Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 28
Sandkorn
Björn sár
n Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, er sár eft
ir að undirréttur skipaði hon
um að greiða
Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni
athafnamanni
bætur vegna
meiðyrða.
Bæturnar eru
tilkomnar
vegna þess að Björn bar það á
Jón Ásgeir í bóki sinni, Rosa
baugi, að hann hefði verið
dæmdur fyrir fjárdrátt. Taldi
Björn nóg að biðjast afsökun
ar en dómari var á öðru máli.
Björn hefur nú lýst því yfir að
hann muni áfrýja til Hæsta
réttar. Gamli dómsmálaráð
herrann virðist þó ekki gera
sér grein fyrir því að hann þarf
til þess sérstakt leyfi þar sem
bótaupphæðin er langt undir
mörkum.
Kyrrlátur
ófriðarseggur
n Það verður seint sagt um
Björn Bjarnason, ráðherra á eft
irlaunum, að hann sé maður
friðsemdar.
Björn hefur í
gegnum tíð
ina átt í erjum
við aðra en þá
sem eru hon
um þóknan
legir. Þetta
má sjá á heimasíðu hans. En
kirkjunnar menn eru ekki á
þessu máli eins og sjá má af
auglýsingu um kyrrðardaga
sem haldnir verða í Skálholts
kirkju í lok mánaðarins. Þar
hefur Birni verið falið að leiða
rólegheitin. Augljóslega er
reiknað með því að vopna
glamrið þagni á meðan.
Sjálfstraust
Stefáns Jóns
n Margir velta fyrir sér hvort
þess sé að vænta að Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Ís
lands, fái alvöruframboð gegn
sér eða hvort kosningarnar
verði í anda Ástþórs Magnús-
sonar. Meðal þeirra fáu sem
líklegir eru til þess að veita
Ólafi samkeppni er Stefán
Jón Hafstein sem lýst hefur
áhuga á embættinu. Stefán er
af gróinni valdaætt í landinu
og þekktur úr starfi sínu í fjöl
miðlum. Þá er sjálfstraust
hans í hæstu hæðum og hann
því allt eins líklegur til að taka
slaginn.
Litrík hjón heim
n Fyrst allra til að boða hugs
anlegt forsetaframboð var
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
leikkona og
rithöfundur,
sem ásamt
eiginmanni
sínum, Stefán
Karli Stefáns-
syni leikara,
hefur búið
í Kaliforníu undanfarin ár.
Steinunn Ólína kom heim til
Íslands til að ráða kosninga
stjóra og opna kosningaskrif
stofu en hrökk síðan til baka
og hætti við allt saman. Þetta
brambolt er þó gæfa Íslands
því hjónin litríku munu ætla
að ílengjast á gamla landinu
næstu árin þótt búsetan verði
ekki á Bessastöðum.
Mér bara blöskrar hrein-
lega að hlusta á þetta
Ánægð með
Stóru systur
Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er ekki sáttur við vitnisburð Davíðs Oddssonar. – DV.is Sóley Tómasdóttir fagnar starfi Stóru systur. – Bein lína DV.is
S
jö stjórnmálaflokkar eiga full
trúa í færeyska lögþinginu, fjórir
rótgrónir flokkar og þrír yngri
smáflokkar, þar af einn kristileg
ur miðflokkur með tvo þingmenn.
Skýr og rökrétt hugsun býr á bak
við færeyska fjórflokkinn, sem hverf
ist um tvö öxla. Tveir öxlar kalla sam
kvæmt eðli máls á fjóra flokka.
Samband gegn sjálfstæði
Annar öxullinn er áframhaldandi
samband við Dani andspænis óskor
uðu sjálfstæði Færeyja. Sambands
flokkurinn og Jafnaðarflokkurinn
kjósa óbreytt samband við Dani, eink
um Sambandsflokkurinn. Hann hefur
alla tíð bent á ófarir Íslands – verð
bólgu, verkföll, vitleysu – sem lifandi
sönnun þess, að fullt sjálfstæði Fær
eyja sé ótímabært. Hrunið hér heima
2008 herðir Sambandsflokkinn í and
stöðunni gegn sjálfstæði Færeyja eða
linar hann a.m.k. ekki.
Færeyingar nota evruna í reynd
í þeim skilningi, að færeyska krón
an er jafngild dönsku krónunni, sem
er rígbundin við evruna með aðeins
smávægilegum frávikum skv. einhliða
ákvörðun danska seðlabankans. Verð
bólga er því ekkert vandamál í Færeyj
um og þá ekki heldur verðtrygging.
Fólkaflokkurinn og Þjóðveldis
flokkurinn vilja lýsa yfir fullu sjálf
stæði líkt og Íslendingar gerðu 1944.
Erlendur Patursson, sem var Íslend
ingum vel kunnur um sína daga, var
formaður Þjóðveldisflokksins, sem
heitir nú Þjóðveldi.
Hægri og vinstri
Hinn öxullinn í stjórnmálaflóru Fær
eyja er hægri stefna andspænis vinstri
stefnu. Sambandsflokkurinn, systur
flokkur Sjálfstæðisflokksins, kallar sig
hægri flokk, og það gerir einnig Fólka
flokkurinn. Þessir flokkar sitja saman
í ríkisstjórn frá því í fyrra og búast nú
til að afhenda útvegsmönnum fiskinn
í sjónum umhverfis eyjarnar að ís
lenzkri fyrirmynd.
Sambandsflokkurinn er flokkur
eignamanna, sem hafa ævinlega og
eftir fremsta megni skotið sér undan
skattgreiðslum. Andstæðingar Sam
bandsflokksins segja, að þetta sé í
reyndinni ástæðan þess, að sam
bandsmenn vilja ríghalda í Dani.
Danir borgi brúsann, sem annars
hefði lent á færeyskum eignamönn
um. „Nánast fullkomlega siðlaus“
flokkur sagði William Heinesen, mesti
rithöfundur Færeyja, um Sambands
flokkinn eins og Eðvarð T. Jónsson
rifjar upp í bók sinni, Örlög Færeyja
(1994).
Fólkaflokknum svipar að sumu
leyti til Framsóknarflokksins. Hópur
óánægðra flokksmanna klauf sig frá
flokknum fyrir nokkru og stofnaði
nýjan flokk, sem heitir því góða nafni
Framsókn og á nú tvo fulltrúa á lög
þinginu.
Jafnaðarflokkurinn og Þjóðveldi
eru vinstri flokkar að eigin sögn. Jafn
aðarflokkurinn er systurflokkur nor
rænna jafnaðarflokka. Þjóðveldi er
systurflokkur Vinstri hreyfingarinnar
– Græns framboðs. Formaður Þjóð
veldis nú er Högni Höydal og talar
reiprennandi íslenzku líkt og margir
aðrir Færeyingar.
Sjöundi flokkurinn er Sjálfstýris
flokkurinn, sem situr nú í nýrri ríkis
stjórn með Miðflokknum og gömlu
jöxlunum, Sambandsflokknum og
Fólkaflokknum.
Ríkisstjórnir Færeyja eru ýmist
klofnar í sambandsmálinu eins og nú
(Fólkaflokkurinn vill sjálfstæði, Sam
bandsflokkurinn ekki) eða í innan
landsmálum (hægri gegn vinstri).
Sundrungin kostar sitt og hægir á
framförum. Danir leggja nú mun
minna fé til Færeyja en þeir gerðu
fyrir hrun fyrir 20 árum, 1898–93.
Færeyingar tóku sig á.
Blóm og kransar
Ísland er annað mál. Við útkljáðum
sjálfstæðismálið fyrir löngu. Hér er því
aðeins einn öxull, sé Ísland sett í fær
eyskt samhengi. Ef öxullinn hverfð
ist skýrt um hægri stefnu gegn vinstri
stefnu, væri að því leyti rökrétt að hafa
tvo stjórnmálaflokka á Íslandi. Vand
inn er þó flóknari en svo, þar eð þessi
eini öxull er svo óljós, að margir eiga
erfitt með að greina mun á flokkun
um. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur
alltaf verið ríkisafskiptaflokkur, enda
fékkst hann ekki til að einkavæða
bankana upp á önnur býti en þau að
halda „talsambandi“ við þá með því
t.d. að halda sæti framkvæmdastjóra
flokksins í bankaráði Landsbankans.
Framkvæmdastjórinn hefur nú ásamt
öðrum bankaráðsmönnum verið
kærður fyrir stórstreymi fjár úr ógjald
færum bankanum rétt fyrir hrun. Þeg
ar banki hrynur, hljóta fórnarlömbin
að leita réttar síns. Jafnvel forsætis
ráðherra talar um fjórflokkinn, hennar
eigin orð, og lýsti hann dauðan eftir
síðustu sveitarstjórnarkosningar. Sé
það rétt, þarf einhver að sjá um út
förina.
Fjórflokkurinn í Færeyjum
„Færeyingar nota evruna í reynd
í þeim skilningi, að færeyska
krónan er jafngild dönsku krónunni,
sem er rígbundin við evruna með að-
eins smávægilegum frávikum.
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
28 9.–11. mars 2012 Helgarblað
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Þ
að er í senn þarft og gott að
landsdómur skuli fá tæki
færi til að skilgreina sekt
eða sýknu Geirs H. Haarde.
Í dómnum situr valinkunnt
fólk sem þekkt er að heiðarleika. Það
er því engin ástæða til að efast um að
niðurstaðan muni verða vel rökstudd
og byggð á heiðarleika og sanngirni.
Við dómsuppkvaðningu er nauðsyn
legt að þessum hluta sögu hrunsins
ljúki.
Það er hárrétt mat að ekki er sann
gjarnt að Geir einn standi fyrir dómi.
Eðlilegt hefði verið að þar stæðu að
minnsta kosti fjórir lykilráðherrar. Í
það minnsta hefði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir átt að fá tækifæri til að
hreinsa sig af þeim grun að hafa stór
skaðað þjóðarhag með aðgerðaleysi
eða röngum ákvörðunum. Því miður
fór málið í pólitískan farveg á Alþingi
þar sem Samfylkingin var staðin að
því að setja upp skjaldborg fyrir sína
ráðherra en samþykkja að Geir færi
fyrir dóminn. Sjálfstæðisflokkurinn
tók ekki heldur af heilindum á mál
inu. Sá flokkur gekk samstíga fram í
að hafna því að nokkur maður færi
fyrir landsdóm. Báðir flokkarnir verða
að þessu marki uppvísir að siðleysi.
Málarekstur sem snýst um það hvort
æðstu stjórnmálamenn Íslands hafi
brugðist hefði átt að vera hafinn yfir
pólitík og þau hrossakaup sem áttu
sér stað. En svo var ekki og það er
smánarblettur á þeim sem þannig
gengu fram.
Það sem gagnast þjóðinni mest í
sambandi við málaferli í landsdómi
er að þar munu bera vitni lykilmenn
hrunsins. Þær vitnaleiðslur eru ómet
anlegar þegar öll mál hrunsins eru
sett í samhengi. Framburð
ur manna eins og Davíðs
Oddssonar er mikilvægur
þegar horft er til ástæðna
þess að hér hrundi allt.
Davíð er einn helsti höf
undur hins gamla Íslands
og var við stýri Seðlabank
ans þegar bankanum var
steypt í risagjald
þrot. En hið
hlálega er að
hann er ein
ungis vitni á
meðan Geir
Haarde er
grunaður
um glæp
gegn þjóð
inni.
Geir
Haarde
mælti
einkunnarorð hrunsins í beinni sjón
varpsútsendingu þegar hann bað
Guð að blessa Ísland. Óljóst er hvort
það hefur enn gengið eftir. En að
sama skapi er ástæða til þess að biðja
Guð að blessa Geir í því ölduróti
sem umlykur hann. Ákæran er
ógurleg og meintar sakir miklar.
Það getur ekki verið neinum
manni metnaðarmál að fá hann
sakfelldan. En það hlýtur að vera
von allra að hann fái réttláta nið
urstöðu í mál sitt. Og
vonandi standa
til þess efni að
sýkna hann af
ákæru Alþingis.
Þá getum við
hætt að velta
fyrir okkur
sekt hans eða
sakleysi og
snúið okkur
að öðrum
málum.
Guð blessi Geir
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Því miður
fór málið í
pólitískan farveg