Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 17
niður þarna. Þeirra horfur voru miklu
verri því þeir voru bara í fangelsum og
margir héldu áfram í neyslu og breytt-
ust ekkert við fangavist.“ Sigurður segir
batahorfur einstaklinga með fíknisjúk-
dóma alltaf verri en þeirra sem ein-
göngu þjást af geðsjúkdómum.
Tveir starfsmenn með hverjum
vistmanni
„Í byrjun þá erum við að skoða fólk
undir miklu öryggi en það sem er svo
mikilvægt er að þegar við vitum að
öryggið er komið þá verðum við að
stunda endurhæfingu.“ Þá er unnið að
því að byggja fólk upp í þeirri von að
það komist út í lífið á nýjan leik.
Þegar vistmaður hefur verið á
deildinni í ákveðinn tíma getur hann
fengið að fara í gönguferðir í nágrenn-
inu og bæjarferðir í fylgd tveggja starfs-
manna. „Það er yfirleitt í fyrstu eftir
svona sex mánuði sem einhver fær
að fara mikið út. Auðvitað er þó eng-
in regla í því, það er svo mismunandi
hvernig fólk er statt. Þetta snýst í raun
um að endurhæfa fólk út í samfélagið.“
Geðklofi algengastur
Algengustu geðsjúkdómarnir sem
koma til álita þegar verið er að meta
ósakhæfi eru yfirleitt alvarlegir viðvar-
andi sturlunarsjúkdómar; geðklofi eða
alvarlegt manískt geðhæðarástand.
„Algengasta sjúkdómsgreiningin
hjá okkur er alveg örugglega geðklofi
eða líkt ástand; geðhvarfasjúkdómar,
geðklofasjúkdómar, fíknisjúkdómar
og persónuleikaraskanir.
Sigurður bendir þó að sumir ein-
staklingar fari í sturlun tímabundið af
neyslu. Það er sá hópur sem er á gráu
svæði þegar sakhæfi er metið. „Þessi
hörðu efni, amfetamín og lík lyf eru
svo hættuleg því þau ýfa svo upp sjúk-
dóminn. Tímabundin áhrif af amfeta-
míni og kókaíni eru geðrofseinkenni.“
Aðspurður segir Sigurður að marg-
ir þeirra einstaklinga sem þjást af geð-
sjúkdómum séu í raun líka veikari fyrir
fíknisjúkdómum.
Ólar ekki notaðar síðan 1930
Í kvikmyndum og skáldsögum er oft
dregin upp drungaleg mynd af geð-
sjúkrahúsum, þar sem sjúklingar eru
bundnir eða reyrðir niður. Sigurður
segir þetta vera fjarri veruleikanum
hér á landi. Öllum slíkum tólum og
tækjum var hent upp úr 1930 og hafa
ekki verið notuð síðan í meðferð geð-
sjúkra. „Við notum frekar einangrun
og lyf og svo höfum við mann með
fólki. Í neyðartilvikum þegar við ráð-
um ekki við aðstæður, og það gerist
ekki inni á þessari deild, þá er hægt
að biðja lögregluna um að koma
til að halda uppi aga bara eins og í
þjóðfélaginu.“
Það þarf þó ekki að fara langt út
fyrir landsteinana til að finna geð-
sjúkrahús þar sem ólar eru notað-
ar til að hafa hemil á geðsjúkum. Á
Norðurlöndunum er þetta til dæmis
eitt öryggisúrræða fyrir sjúklinga og
starfsfólk.
Sigurður bendir á að nauðungar-
vistun sé margfalt sjaldgæfari á Ís-
landi en á hinum Norðurlöndunum.
Þegar hann starfaði sem læknir í Sví-
þjóð þá var það til að mynda daglegt
brauð að njörva niður fólk á bráða-
geðdeildum. „Svíarnir og Norðmenn-
irnir hrista hausinn og trúa okkur ekki
á almennum geðdeildum – að við
séum ekki að nota þetta.“
Réttargeðdeildin rólegust
Sigurður segist ekki þekkja til þess að
óánægja sé með það á öðrum deild-
um Klepps að réttargeðdeildin sé
komin undir sama þak. Hann áttar
sig þó á því að það geti vakið kvíða hjá
einhverjum að sjúklingar sem framið
hafa voðaverk séu í næsta nágrenni.
Mikilvægt sé þó að horfa á hlutina í
stærra samhengi. Sigurður sér einn-
ig um aðra deild, við hlið réttargeð-
deildarinnar, þar sem vistaðir eru
einstaklingar sem hafa verið svipt-
ir sjálfræði en hafa ekki brotið af sér.
„Þeir eru kannski með miklu meiri
ofbeldissögu en hinir. Það er oft svo
mikil tilviljun sem ræður hvað ger-
ist í einhverju slysi. Því oftast er þetta
náttúrulega slys þegar fólk er svona
veikt. Það hefur ekki verið til neinna
vandræða að hafa þá deild þar. Þetta
fólk er í eðli sínu rólegra og uppákom-
ur á þessum deildum eru sjaldgæfari
en á venjulegum geðdeildum. Það
liggur mikið í kúltúrnum. Allt sem er
gert fyrirbyggjandi, það kemur í veg
fyrir hluti.“
Sigurður segist ekki hafa orðið var
við óánægju eða kvartanir frá íbúum
og fyrirtækjum í grennd við spítalan-
um og bendir á að í nágrannalöndun-
um séu réttargeðdeildir nær undan-
tekningalaust staðsettar í þéttbýli.
Það gætir þó ennþá fordóma gagn-
vart geðsjúkum í samfélaginu. Sigurð-
ur tekur eftir því en telur Íslendinga
vera að færast í rétta átt. „Ég skil alveg,
og kannski hefur það komið svolítið
á óvart, að það er svolítil hræðsla við
þetta ennþá. En ég held þetta sé bara
óvissa og þekkingarleysi. Svolítill eim-
ur af fordómum. Það er bara eitthvað
sem við verðum að vinna með og með
því að útskýra hlutina þá held ég að
hlutirnir verði í lagi.“
Fréttir 17Helgarblað 9.–11. mars 2012
Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn í Reykjavík!
Borðapantanir í síma 553 5323
AÐALSTRÆTI 2 - 101 REYKJAVÍK - WWW.RUB23.IS
Sumir loSna aldrei af deildinni
n Ný réttargeðdeild opnuð á Kleppi n Þar eru vistaðir alvarlega veikir einstaklingar sem ófærir eru um að stjórna gjörðum sínum
„Time out“-herbergi Á öryggisganginum er herbergi þar sem einstaklingar geta fengið
að pústa og hugsa sig um með eftirlitsmanni.
Vistlegt Herbergin eru björt og vistleg, búin rúmi, skrifborði, stól, sjónvarpi og fataskáp
með læstri hirslu fyrir persónulegar eigur.