Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 72
Er þetta ekki
eitt stórt
samsæri?
Meyr og montin
n Á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna bloggaði Hildur Lilliendahl
um þá miklu athygli sem femín-
ismi hefur fengið síðustu vikurnar.
Hún segist finna fyrir því að eitt-
hvað sé að breytast. „Í tíu daga hef-
ur femínismi verið til umfjöllunar
á kaffistofum og í fjölmiðlum og í
skúmaskotum internetsins nokkuð
viðstöðulaust. Ég man ekki hvenær
það gerðist síðast.“ Hildur segist
vona að með myndaalbúmi sínu
Karlar sem hata konur og athygl-
inni sem það fékk hafi hún breytt
einhverju og að með stuðningi fólks
í landinu og DV hafi
henni tekist að hreyfa
við einhverju. Hún
segist vera hrærð og
stolt. „Á þessum degi,
fyrir ári síðan, var ég
svartsýn og nokkuð
döpur. Í dag, öðr-
um dögum
fremur, er
ég meyr og
montin og
jafnvel svo-
lítið bjart-
sýn.“
Prestshjón styðja
Sigurð Árna
n Prestshjónin Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og Bjarni Karlsson hafa lýst yfir
stuðningi við framboð Sigurðar
Árna Þórðarsonar til biskups. Bar-
áttan um biskupsstólinn stendur
nú yfir en það kemur í ljós á næstu
vikum hver verður næsti biskup Ís-
lands. Stuðningur hjónanna mun
eflaust reynast Sigurði Árna vel.
Sigurður Árni er þeim hjónum vel
kunnur en hann var heimilisvinur á
bernskuheimili Jónu Hrannar þegar
hann var prestur að Hálsi í Fnjóska-
dal. Þá var hann æsku-
lýðsleiðtogi og
foringi í starfi
KFUM sem
Bjarni sótti
sem ung-
lingur.
Stofnar eigin
fjölmiðil
n Eiríkur Jónsson blaðamaður ætlar
að feta nýjar brautir þegar hann
setur í loftið vefinn eirikurjonsson.
is, þar sem hann ætlar að vera með
fréttir sem hann segir með sínum
sérstæða hætti. Blaðamaðurinn
hefur komið víða við á litríkum
ferli, svo sem á DV, Séð & heyrt og
nú síðast Pressunni.
Í Fréttablaðinu á
fimmtudag sagð-
ist Eiríkur ætla
að endurvekja
spjallþætti sína á
síðunni, en þættir
hans voru sýnd-
ir á Stöð 2 fyrir
mörgum árum.
Eiríkur hefur
þegar stofnað
einkahluta-
félag utan
um rekstur-
inn og segist
hafa bull-
andi trú á
netinu.
G
eir Hilmar Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra og sak-
borningur í landsdómsmálinu,
borðar alla jafnan í matsölu
Þjóðmenningarhússins ásamt öðrum
sem tengjast réttarhöldunum með
einhverjum hætti.
Á miðvikudag snæddi hann þar
lasagna líkt og Inga Jóna Þórðardótt-
ir, eiginkona hans. Það er létt stemn-
ing í landsdómi og var ekki verið að
hafa fyrir því að rukka Geir fyrr en
seinna um daginn en hann keypti
sér svart kaffi með mjólk síðar um
daginn. Þá ætlaði hann að gera upp
skuld dagsins fyrir bæði sig og Ingu
Jónu. Það vildi þó ekki betur til en að
Geir fékk synjun á platínum kortið
sitt.
Í fyrstu héldu Geir og afgreiðslu-
maðurinn í matbúðinni að Geir
hefði slegið inn rangt PIN-númer
þegar hann borgaði með kortinu.
„Ég man þetta aldrei,“ sagði Geir þá
við sjálfan sig og reyndi að muna
númerið. Það var hins vegar ekki
málið eins og kom í ljós þegar reynt
var að sleppa PIN-númerinu.
Kjartan Gunnarsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, var fljótur að bregðast við
og rétti þúsund króna seðil að Geir.
Það reyndist þó ekki þörf á þeim
stuðningi og tók Geir sjálfur upp
fimm þúsund króna seðil úr jakka-
vasanum og rétti afgreiðslumann-
inum, sem hafði þó boðið honum að
borga bara seinna. Afgreiðslumað-
urinn gat að sjálfsögðu verið viss um
að hitta aftur á Geir þar sem lands-
dómsréttarhöldunum er hvergi
nærri lokið.
Meðan á þessu öllu stóð lengdist
röðin í matsölunni og meðal þeirra
sem biðu eftir Geir var Sigríður Frið-
jónsdóttir, saksóknari Alþingis, en
blaðamaður gat ekki betur séð en að
hún glotti að þessu öllu saman.
Geir fékk synjun á kortið
n Geir H. Haarde snæddi lasagna í Þjóðmenningarhúsinu með eiginkonu sinni
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 9.–11. mars 2012 29. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.