Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 39
39m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 1 leiklist Bækurnar eiga sjálfstætt líf Vigdís Grímsdóttir barðist við ritstíflu þegar hún skrifaði Trúir þú á töfra? Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hlaut Menningarverðlaun DV í flokki bókmennta fyrir bókina Trúir þú á töfra? Ekki náðist í Vigdísi til að fá viðbrögð vegna verðlaunanna en Vigdís hefur hlotið fjölda verðlauna í gegnum tíðina. Í viðtali við DV í haust sagði Vigdís að þrátt fyrir viðurkenningar búi enn þessi þrá í henni til að mynda samband við lesendur, ná í gegn og skilja eitthvað eftir sig. Í sama viðtali sagði Vigdís frá veikindum sem höfðu áhrif á skrif hennar. Hún gat ekki útskýrt hvað gerðist sem olli því að hún missti máttinn til að skrifa. „Ég hef alltaf getað skrifað, sama hvað gengur á, alltaf. En það skal enginn halda að ég noti bækurnar mínar til að skrifa frá mér sársauka. Þær eru ekki hjúkkurnar mínar. Þær eiga sér sjálfstætt líf sem ég ber virðingu fyrir. En þarna gerðist eitthvað og ég gat ekki haldið áfram,“ sagði Vigdís sem tókst sem betur fer að berjast í gegnum ritstífluna. Hún hafði verið búin með fyrstu þrjú drögin að bókinni en aðal- persónan var svo ósátt að hún slökkti alltaf á sér. „Það var rosa- lega sárt. Ég elskaði hana svo mikið að ég trúði því ekki að hún gæti gert þetta. Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa náð að berjast í gegnum þessa ritstíflu því niður- brotið hefði verið algjört ef mér hefði ekki tekist það. Ég get ekki lýst því með orðum en ég efast um að ég hefði getað haldið áfram að skrifa. Ég hefði kannski hætt.“ Umsögn dómnefndar: Vigdís Grímsdóttir hefur einstakt lag á að segja sögur sem taka sér bólstað í hjartanu. Þessi marg- slungna en jafnframt kristaltæra saga leiðir lesandann á vit marg- slunginna ævintýra. Verkið er í senn fagurt ljóð og grimmileg frá- sögn, beljandi stórfljót og hjalandi lækur sem skapa flóru hughrifa og fá lesandann til að horfast í augu við sjálfan sig og viðhorf sín til til- verunnar. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri er snortin yfir verðlaunum sínum í flokki leiklistar og segist líta svo á að verðlaunin séu til allra þeirra sem komu að sýningunni Svartur hundur prestsins sem fært var upp í Þjóðleikhússins. „Þessi verðlaun eru til allra þeirra sem komu að þessari sýningu. Þá á ég ekki bara við fólkið í framlínunni heldur líka alla þá sem standa að sýningunni og eru bak við tjöldin. Ég dáist alltaf að því hvað fólk í leikhúsinu leggur hart að sér og er óeigingjarnt. Mér finnst það alveg einstakt.“ Einstakt sjónarhorn Kristín segir rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur hafa komið að máli við sig eftir að hafa fengið styrk úr Prologus- sjóðnum til að vinna að handriti að nýju leikriti. „Þetta byrjaði allt með því að góð kona fékk stuðning. Auður hlaut styrk til að þróa hugmynd að leikriti sem hún nefndi seinna Svartur hundur prestsins. Þetta er fyrsta leikrit Auðar sem hefur á undanförnum árum látið til sín taka á ritvellinum. Verk Auðar er einstaklega fallegt og sjónarhorn konu í leikhús- inu er sjaldgæft og því dýrmætt. Auður Ava hefur einstakt sjónarhorn sem ég sá mikla möguleika í þegar ég las hand- ritið.“ Kristín og Auður eiga reyndar margt sameiginlegt. Þær eru báðar menntaðar í Frakklandi og með svipaðan bakgrunn. Kristín segir þær eiga afar gott með að vinna saman ekki síst vegna þess að sýn Auðar hafi samræmst vel hennar eigin myndrænu sýn. „Við eigum ýmislegt sameiginlegt, við erum báðar menntaðar í Frakklandi og erum með svipaðan bakgrunn og erum auðvitað báðar konur. Það er ekki nauð- synlegt skilyrði fyrir mér en það gefur annað sjónarhorn. Það er upplýsandi og uppljómandi að kynnast því sjónar- horni. Það er ekkert betra eða verra en sjónarhorn karla.“ Fróðlegt ferli Kristín fékk með sér frábært samstarfsfólk að eigin sögn sem reyndist nauðsynlegt enda erfitt að færa upp nýtt íslenskt verk. „Það er alltaf erfitt að setja upp nýtt íslenskt verk. Frumsköpun gerir meiri kröfur til manns, það er ekki komin nein reynsla á verkið og því þarf að kanna leiðir nýrrar hugsunar. Í þessu tilfelli var ferlið fróðlegt og ég kom ríkari út úr því en áður en var lagt af stað, sérstaklega hvað varðar að byggja tengsl á milli persóna. Ég fékk til mín frábært samstarfsfólk, listræna aðstandendur og leikara. Þetta var alveg einstakur hópur. Leikmyndina sá hún Elín Hansdóttir um, hún er orðin mjög þekkt í myndlistarheiminum. Ég held að þetta hafi verið hennar frumraun í leikhúsi. Hennar verk eru rýmisverk og þar sem ég ætlaði frá upphafi að gera þetta að heimi völundarhúss þá lá beint við að leita til hennar af því að hún hefur áður gert völundarhús sem hún sýndi á listahátíð í Listasafni Reykjavíkur. Mér finnst leikmyndin hafa haldið utan um þennan heim og skapað ferlið í sýningunni. Það var ótrúlega gott að vinna með henni, hún var hugmyndafrjó og örlát. Hún Elín skilur djúpum skilningi hvað það er að vera í díalóg í skapandi ferli. Það er grundvallaratriði því listsköpun er sameiginlegt átak.“ Pólitískur leikstjóri Kristín hefur starfað jöfnum höndum sem leikstjóri í kvikmyndum og leikhúsi. Hefur annað áhrif á hitt? „Það er erfitt fyrir mig að segja það, hvort það liggur eitthvert flæði þarna á milli. Allt skilar sér á einhvern máta, menntun og reynsla. Það er ekki hægt að komast hjá því. Samt finnst mér ég nú vera í tiltölulega hagstæðri stöðu til þess að meta hvaða sérstöðu hvort um sig hefur, leikhúsið annars vegar og svo kvikmyndin hins vegar. Þetta eru ólíkir miðlar þótt þeir byggi í grunnatriðum á því sama. Í leikhúsinu erum við hér og nú í sama tíma og rými meðan kvik- myndinni mætti frekar líkja við draum- farir þar sem lagt er af stað í ferðalag.“ Er hún pólitískur leikstjóri? „List er alltaf pólitísk en ég er ekki flokkspólitísk. Í það heila tekið hefur sköpun mátt til þess að breyta hugar- fari fólks, það má ekki gleyma því að ímyndunaraflið er máttugasta tækið til þess að bæta heiminn. Það er og verður okkar bjarghringur þegar upp er staðið. Að láta ímyndunaraflið verða máttugt umbreytingarafl, það er í stuttu máli mín pólitík.“ Með tvö verk í undirbúningi Kristín er með mörg járn í eldinum. Nú er hún helst að vinna að tveimur afar ólíkum uppfærslum sem báðar verða á sviði Borgarleikhússins. „Ég er í augnablikinu að undirbúa tvö verk uppi í Borgarleikhúsi. Annað er á vegum Kvenfélagsins Garps og er uppfærsla á verkinu margfræga Beðið eftir Godot. Það eru hinir valinkunnu Pörupiltar sem fara með hlutverk í því. Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Pörupiltarnir eru náttúrulega snjallir piltar og karlar og þeir urðu sér úti um leiklistarmenntun á snaggaralegan máta og þýðir að þeir þurfa að leika aðrar persónur. Þeir eru ekki í neinum tengslum við þessar konur sem er alltaf verið að bendla þær við,“ segir hún og hlær. Hitt verkið kallast Rautt og er eftir John Logan sem er bæði leikstjóri og kvikmyndahandritshöfundur. Hann sést á hverju ári á rauða dreglinum og er iðulega heiðraður. Hann skrifaði þetta verk um myndlistarmanninn Mark Rotko. Það vill svo til að hann er í miklu uppáhaldi hjá mér og því er ég hæstánægð með að fá að vinna að þessu verki. Ég hef elt hann uppi í öllum borgum sem ég hef komið í og hann er að finna. Hans list hefur verið vinur minn og samferðamaður. Það að fá að vinna verk sem maður brennur fyrir flytur mann með lyftu á efri hæðir. Þetta er tveggja manna verk og fjallar um Rotko og aðstoðarmann hans, Jóhann Sigurðarson leikur Rotko og Hilmar Guðjónsson leikur aðstoðarmanninn.“ Umsögn dómnefndar: Kristín Jóhannesdóttir er tilnefnd fyrir sviðsetningu sína á leikriti Auðar Övu Ólafsdóttur, Svartur hundur prests- ins, í Þjóðleikhúsinu. Kristín hefur mörg undanfarin ár sýnt og sannað að hún er hugmyndaríkur og smekkvís leikstjóri. Hún hefur gott lag á að vinna með leik- urum og er sjálfri sér samkvæm í þeirri leið sem hún kýs að fara að viðfangs- efninu hverju sinni. Sérstaða hennar meðal íslenskra leikstjóra felst þó ekki síst í þeirri sterku myndrænu sýn sem einkennir sviðsetningar hennar og lifir Kristín Jóhannesdóttir sigraði í flokki leiklistar: Sjónarhorn konu í leikhúsinu sjaldgæft BÓkmenntir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.