Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 52
D
avy Jones, einn fjögurra með-
lima bandarísku drengja-
sveitarinnar The Monkees,
safnaðist til feðra sinna í lok
febrúar, nánar tiltekið 29.
febrúar. Davy hafði löngum verið tal-
inn myndarlegastur félaga sinna í
hljómsveitinni og var vinsælastur
þessara síðhærðu, gáskafullu drengja
sem skipuðu sveitina sem stofnuð
var 1966 til höfuðs bresku hljómsveit-
inni The Beatles. Til hljómsveitar-
innar var stofnað með hætti sem var
nýlunda á þeim tíma; haldnar voru
áheyrnarprufur og valið úr stórum
hópi umsækjenda líkt og gert var í til-
felli íslensku stúlknasveitarinnar The
Charlies og fleiri.
Þeir sem hrepptu hnossið voru
Bandaríkjamennirnir Micky Dolenz,
Michael Nesmith og Peter Tork og
Bretinn Davy Jones.
Hljómplötur The Monkees seld-
ust í milljónatali, en drengjunum voru
settar afar þröngar skorður hvað varð-
aði allt sem viðkom tónlistarflutningi
og vinnu við tónlistina. Þeir voru fyrst
og fremst sjónvarpsfyrirbæri og þátta-
röð með þeim í aðalhlutverki entist í
tvö ár.
Bernska og uppruni
Davy Jones fæddist 30. desember 1945
við Leamington-stræti 20 í Manches-
ter á Englandi. Leiklistarferill Davys
hófst ellefu árum síðar er hann birt-
ist á skjánum í bresku sápuóperunni
Coronation Street.
Davy lék einnig í lögregluþátta-
röð BBC Z-Cars en í kjölfar dauða
móður sinnar, þegar hann var fjórtán
ára, snéri Davy baki við leiklistinni og
hugði á frama sem knapi. Naut Davy
leiðsagnar þjálfarans Basils Foster.
Knapaferill Davy varð þó endaslepp-
ur og þrátt fyrir að Foster teldi að Davy
gæti átt góðu gengi að fagna sem knapi
hvatti hann hann til að þiggja boð um
hlutverk Hrapps, e. Artful Dodger, í
uppsetningu á söngleiknum Oliver! á
West End í Lundúnum.
Davy Jones fór að ráðum Basils
Foster og olli það straumhvörfum í
lífi hans. Davy kunni Basil svo miklar
þakkir fyrir að hann ól önn fyrir hon-
um þegar aldurinn færðist yfir hann,
fékk hann til að flytjast búferlum til
Bandaríkjanna og veitti honum fjár-
hagslegan stuðning.
Ed Sullivan-þátturinn
Davy Jones stóð sig með mikilli prýði í
hlutverki Hrapps, sem hann lék hvort
tveggja í Lundúnum og á Broadway, og
var tilnefndur til Tony-verðlaunanna.
Árið 1964 kom hann fram í þætti Ed
Sullivan ásamt með Georgíu Brown
sem lék hlutverk Nancy í Broadway-
uppfærslunni á Oliver! Síðar þegar
The Monkees höfðu runnið sitt skeið
átti Davy eftir að stíga á fjalirnar, enn
á ný í útfærslu af Oliver! en þá í hlut-
verki Fagins.
Í sama þætti komu fram ívið fræg-
ari menn sem komu alla leið frá Liver-
pool á Englandi; Bítlarnir. Um var að
ræða fyrsta skipti sem Bítlarnir komu
fram hjá Ed Sullivan og Davy sagði síð-
ar: „Ég horfði á Bítlana af sviðsvængn-
um, ég sá stelpurnar verða brjálaðar,
og sagði við sjálfan mig: þetta er málið,
þetta vil ég.“
Í kjölfar þess að koma fram hjá
Ed Sullivan skrifaði Davy Jones undir
samning við Ward Sylvester hjá Screen
Gems, sem þá var sjónvarpsdeild Col-
umbia Pictures, og fékk nokkur hlut-
verk fyrir vikið.
Þann 14. ágúst 1965 kom Davy
Jones fram í fyrsta skipti í Hot 100 tón-
listarþættinum og flutti lagið What Are
We Going To Do? Colpix-hljómplötu-
fyrirtækið, sem var í eigu Columbia,
gerði samning við Davy Jones, þá 19
ára, og frumraun hans, breiðskífan
Davy Jones, var gefin út skömmu síð-
ar. Árið 1967 var platan gefin út í mónó
eingöngu í Bretlandi, en þegar þar var
komið sögu var Davy orðinn frægur
fyrir fíflaganginn og tónlistina með
The Monkees í samnefndum sjón-
varpsþáttum.
Engin sjálfsblekking
Sem fyrr segir fengu fjórmenningarn-
ir í The Monkees ekki að ráða miklu
um feril sinn og frama. Lögin sem þeir
fluttu voru ekki samin af þeim og þó
þeir syngju lögin fór því fjarri að þeir
kæmu nálægt hljóðfæraleik – reyndar
bjuggu þeir allir að einhverri kunnáttu
í þeim efnum. Lagið Daydream Belie-
ver, sem Davy Jones söng, varð smell-
ur og komst í 1. sæti vinsældalista. Það
lag var samið af John nokkrum Stew-
art. Lagið Last Train to Clarkesville eft-
ir Tommy Boyce og Bobby Hart náði
sama árangri og Daydream Believer
og sömu sögu er að segja um það lag
sem flestir muna eftir í dag; I'm a Be-
liever eftir Neil Diamond.
Þó hljómsveitin hafi átt allmikilli
velgengni að fagna þóttist hún aldrei
vera eitthvað annað en hún var í
reynd; eftirlíking af hljómsveit nokk-
urri frá Liverpool á Englandi og búin
til fyrir bandarískt sjónvarp.
En þegar fram liðu stundir átti
margt eftir að breytast og dómur sög-
unnar yfir The Monkees hefur orðið
jákvæðari með árunum. Vissulega var
sveitin búin til með þeim hætti sem
áður er getið um, en hún var engan
veginn sú fyrsta og alls ekki sú síðasta.
Tónlistarhæfileikar fjórmenninganna
jukust með tíð og tíma og undir lok-
in má segja að um hafi verið að ræða
hljómsveit í fullum rétti.
Úti er ævintýri
En sveitin rann sitt skeið 1970 enda
höfðu meðlimir hennar yfirgefið hana
einn af öðrum; fyrstur fór Peter Tork,
snemma árs 1969, og þurfti að greiða
150.000 Bandaríkjadali fyrir hvert
þeirra fjögurra ára sem eftir voru af
samningi hans við sjónvarpsstöðina.
Síðan fékk Mike Nesmith sig full-
saddan og í apríl snéri hann baki við
Micky Dolenz og Davy Jones og stofn-
aði eigin hljómsveit, The First Natio-
nal Band.
Síðasta hljóðversvinna The Mon-
kees átti sér stað 22. desember 1970
þegar Dolenz og Jones hljóðrituðu
lögin Do It In The Name Of Love og
Lady Jane.
Lögin voru ekki hljóðblönduð fyrr
en í febrúar 1971 og þegar þar var
komið sögu var tvímenningunum
óheimilt að nota nafnið The Mon-
kees víða um lönd, meðal annars í
Bandaríkjunum. Lagið var því skrifað
á Dolenz og Davy Jones, en þeir héldu
áfram samstarfi stærstan hluta átt-
unda áratugarins.
Hei, hei, við erum Apakettirnir
Davy Jones bjó hin síðari ár í Holly-
wood í Flórída og Beavertown í Penn-
sylvaníu og kom fram af og til í sjón-
varpsþáttum á borð við My Two Dads
og Boy Meets World. Einnig vann
hann við þjálfun hesta og … að sjálf-
sögðu tónlist – meðal annars sóló-
plötuna Just Me sem kom út 2001 og
fékk ágætis viðtökur.
Tengsl hans við The Monkees og
arfleifð þeirrar hljómsveitar fór ekki
fyrir brjóstið á Davy Jones og í við-
tali við The Chicago Daily Herald
árið 2006 sagði hann meðal annars:
„Fólk spyr mig hvort ég ég verði aldrei
þreyttur á að spila Daydream Believer
eða eitthvert annað lag. En ég lít þetta
ekki þeim augum. Spyr fólk hvort
Tony Bennet sé orðinn þreyttur á að
flytja I Left My Heart in San Franc-
isco?“
Davy Jones var þrígiftur og eignað-
ist fjórar dætur; tvær með hvorri fyrri
eiginkvenna sinna. Síðustu og þriðju
konu sinni, sjónvarpskynninum Jes-
sicu Pacheco, kvæntist hann í ágúst
2009.
Þeir eru án efa fáir Íslendingarnir
sem komnir eru yfir miðjan aldur og
muna árdaga íslensks sjónvarps sem
ekki muna titllag The Monkees, Apa-
kattaþáttanna:
„Hey, hey, we’re the Monkees,
and people say we monkey around.
But we’re too busy singing
to put anybody down.“
– Hei, hei, við erum Apakettirnir
og fólk segir okkur fíflast. En við erum
of önnum kafnir við söng til að gera
lítið úr einhverjum.
Svo mörg voru þau orð.
S:HELGASON
10 - 50%
AFSLÁTTUR
AF
ÖLLUM
LEGSTEINUM
Vandaðir legsteinar
á betra verði!!!
- Sagan segir sitt -
Skemmuvegur 48 s: 557 66 77
n Davy Jones gerði það gott í The Monkees n Sveitin var svar Bandaríkjanna við The Beatles
Einn ApAköttur Allur
„Ég horfði á Bítlana
af sviðsvængnum,
ég sá stelpurnar verða
brjálaðar, og sagði við
sjálfan mig: þetta er málið,
þetta vil ég.
Kolbeinn Þorsteinsson
blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is
The Monkees Þrátt fyrir að
The Monkees hættu formlega
1970 komu félagarnir saman
af og til – frá vinstri; Mike Nes-
mith, Micky Dolenz, Davy Jones
og Peter Tork í Newcastle 1997.
Davy Jones Smávaxni Bretinn í Monkees naut alla jafna mestra vinsælda og margar
unglingsstúlkur kiknuðu í hnjáliðunum á árum fyrri.
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
52 Menning 9.–11. mars 2012 Helgarblað