Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað
„Ég tók þó eftir því að þú nefndir
það ekki að þú teldir mikilvægt að
halda raungengi krónunnar mjög
lágu næstu árin,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, við Árna Pál
Árnason, alþingismann og fyrrver-
andi efnahags- og viðskiptaráð-
herra, á Facebook-síðu Árna Páls.
Ástæðan er tengill við viðtal sem
Árni Páll gaf í Ríkisútvarpinu en
Árni tengir sjálfur í viðtalið.
Gylfi gagnrýnir ummæli Árna
Páls um kjarasamninga ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins í viðtalinu
en Árni hefur verið gagnrýninn
á ágæti þeirra. Forseti ASÍ virðist
allt annað en sáttur við þingmann
Samfylkingarinnar ef marka má
orðsendingar Gylfa. Árni Páll sagði
til dæmis í viðtalinu í Ríkisútvarp-
inu að menn hafi teflt á tæpasta
vað með gerð samninganna.
Gylfi segist undrandi yfir full-
yrðingum Árna Páls og segir fram-
göngu hans sem efnahags- og
viðskiptaráðherra á sínum tíma
næstum hafa sprengt samnings-
umleitanir og sett vinnumarkað í
uppnám.
„Sem efnahagsráðherra var
mér ætlað að vinna að heildar-
hagsmunum og fara að faglegum
ráðleggingum,“ svarar Árni Páll
gagnrýni Gylfa. „Því neitaði ég að
standa að ákvörðunum um annars
konar efnahagsstefnu sem ekki var
byggð á neinni trúverðugri grein-
ingu. Það er svo áfellisdómur yfir
vinnubrögðum nýrra tíma á Ís-
landi að fagleg greining af þessum
toga sé virt að vettugi án efnislegra
gagnraka og ráðuneyti, sem leggi
fram óþægilegar greiningar, séu
lögð niður,“ segir Árni Páll.
„Ég hef margsinnis gagnrýnt
kjarasamningana síðasta vor, því
þar tefldu menn á tæpasta vað
og við erum ekki búin að bíta úr
nálinni með það. Verðbólga er allt
of mikil núna. Verðbólguhorfur á
þessu ári eru mjög slæmar. Þetta
mun leiða til hækkandi skulda
heimilanna. Mér finnst það eiga
að vera boðorð stjórnvalda núna
að tryggja verðstöðugleika framar
öðru. Það eigi að vera fyrsta mark-
mið,“ sagði Árni Páll í viðtalinu.
Gylfi segir þá stefnu sem Árni
sé að boða í raun þýða að kaup-
mætti verði haldið lágum og um
leið lífskjörum almennings.
„Það er býsna langt seilst að
gera því skóna að ég hafi það sem
sjálfstætt markmið að draga úr
kaupmætti með lágu gengi og
berjast gegn hækkun lægstu launa
og bóta og erfitt að finna þeim
ásökunum stað,“ segir Árni Páll
við ásökunum Gylfa. „Vandinn við
kjarasamningana var að þeir fólu
ekki í sér neinn valkost um efna-
hagsstefnu við þá greiningu um
mikilvægi lágs og stöðugs raun-
gengis sem við höfðum lagt upp
með í efnahagsráðuneytinu, held-
ur einungis væntingar um hækkun
raungengis sem ekki hafa reynst
raunhæfar,“ segir Árni. Þá segist
hann aðeins hafa viljað koma í veg
fyrir að aðhaldi í ríkisfjármálum
yrði fórnað í kjarasamningum.
„Ég taldi aldrei mögulegt að fórna
nýfengnum aga í ríkisfjármálum
á altari kjarasamninga. Þvert á
móti vildi ég nota svigrúmið fyrst
og fremst til að milda þær auknu
skerðingar vegna atvinnu- og líf-
eyristekna lífeyrisþega sem ég var
tilneyddur að standa fyrir sem
félagsmálaráðherra í erfiðum nið-
urskurði 2009.“
Þess má geta að þrátt fyrir að
þeir félagar séu ósammála um
ágæti kjarasamninga virðast þeir
ekki deila um stefnu í gjaldeyris-
málum.
Gylfi Arnbjörnsson svarar Árna Páli:
Formaður ASÍ
hjólar í Árna Pál
Þ
að er síðasti dagur janúar-
mánaðar og klukkan er rétt
um sex að morgni. Hvítri
Renault-sendibifreið er ekið
eftir Reykjanesbrautinni.
Markmið ökumannsins er að
koma fyrir sprengju við steinhleðsl-
una við Stjórnarráðið. Við sprengj-
una hanga skilaboð sem hann telur
mikilvægt að komist til ríkisstjórn-
arinnar. Bílstjórinn ekur greitt og er
komin á Hverfisgötuna um klukk-
an korter yfir sex. Hann leggur við
Þjóðleikhúsið og gengur af stað með
sprengjuna. Hún er í kassa, á botni
kassans má finna eintök af Frétta-
blaðinu sem og brúsa og kókflösku
sem er full af etanóli. Hann gengur
rösklega niður að Stjórnarráðinu, en
sér að í biðskýlinu er fólk að bíða eftir
strætisvagni. Þá kemur efinn og hann
hugsar með sér að líklegast sé best að
hætta við. Hann snýr sér við, en rek-
ur þá fótinn í rofa og önnur sprengj-
an springur. Við hlið hans skíðlogar
etanólið og hann tekur á rás aftur
upp Hverfisgötuna. Fjörutíu sekúnd-
um síðar er hann kominn upp í hvíta
sendibílinn og ekur af stað í átt að
Reykjanesbæ.
Hann lítur oft í baksýnisspegilinn
en þegar hann kemur heim tekur við
ósköp venjulegur dagur eins og ekk-
ert hafi í skorist.
Vildi senda Jóhönnu skilaboð
„Hún átti að fara til Jóhönnu en ég
fann ekki hvar hún á heima,“ segir
S. Valentínus Vagnsson, rétt rúm-
lega sjötugur karlmaður, sem kom
fyrir sprengju við Stjórnarráðið í lok
janúar. „Svo ég ákvað að setja hana
við Stjórnarráðið. Ég ætlaði að setja
hana við steinkantinn,“ segir hann
og á þar við hlaðinn steinvegg sem er
rétt fyrir ofan Stjórnarráðið. „En það
var fólk í strætóskýlinu og þá ætlaði
ég að hætta við,“ segir hann. Hann
lagði því aftur af stað upp Hverfisgöt-
una.
„Ég var með fjarstýringu fyrir
sprengjuna, en ég klikkaði svolítið.
Þegar ég var á leiðinni aftur uppeft-
ir þá hélt ég á sprengjunni við lærið
á mér, en snéri rofanum á kassan-
um óvart að mér og rak hann í mig.“
Því fór sem fór og sprengjan sprakk
og hann tók á rás í burtu. Um þrjátíu
sekúndum síðar heyrði hann seinni
sprengjuna springa. „Sem betur fer
hætti ég ekki við,“ segir hann. „Það
má segja að örlögin hafi tekið í taum-
ana og leyft mér að gera þetta. Ég
fór bara heim, þetta var búið,“ segir
hann. „Ég gáði svolítið oft í baksýnis-
spegilinn – ég viðurkenni það – en
þessi sprengja hefði ekki gert flugu
mein eftir að ég fór.“
Aðdragandinn var ekki mik-
ill. Hann hafði gert sprengjuna
nokkru áður en hann fór með hana
að stjórnarráðinu. „Ég var búinn að
vera að búa hana til í einhverja daga.
Svona smá fitla við þetta,“ segir hann.
„Það kom aldrei til að ég ætlaði mér
að hætta við þetta, þetta ætlaði ég
mér að gera og eingöngu til þess að
koma með eitthvað nýtt og vita hvort
það kæmi að einhverju gagni,“ segir
hann.
Vildi vekja athygli
Tímasetningin er forvitnileg, svo
snemma morguns eru fáir á ferli
en Valentínus segir að það hafi ver-
ið gert svo enginn slasaðist. Hann
segist gera sér fulla grein fyrir alvar-
leika málsins og að það sé grafalvar-
legt að koma fyrir sprengju í mið-
borg Reykjavíkur. „Ég varð að koma
þessu frá mér, vekja á þessu athygli
en án þess að einhver meiddist. Ég
vildi koma þessum skilaboðum til
skila,“ segir hann. „Ég var að vona
að hávaðinn og sprengingin yrði til
þess að löggan kæmi og að skila-
boðin kæmust til ríkisstjórnarinn-
ar. Ég þurfti að koma þessu frá mér;
ætlaði að gera það og er nú búinn að
gera það!“ segir hann með nokkr-
um þunga. Bréfið var stílað á ríkis-
stjórnina. „Í bréfinu var skýr krafa
um að Ísland drægi til baka umsókn
sína að Evrópusambandinu, sliti
Schengen-samkomulaginu, breytti
kvótakerfinu strax og endurskoð-
aði EES-samninginn. Þá vildi hann
að stjórnvöld gripu til ákveðnari
aðferða til að koma til móts við al-
menning.
Handtekinn á
Valentínusardaginn
Tvær vikur liðu og hann fylgdist
með málinu í fjölmiðlum. „Þetta var
brandari. Ég sá eitthvað af þessum
skrípalátum í fjölmiðlum. Mér fannst
það kjánalegt hvernig var látið. Þessi
hamagangur hjá lögreglunni að reka
fólk úr húsum. Það var auðséð öllum
mönnum að þetta var allt sprungið,“
segir hann. Lögregla lýsti stöðugt eft-
ir karlmanni og birti mynd af honum
og bílnum en lýsingin var ólík Val-
entínusi. „Þeir lýstu mér sem litlum,
feitum og um fimmtugt,“ segir hann
og hlær.
En það kom að skuldadögum og á
sjálfan Valentínusardag fékk Valent-
ínus svo heimsókn frá lögreglunni,
sem var að kanna karlmenn sem áttu
Valdi stjórnarráðið Skilaboðin voru til ríkisstjórnarinnar og þar sem hann fann ekki heimilisfang Jóhönnu þá ákvað hann að setja
sprengjuna við stjórnarráðið. (Mynd : SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon).
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Ætlaði að sprengja
við heimili jóhönnu
n „Við eigum ekkert eftir nema ofbeldi“ n Sagði engum frá ráðabrugginu n Ósáttur við kvótakerfið og verðtryggingu