Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 9.–11. mars 2012 Helgarblað Áskorun um að lækka verðið n Segja eldsneytishækkun hafa alvarlegar afleiðingar F élag íslenskra bifreiðaeigenda og fulltrúar frá bílaklúbbunum BMWkrafti, Blýfæti, Íslandrover, Krúser, Live2cruize og MBKÍ komu nýlega saman til fundar til að ræða þróun orkuverðs. Á fundinum samþykktu félögin að skora á ríkið að lækka álögur sínar á eldsneyti. Í áskoruninni segir að venjuleg launa- fjölskylda þurfi 260 þúsund krónur í aukalegar tekjur til að mæta auknum eldsneytiskostnaði miðað við óbreytta notkun og að neikvæðustu áhrifin séu á atvinnulífið á landsbyggðinni. Þau vara við þeim kyrkingaráhrifum sem sífelld hækkun hafi á allt þjóðfélag- ið. Með hækkun eldsneytis á heims- markaði og stöðugt hærri álögum ríkisins stefni bensínlítrinn hraðbyri í 300 krónur og afleiðingar séu meðal annars fækkun innlendra ferðamanna en fyrir marga sé það orðinn lúxus að bregða sér bæjarleið. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri frétta- blaðs FÍB, segir að stjórnvöld geti vel lækkað álögurnar sem þau setja á eldsneyti. „Þessi stífni stjórnvalda, að lækka álögur, veldur svo mörgum erfiðleikum. Það er til dæmis erfiðara fyrir venjulegt fólk að sækja vinnu og skutla börnum í skóla og fólk tapar al- mennum lífsgæðum við þetta,“ segir hann og bendir á að hlutfall elds- neytisverðs sem fer til ríkisins sé nær helmingur þess sem bíleigendur borgi við dælurnar. „Það er föst krónutala á eldsneytinu en við það bætast pró- sentugjöld þegar það er flutt inn, til dæmis vörugjald og svo bætist virðis- aukaskattur ofan á allt. Því hærra sem innkaupsverðið er og flutningskostn- aður, því meira græðir ríkið. Þessu verður að breyta.“ Lítrinn af bensíni kostar nú 254 krónur en samkvæmt grafi á heima- síðu FÍB er innkaupsverð á lítrann 104,22 krónur. Kostnaður sem olíu- félögin taka til sín, svo sem álagn- ing og flutningskostnaður, eru 29,36 krónur en ríkið tekur hins vegar til sín 121,13 krónur í skatta, gjöld og virðisaukaskatt. gunnhildur@dv.is E inbýlishús Ingólfs Helga- sonar, fyrrverandi for- stjóra Kaupþings á Íslandi, í Kópavogi hefur verið sett á nauðungarsölu. Þetta kemur fram í Lögbirtinga- blaðinu. Nauðungarsölubeiðnin er frá sýslumanninum í Kópavogi vegna rúmlega 342 milljóna króna krafna. Ekki er tekið fram í Lög- birtingablaðinu hvernig umrædd skuld er tilkomin. Húsið er tæp- lega 330 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess tæpar 70 millj- ónir króna. Ingólfur er einn þeirra starfs- manna Kaupþings sem verið hafa til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara vegna meintra lögbrota í rekstri bankans fyrir hrunið 2008. Hann var yfirheyrður hjá embætt- inu í maí 2010 vegna rannsókna embættisins á ýmsum málum sem tengdust Kaupþingi, með- al annars viðskiptum sjeiksins al-Thanis með hlutabréf í Kaup- þingi. Kyrrsetning og fjárnám Á veðbandayfirliti hússins kemur fram að nærri 302 milljóna króna fjárnám hafi verið gert í húsinu í ágúst síðastliðnum. Þá hvílir 11 milljóna króna kyrrsetningargerð frá því síðastliðið sumar á húsinu auk þess sem 25 milljóna króna veð- skuldabréf frá árinu 2005 hvílir á því. Slitastjórn Kaupþings hefur síð- ustu misserin kyrrsett eignir hjá mörgum af helstu stjórnendum Kaupþings hér á landi. Meðal þess- ara eigna eru jarðir sem félag í eigu Ingólfs, Hreiðars Más Sigurðsson- ar, Sigurðar Einarssonar, Magnúsar Guðmundssonar og Steingríms Kárasonar á í Borgarfirði. Fimm- menningarnir eiga jarðirnar í gegn- um eignarhaldsfélagið Hvítsstaði. Vilja fá upp í kúlulánaskuldir Kyrrsetningargerðir slitastjórnar- innar byggja á því að reynt er að fá eitthvað upp í hundraða milljóna til milljarða króna kúlulánaskuldir sem þessir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings skildu eftir sig í banka- hruninu 2008. Dómstólar á Íslandi hafa síðustu mánuði fellt dóma þar sem fyrrverandi stjórnendum Kaup- þings er gert að greiða þessa fjár- muni til baka. Allar eignir Ingólfs hér á landi voru af þessum sökum kyrrsettar í fyrrasumar, meðal annars geymslu- húsnæði að Smiðshöfða þar sem talið var að Ingólfur geymdi veru- legt magn af fokdýru eðalvíni. Ekkert eðalvín fannst hins vegar í húsnæð- inu þegar slitastjórn Kaupþings fékk heimild til að fara þangað inn í byrj- un síðasta mánaðar. Ingólfur fékk um 1.700 milljóna króna kúlulán frá Kaupþingi á ár- unum fyrir hrunið vegna hlutabréfa- kaupa í bankanum. Þá kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is að hann hafi fengið 529 milljónir króna í laun á fjögurra ára tímabili fyrir fall bankans um haustið 2008. „Slitastjórn Kaup- þings hefur síðustu misserin kyrrsett eignir hjá mörgum af helstu stjórnendum Kaupþings hér á landi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Húsið á nauðungarsölu Einbýlishús Ingólfs Helgasonar í Fákahvarfi 12 hefur verið sett á nauðungarsölu að beiðni sýslumannsins í Kópavogi. Yfirheyrður Ingólfur var kallaður frá Lúxemborg til yfirheyrslu sumarið 2010. Stefán Ásgrímsson Segir að ríkið geti vel lækkað álögur á bensín. Húsið Gríðarlegar skuldir 342 milljónir króna hvíla á húsinu. Fjárnám var gert í húsinu í fyrrasumar. n 342 milljóna kröfur n Slitastjórn Kaupþings kyrrsetur eignir boðið upp Uppbygging Landspítala: Ósáttir við stærðina „Ekkert fordæmi er fyrir svo miklu byggingarmagni á einum deiliskipulagsreit enda teljum við að svo stórar bygg- ingar muni ekki rúmast á lóðinni og mun það hafa mikil áhrif til hins verra á samgöngur, umhverfi og ásýnd svæðisins,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, um uppbyggingu á lóð Landspítalans. Á fundi borgarráðs á fimmtu- dag var lagður fram samningur við ríkið vegna uppbyggingar- innar. Í tilkynningu frá borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks kemur fram að sjálfstæðismenn hafi ítrekað gagnrýnt að slíkt sam- komulag sé lagt fram í borgarráði áður en skipulagið sjálft hafi verið staðfest af skipulagsyfirvöldum borgarinnar eða fengið umræðu meðal íbúa og annarra hags- munaaðila. „Við erum hlynnt uppbyggingu á svæðinu í þágu Land spítalans. Áætlað byggingarmagn á lóðinni er hins vegar allt of mikið eða 293.000 fermetrar sem er fjórföld- un núverandi byggingarmagns,“ segir Júlíus í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér. Í bókun sem Sjálfstæðisflokk- ur lagði fram á fundinum kemur fram að samkvæmt samningnum sem lagður var fram um fram- tíðaruppbyggingu Landspítala sé gert ráð fyrir að minnsta kosti 293 þúsund fermetra byggingum á lóðinni. „Það er fjórföldun nú- verandi byggingarmagns. Ríkið hefur með samningnum afsalað sér landi sem ekki mun nýtast starfsemi Landspítalans í framtíð- inni en fær mjög aukið byggingar- magn á móti á þeim lóðum sem nær standa núverandi spítala- starfsemi. Með tilliti til þess að samningurinn fjallar um meiri uppbyggingu en nokkur fordæmi eru fyrir hér á landi þarf, áður en hann er samþykktur, að liggja fyrir mat á uppbyggingarþoli svæðis- ins, áhrif umferðar á umhverfi og nærliggjandi byggð, yfirbragði fyrirhugaðra bygginga og ásýnd þeirra,“ segir í bókuninni. Mikið úrval sundfatnaði af fallegum Lístykkjabúðin, þar sem allar konur eru gyðjur Lífstykkjabúðin Laugavegi 82 www.lifstykkjabudin.is d v e h f. 2 0 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.