Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Þ að er mikilvægt að falla ekki í þá gryfju að telja að ein- staklingar innan stjórn- kerfisins eða einstaklingar í opinberum embættum geti ekki verið þátttakendur í skipulagðri glæpastarfssemi,“ sagði Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, í erindi um skipulagða glæpa- starfssemi á fimmtudag. Karl sagði þegar komið fram að skýr vilji væri til þess innan ákveðinna hópa að fá upplýsingar um hvaða einstaklingar gegni lykilhlutverkum. „Síðan velta þeir fyrir sér með hvað hætti er hægt að hafa áhrif,“ sagði Karl Steinar. Vilja komast yfir upplýsingar Karl segir þá sem starfa innan lög- reglunnar og hjá tollstjóra búa yfir upplýsingum sem skipulagð- ir glæpahópar vilji komast yfir. Oft og tíðum séu þeir tilbúnir að greiða háar fjárhæðir fyrir þær. Hóparnir hafi meðal annars áhuga á vitneskju um hleranir lögreglu. Þá segir hann lögreglu vita til þess að aðilar sem tengjast glæpasamtökum hafi aflað sér upplýsinga um lögreglumenn og fjölskyldur þeirra. Karl Steinar nefndi einnig að glæpasamtök hafi oft og tíðum áhuga á upplýsingum um túlka lögreglu. „Þeir leita eftir upplýsingum og reyna að hafa áhrif á túlka sem eru lögreglu, tollayfirvöldum og þeim yfirvöldum sem koma nærri þess- um málum mjög háð, sérstaklega er varðar erlendu hópana.“ Þetta sagði Karl sérstaklega eiga við meðal þeirra hópa sem eru í fíkniefnaflutn- ingi eða framleiðslu. Ágæt yfirsýn lögreglu Af orðum Karls að dæma telur lög- regla sig hafa nokkuð góða yfirsýn og vitneskju um brotahópa. Hann segir valdakeðju og skipulag skipulagðra glæpahópa hér á landi vera mjög mismunandi. Þá greinir hann mun á skipulagi þeirra eftir þjóðerni með- limanna. Þannig séu erlendir hópar oft skipulagðari en þeir íslensku. „Þessir hópar sem hér eru nefnd- ir eru mjög ólíkir og bera sterk ein- kenni þeirra þjóða og þjóðarbrota sem þar eru að baki. Þannig má til dæmis segja að hópar frá Litháen eru mjög skipulagðir og hafa mjög skýra verkaskiptingu í öllum sínum verkum. Þar er algengt að einstak- lingar hafi tiltekin hlutverk og þekki ekki heildarferlið. Þeir geta því ekki veitt upplýsingar sem lögreglu fýsir að vita til að geta rannsakað málið,“ sagði Karl Steinar. Flatt skipulag Íslensku hóparnir eru að mati Karls Steinars ekki eins skipulagðir og margir erlendir hópar. „Það má segja að þeir séu með flatara skipulag. Þar eru menn sem eru jafnvel skipu- leggjendur en gegna fleiri hlutverk- um en sambærilegir menn í erlend- um samtökum,“ sagði Karl Steinar og bætti við að það geri lögreglu oftar en ekki auðveldara að rannsaka ís- lensku hópana en þá erlendu. Lög- reglunni sé vegna skipulagsleysis hópanna hægara um vik að komast áfram í málum íslensku hópanna. Barist gegn vélhjólagengjum Íslensk stjórnvöld hafa um nokk- urt skeið barist gegn fótfestu vél- hjólagengja hér á landi. Málflutn- ingur lögreglu hefur ætíð verið í þá veru að með aukinni fótfestu þess- ara hópa sé hætta á að ofbeldi færist í aukana, samhliða aukinni brota- starfsemi sem lögreglan telur að þeim muni fylgja. Vísað er til reynslu annarra Norðurlanda af samskipt- um við álíka hópa. Karl Steinar segir lögregluna óttast að ofbeldið verði ekki aðeins innan hópanna heldur geti orðið mikið milli hópanna og þannig náð til saklausra borgara. „Þetta yrði síðan hrein viðbót við þá brotastarfsemi sem þegar er til stað- ar í landinu og myndi auka hana verulega. Því miður hefur allur sá málflutningur sem við komum með á sínum tíma komið fram og raun- verulega bara á síðasta ári,“ sagði Karl Steinar. afla upplýsinga um lögreglumenn „Þessir hópar sem hér eru nefndir eru mjög ólíkir og bera sterk einkenni þeirra þjóða og þjóðarbrota sem þar eru að baki. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Einstaklingar innan stjórnkerfisins hugsanlegir þátttakendur n Erlendir hópar reyna að hafa áhrif á túlka Hermenn dauðans n Einn af klúbbunum 11 sem lögreglan fylgist með hefur ekki verið mikið til umræðu í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi áður. Lögreglan hefur hins vegar nefnt hann á nafn. Það er hópurinn S.O.D. Um að ræða lítinn klúbb sem samanstendur í Reykjavík af 12 til 15 aðilum. Ekki liggur alveg fyrir fyrir hvað skammstöfunin stendur en Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, hefur nefnt að það geti staðið fyrir Soldiers of Death, eða Hermenn dauðans, í lauslegri þýðingu. Samkvæmt heimildum DV eru með- limir klúbbsins S.O.D. forviða á því að nafn þeirra sé bendlað við glæpastarf- semi, þrátt fyrir nafnið. Heimildirnar herma að ástæða sé fyrir því að með- limirnir séu ekki í Hells Angels eða Black Pistons. Hún sé sú að um sé að ræða fjölskyldumenn sem hafi fyrst og fremst áhuga á mótorhjólum. Þeir eigi kunningja innan Hells Angels, fyrst og fremst vegna sameiginlegs áhuga á mótorhjólum. Heimildarmaður, sem DV ræddi við, segist aldrei hafa heyrt til þess að meðlimir klúbbsins væru tengdir glæpum á nokkurn hátt, ólíkt sumum af hinum klúbbunum. Annar S.O.D.-klúbbur er starfræktur á Akur- eyri og sá þriðji í Reykjanesbæ, en báðir telja örfáa meðlimi. Karl Steinar Valsson Aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Óttast fótfestu vélhjólagengja Lögregla hefur áhyggjur af aukinni fótfestu vélhjólagengja hér á landi enda telur hún að aukið ofbeldi geti fylgt slíkum hópum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.