Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 34
HEIÐURSVERÐLAUN34 m E N N I N g A R V E R Ð L A U N d V 2 0 1 1 7 . m a r s 2 0 1 1 Ég byrjaði seint að dansa, var orðin 10 ára gömul,“ segir Ingibjörg frá. Ingibjörg var nemandi í Listdansskóla Þjóðleikhússins 1953–1960. „Ég hóf nám hjá Sigríði Ár- manns og fór svo í Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Ég var 11 ára þegar ég byrjaði að taka þátt í sýningum skólans og þessi samvinna leikhússins og dansskólans gerði námið svo spennandi.“ Hún segist ekki endilega hafa ætlað sér svo langan feril í listdansi. Margt annað hafi komið til greina. Hún fann alltaf hjá sér áhuga á sagnfræði og bókmenntum en lét þann draum ekki rætast fyrr en hún var komin á sextugsaldur. „Ballettinn valdi mig,“ segir Ingibjörg. „Dansinn varð alltaf ofan á. Ég gekk í Kvennaskólann í Reykjavík en tókst ekki almennilega að koma saman dansæfing- um og námi. Þannig varð það að ég klár- aði ekki námið, ballettinn varð því ofan á. Ég hef einu sinni ætlað að hætta að dansa, þegar ég var fimmtug þá ákvað ég til dæm- is að flytja út í sveit og vera með svolítinn búskap, vera með hænur og svona, en það gerðist ekki,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég fór utan til náms í Scottish Bal- let School í Edinborg. Fór vegna þess að það var einhver óvissa um listdansskóla hér á Íslandi og ætlaði að vera í þrjá mán- uði. Þegar á leið skrifaði ég þó foreldrum mínum bréf og spurði hvort það væri ekki í lagi að ég væri þrjú ár í stað þriggja mán- aða,“ segir hún og hlær. Svo fór að Ingibjörg lauk Advanced-prófi frá Royal Academy of Dancing (Nú Royal Academy of Dance), prófi í nútímalistdansi frá Imperial Society of Teachers of Dancing, auk þjálfunar í listdanskennslu nemenda frá þriggja ára aldri. Hún kom heim með mikla og dýr- mæta þekkingu sem hún ákvað að nýta til kennslu. „Ég kom heim og byrjaði að kenna hjá Sigríði Ármanns, flutti mig svo yfir til List- dansskóla Íslands Ég varð svo skólastjóri árið 1977 en það var bara formsatriði, ég hafði rekið skólann árum saman og það breyttist ekkert við það að stöðu minni var breytt.“ Dansar enn þann daginn í dag Ingibjörg var dansari við Þjóðleikhúsið 1956–1960 og aftur 1964–1985. Eftir stofn- un Íslenska dansflokksins dansaði Ingi- björg einnig með flokknum í mörgum sýningum og tók þátt í sýningarferðalög- um hérlendis og erlendis auk þess sem landsmenn fengu að njóta listar hennar í sjónvarpi. Síðasta verk Ingibjargar sem dansari var árið 2005 í verki Láru Stefáns- dóttur Von, sem sýnt var í Íslensku óper- unni, þá var hún orðin 63 ára. „Það var bara ægilega gaman að kom- ast upp á svið aftur,“ segir Ingibjörg. „Ég var ekki beint í mikilli þjálfun á þessum tíma því ég hafði verið í hléi frá kennslu. Þetta vakti vissulega athygli.“ Hún segist heppin að geta dansað enn þann dag í dag. Það reynist henni hin allra besta líkamsrækt. „Að fá að dansa er miklu meira gaman en að fara inn á einhverjar líkamsræktarstöðvar, með fullri virðingu fyrir þeim. Því þær eru auðvitað nauðsyn- legar. Ég er því í alveg hreint ágætis formi miðað við aldur. Þar að auki hef ég verið að kenna ba- rokkdansa sem reynir á, í þeim dönsum er mikið hoppað.“ Pilates bjargaði mér En segir líkaminn aldrei nei? Ingibjörg hlær. Þetta er líklega spurn- ing sem ballettdansari til margra ára skellir ósjálfrátt upp úr yfir enda reynir dansinn á líkamann og veldur oft álags- meiðslum. „Líkaminn er alltaf að segja nei,“ segir Ingibjörg sem segist þó hafa verið heppin. „Allur þessi útsnúningur fer illa með mjaðmirnar, ég fékk slæmt í þær fyrir mörgum árum. Pilates bjargaði mér frá því. Þá er bakið á ballerínum beinna en á öðrum, bakið verður að vera beint ef þú ætlar að ná jafnvægi. Það er búið að draga úr efsta hnykknum, hné og bak fara illa. Bakið fer oft illa hjá karldönsurum meðan meiðsli í hnjám og mjöðmum hrjá frekar konur.“ Gott að geta miðlað af eigin reynslu Ingibjörg var listdanskennari við List- dansskóla Þjóðleikhússins frá 1965. Hún var ráðin sem fyrsti skólastjóri skólans og gegndi hún því starfi frá 1977 til árs- ins 1990 þegar skólinn varð að sjálfstæðri stofnun og fékk heitið Listdansskóli Ís- lands, var Ingibjörg skólastjóri hans til ársins 1997. Ingibjörg stjórnaði nemenda- sýningum Listdansskóla Þjóðleikhússins/ Íslands og samdi flesta dansa fyrir þær í tæplega 30 ár. Ingibjörg starfar í dag sem kennari við skólann. Hvað er það sem ein- kennir góðan kennara? „Eins og í flestum góðum störfum þarf að leggja líf og sál í starfið, þykja vænt um nemendur sína og leggja sig fram um að þeir nái sem mestum þroska. Kennarinn verður svo sjálfur að hafa þá þekkingu sem dugar til þess að auka við þekkingu nemandans. Það hjálpar í dansinum að geta miðl- að af eigin reynslu. Það er gott að geta sagt við nemendur sína: Þetta reyndist mér vel, prófaðu þetta.“ Góður dansari eins og veðhlaupahestur Ingibjörgu finnst erfiðast að segja þeim sem hafa enga hæfileika eða burði til að dansa klassískan ballett að beina orku sinni annað. „Mínar verstu stundir voru þegar ég þurfti að segja þeim sem gátu ekki dansað að þeir hefðu enga hæfileika eða líkams- burði til þess að dansa klassískan ballett. Það er heiðarlegast að segja við foreldr- ana að beina barninu í aðrar áttir. Annars finnur það fyrir sársauka seinna meir þeg- ar illa gengur. Það getur sest á sálina. Þær voru margar þessar slæmu stundir af því að á tímabili felldum við nemendur misk- unnarlaust úr skólanum. Það er hræðilega erfitt að segja fólki, sérstaklega við foreldra sem sáu litla ballerínu í stelpunni sinni.“ Það geta nefnilega ekki allir dansað ballett. En hvaða eiginleikum þarf efnileg- ur dansari að búa yfir? „Hann þarf að hafa mjög góð hlut- föll líkamans, með langan háls og grann- ar axlir og granna byggingu og tiltölu- lega langa útlimi. Þetta er svona franskur prinsessu stíll, segjum við stundum. Dansarinn þarf líka að vera liðugur og með gott tóneyra en líka með orku og metnað. En líkaminn er ekki hindrun hvað varðar dans almennt. Aðeins hvað varðar klassískan listdans. Í nútímadansi eru gerðar allt aðrar kröfur og við eigum marga góða sterka dansara á því sviði danslistar.“ Hún segir góða klassíska listdansara jafn sjaldséða og góða veðhlaupahesta. „Við erum fámenn þjóð, við fáum ekki þetta úrvalslið. Klassískir dansarar eru eins og góðir veðhlaupahestar og þeir eru álíka sjaldgæfir.“ Kvenfyrirlitning og tregða samfélagsins Það er hins vegar Ingibjörgu kært að fylgja eftir þeim nemendum sem vel gengur. „Það er ægilega gaman að sjá stelpurnar mínar vinna sigra. Maður er svo lengi með þeim í lífinu. Tengsl- in á milli kennara og nemanda verða svo sterk þegar þau vara ef til vill árum saman. Mér hlýnar alltaf um hjartaræt- urnar þegar ég fylgist með þeim.“ Spurð hvað standi upp úr á ferlinum á Ingibjörg erfitt með að velja eitthvað sér- stakt. „Það er ekkert eitt sem ég get talið til. Það er gefandi að dansa og í gegnum líf- ið hef ég fengið að taka þátt í svo mörgu. Auðvitað hefur verið grátur og gnístran tanna inn á milli og svo hafa verið meiðsli, þreyta og streð. Ég hef aldrei skilið þessa tregðu yfir- valda og landsmanna við að samþykkja dansinn. Í dag er enn erfitt að fá pening til danslistarinnar. Þegar ég lít til baka þá finnst mér ótrúlegt að hugsa til þess tíma þegar dansarar voru hreint út sagt fyrir- litnir. Við fengum enga virðingu sem alvöru listamenn heldur vorum álitnar litlar stelpur í leik. Það var viss kvenfyrirlitning í þessu virðingarleysi því dans á Íslandi var fyrst og fremst ástundaður af konum. En við gáfumst ekki upp því í dag er allt streðið að bera árangur. Eftir að Ís- lenski dansflokkurinn var stofnaður opn- uðust fleiri möguleikar. Dansarar hafa þann valmöguleika að stunda list sína utan landsteinanna. Dansheimurinn hef- Ballettinn valdi mig Ingibjörg Björnsdóttir hefur í meira en hálfa öld starfað ötullega að framgangi listdans. Hún er orðin 70 ára og enn þann dag í dag dansar hún ballett, kennir ungum stúlkum í Listdansskólanum og mætir á hverja einustu danssýningu sem haldin er. Ingibjörg ræddi um feril sinn, sagnfræði­ áhugann og dansinn sem hefur alltaf haft yfirhöndina í lífi hennar þrátt meiðsli og streð og virðingarleysi samfélagsins fyrir listinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.