Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 12
12 Landsdómur 9.–11. mars 2012 Helgarblað Hreiðari blöskraði vitnisburður Davíðs „Mér bara blöskrar hreinlega að hlusta á þetta,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, um vitnisburð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðla- bankastjóra, og annarra starfs- manna Seðlabanka Íslands fyrir landsdómi. „Hingað fáið þið að- stoðarseðlabankastjóra landsins sem segist hafa séð það fyrir árið 2005 að bankarnir voru að fara á hausinn,“ sagði Hreiðar. Þegar hann fór að tjá sig um þetta kom Markús Sigurbjörnsson, forseti landsdóms, því á framfæri að hann væri ekki kominn í vitnastúkuna til að tjá sig um vitnaleiðslur og ummæli ann- arra heldur til að svara spurningum saksóknara, verjanda og dómsins. Greinilegt var að raddstyrkur Hreið- ars jókst þegar hann talaði um um- mæli seðlabankastarfsmannanna. Ný gögn lögð fram Í lok þinghalds í landsdómi á fimmtudag tilkynnti Andri Árna- son, verjandi Geirs Hilmars Ha- arde, fyrrverandi forsætisráðherra, að honum hafi í vikunni borist ný gögn frá Kaupþingi banka sem hann vildi leggja fram. Gögnin snúa að Projekt Hans og Proj- ekt Einar sem voru áætlanir sem Kaupþing banki ætlaði að ráðast í og í fólst að undirbúa flutning höfuðstöðva bankans frá Íslandi. Rætt var um þessi verkefni í vitna- leiðslum yfir Hreiðari Má Sigurðs- syni, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings. Sagði Hreiðar að um væri að ræða áætlanir bankans um að koma starfsemi sinni í útlöndum í dótturfélög. Færa átti starfsemi Kaupþings á Norðurlöndunum í FIH-bankanna og aðra alþjóðlega starfsemi bankans í Kaupþing Sin- ger & Friedlander í London. Missannsögl- ir blaðamenn Geir H. Haarde sakborningur fyrir landsdómi virðist ekki sáttur við umfjöllun allra fjölmiðla af landsdómsmálinu gegn honum. Á fimmtudag sat Geir ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur eiginkonu sinni og Kristrúnu Heimisdóttur, fyrr- verandi aðstoðarkonu Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, í matsal Þjóðmenningarhússins. Ingibjörg Sólrún er meðal vitna í málinu. Barst umræðan að mikilvægi þess að fjölmiðlar segðu satt og rétt frá málarekstri, enda óheim- ilt að útvarpa eða sjónvarpa beint úr réttarsal. „Þeir eru nú aldeilis að standa sig misvel í því,“ sagði Geir við Kristrúnu háum rómi svo heyrðist um allan sal. Tveir miðlar áttu fulltrúa í matsalnum. DV ann- ars vegar og Morgunblaðið hins vegar. Óljóst er hvorum fjölmiðl- inum pilla Geirs var ætluð. Telur neyðarlögin hafa fellT bankann H reiðar Már Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, telur ennþá að setning neyðarlaganna hafi orsakað fall bankans þann 9. októ- ber 2008. Forstjórinn fyrrverandi var spurður að því fyrir landsdómi á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde af hverju hann teldi Kaupþing hafa fall- ið um haustið 2008. Fyrr í skýrslutökunni hafði Hreið- ar Már dregið upp fremur jákvæða mynd af stöðu Kaupþings á þessum tíma. Af máli hans mátti skilja að bankinn hefði fallið vegna þess að Glitnir féll og vegna þess að neyð- arlögin voru sett í kjölfarið. „Hann [Kaupþing, innskot blaðamanns] fellur við þá ákvörðun stjórnvalda að setja á neyðarlög. Þú getur ekki rekið alþjóðlega banka á Íslandi frá þeirri klukkustund sem neyðarlög eru samþykkt. Lög sem mismuna fólki eftir búsetu að minnsta kosti, lög sem breyta eftir á kröfuröð kröfu- hafa, eftir að slík lög eru samþykkt er ekki hægt að reka alþjóðlegan banka. Það sem gerðist hjá okkur var að það vildi enginn aðili eiga viðskipti við okkur daginn eftir að neyðarlögin voru samþykkt,“ sagði Hreiðar Már fyrir dómi. Skýrslutakan yfir Hreiðari Má var áhugaverð fyrir margra hluta sak- ir og verður að segjast að forstjór- inn fyrrverandi hafi komist nokkuð vel frá henni miðað við þær stað- reyndir sem liggja fyrir um starfsemi Kaupþings. Ekki var mikið gengið á Hreiðar Má með erfiðum spurn- ingum heldur teiknaði hann upp þá mynd af íslenska hruninu sem hon- um hentaði. Rannsókn á stórfelldri markaðsmisnotkun Einungis viku fyrir fall Glitnis í lok september 2008 áttu sér stað um- fangsmestu sýndarviðskipti Ís- landssögunnar þegar katarski sjeik- inn al-Thani keypti 5 prósenta hlut í Kaupþingi fyrir um 25 milljarða króna. Búið er að ákæra Hreiðar Má og þrjá aðra Kaupþingsmenn vegna þeirra viðskipta. Tæpri viku fyrir við- skiptin, þann 16. september, eftir fall Lehman Brothers, funduðu þeir Kaupþingsmenn með opinberum aðilum, líkt og kom fram í skýrslu- tökunni yfir Geir Haarde á mánudag. Geir greindi frá því í vitnisburði sín- um að þeir Kaupþingsmenn hefðu ekki talið hættu steðja að bankanum þrátt fyrir fall Lehman. Þess utan ber að nefna að á ár- unum fyrir hrun stundaði Kaupþing stórfelld sýndarviðskipti með hluta- bréf bankans í sjálfum sér. Bankinn, eða deild eigin viðskipta hans, bjó til falska eftirspurn eftir hlutabréfum bankans sem hélt uppi hlutabréfa- verði í bankanum. Tæplega 30 pró- sent af öllum hlutabréfaviðskiptum með bréf Kaupþings fóru í gegnum bankann sjálfan á árunum 2005 til 2008. Í al-Thani viðskiptunum var bankinn meðal annars að losa sig við hlutabréf sem hann átti í sjálfum sér. Verið er að rannsaka þessi áralöngu viðskipti sem hugsanlega stórfellda markaðsmisnotkun hjá embætti sér- staks saksóknara. Erfitt að skilja blekkingarnar frá Þessi viðskipti, og þær blekkingar sem í þeim fólust, voru ekki til um- ræðu í landsdómi á fimmtudaginn og Hreiðar Már var ekki spurður að því hvernig það gat farið saman að stjórnendur bankans teiknuðu stöðu bankans upp sem sterka fyrir opinberum aðilum eftir fall Lehman Brothers, á sama tíma og verið var að leggja drög að al-Thani viðskiptun- um sem voru tilkynnt á markaði ein- ungis sex dögum síðar. Hreiðar Már er auðvitað ekki hinn ákærði í málinu og snýst það ekki um blekkingar Kaupþings heldur aðgerðaleysi Geirs H. Haarde. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt er að aðskilja umræðu um blekkingar Kaupþings á hlutabréfamarkaði og umfjöllun um samskipti bankans og íslenskra stjórnvalda um stöðu bankakerfisins. Blekkingarleikir Kaupþings liggja fyrir og fyrir liggur að bankinn talaði um stöðu bank- ans út á við eins og hún væri í góðu lagi, meðal annars við opinbera að- ila á Íslandi. Út frá þessu virðist sem Kaupþingsmenn hafi meðvitað blekkt almenning, fjölmiðla og opin- bera aðila á Íslandi með því að halda blekkingarleikjum sínum með hluta- bréf í bankanum leyndum. Þessir blekkingarleikir Kaupþings komu svo ekki í ljós fyrr en eftir hrunið og eru meðal annars reifaðir í ákærunni í al-Thani málinu. Fyrir liggur að bankarnir, meðal annars Kaupþing, drógu ekki upp rétta mynd af stöðu sinni í samtölum við opinbera aðila á Íslandi. Þetta kemur sér vel fyrir Geir H. Haarde þar sem hann og stjórn hans virðast ekki hafa fengið réttar upplýsingar frá bönkunum. Tengsl milli upplýsinga og aðgerða Þessi skortur stjórnvalda á réttri vitn- eskju um stöðu bankanna getur svo aftur átt þátt í að útskýra af hverju stjórnvöld sváfu eins mikið á verðin- um og þau gerðu gagnvart bönkun- um. Vitanlega hefðu stjórnvöld getað rýnt með gagnrýnni hætti í bókhald bankanna og fylgst betur með hluta- bréfaviðskiptum bankans sjálfs í sjálfum sér og annað slíkt. Stjórnvöld virðast hins vegar hafa treyst upplýs- ingagjöf bankanna um stöðu þeirra, líkt og kom fram í máli Geirs á mánu- daginn. Meðal þess sem Hreiðar Már sagði í vitnisburði sínum um þetta atriði var að engin formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli stjórnvalda og Kaupþings um mögulegar að- gerðir til að minnka efnahagsreikn- ing sinn, koma höfuðstöðvum bank- ans úr landi eða annað slíkt. „Engin formleg afskipti frá stjórnvöldum. Hins vegar fundum við fyrir því árið 2008 að menn höfðu áhyggjur af stöðu mála. Það var ekki þannig að það væru einhverjar tilteknar tillög- ur ræddar […] Það var frekar rætt al- mennt um ástandið og hvað væri hægt að gera frekar en að tala um einhverjar ákveðnar aðgerðir,“ sagði Hreiðar. Segist hafa trúað á bankann 25. september Í máli Hreiðars kom fram að staða Kaupþings hefði verið að „batna“ að mörgu leyti árið 2008 þar sem bank- inn hefði náð í ný innlán. „Við héld- um að við værum búnir að finna leið fyrir Kaupþing út úr þessari krísu. Við héldum stjórnarfund 25. september, í tvo daga í London með stjórn bank- ans – þetta var sem sagt helgina fyrir yfirtöku ríkisins á Glitni – þá töldum við, að við værum, á þessum erfiðu tímum, búnir að finna leiðina út úr þessari krísu,“ sagði Hreiðar Már. Þennan sama dag, 25. september 2008, sótti Glitnir um fjárhagsaðstoð frá Seðlabanka Íslands og féll fjórum dögum síðar. Þessi staðhæfing Hreiðars er í nokkru ósamræmi við nokkr- ar staðreyndir sem liggja fyrir um starfsemi bankans á þessum tíma. Al-Thani viðskiptin höfðu verið til- kynnt þremur dögum áður auk þess sem stjórn Kaupþings ákvað á sama fundi að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans á kú- lulánum sem þeir höfðu fengið til hlutabréfakaupa í bankanum. Ólík- legt er að þessi ráðstöfun hefði verið gerð ef stjórnendur bankans hefðu trúað á hann, líkt og Hreiðar segir. Einhverjir starfsmanna Kaup- þings, meðal annars Ingvar Vil- hjálmsson, settu lán sín vegna hlutabréfakaupanna í einkahluta- félög. Slitastjórn Kaupþings hefur sótt að fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings vegna þessara lána og hefur þeim verið gert að borga þau til baka fyrir dómi. Þessi ummæli Hreiðars Más um trú þeirra Kaup- þingsmanna á bankanum eru því ekki sérlega trúverðug í ljósi þessa, líkt og reyndar ýmislegt annað sem hann lét út úr sér fyrir landsdómi um styrk Kaupþings árið 2008. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Hann [Kaupþing, innskot blaða- manns] fellur við þá ákvörðun stjórnvalda að setja á neyðarlög. n Trúðu á bankann en felldu samt niður ábyrgðir Sýn Hreiðars Áheyrendur í landsdómi fengu að kynnast sýn Hreiðars Más Sigurðssonar á íslenska efnahagshrunið á fimmtudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.