Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 51
51Helgarblað 9.–11. mars 2012 „Hér er vel að verki staðið.“ „Gott en gæti verið betra.“ Gulleyjan Leikfélag Akureyrar Dagleiðin langa Þjóðleikhúsið Uppáhaldsbókin? „Gamlinginn er ein fyndnasta bók sem ég hef lesið – eins konar blanda af Góða dátanum Sveijk og brandarabók! Ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri og tímdi varla að klára hana. Þegar ég var búin fann ég að ég hafði unnið mér inn nokkur aukaár. Því hláturinn lengir lífið.“ Malín Brand, blaðamaður á Pressunni Þ að var gaman í Þjóð- leikhúsinu á laug- ardagskvöldið var þegar Vesalingarnir voru frumsýndir. Ég skemmti mér alveg ágætlega, eins þótt þetta óperu-mús- íkal upp úr skáldsögu Victors Hugo muni seint lenda á topp- tíu listanum mínum yfir bestu söngleikina. Til þess er það of langt, sagan of reyfarakennd, músíkin ekki nógu fjölbreytt, þó hún sé gullfalleg með sprettum. Sýningin gengur vel yfir sviðið, eins og sagt var í gamla daga, brunar sína braut af miklum krafti undir traustri stjórn Selmu Björnsdóttur og Þorvaldar Bjarna Þorvalds- sonar sem sveiflar tónsprot- anum af miklum móð í smárri hljómsveitargryfju. Jafnvægi milli hljóðfæraleiks og söngs – klassískt vandamál í íslenskum söngleikjauppfærslum – var misjafnt; á köflum var það í góðu lagi, svo textinn skilaði sér vel úr raddfærum þeirra söngvara/leikara sem á annað borð höfðu góð tök á fram- burði. En á öðrum stöðum, einkum í kórköflunum, skildi maður ekki orð. Ég er hræddur um að leikstjóri og aðrir séu orðnir svo handgengnir text- anum að þeir séu undir lokin ekki alltaf dómbærir á það hvað skilst og hvað ekki, því að þetta er nú aðeins spurning um jafnvægi og stillingar, fín- pússun á lokaspretti. Og nú er ekki lengur hægt að kaupa sér sæti á fyrstu svölum, þar sem hljómburður var bestur áður en leikhússalnum var umturn- að fyrir tuttugu árum – og hafi þeir allir ævarandi skömm fyr- ir sem að þeim verknaði stóðu. Vesalingarnir eru auðvi- tað melódramatískur reyfari með siðferðislegum og félags- legum boðskap sem enginn getur haft neitt við að athuga, nema þá mestu bölsýnismenn og mannhatarar. Þetta er pré- dikun gegn arðráni og kúgun, yfirlýsing um að hið góða, rétt- lætið og mannúðin og kær- leikurinn, muni alltaf sigra að lokum. Eins þótt margt gott og saklaust fólk falli í valinn á þjáningabrautinni. Þarna er rauðum fánum veifað eins og í sósíalistískri byltingaró- peru og í leikslok líða hinir látnu inn á sviðið og eru þá orðnir englar hjá Guði, eins og í helgileik í kirkjunni. Só- salisminn og kristindómurinn sem sagt í einum pakka – og engin vandamál! Góða fólkið gott, vonda fólkið vont, kúg- arar kúgarar, þrælar þrælar. Hver segir svo að við lifum ekki í hinum besta heimi allra heima?! Engin grá svæði, eng- ar snúnar siðferðisspurningar. Engir óhreinlyndir, óprúttnir og ómerkilegir valdamenn að setja á svið handa almenningi leiksýningar, hörmulega skrif- aðar og hörmulega leiknar af þeim sjálfum og skósveinum þeirra. Nei, það er sko engin furða þó að þetta hafi orðið eitt vinsælasta músíkal síðari áratuga, og engin ástæða til að búast við öðru en að það muni ganga vel í okkar krepp- umæddu þjóð að þessu sinni. Það ánægjulegasta við þessa sýningu Þjóðleikhúss- ins eru þeir ungu kraftar sem þar koma fram og maður hefur annaðhvort ekki séð áður eða ekki séð takast á við verkefni af þessu tagi. Og hversu vel þeir komast frá því á heild- ina litið. Þar er fyrstur í flokki Þór Breiðfjörð, sem á sér að baki margra ára menntun og reynslu sem leiksöngvari í verkum af þessu tagi víða um lönd, þó að þetta sé frum- raun hans á sviði Þjóðleik- hússins. Hann mun áður hafa sungið ýmis hlutverk í söng- leiknum, en líklega er hann hér í fyrsta skipti að túlka Jean Valjean, strokufangann sem verður táknmynd hins ofsótta en ódrepandi alþýðumanns, á sífelldum flótta undan „rétt- vísinni“ í mynd hins grimma þrælmennis, Javerts lögreglu- stjóra. Eins konar franskur Jón Hreggviðsson. Það leyndi sér hvergi að Þór er reyndur mað- ur með góða sönglega burði, þó að hann næði sér kannski ekki almennilega á strik fyrr en leið á frumsýningarkvöldið; þá lagði hann líka salinn að fótum sér. Næstan ætla ég að telja Eyþór Inga Gunnlaugs- son, sem syngur elskhugann ómissandi, Maríus. Eyþór Ingi er Dalvíkingur og vakti fyrst at- hygli mína fyrir góða frammi- stöðu í Rocky Horror fyrir norðan. Hann er augljóst efni, en á margt ólært bæði sem leikari og söngvari, ef hann ætlar að verða til frambúðar gjaldgengur í bransanum. Nú fer hann langt á æskuþokkan- um, kraftmikilli rödd og sviðs- framgöngu, sem hann gerir ekki til lengdar. En þetta hlut- verk ofgerir honum ekki og vel til fundið að tefla honum fram í því. Af öðrum burðarsöngv- urum vil ég nefna Valgerði Guðnadóttur sem brást hvergi þeim kröfum sem til hennar verða gerðar eftir fyrri frammi- stöðu; hún var beinlínis hríf- andi í flutningi sínum á aríu Fantine áður en stúlkan leggst á banasængina – einkum þó á forsýningunni. Þá kom Arn- björg Hlíf Valsdóttir mjög á óvart með glæsilegri frammi- stöðu í hlutverki hinnar óláns- sömu Eponine. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er í þriðja stóra kvenhlutverkinu Cosette; hún hefur þýða rödd, en fremur veika og ekki nógu stórt radd- svið til að standa alltaf undir sönglegum kröfum. Fram- burður var yfirleitt sæmilega skýr, en þó vantaði nokkuð á að texti kæmist ætíð til skila. Í hlutverkum Thenardier- hjónanna, hins hlægilega ill- þýðis sem öðrum fremur sjá um að halda uppi húmornum, eru þau Laddi og Margrét Vil- hjálmsdóttir. Þau voru hreint út sagt óborganleg í allri fram- göngu og gervin frábær. Þau voru að vísu á mörkum þess að ofleika, passa sig vonandi á því á síðari sýningum. Nokkuð skorti upp á hjá þeim báðum að texti væri nógu skýr, öllu meir þó hjá Ladda. Egill Ólafsson hefur verið valinn í hlutverk Javerts. Ég verð að játa að ég skil það eiginlega ekki. Egill skilar að sönnu hlutverkinu af tækni- legri fágun, framburður að venju til fyrirmyndar. En hon- um tekst ekki að gera Javert jafn hættulegan og spennandi og hann á að geta orðið, og þegar karlinn að lokum sálgar sér eftir tilfinningaþrunginn lokasöng stóð manni hjartan- lega á sama. Miðað við aðra áhöfn sýningarinnar er Egill fulllangt úti í eldri kantinum; þarna hefði á allan hátt verið eðlilegra að hafa söngvara á aldur við Þór. Og var virkilega ekki hægt að búa Javert betra dulargervi þegar hann smyglar sér inn í uppreisnarflokkinn? Þá er þarna fríður flokk- ur karla og kvenna í ýmsum smærri hóp-hlutverkum. Öllu meira ber þó á körlunum, enda fá þeir mjög að berja sér á brjóst og taka um axlirnar hver á öðrum í hinum ofur- langa götuhasar. Af þeim sog- uðu þeir Orri Huginn Ágústs- son og Jóhannes Haukur Jóhannesson til sín mesta athygli; Bjarni Snæbjörnsson kom þó fast á hæla þeim. Ann- ars standa strákarnir sig allir með prýði. Nokkur börn taka þátt í sýningunni og bar hvorki á feimni né sviðsskrekk hjá þeim, þau sungu og léku af einlægni, innlifun og jafnvel þrótti. Þar vakti Valgeir Hrafn Skagfjörð sérstaka athygli í hlutverki litlu hetjunnar, Gavroche. Vitið þið annars hver það var sem lék Gavr- oche þegar Vesalingarnir voru fyrst sýndir hér á sviði í Iðnó árið 1953 í leikgerð Gunnars Róberts Hansen? Jú, það var ungur drengur að nafni Ómar Ragnarsson – og vakti, ef ég man rétt, þó nokkra athygli sumra krítíkera sem þóttust sjá efni í pilti! – Ég heyrði út undan mér í hléinu að ein- hverjir foreldrar voru undr- andi og ekki sáttir yfir því að nöfn barnanna skuli ekki vera með nöfnum annarra leik- enda á auglýsingaskilti í for- dyri leikhússins. Ég skil þá óánægju mjög vel og hvet Þjóðleikhúsið til að bæta úr því hið fyrsta. Leikmynd Finns Arnar Arnarssonar er ekki mikið augnayndi, sundurlaus húsa- bákn sveimandi allt um kring í einhverju undarlegu hálf- rökkri. Þetta byggingalista- verk er á mörgum hæðum og maður var hvað eftir annað dauðhræddur um að leikarar myndu hrasa og detta þegar þeir voru að príla upp í há- loftin eftir einhvers konar hænsnastigum. Ég veit ekki hvort þessi smíð er byggð á forskriftum að utan, Finnur Arnar er alltént skrifaður einn fyrir henni í leikskrá, fögur er hún ekki. Ljósabeiting er ekki alltaf sem eðlilegust; ég nefni einkum afar skrýtnar ljósarák- ir með síblikki í götubardög- unum – sem eru raunar með snyrtilegustu blóðsúthelling- um sem ég hef orðið vitni að í Þjóðleikhúsinu. Búningaflór- an er glæsileg. Leikurinn er fluttur í nýrri þýðingu eftir Friðrik Erlings- son. Hún hljómaði tals- vert misvel; á stundum bar nokkuð á því að áherslulaus atkvæði fengju áherslur í tón- list og slíkt er aldrei fallegt. Ég fletti upp í gagnabanka Leik- minjasafnsins á www.leik- minjasafn.is og sé þá að verk- ið var flutt í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu og fimm árum í þýðingu Böðvars Guðmunds- sonar. Ég hef þá þýðingu ekki fyrir mér, en Böðvar er vita- skuld einn af okkar öndvegis- þýðendum og málsnillingum og ég á afar bágt með að trúa því að ekki eldri þýðing úr hans smiðju sé orðin úrelt og ónothæf. Hefði ekki verið eðli- legast að biðja hann um að yfirfara hana – ef þess þurfti á annað borð með? Ég sé í leikskrá að stað- genglar hafa verið æfðir í helstu hlutverk: Orri Hug- inn og Jóhannes Haukur eru til dæmis tilbúnir að stökkva í hlutverk Jeans Valjeans og Javerts. Þetta er mjög til fyrir- myndar. Það gæti verið gam- an að sjá þá Orra og Jóhann- es spreyta sig á þessu – hvort sem þeir hafa nú það „star quality“ sem þarf í bæði þessi hlutverk, eða ekki. Ef þeir fá tækifæri til þess, skal ég fús mæta aftur í leikhúsið. Eldhressir Vesalingar Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Vesalingarnir Höfundur: Alain Boublil og Claude Michel-Schönberg. Þýðandi: Friðrik Erlingsson Leikstjóri: Selma Björnsdóttir Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson, Ólafur Ágúst Stefánsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Harkan meiri í dag Fylgist með úr fjarska Kvikmyndin Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axels- sonar var frumsýnd á dögun- um og Stefán Máni er alsæll með útkomuna. Hann segir engar persónur í myndinni byggðar á raunverulegum karakterum úr undirheima- samfélaginu. „Ekki nema þá óljóst og óbeint. Ég hef heyrt getgátur um hina og þessa en þær getgátur eru yfirleitt út á túni,“ segir hann og bætir við að sjálfur hafi hann farið tvisvar á myndina í bíó og ætli að minnsta kosti einu sinni enn. „Ég er mjög ánægður með myndina. Hún er mjög áhrifamikil en líka mannleg og flott mynd og frábærlega leikin,“ segir hann og bætir við að þótt leikarar og leikstjóri hafi þurft að skyggnast inn í undirheimana í undirbúningi sínum hafi hann feginn slopp- ið í þetta skiptið. „Ég lét leik- stjórann fá allar þær upplýs- ingar sem ég hafði aflað mér samankomnar í einni stórri og mikilli möppu. Ég hafði engan áhuga á að fara þarna aftur. Ekki nokkurn. Núna fylgist ég bara með þessum heimi í gegnum fjölmiðla.“ indiana@dv.is n Stefán Máni kynnti sér undirheima Reykjavíkur þegar hann skrifaði bókina Svartur á leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.