Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Þ að er hráslagalegt í veðri þegar blaðamaður rennir upp að Kleppsspítalanum sem stendur tignarlegur á gróinni og fallegri lóð við Klettagarða. Síðustu mánuði hafa staðið yfir breytingar á einni álmu spítalans en í vikunni var opnuð þar ný réttargeðdeild sem tók við af Sogni. „Við teljum þetta mikið fram- faraspor. Þetta er ekki bara spurn- ingin um að spara heldur sjáum við þetta frekar sem eðlilega framþróun í þessu fagi,“ segir Sigurður Páll Páls- son, yfirlæknir á réttargeðdeildinni, um leið og hann býður blaðamanni að ganga inn á deildina sem bæði er björt og opin. Fólk forvitið um vistmennina Hann vekur athygli á garðinum fyrir utan þar sem iðnaðarmenn eru að setja upp rammgerða tveggja metra háa tvöfalda girðingu. „Hún er líka hönnuð þannig að það er ekki hægt að horfa inn í garðinn. Það sem ger- ist er að fólk verður forvitið og svona. Þannig við þurfum að skoða það svolítið. En eins og það er nú alltaf þegar nýbrumið hverfur af málum þá gleymast þau.“ Vistmenn munu hafa aðstöðu til þess að viðra sig í garðinum og þar verður meðal ann- ars grill og körfuboltaspjald. Of mikil einangrun á Sogni Réttargeðdeildin var stofnuð að Sogni árið 1992 og þar eiga að vist- ast einstaklingar sem skilyrðislaust hafa verð dæmdir ósakhæfir sam- kvæmt fimmtándu grein hegningar- laga. Einstaklingarnir þurfa að vera mjög geðveikir og þar að auki alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Þeir sem vistaðir eru á deildinni hafa í flestum tilfellum framið morð eða mjög alvarlegar líkamsárásir. Sigurður segir Sogn hafa verð alltof einangraðan og það hafi jafn- vel haft áhrif á endurhæfingu ein- staklinga sem þar voru vistaðir. „Af tíu þáttum sem maður getur hugsað sér að nefna varðandi þennan flutn- ing þá eru níu þættir jákvæðir. Minn tími nýtist betur, sálfræðinganna og félagsfræðinganna. Við vorum kannski að eyða fimmtán prósent- um af okkar tíma í að keyra austur.“ Hann segir eina kostinn við Sogn í raun vera hafa sumarið, sem þó að- eins varir þrjá mánuði á ári. Vistmenn ekki læstir inni Sigurður, sem tók við starfi yfirlækn- is á Sogni árið 2009, segir að engu hafi verið fórnað á Kleppi til að koma réttargeðdeildinni fyrir. Rýmið sem hýsir hana nú hafði staðið autt og ónýtt um árabil, en búið er að leggja niður á annað hundrað pláss á spít- alanum frá árinu 2002 vegna niður- skurðar. Fimm einstaklingar dvelja nú á réttargeðdeildinni en alls er þar pláss fyrir átta einstaklinga til langdvalar og tvo til viðbótar í bráðavistun. Sig- urður segist vonast til að það dugi. Rýmið á Kleppi er mörg hundruð fermetrum stærra en á Sogni og starf- semin verður öll á einni hæð, sem er mikill kostur, að sögn Sigurðar. Hann ítrekar að réttargeðdeildin verði al- veg lokuð og vistmenn þar komi aldrei til með að eiga samskipti við aðra sjúklinga á Kleppspítalanum. Vistmenn eru ekki læstir inni í klefum á nóttunni líkt og fangar, til dæmis á Litla-Hrauni, heldur er um að ræða vistleg einkaherbergi sem þeir geta gengið inn og út úr að vild. Herbergin eru búin rúmi, skrif- borði, skrifborðsstól, fataskáp með læstri hirslu, þar sem hægt er að geyma persónulega muni, og sjón- varpi. Tvöfalt hert öryggisgler í gluggunum sem á að vera nánast óbrjótanlegt. Fá að pústa í „time out“-herbergi Sameiginleg sjónvarpsstofa er á ganginum, sem og tómstundaher- bergi þar sem meðal annars er að finna líkamsræktartæki. Þá er þar einnig tölvuaðstaða. Tvö reykherbergi eru á deildinni þrátt fyrir að slíkt sé í raun ólöglegt í opinberum byggingum. „Það bara gengur ekki um hánótt að fólk fari út að reykja á svona deildum. Við verð- um að horfast í augu við staðreyndir lífsins,“ útskýrir Sigurður og opnar í kjölfarið inn á öryggisgang deildar- innar. „Þetta er hannað þannig að ef það verða vandamál og ef að fólki líður illa þá erum við hérna með „time- out“-herbergi,“ segir Sigurður og sýnir blaðamanni herbergi á gang- inum. Það er alveg tómt fyrir utan bólstraðan hvítan bekk sem stend- ur á miðju gólfi. „Fólk fer hérna inn í svona þrjár, fjórar mínútur til að pústa aðeins og hugsa sig um.“ Ávallt er eftirlitsmaður í herberginu sem gætir þess einstaklings sem þar er hverju sinni. Losna í fyrsta lagi eftir þrjú ár Til viðbótar við þá fimm einstaklinga sem dvelja á réttargeðdeildinni nú er einnig hópur fólks sem er á skilorði og kemur í reglulegt eftirlit á deild- ina. Þar er meðal annars fylgst með fíkniefnaneyslu og lyfjanotkun. Ekki er þó um eiginlegt skilorð að ræða heldur þurfa einstaklingarnir að fara aftur fyrir dóm þar sem felldir eru svokallaðir rýmkunardómar sem eru mjög nákvæmir. „Flestir sem fara héðan út fara á rýmkunardóm sem er ótímabundinn. Síðan þurfa þeir að sækja sérstaklega um að losna al- veg og það heitir losunardómur.“ Fari einstaklingar ekki eftir dómunum er þeim skilyrðislaust kippt aftur inn á deildina. Menn sem fara út af deildinni eru yfirleitt á rýmkunardómi í mörg ár áður en þeir geta sótt um losun- ardóm. „Það er mjög nákvæmlega fylgst með einstaklingunum sem fara frá okkur og þeir fara ekki nema með nýjum dómi.“ Í undantekningartilfellum, þegar allt gengur vel og ekki er um að ræða mjög hættuleg tilfelli, geta einstak- lingar losnað út af réttargeðdeildinni eftir þrjú ár, að sögn Sigurðar. Lang- flest málin taka þó lengri tíma en það. Svo eru sumir sem fara aldrei af réttargeðdeildinni. Enginn framið voðaverk aftur Aðspurður hvernig árangur með- ferðar á réttargeðdeildinni hafi verið í gegnum tíðina segir Sigurður hann almennt hafa verið góðan. „Við getum ekki sagt að það hafi verið hundrað prósent árangur á gamla Sogni en það hefur ekki gerst að einhver sem var dæmdur út eftir að hafa verið dæmd- ur inn á réttargeðdeild ósakhæfur hafi framið neitt voðaverk í kjölfarið.“ Sigurður segir að rúm tuttugu pró- sent þeirra sem fái rýmkunardóma falli í neyslu og eru þeir einstakling- ar þá teknir aftur inn á deildina taf- arlaust. Enda geti fólk með geðkvilla orðið mjög hættulegt í neyslu og er það sá hópur sem á hvað erfiðast með að ná sér eftir rýmkunardóma. Frá árinu 1992 hefur 51 einstak- lingur verið vistaður á Sogni en Sig- urður segir að þriðjungur þeirra hefði aldrei átt að vera þar, enda ekki dæmdir ósakhæfir. „Mönnum var bara skutlað úr fangelsi til að róa sig „Algengasta sjúk- dómsgreiningin hjá okkur er alveg örugg- lega geðklofi eða líkt ástand; geðhvarfasjúk- dómar, geðklofasjúk- dómar, fíknisjúkdómar og persónuleikaraskanir. Sumir loSna aldrei af deildinni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Úttekt n Ný réttargeðdeild opnuð á Kleppi n Þar eru vistaðir alvarlega veikir einstaklingar sem ófærir eru um að stjórna gjörðum sínum Réttargeðdeildin Rýmið á Kleppi er mörg hundruð fermetrum stærra en á Sogni og á einni hæð, sem er mun hentugra fyrir starfsemina. Sigurður Páll Pálsson er yfirlæknir. myndiR SigtRygguR ARi garður Iðnaðarmenn eru að leggja lokahönd á rammgerða girðingu sem umlykur garð vistmannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.