Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 63
Sport 63Helgarblað 9.–11. mars 2012 Prófraun fyrir Di Matteo n Spenna á toppi og botni ensku úrvalsdeildarinnar R oberto Di Matteo, sem nú er við stjórnvölinn hjá Chelsea tímabundið eftir brotthvarf André Villas-Boas, stýrir liði sínu í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni um helgina. Chelsea tekur á móti Stoke í hádeginu á laugardag en Chelsea þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir dapurlegt gengi að und- anförnu. Chelsea situr í fimmta sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sætinu – síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð. Stoke er hins vegar í níunda sæti. Sunderland tekur á móti Liver- pool klukkan 15 á laugardag en gengi Sunderland hefur verið gott síðan Martin O’Neill tók við stjórnartaum- unum. Liðið kemur þó til með að sakna Stéphane Sessègnon sem fékk rauða spjaldið í leiknum gegn New- castle um liðna helgi. Lee Catter- mole verður einnig í banni en hann er búinn að næla sér í tíu gul spjöld í vetur. Spennan á botni deildarinnar er ekki minni en á toppi hennar. Wol- ves tekur á móti Blackburn á laug- ardag en bæði lið eru í mikilli fall- hættu. Wolves er í átjánda sæti en Blackburn í því sautjánda en bæði lið eru með 22 stig. Þá tekur Bolton á móti QPR og eru bæði lið í mikilli fallhættu. Bolton situr í nítjánda sæti deildarinnar með 20 stig en QPR, sem gengið hefur herfilega að und- anförnu, er í sextánda sæti með 22 stig. Manchester City fer til Wales á sunnudag og heimsækir Gylfa Sig- urðsson og félaga í Swansea. Þá tek- ur Manchester United á móti West Brom á sunnudag en Manchester- liðin eru langefst í deildinni. Leik- ur United og West Brom verður for- vitnilegur fyrir þær sakir að West Brom var eina liðið í deildinni í fyrra til að taka stig af United á Old Traf- ford. Liðin gerðu þá 2–2 jafntefli. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Vill forðast Barcelona Dionisios Chiotis, markvörður kýpverska liðsins APOEL Nicosia, vill helst af öllu forðast að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chiotis var hetja kýpverska liðsins þegar hann varði tvær spyrnur í víta- spyrnukeppni þegar APOEL sló út Lyon í sextán liða úrslitum keppninnar. „Við höfum afrekað eitt- hvað sem allir töldu ómögulegt í byrjun leiktíðar,“ segir Chiotis sem hlakkar til að sjá hvaða lið APOEL mætir í átta liða úrslitum. „Ég er til í að mæta öllum liðum – nema Barcelona,“ segir Chiotis en Barcelona þykir ansi líklegt til sigurs í keppninni. Podolski til Arsenal Stuðningsmenn Arsenal geta nú tekið gleði sína því fullyrt er að þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hafi samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar. Podolski, sem er 26 ára, hefur verið einn helsti markaskorari þýska lands- liðsins á undanförnum árum en hann leikur í heimalandinu með Köln. Talið er að Arsenal muni greiða 10,9 milljónir punda fyrir leikmanninn, upphæð sem slag- ar upp í tvo milljarða króna. Þá er talið að hann fái um hundr- að þúsund pund á viku í laun. Podolski hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 95 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað í þeim 43 mörk. Balotelli þarf að þroskast Mario Balotelli, ítalski skemmti- krafturinn í liði Manchester City, viðurkennir að hann þurfi að hysja upp um sig buxurnar og þroskast. Balotelli var sektaður á dögunum fyrir að skella sér út á lífið aðeins tveimur dögum áður en City mætti Bolton um síðustu helgi. Þó svo að Balotelli hafi ekki verið lengi í herbúðum City hefur hann oft komið sér í vandræði, bæði innan vallar og utan. Þrátt fyrir það hefur stjóri City, Ro- berto Mancini, haldið tryggð við landa sinn. „Mancini hefur alltaf rétt fyrir sér. Ég er enn ungur, bara 21 árs,“ segir Balotelli og tekur fram að hann þurfi að þroskast og haga sér betur. L ionel Messi bauð upp á enn eina sýninguna þegar Barce- lona valtaði yfir skammar- lega lélegt lið Bayer Leverku- sen, 7–1, í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Allt varð gjörsam- lega brjálað í netheimum þar sem enginn hélt vatni yfir frammistöðu Messi. Fótboltaskríbentar um allan heim kepptust við að vera fyrstir til að skrifa pistla um Argentínumanninn unga og velta upp spurningunni: Má núna segja að hann sé bestur í heimi? Hingað til hefur það þótt guðlast að minnast á önnur nöfn en Pelé og Maradona en eftir fimmuna á mið- vikudaginn hafa margir fengið nóg og vilja kalla Messi þann besta allra tíma þrátt fyrir að hann sé aðeins 24 ára gamall. Tölurnar tala fyrir sig sjálfar Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var ekki lengi að leiðrétta allan mis- skilning um það hvort Messi væri bestur eða ekki. Mörkin fimm sem hann skoraði gegn Leverkusen færðu hann enn nær því að verða marka- hæsti leikmaður Barcelona frá upp- hafi en hann á nú aðeins sjö mörk í að jafna met Cesars Rodriguez. Aftur er vert að benda á að Messi er aðeins 24 ára. „Hann er sá besti frá upphafi. Það er enginn sem er líkur honum,“ sagði Guardiola. „Tölurnar tala fyrir sig sjálfar. Einn daginn mun hann skora sex mörk í leik. Við munum aldrei aftur sjá leikmann eins og hann. Í kvöld urðum við vitni að einu af þess- um sérstöku kvöldum þar sem Messi kveikir í okkur öllum. Ég er stoltur af því að um ókomna tíð mun ég geta sagst hafa þjálfað hann,“ sagði sá spænski og bætti við: „Ég get aftur á móti ekki stært mig af neinu. Ég passa mig bara að velja hann í liðið og passa að hann fái bolt- ann. Eftir það er mínu hlutverki lok- ið. Konungssætið í fótboltanum er hans og Messi einn ræður hvort hann gefur það einhvern tíma eftir. Sá eini sem getur sigrað Messi er hann sjálf- ur.“ Sá besti? Lionel Messi hefur skorað 186 mörk í 201 leik fyrir Barcelona. Tölfræði sem er hreint út úr kortinu. Hann stend- ur sig alltaf á stóra sviðinu og skor- aði til dæmis bæði í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar árið 2009 og 2011 en Barca vann í bæði skiptin. Árang- ur hans í El Clasico-leikjunum gegn Real Madrid er einstakur en á meðan Cristiano Ronaldo, sem flestir telja þann næstbesta, hverfur alltaf þeg- ar spænsku risarnir mætast fagnar Messi verkefninu og stendur sig allt- af. Viðmiðið fyrir bestu leikmenn heims hefur alltaf verið óvinirnir Pelé og Maradona. Þrátt fyrir ung- an aldur er Messi löngu farinn fram úr þeim í titlum unnum og einstak- lingsverðlaunum, sér í lagi Pelé sem aldrei spilaði utan Evrópu. Það sem þeir hafa þó fram yfir Messi er árang- ur með landsliði. Pelé varð þrisvar heimsmeistari með Brasilíu og Mara- dona vann HM 1986 upp á sitt eins- dæmi. Hingað til hefur landsliðsfer- ill Messi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og þar til hann gerir eitt- hvað ótrúlegt á stórmóti verða líklega alltaf einhverjir sem hleypa honum ekki upp á milli Pelé og Maradona. Orðinn sá besti? n Messi skoraði fimm í Meistaradeildinni n Enn deilt um hvort hann sé sá besti Spenna Það er vonandi fyrir stuðningsmenn Chelsea að þessi maður komi liðinu aftur á sigurbraut. Ferill Messi hingað til Barcelona (186 mörk í 201 leik) Deildartitlar: 5 (2004–05, 2005–06, 2008–09, 2009–10, 2010–11) Bikarinn: 1 (2008–09) Meistaradeildin: 3 (2005–06, 2008–09, 2010–11) Ofurbikar Evrópu: (2009, 2011) Heimsmeistarakeppni félagsliða: 2 (2009, 2011) Argentína (22 mörk í 67 leikjum) Ólympíumeistari 2008 (Skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum) Heimsmeistari U20 1995 (Skoraði bæði í úrslitaleiknum) Stærstu einstaklingsverðlaun: Besti leikmaður heims: 3 (2009, 2010, 2011) Besti ungi leikmaður heims: 3 (2006, 2007, 2008 ) Markakóngur Evrópu: 1 (2010 )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.