Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 46
É g er Reykvíkingur að upp­ runa og er búin að eiga heima hringinn í kring­ um Laugardalinn, það var gott að alast upp í návígi við dal­ inn og svo eyddi ég öllum sumr­ um á Eyrarbakka hjá ömmu við sjóinn og fjöruna – það var dásamlegt,“ segir Þórdís afmæl­ isbarn. Hún er nú á afmælisárinu að ljúka námi í táknmálsfræð­ um og listfræði auk þess að hafa stundað nám í fleiri greinum og telur víst að námsferlinum sé ekki lokið. Þórdís er kona ekki einhöm og starfar á þremur stöðum þar sem hún veitir fólki aðstoð. „Ég er aðra hvora helgi á Ásmundar­ safni en aðalstarfið mitt er í Fjöl­ brautaskólanum við Ármúla þar sem ég er stuðningsfulltrúi og svo starfa ég á kvöldin á áfanga­ stað þar sem þroskahömluðum karlmönnum er hjálpað til sjálf­ stæðrar búsetu. Það er mjög gef­ andi,“ segir hún með ótrúlega mikilli útgeislun. Eftirminnilegasta afmæli hennar er klárlega þegar hún varð tvítug og allir sameinuð­ ust í samsæri gegn henni. „Vin­ kona mín stal símanum mínum og bauð bara öllum úr númera­ minninu í afmælið mitt. Ég hélt ég væri bara að fara út að borða með pabba og bróður mínum en þá var þessi risastóra óvænta afmælisveisla á Gauki á Stöng. Það var rosalega mikil veisla og ennþá verið að hlæja að þessu.“ Þórdís kvíðir því ekki að heilsa nýjum áratug heldur horfir með gleði í hjarta til komandi tíma. „Þetta verð­ ur fínt, er pínu mikið eitthvað en venst örugglega. Veröldin hættir örugglega ekkert að snú­ ast í dag þegar þetta kemur til mín,“segir hláturmilt afmælis­ barnið. „Afmælið núna verður smærra í sniðum – bara út að borða með bestu vinkonun­ um sem allar verða þrítugar á árinu. Við förum svo allar til út­ landa í sumar til að halda upp á afmælin okkar.“ 46 | Afmæli 9.–11. mars 2012 Helgarblað Nú vinna aðrir öll störfin mín É g er fædd að Mýrar­ koti á Tjörnesi og ólst þar upp í faðmi fjöl­ skyldunnar. Var lít­ ið heima á vetrum eftir að ég náði skólaaldri því barnaskólinn minn var heimavistarskóli, Hafralækj­ arskóli í Aðaldal,“ segir Sól­ veig sem snemma byrjaði að takast á við lífið. Á unglingsárum starfaði hún í frystihúsinu á Húsa­ vík samhliða því að hjálpa til með búskapinn heima hjá sér. „Við erum þrjár systurn­ ar og eftir að pabbi lést 1982 skiptumst við á við að sinna búinu allt þar til Sigurbjörg systir og hennar maður tóku við því.“ Eftir að bústörfunum sleppti settist Sólveig al­ veg að á Húsvík og stundaði þau störf sem í boði voru. Á þeim árum stóð atvinnulíf á staðnum í miklum blóma og nóg að gera. „Það var gam­ an þegar maður var ungur að vinna í frystihúsinu, það var mikið sprell og mikið fjör en samt var það bara prúðbúinn sunnudagaskóli miðað við gamanið í sláturhúsinu á haustin,“ segir Sólveig bros­ mild yfir góðum minningum fyrri tíðar. En auk þessara starfa sinnti hún líka verslun­ arstörfum á staðnum. Allt er þetta á skjön við það sem æskan ætlaði en öll eig­ um við framtíðarstörf í æsku. „Þegar ég var lítil sveiflaðist ég mikið í því hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór en ég man að ég var á tíma ákveðin í að verða fóstra og svo var ég viss um að ég ætl­ aði að verða hárgreiðslu­ dama. En nú eru einhverjir aðrir að sinna öllum þessum störfum mínum,“ segir hún og hlær sínum einlæga hlátri. En þar kom að ástin kall­ aði og dró hana austur í Þist­ ilfjörð þar sem hún býr nú með honum Kidda sínum og börnunum hans, Sigur­ björgu Huldu og Klöru Sif. „Ég flutti hingað að Brúarási 2005 og líkar vel hérna, starfa við Flugvöllinn á Þórshöfn, er þar flugupplýsingafulltrúi en sinni svo ýmsum verkefnum fyrir hreppinn utan þess. Það er nóg að gera og einstaklega gaman að vera til.“ Sólveig segir að ekki verði mikið um flugeldasýningar í tilefni dagsins, stór veisla verði að bíða betri tíma og annarra afmæla. „Þetta verður bara ein­ lægt, lítið og sætt, við fjöl­ skyldan förum á Akureyri í leikhús og út að borða. Við ætlum að eiga saman dásam­ lega stund fjarri öllu amstri venjulegs dags og ég hlakka mikið til þess.“ Sólveig Sveinbjörnsdóttir á Brúarási fimmtug 10. mars Þórdís Karelsdóttir stuðningsfulltrúi þrítug 9. mars Fjölskylda Sólveigar n Foreldrar: Dagbjört Jónsdóttir húsfreyja f: 1923, Sveinbjörn Hálfdánarson bóndi f: 1908 – d: 1982 n Sambýlismaður: Kristinn Lárusson verkstjóri f: 1967 n Börn: Sigurbjörg Hulda f: 1997, Klara Sif f: 2001 n Systur: Ósk Þorkelsdóttir f: 1945 Ingibjörg Gísladóttir f: 1947 Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir f: 1961 Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir f: 1963 Fjölskylda Þórdísar n Foreldrar: Karel Kristjánsson prentari f: 1950, Þórdís Soffía Friðriksdóttir f: 1953 – d: 1993 n Bróðir: Friðrik Ingi Karelsson f: 1975 Óvænt afmælisveisla Afmælisbarnið Stórafmæli Léttir grænmetis- réttir Þeir sem vilja breyta mat­ aræði sínu eiga oft erfitt með að finna uppskriftir sem fá bragðlaukana til að taka kipp. Á síðu Mörthu Stewart er að finna 100 skemmtilegar og afar auð­ veldar grænmetisuppskrift­ ir sem allir geta spreytt sig á. Portóbellóborgarar, grænmetis­quesedillas og baunir eru afbragðs matur sem svíkur engan matgæð­ inginn. Græn og væn útgáfa af enchiladas Enchiladas þurfa ekki að vera hlaðnar óhollustu. Græn og væn útgáfa af enc­ hiladas er mjög auðveld í matreiðslu. Setjið kotasælu og svartbaunir á hveitikök­ ur, rúllið upp. Berið fram með chili­tómatsósu og fersku kóríander. Ferskt quesedillas Setjið maríbóost, appels­ ínugula papriku og grasker eða soðnar sætar kartöflur á milli tveggja hveitikakna og grillið í ofni. Berið fram með ferskum maís og svo­ litlu af eikarlaufum eða álíka salati. Portóbellóborgara Þeir sem hafa ekki prófað að búa sér til borgara með portóbellósvepp í stað kjöts ættu að láta slag standa. Bakið sveppinn þangað til hann er mjúkur. Hellið yfir olíu eða smjöri og haf­ ið hann í ofninum örlitla stund í viðbót. Setjið tvo sveppi á hvern borgara og góða þykka ostsneið ofan á, bætið þá ofan á tómat sem hefur verið grillaður með hvítlauksolíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.