Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll 9.–11. mars 2012 Helgarblað E f sú staðreynd að ávextir og grænmeti sé sneisafullt af næringarefnum er ekki nægileg ástæða til þess að hlaða þeim á diskinn þá gæti það virkað meira hvetjandi fyrir fólk að hollmetið reynist hafa fegrandi áhrif á útlitið. Nýleg rannsókn gefur til kynna að fólk sem eykur til muna neyslu sína á ávöxtum og grænmeti er meira að- laðandi strax sex vikum seinna. Það voru vísindamenn í St Andrews-há- skólanum sem rannsökuðu þessi tengsl fæðuvals og útlits. 35 manns voru rannsakaðir og teknar myndir af þeim reglulega á sex vikna tímabili. Tengsl á milli útlits og neysluvenja Sérstaklega skipaður hópur fór yfir myndir af þeim sem tóku þátt í rann- sókninni og gaf þeim einkunn. Þátt- takendur í rannsókninni átu mis- mikið af grænmeti. Þeir sem átu mest fengu oftar þá einkunn að þeir væru aðlaðandi, meðan þeir sem átu rúman meðalskammt fengu þá ein- kunn að þeir hefðu hraustlegt útlit. Þeir sem fengu ekkert grænt og vænt á sinn disk fengu síðan þá slöku ein- kunn að þeir væru veiklulegir. Vísindamenn ákváðu að rann- saka tengsl á milli útlits og neyslu- venja með það í huga að bæði ávextir og grænmeti innihalda ríkulegt magn af karótíni sem hefur verndandi áhrif gegn hrörnun frumna vegna meng- unar og geislunar, krabbameini og hjartasjúkdómum. Að sá fræjum ástar „Að borða ávexti gerir þig kynþokka- fyllri,“ segja vísindamenn rannsókn- arinnar fullum fetum. Það var áður vitað að það að borða grænmeti á borð við gulrætur gæti valdið lita- breytingum í húð. Það sem var ekki vitað er að litabreytingarnar eru ein- mitt það sem valda því að þeir ein- staklingar sem borða mikið græn- meti eru álitnir meira aðlaðandi en þeir sem sneiða hjá grænmeti og ávöxtum. Í rannsókninni var myndavél með gríðarlega öflugri linsu beint að húð- inni og þá sáust litabreytingarnar vel og eftir því sem neyslan var meiri á grænmeti og ávöxtum voru litabreyt- ingarnar meira áberandi. Karótín og lýkópen Það eru til hundruð mismunandi gerða karótíns, en þau sem hafa mest áhrif á húðina eru lýkópen. Það efni sem gefur tómötum og rauðum paprikum lit sinn, og beta-karótín sem finnst í miklu magni í gulrótum, graskeri, spergilkáli og spínati. Húðlitur getur einnig breyst vegna polyphenol-efna eins og þeirra sem finnast í eplum, bláberj- um og kirsuberjum. Þessi efni gefa eftirsóttan roða í kinn! Ross Whitehead, sem fékk rann- sóknina birta í PLoD ONE sagði: „Við væntum þess að litabreytingarnar verði mestar hjá fólki sem borðaði lítið af grænmeti en jók neyslu sína til muna en við komumst að því að breyting á húðlit verður alveg jafn- mikil hjá fólki sem borðar þokkalega mikið af grænmeti en bætir aðeins við neyslu sína. kristjana@dv.is Grænmeti og ávextir gera þig fallegri Heilbrigðara útlit Samkvæmt rannsókn vísinda- manna í St Andrews-háskólanum gerir mikil neysla grænmetis og ávaxta fólk meira aðlaðandi. Hollt heimapopp Það er leikur einn að búa til sitt eigið heimagert örbylgjupopp án þess að vera með áhyggjur af óhollustunni því ekki þarf að nota salt og smjör eða olíu frekar en maður vill. Allt sem þarf er bréf- poki og baunir en fjallað er um þetta á matarkarfan.is. Þar segir að magn poppbaunanna sé valfrjálst og að heimapoppið sé bæði ódýr- ara og hollara en keypt örbylgju- popp. Heimapopparinn ber því ábyrgð á hollustunni sjálfur. Græna bomban Heilsudrykkurinn græna bomban er afskaplega vinsæll hjá þeim er hafa tekið heilsuna í gegn. Í henni er möndlumjólk sem er prótein- rík, spínat sem er ríkt af andox- unarefnum og fólinsýru. Það inniheldur mikið af A-, C- og K- vítamíni svo einhver séu nefnd. Í grænu bombuna fer líka kókosolía og hörfræolía. Drykkur fyrir 2 1½ bolli möndlumjólk Handfylli spínat Handfylli frosið mangó 1 banani 1 msk. grænt duft 2 msk. kókósolía 2 msk. hörfræolía 2 msk. hveitikím Setjið möndlumjólkina í blandar- ann og bætið spínatinu út í. Látið það blandast vel áður en frosnum ávöxtunum er bætt út í. Þá er ban- anum bætt út í. Bætið kókosolíu út í ásamt hörfræolíunni. Hrærið saman. Hveitikímið er sett varlega út í. Drekkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.