Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 40
40m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 2 kvikmyndir
danslist
Þetta er náttúrulega frábær viðurkenning, líka
bara fyrir fyrirtækið í
heild sinni því fyrirtækið
var kosið en ekki einhver
einstaklingur. Það skiptir
okkur miklu máli,“ segir Arnar
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
kvikmyndafyrirtækisins Caoz,
sem meðal annars hefur
framleitt teiknimyndina Legends
of Valhalla, Hetjur Valhallar.
Caoz hlaut Menningarverðlaun
DV í flokki kvikmynda árið 2011.
„Kvikmyndafyrirtækið Caoz
fær Menningarverðlaun DV
fyrir frumkvöðlastarf. Caoz
hefur byggt upp sérfræðigrunn
hér á landi og víðar, hlúð að
hugviti, ráðist í nýja tækni,
skapað tækifæri til frekari
teiknimyndaframleiðslu og vakið
á henni athygli á Íslandi og utan
landsteinanna,“ segir í umsögn
dómnefndar um fyrirtækið.
Seld til 60 landa
Hetjur Valhallar sló í gegn í
kvikmyndahúsum hér á landi
á síðasta ári og fékk frábæra
dóma. Þá hefur myndin verið
seld til sýningar í sextíu
löndum, en Suður-Kórea er þó
eina landið sem þar sem hún
hefur verið sýnd enn sem komið
er. „Það eru nú þegar um 750
þúsund manns nú þegar bara
þar, sem er þó nokkur fjöldi.
Svo er bara að bíða og sjá
hvernig þetta kemur út í öðrum
löndum. Þetta er allavega frábær
byrjun.“
Arnar segir misjafnt hvenær
Hetjur Valhallar verður tekin til
sýninga í hinum löndunum en
það muni líklega dreifast niður á
allt þetta ár.
Byrjað að þróa næstu mynd
Eftir frábærar viðtökur á
frumrauninni í teiknimyndagerð
í fullri lengd er starfsfólk Caoz
byrjað að þróa næstu mynd.
Arnar segir þó unnið að öðrum
verkefnum samhliða því, til
dæmis auglýsingum. „Fókusinn
er náttúrulega að skapa þennan
iðnað hérna heima á þessari
braut, að búa til teiknimyndir.“
Hann bendir á að ekki sé
hlaupið að því að hrinda svo
stóru verkefni í framkvæmd
enda ekki margir sem hafi
reynslu í þessum iðnaði hér á
landi.
„Þetta tekur allt langan tíma.
Eins og með þessa mynd, frá
því við hófum raunverulega
framleiðslu og þangað til hún
var búin liðu tvö ár.“ Ferlið frá
því hugmyndin kviknaði og
þangað til myndin var tekin til
sýninga tók þó sex ár.
Búin að sýna sig og sanna
Arnar segir þau nú vera
reynslunni ríkari og búin að
sýna sig og sanna. „Þá gengur
þetta nú sjálfsagt aðeins betur
fyrir okkur að taka næsta
verkefni að okkur.“
Kvikmyndafyrirtækið Caoz
var stofnað árið 2001 og er
leiðandi á sínu sviði í Evrópu.
Áður en Hetjur Valhallar litu
dagsins ljós hafði fyrirtækið
meðal annars framleitt stuttu
teiknimyndirnar Litla lirfan ljóta
og Anna og skapsveiflurnar. Þær
hafa báðar unnið til fjölmargra
verðlauna.
solrun@dv.is
Arnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Caoz, segir fyrirtækið nú vera búið að sýna sig og sanna.
„Skiptir okkur
miklu máli“
Þetta kom mér mjög á óvart. Þetta er mikill heiður og ég
var bara rosaglöð með þetta. Það
eru svo margir sem eiga þátt í
þessu, fólkið sem ég vinn með.
Ég er búin að vera að vinna á
mikið á Íslandi síðasta árið og
ég er með svo góðan hóp með
mér. Þá auðvitað gengur allt
betur,“ segir danshöfundurinn
Erna Ómarsdóttir sem hlaut
Menningarverðlaun DV í flokki
danslistar árið 2011. Hún
segir mjög gott að fá svona
viðurkenningu og að allir sem
voru tilnefndir eigi að vera
ánægðir. „Svona keppni í listum,
það er alltaf spurning með það,
en ég held þetta hafi rosagóð
áhrif. Þetta er svona einhvers
konar uppskera.“
Hægt að túlka pólitík með dansi
Erna segir mikla grósku í dansi
á Íslandi og mikið af ungu
og efnilegu fólki bætist sífellt
í hópinn. Síðustu árin hafi í
raun orðið hálfgerð sprenging.
„Það er ótrúlega gaman að
vera á Íslandi og sjá og taka
þátt í þessu blómlega danslífi.
Þetta er rétt að byrja en það er
búin að vera góð orka í loftinu
síðustu árin. Sérstaklega eftir
að Listaháskólinn byrjaði með
dansdeildina. Svo eru náttúrulega
margir sem fara út að læra. Það
er góð blanda.“
Erna segir dansinn vera mjög
margslunginn og á Íslandi fái
áhorfendur aðeins að sjá brot
af þeim dansstefnum sem eru í
gangi úti í heimi. Hún skynjar
aukinn áhuga á dansi meðal
almennings hér á landi og
áhorfendahópurinn sé sífellt
að stækka. „Fólk er að fatta
hvað þetta er skemmtilegt og
áhugavert,“ segir Erna og bendir
jafnframt á að hægt sé að túlka
svo margt með dansinum, meira
að segja pólitík. Svo sé dansinn
alþjóðlegt tungumál.
Hefur unnið mikið erlendis
Erna hefur starfað mikið
erlendis, aðallega í Mið-Evrópu;
Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi.
Hún hefur mikið unnið með
danshöfundum og leikstjórum
í Belgíu upp á síðkastið, ásamt
því að vinna að sínum eigin
verkum. Oft er um að ræða ólík
leikhús sem koma að verkunum
og styrkja þau. Svo er farið með
verkin á sýningarferðalög.
Sum verk ganga í fjölda ára á
meðan önnur hafa styttri líftíma.
Á döfinni hjá henni er meðal
annars að fara aftur af stað með
verkið Teach us to outgrow
our madness sem var frumsýnt
árið 2009. Þá hefjast sýningar
á verkinu Við sáum skrímsli í
Feneyjum í sumar og verður það
einnig sýnt á stórri sviðslistahátíð
í Berlín.
Með einn sex mánaða
Í haust mun Erna halda til
Japans með verkið Tickling
death machine, sem er
samstarfsverkefni hennar
og Valdimars Jóhannssonar,
eiginmanns hennar, við
hljómsveitina Reykjavík! Erna
„Rosaglöð
með þetta“
Erna Ómarsdóttir hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar:
lýsir verkinu sem tónleikum
með leikrænu ívafi og ýmsum
uppákomum. Þau munu fara
með verkið meðal annars til
Frakklands og Ástralíu. „Svo
erum við að fara að byrja á
nýjum verkefnum og ætlum að
vinna dálítið á Íslandi því nú er
maður kominn með einn lítinn,“
segir Erna og vísar þar til sex
mánaða sonar síns. „Þá er gott að
vera á Íslandi.“
solrun@dv.is
Mörg járn í
eldinum
Ýmislegt er á
döfinni hjá Ernu
Ómarsdóttur á
næstu mánuðum.
Hún er meðal
annars á leið
með þrjú verk á
sýningarferðalag
víðs vegar um
heiminn.