu og mér fannst hún erfið þar sem ég ólst bara upp með stelpum. Hannes Hall: Þú hefur verið mikill tals- maður fyrir femínista, hefurðu séð einhverja breytingu á baráttunni frá því að þú byrjaðir og til dæmis í dag?  Sóley Já, það þokast aðeins. Ég er samt óþolinmóð að eðlisfari. Eva Hauksdóttir: Nú eiga þolendur kynferðisbrota oft erfitt með að sýna fram á brot. Hvaða breytingar viltu sjá á réttar- kerfinu sem gætu gagnast í slíkum málum?  Sóley Ég held það þurfi að endur- mennta réttarkerfið í heild sinni til að það geti tekið á móti þolendum af virðingu og taki þá alvarlega. Hildur Lilliendahl Viggós- dóttir: Hæ og til hamingju með daginn. Hvað er hægt að bæta í strætómálum og hvernig á að fara að því?  Sóley Blessuð og sæl. Það þarf að forgangsraða meiri fjármunum í strætó. Auka tíðni og þétta kerfið. Morten Lange: Hvernig list þér á að beita markaðnum/skatta sem eru í ætt við mengunarbótar- reglunni í ríkara mæli, í stað þess að banna hluti? Nú er kolefnisskattur. Nagladekkjaskatt eins og í borgum Noregs?  Sóley Ég er hlynnt því, Morten. Mjög hlynnt. Mengunarbótareglan er frábær! Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvernig finnst þér núverandi borgarstjórn vera að standa sig í jafnréttismálum?  Sóley Við getum öll gert betur í jafnréttismálum. Verst finnst mér aðför núverandi meirihluta að leikskólakennurum í Reykjavík, hún er óásættanleg og afar kynjuð. Það hefur samt ýmislegt gott verið gert. Þórður Eiríksson: Sæl, hefurðu einhverja skoðun á lyftingamótum karla, í sambandi við að fegurðarsam- keppnir kvenna eru neikvæðar vegna kynjahlutverka?  Sóley Tja – ekki beint lyftingum, en vaxtarræktarkeppnir finnst mér betri samanburður – og alls ekki af hinu góða, ekki frekar en fegurðar- samkeppnirnar. Árni Sigurðsson: Á að taka kennsluaðferðir til gagngerrar endurskoðunar? Er hægt að nota Khan academy sem fyrirmynd að 21. aldar kennslu?  Sóley Sæll, Árni. Mér finnst Khan academy mjög skemmtileg nálgun. Mikilvægast er að beita fjölbreytt- um aðferðum, börn eru svo ólík og við verðum að laga okkur að þeirra þörfum. Halldór Benediktsson: Myndi það ekki gagnast Reykjavík meira að hafa litla sem enga byggð í Vatnsmýrinni, ef flug- völlurinn fer, vegna t.d. fuglalífs þar?  Sóley Niðurstaða hugmyndasam- keppni um Vatnsmýrina gerir ráð fyrir að friðlandið þar verði áfram og fuglalífið ætti að hafa jafnvel enn betri aðstæður en nú. Hildur Lilliendahl Viggós- dóttir: Sérðu VG fyrir þér í meirihluta með Sjálfstæðis- flokknum í borginni?  Sóley Nei, Hildur, það geri ég ekki. Allt of margt sem skilur á milli hugmyndafræðilega. Ég er samt enn spennt fyrir samstarfi allra flokka og vona að svoleiðis fyrirkomulag verði að veruleika einn daginn. Sigurður Eggertsson: Er OR stjórnlaus – geta þeir bara selt hvað sem er án þess að borgarstjórn viti af því – er hugsanlegt að farið verði í málaferli út af óheimilum sölum?  Sóley Tja – það er allavega eitthvað sem vert er að skoða í ljósi nýjustu tíðinda. Ég hef ítrekað sagt að það sé andlýðræðislegt og vont fyrir almenning að hafa „faglega rekstrarmenn“ í stjórn en ekki kjörna fulltrúa almennings. Það eru þeir sem eiga að gæta heildarhagsmuna og verða að axla þá ábyrgð. Hallur Guðmundsson: Hvert er viðhorf þitt til kynjakvóta á þeim forsendum að vel starfandi manni í stjórn félags er ýtt út í nafni kynjakvóta? Á ekki frekar að meta hæfni frekar en hvers kyns maður er?  Sóley Ég er sannfærð um að það séu til jafnmargar hæfar konur og karlar til að sitja í stjórnum félaga. Kynjakvótar fá stjórnendur til að hugsa út fyrir rammann og það er öllum holt. Kvótar munu aldrei leiða til þess að vanhæf kona setjist í stjórn, ég fullyrði það. Haukur Alfreðsson: Ertu plís til í að bjóða þig fram sem forseta Íslands?  Sóley Hæ, Haukur. Ef ég héldi að ég ætti minnsta séns, þá myndi ég íhuga það alvarlega. En við þurfum einhvern sem fólk sameinast um, ekki konu sem er þekkt fyrir róttækar og umdeildar skoðanir. En takk fyrir áskorunina. Bergsteinn Sigurðsson: VG leggur ríka áherslu á kvenfrelsi í stefnu sinni. Finnst þér flokkurinn standa undir nafni í þessum efnum?  Sóley Við getum sannarlega gert betur – og ég hef svo sem gagnrýnt flokkinn minn og mun halda áfram á þessu sviði. En við höfum komið mörgum góðum og mikilvægum málum til leiðar. Kristján Benjamínsson: Hvers vegna heldurðu að femínismi sé að fá svona mikla gagnrýni frá sumum karl- mönnum sem segja að íslenskir femínistar séu að verða of öfgafullir?  Sóley Femínismi ögrar ríkjandi valdajafnvægi og viðteknum skoð- unum og samfélagið er íhaldssamt. Öfgastimpillinn er leið til að gera lítið úr málstaðnum og er yfirleitt ekki á rökum reistur. Hallur Guðmundsson: Ég get ekki verið sammála með kynjakvótann, Sóley. Eitt sinn starfaði ég í félagi þar sem mér var ýtt úr stjórn fyrir konu sem var nýbyrjuð og mætti illa og gerði ekkert. Þetta er kynjakvóti í reynd.  Sóley Hallur – þá getum við líka sammælst um að vera ósammála. En ertu viss um að þú leggir hlut- laust mat á stöðuna þar sem þetta mál varðar þig beint? Kristján Benjamínsson: Hvað geta femínistar gert til að snúa þessu neikvæða við- horfi takmarkaðs hóps karlmanna gegn sér við?  Sóley Ég veit það svei mér ekki. Er ekki viss um að þeir allra hörðustu sannfærist, alveg sama hvað yrði að gert. Bergsteinn Sigurðsson: Að hvaða leyti finnst þér VG helst geta bætt sig í jafn- réttismálum?  Sóley Að mörgu leyti. Fyrst og fremst er mikilvægt að allir sem tala og vinna í nafni flokksins séu alltaf með kynjagleraugun á nefinu. Þau eiga það til að gleymast heima – eða á skrifstofunni. Hildur Lilliendahl Viggós- dóttir: Fyrirgefðu persónulegu spurninguna en fylgir þínum pólitíska og femíníska frama mikið álag á fjölskylduna þína?  Sóley Ekkert mál, Hildur. Já, það er mikið álag á fjölskyldunni minni. Ég hitti þau allt of sjaldan og þau fá oft ljótar athugasemdir. Sök sér með manninn minn sem er fullorðinn, en það er ómögulegt að börnin mín líði. Verst þykir mér að fullorðnum ein- staklingum hafi dottið í hug að reyna að koma því inn hjá syni mínum að hann væri ekki elskaður af mömmu sinni. Auður Ketilsdóttir: Nú ert þú stjórnarmaður í OR, hvað finnst þér mikilvægast að huga að nú í tengslum við Orkuveitu Reykjavíkur?  Sóley Að koma í veg fyrir einkavæð- ingu Hverahlíðarverkefnisins og frekari þjónkun við stóriðjustefnuna. Auk þess er nauðsynlegt að taka enn fastar á stjórnunarháttum fyrir- tækisins í ljósi nýjustu tíðinda. Geir Andersen: Ert þú á móti því að börn séu klædd í bleik eða blá föt eftir kyni, við fæðingu?  Sóley Ég er á móti því að það sé ákveðið fyrirfram að stelpur eigi að vera í bleiku og strákar í bláu. Ég vil að foreldrar fái sjálfir að velja – og litir regnbogans eru fleiri en tveir. Guðni Jónasson: Skipulags- mál. Þétting byggðar eða áframhaldandi úthverf- amyndun?  Sóley Þétting byggðar. Ekki spurning. Innan skynsamlegra marka samt. Auður Ketilsdóttir: Hvernig er hægt að gera reiðhjól að raunverulegum valkosti í samgöngumálum innan borgar- innar? Fyndist þér það æskilegt?  Sóley Já, það er sannarlega æskilegt. Til þess þarf að bæta hjólreiðastígakerfið, taka upp sam- göngustyrki og standa að almennri hugarfarsbreytingu. Við erum að reyna að vinna í því. Sara Hrund: Heldur þú að mitt í allri jafnréttisbaráttu fullorðna fólksins, hver sem hún er, gleymist börnin?  Sóley Já, Sara. Ég er hrædd um það. Sem betur fer er að aukast skilningur á því að jafnrétti næst ekki nema við ölum börnin okkar betur upp, hjálpum þeim að yfirvinna kröfur staðalmyndanna og kennum þeim vel. Agnes Marzellíusardóttir: Nú vilt þú flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. Gerirðu þér grein fyrir því hversu slæmt það er fyrir landsbyggðina? – Gísli Marteinn vill flytja hann til Keflavíkur, vilt þú það líka?  Sóley Umhverfismál eru global – og slæm áhrif bílaumferðar og dreifðrar byggðar í Reykjavík er stórmál fyrir landsbyggðina líka. Það þyrfti að sjálfsögðu að tryggja sómasamlegar aðstæður fyrir flugið samt. Hjörtur Einarsson: Er markvisst litið til þess, innan borgarkerfisins, sem vel hefur heppnast í skipulags- og stjórnunarmálum í bæjum og borgum nágrannalanda okkar? Eða er sífellt verið að finna upp hjólið?  Sóley Já, hjólreiðaáætlunin byggir á reynslu annarra borga líka, m.a. borga sem eru svipaðar að stærð og legu og Reykjavík. Vinnan í þessum efnum er að mínu mati góð og unnin af flinku fólki. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Ef þú myndir hætta í pólitík – hvað myndir þú vilja taka þér fyrir hendur þess í stað?  Sóley Ég á marga spennandi drauma. Allt frá því að stofna veitingastað yfir í að læra meira. Kannski læra eitthvað allt annað en það sem ég kann núna. Veit það ekki. Lífið býður upp á óteljandi tækifæri. Þorgrímur Halldórsson: Ef svo vel vildi til, myndir þú titla þig sem borgarstjóra eða borgarstýru?  Sóley Ég myndi titla mig borgarstýru. Daníel Ingólfsson: Finnst þér forræðisdeilur ósanngjarnar í garð karla þar sem rétturinn er nánast allur hjá konum, þrátt fyrir að maðurinn sé e.t.v. í betri stöðu til að hugsa um börnin?  Sóley Eina rannsóknin sem ég veit um bendir til þess að karlar fái dæmt forræði í 40% tilfella en konur í 60%. Ég sé ekki að þar sé rétturinn allur hjá konunum. En kynin þurfa að deila ábyrgðinni betur á börnum og heimilisstörfum. Nafn: Sóley Tómasdóttir Aldur: 37 ára Starf: Borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir VG Menntun: BA í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ Ekki aftur í framboð Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og femínisti, sat fyrir svörum á Beinni línu á DV.is á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.