Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 9.–11. mars 2012 Ólafur Ragnar: Illa undir- búnir fræðimenn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir í viðtali við blaðið Íslenska leiðin sem gefið er út af stjórnmálafræðinemum við Háskóla Íslands, fræðimenn sem gerast álitsgjafar í fjölmiðl- um. Hann segir að þeir fari oft út fyrir mörk fræðimennskunnar. Hann segir að fræðimenn séu á hættulegri braut þegar þeir fara að elta tímahrak fjölmiðlamanna með augnabliksdómum. „Ásókn fjölmiðlamanna í að fræðimenn gefi álit, oft og tíðum samdæg- urs og jafnvel á sama klukkutíma, getur leitt menn út í ákveðna fræðilega freistni. Tímapressa fjölmiðlanna leyfir viðkomandi fræðimanni ekki að glíma við þá analýsu sem þyrfti að liggja að baki fullyrðinga. Hætt er við að fræðin lendi fyrir vikið á ein- hvers konar einskinsmannslandi, þar sem menn eru ekki með skýr fræðileg mörk á vettvangi þjóð- málanna. Ef menn ganga of langt á þessari braut verður enginn munur á fræðimanninum, álits- gjafanum og spunameistaran- um,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir sjálfur að hann hafi áhyggjur af þeirri tilhneig- ingu sem hann telur að sjáist of oft hjá einstaka fjölmiðlamönn- um og fjölmiðlum að líta á sig sem einhvers konar þátttakendur í valdaspili þjóðarinnar. Hann nefnir hins vegar engin sérstök nöfn í því samhengi. 41 á von á sekt Brot 41 ökumanns var mynd- að á Kristnibraut í Reykjavík á fimmtudag. Fylgst var með öku- tækjum sem var ekið Kristni- braut í austurátt, við Ingunnar- skóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 65 ökutæki þessa akstursleið og því ók meiri- hluti ökumanna, eða 63 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 kílómetrar á klukkustund en þarna er 30 kílómetra hámarks- hraði. Ellefu óku á 50 kílómetra hraða eða meira, en sá sem hrað- ast ók mældist á 58. Vöktun lögreglunnar á Kristni- braut er liður í umferðareftirliti hennar við skóla á höfuðborgar- svæðinu. hvítar Renault-sendibifreiðar. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn mættu á heimili hans og báðu um að fá að litast um. Hann leyfði þeim það. „Ég var ekki grunaður fyrst þegar þeir komu. Ég veit allt um klaufaskap minn og hvernig þetta komst upp,“ segir hann. Þegar lögreglumennirn- ir voru að litast um fundu þeir vél- stýrða báta sem er stýrt með svip- uðum fjarstýringum og notuð var við sprengjuna. Þá kölluðu þeir eftir liðsauka og tólf lögreglumenn gerðu í kjölfarið húsleit á heimili hans. „Ef þeir hefðu ekki fundið bátana þarna inni þá hefði ég sloppið. Ég var bara undir eftirliti eftir það. Þeir hefðu getað komið með húsleitar- heimild en ég ákvað að leyfa þeim bara að leita.“ Lögreglan þaulleit- aði í húsinu og síðar var hann færð- ur í yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Það var skondið að á Valentínusardaginn var ég svo í yfir- heyrslum út af þessu,“ segir hann. Hann segir að framkoma lög- reglumannanna hafi verið þeim til sóma og að þeir hafi skilið vel við heimili hans. „Þeir voru mjög þægi- legir og kurteisir.“ Játaði strax Hann gisti eina nótt í fangaklefa en ákvað að játa strax á sig verknaðinn í yfirheyrslum. Hann segist ekki vera óvanur fangaklefum og hefur áður þurft að gista í þeim, vegna minni- háttar mála; slagsmála og ölvunar. „Ég kallaði á félaga minn, lögfræð- ing og við ræddum saman í klefan- um. Við ákváðum að það væri betra – og best fyrir mig – að fara bara strax í gegnum þetta. Þeir gátu búið til á mig gæsluvarðhald og haft mig inni í viku, svo það var betra að játa strax,“ segir hann. Yfirheyrslurnar voru tvær og að þeim loknum var hann send- ur heim. Hann telur að hann fái sekt vegna málsins en býst ekki við því að hann verði dæmdur vegna þess. Hann bíður þess enn að lögreglan ljúki málinu. „Það komu tólf manns heim til mín til þess að rannskaka skúrinn og fara yfir dótið mitt. Ég er ekki enn búinn að fá draslið mitt aft- ur.“ Hringdi í þingkonu Valentínus segist hafa hringt í Álf- heiði Ingadóttur þingmann fyrir skemmstu til þess að ræða við hana um sprengjuna. „Ég hringdi bara í hana og kynnti mig sem sprengju- manninn, hún vissi strax hver það var,“ segir hann. „Ég hringdi í hana af því að það var verið að tengja hana við búsáhaldabyltinguna. Hún sagð- ist ekki hafa fengið að sjá skilaboðin.“ Lögregla gerði þau aldrei opinber heldur var látið í veðri vaka að þann- ig gæti sprengjumaðurinn komið þeim til skila og ætlunarverki hans væri þannig lokið. Þolir ekki pólitík „Það verður eitthvað að gera og búa til nýjan tón í stjórnmálin. Sjáðu landsdóminn, þetta er skrípó. Þetta gerðist ekki allt 2007, þetta gerðist löngu fyrr. Eitt af því sem við þurf- um að losna við á Íslandi er póli- tíkin. Hún er okkar banabiti, hún er skelfilegur dragbítur og eitur,“ segir hann. „Ég vil stjórn en ég vil hæft fólk í þessar stöður. Það verður að skipa starfsstjórn valinna aðila sem forset- inn skipar.“ Hann hefur enga trú á núver- andi stjórnvöldum og vill breyting- ar. „Það verður að hreyfa við þessum ósóma,“ segir hann og blaðamaður spyr hann hvort það séu virkilega ekki aðrar leiðir færar en að koma fyrir sprengju. Hann svarar þungur á brún: „Við eigum ekkert eftir nema ofbeldi.“ Þjóðin er að bogna „Ég er að reyna að segja frá þessu eins og ég sé þetta. Það er búið að reyna svo margt en það er búið að ljúga að okkur í mörg ár,“ segir hann og segir hlutina ekki vera uppi á borðinu eins og lofað hafi verið. „Ís- land er meira virði en þetta. Okkur vantar ekkert frá öðrum þjóðum. Ís- lenska þjóðin er að bogna. Það er til fullt af gáfuðu fólki sem hefur vit á þessum málum. Í staðinn fyrir að taka á málunum almennilega í byrj- un, þá störum við á evruna og viljum láta Evrópusambandið ná tökum á okkur. Fyrst um sinn var eins og þeir hlypu allir út með plástra. Það gerði ekki neitt nema vitleysu – þeir björg- uðu bara fjármálafyrirtækjum. Þetta er glæpsamlegt.“ Kýs ekki aftur Hann segist hafa haft trú á Steingrími J. Sigfússyni og hafa kosið hann. „Ég mun aldrei kjósa aftur. Mér finnst þau öll hafa brugðist.“ Reiði hans beinist einna helst að Steingrími og Jóhönnu Sigurð- ardóttur og hann notar nokkur vel valin en ófögur orð um stjórn- málamenn og stingur upp á því að nokkrum þeirra verði hreinlega stungið í steininn. Verkalýðshreyf- inguna kallar hann „ónýtt apparat.“ Hann nefnir þrjá hluti sem hann telur einna helst hafa leitt til slæms ástands hérlendis: kvótakerfið, verðtrygginguna og einkavæðingu bankanna. „Þetta hefur alltaf ver- ið subbulegt, en ég held að þegar kvótakerfið var gert að þessu sem það er nú, þá held ég að vitleys- an hafi byrjað. Og þegar þeir gáfu bankana.“ Verandi sjálfur ellilífeyrisþegi segir hann einnig: „Af hverju eru menn eins og ég kallaðir ellilífeyris- þegar en embættismenn eftirlauna- þegar.“ Gerir þetta ekki aftur Að lokum spyr blaðamaður hann hvort hann hyggist taka til sinna ráða aftur og gera eitthvað þessu líkt á ný. Hann hlær að spurningunni og segir: „Nei, varla, ég hugsa að ég haldi frið- inn. Þeir spurðu mig að þessu í yfir- heyrslunni líka, en ætli ég láti þetta ekki gott heita.“ „Þetta voru tvær sprengjur tengdar saman, fimm lítra brúsi og kókflaska. Ég notaði gas og etanól. Þetta var í kassa sem var með Fréttablaðinu í botninum.“ Skilaboðin hafði hann skrifað upp, sett í plastpoka og inn í stuttan járnstaut. Járnstautinn vafði hann málningarlímbandi og merkti sem „bréf“ á nokkrum stöðum. Stautinn festi hann í vír sem var um hálfur metri á lengd og hékk utan á sprengjunni. Aðspurður hvar hann hafi lært að gera sprengju segir hann: „Ég er járnsmiður og þá þarf ekkert að segja neitt meira. Ég er líka með smá heila. Þetta er ekki flókið.“ Lýsing á sprengjunni Viðbúnaður var gríðarlegur við Hverfisgötu Lögregla sendi þó ekki lögreglumenn á staðinn fyrr en rúmum tveimur tímum eftir að sprengjan sprakk. Sprengjuvélmenni var látið sprengja leifarnar af sprengjunni. Mynd : SiGtRyGGuR ARi JÓHAnnSSon. Lýsingin í fjölmiðlum Lögregla lýsti eftir karlmanni á fimmtugsaldri í fjölmiðlum – litlum og heldur digrum. Sú lýsing var þó ekki alveg rétt, hann er rúmlega sjötugur og fremur grannvaxinn. (Mynd LöGReGLAn) náðist á mynd Lögregla leitaði að hvítri Renault-sendibifreið og ræddi við nokkra eigendur slíkra bifreiða. Bifreiðin náðist á myndband í öryggismyndavél á Hverfisgöt- unni. (Mynd : SiGtRyGGuR ARi JÓHAnnSSon). Vilja dreifiveitu Fulltrúar sveitarstjórna Bláskóga- byggðar og Hrunamannahrepps ásamt Sambandi garðyrkjubænda og Sölufélagi garðyrkjumanna undirrituðu á fimmtudag viljayfir- lýsingu um að kanna möguleika á að reisa eigin dreifiveitu rafmagns sem þjónað gæti ylræktendum á Flúðum, í Laugarási og Reykholti. Markmið samstarfsins er að und- angengnu frekara hagkvæmnis- mati veitunnar að afla heimilda til að reisa og reka dreifikerfi raf- magns fyrir íslenska garðyrkju. Áreiðanleiki útreikninga garð- yrkjubænda um hagkvæmni dreifiveitu, sem lagðir hafa verið fram, verða skoðaðir og sann- reyndir auk þess sem viðræður við stjórnvöld verði hafnar nú þegar. Ætlaði að sprengja við heimili jóhönnu n „Við eigum ekkert eftir nema ofbeldi“ n Sagði engum frá ráðabrugginu n Ósáttur við kvótakerfið og verðtryggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.