Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað
Braust inn á vef Vodafone
n Over-X lét til skarar skríða
O
kkur er ekki skemmt yfir
þessu,“ segir Hrannar Pét-
ursson, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs Vodafone,
en heimasíða fyrirtækisins varð fyr-
ir barðinu á alsírska tölvuþrjótin-
um Over-X. Hann náði upphafssíðu
vodafone.is á sitt vald þar sem hann
birti skilaboðin „Alsír að eilífu“ en að
sögn Hrannars varði ástandið þó að-
eins í um korter þar sem starfsmenn
Vodafone náðu að bregðast skjótt við.
„Sem betur fer þá er þessi vefur
fyrst og fremst sölu- og þjónustuvefur
sem tengist ekki innri kerfum þannig
að það voru engin gögn í hættu, en svo
sannarlega er þetta eitthvað sem við
viljum síður að gerist,“ sagði Hrann-
ar í samtali við DV eftir að heimasíða
Vodafone var aftur komin í gagnið og
laus við alla tölvuþrjóta.
Aðspurður sagði Hrannar að far-
ið yrði yfir öryggismálin í kjölfarið,
þó slíkt sé reglulega gert, en atvik
sem þessi veki menn til umhugsun-
ar. Hann benti á að svona árásir væru
síður en svo einsdæmi. „Mönnum
hefur tekist að komast inn á síður hjá
ólíklegustu aðilum þannig að þetta
er viðvarandi barátta. En það var
engin ógn sem stafaði af þessu, en
fremur óþægindi fyrir þá viðskipta-
vini sem voru að leita sér upplýsinga
á þessum tíma.“
Tölvuþrjóturinn Over-X hefur
augljóslega látið til sína taka áður
víða um veröld samkvæmt veraldar-
vefnum. Hann virðist þó helst
skemmta sér við að hakka sig inn á
síður og skilja þar eftir skilboð með
vísun í Alsír að einhverju leyti.
mikael@dv.is
Slitastjórnin
stefnir al-
Thani
Slitastjórn Kaupþings ætlar að
stefna Sheikh Mohammed bin
Khalifa al-Thani þar sem hann
verður krafinn um greiðslu 50
milljóna dala sem hann fékk lán-
aðar til að kaupa rúmlega 5 pró-
senta hlut í bankanum í septem-
ber 2008. Viðskiptablaðið greinir
frá þessu. Þar segir að stefnan sé
tilbúin og hún verði birt al-Thani
innan skamms. Málið verði höfð-
að fyrir íslenskum dómstólum.
Eins og DV greindi frá á miðviku-
dag stóð til að þingfesta ákæru
embættis sérstaks saksóknara
á hendur þeim Ólafi Ólafssyni,
Hreiðari Má Sigurðssyni, Sig-
urði Einarssyni og Magnúsi Guð-
mundssyni vegna al-Thani máls-
ins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Enginn þeirra mætti þó í héraðs-
dóm og var málinu frestað til loka
mars. Viðskipti félagsins Q-Ice-
landic Finance, sem var í eigu al-
Thani, og fléttan í kringum þau
eru, líkt og fram hefur komið, álit-
in hafa verið sýndarviðskipti.
Síbrotamaður
á nýju hjóli
Um klukkan þrjú aðfaranótt
miðvikudags var karlmað-
ur handtekinn við Mennta-
skólann í Hamrahlíð. Tilkynnt
hafði verið um innbrot og hafði
maðurinn brotið rúðu en ekki
komist inn.
Á svipuðum tíma hafði lög-
reglan afskipti af manni sem
hjólaði um Breiðholtið á nýju
reiðhjóli. Samkvæmt lögreglu
er maðurinn þekktur brota-
maður um þrítugt sem gat ekki
gert grein fyrir hjólinu.
Hættumerki
frá ársbyrjun
2008
Jón Þór Sturluson, fyrrverandi að-
stoðarmaður Björgvins G. Sigurðs-
sonar viðskiptaráðherra, sagði að
hann hafi talið hættu steðja að ís-
lenska bankakerfinu allt frá árs-
byrjun 2008 en að þessi hætta hafi
svo magnast eftir því sem leið á
árið. Hann var fyrsta vitnið sem gaf
skýrslu fyrir landsdómi á fimmtu-
dag.
Hættan sem var aðsteðjandi var
að íslensku bankarnir hafi átt í erf-
iðleikum með endurfjármögnun.
„Það voru aðsteðjandi hættumerki
frá ársbyrjun 2008. Sú hætta var
ekki bráð framan af. Hættan magn-
aðist upp í takt við það sem tíminn
leið,“ sagði Jón Þór fyrir landsdómi.
Hann segir að „róttækar að-
gerðir“ til að bregðast við þessum
aðsteðjandi vanda hefðu getað
haft öfug áhrif en ætlað var, hugs-
anlega hraðað falli bankanna,
og því var unnið að úrræðum í
„kyrrþey“ eins og hann orðaði það
snemma í yfirheyrslunni. Með
orðum sínum á hann við starfshóp
sem settur var á laggirnar í ágúst
2008 til að bregðast við aðsteðj-
andi vanda. Ekki skemmtilegt Vefurinn er kominn aftur í gagnið.
n Tveir drengir voru hætt komnir í sjónum við Ægisíðuna
Ó
mar Sigurjónsson og Pétur
Friðgeirsson voru á gangi á
Ægisíðunni seinni partinn á
þriðjudag þegar þeir sáu tvo
unga drengi sem voru í sjálf-
heldu á skeri. Ómar og Pétur brugð-
ust hratt við og gátu aðstoðað dreng-
ina, en annar þeirra, átta ára, var
hætt kominn í sjónum. Tilviljun réð
því að Ómar og Pétur voru þarna á
rölti segir Ómar en þeir félagarnir
voru á heilsubótargöngu á þessum
slóðum.
Spurning um mínútur
„Við vorum þarna í göngutúr á Ægi-
síðunni. Það var nú svona frekar
óvenjulegt, við höfum ekki gert
það áður,“ segir Ómar, „þá sjáum
við þessa tvo stráka, sem voru bara
komnir út í sjó. Þeir hafa verið að
leika sér í fjörunni en allt í einu var
fjaran bara horfin og það flæddi
hratt að.“ Strákarnir voru því í vanda
staddir en annar þeirra, sá eldri,
komst sjálfur upp á þurrt land, en sá
yngri, stóð fastur í sjónum og gekk
aldan yfir hann. „Þessi eldri hafði
tekið sénsinn og komst í burtu, en
þessi litli varð eftir,“ segir Ómar.
„Þegar við komum að voru öldurnar
farnar að skella á honum og sjórinn
náði honum upp að hnjám. Þetta
var bara spurning um mínútur,“
segir Ómar.
Tóku beint á rás
„Hann var að reyna að standa, en
ef hefði hann dottið þá hefði hann
kannski sogast út með öldunum.
Ég veit ekkert hvort hann kann að
synda eða ekki, en þetta var hræði-
legt.“ Þeir Ómar og Pétur tóku því
á rás beint út í sjóinn til þess að ná
drengnum á þurrt land. Pétur hras-
aði og datt og meiddi sig, en Ómar
náði drengnum og leiddi hann aftur
á þurrt land. „Ég reyndi að fara eins
hratt og ég gat til hans, ég bara óð
sjóinn og náði honum.“ Ekki hefði
þurft að spyrja að leikslokum hefðu
þeir félagarnir ekki brugðist svo
skjótt við.
Með stígvél full af sjó
Drengurinn gat sagt Ómari hvar
hann á heima og sendi Ómar hann
því snarleiðis heim, enda stígvél
drengsins full af sjó og drengur-
inn holdblautur. Drengurinn mun
hafa búið skammt og Ómar fylgdist
með honum hlaupa heim. Ómar
hefur þó ekki heyrt neitt frekar af
drengnum en býst ekki við því að
honum hafi orðið meint af volk-
inu. Ómar segir að þetta hafi verið
ótrúleg lífsreynsla og er feginn að
þeir félagarnir voru staddir þarna
fyrir tilviljun. „Þetta fór sem betur
fer allt vel,“ segir hann.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Bjargaði Barni
af flæðiskeri
Staðreyndir um drukknun
1 Það er undantekning ef sá sem er við það að drukkna getur kallað á hjálp.
Öndunarfærin eru fyrst og fremst til að
anda. Röddin er í öðru sæti.
Fullnægja þarf súrefnisþörfinni áður en
hægt er að tala.
2 Munnurinn er ýmist í kafi eða upp úr – ekki nógu lengi upp úr til þess að
ná að anda frá – anda að – og kalla á hjálp.
Ólíklegt er að fólk hafi nema rétt nægan
tíma til að anda snöggt frá sér og aftur að
sér – áður en það byrjar að sökkva aftur.
3 Drukknandi maður getur ekki veifað eftir hjálp. Hann teygir ósjálfrátt
út handleggina og þrýstir niður. Þannig
réttist líkaminn af svo munnur helst upp
úr meðan andað er.
4 Eftir að ósjálfráðu lífsbjargarvið-brögðin (IDR) hafa tekið við, hefur
fólk ekki lengur stjórn á handahreyf-
ingum. Af lífeðlisfræðilegum orsökum
getur drukknandi maður ekki „hætt við“
og notað viljastyrk til að veifa eftir hjálp,
færa sig til björgunarmanns eða teygja
sig í björgunartæki.
5 Líkaminn er uppréttur/lóðréttur allan tímann sem ósjálfráða sjálfs-
bjargarferlið er í gangi. Samt virðist fólk
ekki sparka frá sér til að halda sér uppi. Án
aðstoðar þjálfaðs björgunarmanns, getur
maður aðeins barist um í 20–60 sekúndur
áður en hann sekkur.
- Af vefnum sjosund.is
„Ég reyndi að fara
eins hratt og ég
gat til hans, ég bara óð
sjóinn og náði honum.
Bjargaði ungum dreng „Öldurnar
voru farnar að skella á honum.“