Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 9.–11. mars 2012 Horfðu á björtu hliðarnar H in lengsta ferð byrjar m eð einu skre Horfðu á björtu hliðarnar U pp sk al á kj öl k líf aReistu í verki viljans merki, - vilji er allt sem þarf Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal fimmtudaginn 15. mars. Á þinginu verður fjallað um efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandann og tækifæri í iðnaði til framtíðar. Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00. Orri Hauksson Framkvæmdastjóri SI stýrir pallborði Fundarstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir Markaðsstjóri Kjöríss Samtök ið aðarins Helgi Magnússon Ávarp formanns SI Oddný G. Harðardóttir Ávarp iðnaðarráðherra Jón Daníelsson Prófessor við London School of Economics Rannveig Rist Forstjóri Alcan á Íslandi Sigsteinn P. Grétarsson Aðstoðarforstjóri Marels Skráning á www.si.is Þingið er opið og aðgangur ókeypis. Vandamál eru til þess að leysa þau Við stöndum þétt saman, og snúum bökunum saman „Gamla konan er búin að vera bíllaus í þrjár vikur,“ segir Steinunn Hall- dórsdóttir en amma hennar, sem er um áttrætt, varð fyrir því óláni í febrúar að einhver óprúttinn aðili stal hvítri Toyota Yaris-bifreið henn- ar úr læstri bílageymslu fjölbýlishúss við Fossveg á Selfossi. Steinunn hefur reynt allt hvað hún getur til að finna bíl ömmu sinn- ar og reynt að vekja athygli á þjófn- aðinum. Hún viðurkennir reyndar að erfitt hafi reynst að hafa uppi á bílnum enda ótal hvítar Toyota Yar- is árgerð 2007 bifreiðar í umferðinni. Til að gera illt verra þá neitar tryggingafélag hinnar tæplega átt- ræðu ömmu Steinunnar að bæta henni tjónið. „Hún keypti með íbúðinni stæði í læstri bílageymslu í kjallaranum á sínum tíma. Hún hafði ekkert farið út síðan á laugardeginum 18. febrú- ar en ætlaði að fara út á mánudegin- um að sinna erindum.“ En þá var bíll hennar horfinn að sögn Steinunnar. Það sem meira er, þá var bíllinn læst- ur og bílageymslan líka. „Málið er að hún er með skáp í geymslunni hjá sér og inni í þeim skáp geymir hún lyklana. En út frá því ætla tryggingarnar að neita að bæta henni bílinn sem í raun er fá- ránlegt enda geymslan inni í læstri bílageymslu líka,“ segir Steinunn í samtali við DV. „Hún er gömul kona sem býr uppi á þriðju hæð hússins og geymdi því alltaf lyklana í skáp í geymslunni. Þetta gerði hún svo hún þyrfti ekki að fara upp til að sækja lyklana ef svo færi að hún gleymdi þeim.“ Skráningarnúmer bifreiðarinnar er AU 764. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. mikael@dv.is Bíllaus í þrjár vikur n Hvítri Toyota Yaris-bifreið stolið úr læstri bílageymslu á Selfossi Toyota Yaris Bifreiðin sem stolið var af ömmu Steinunnar er sambærileg þessari bifreið. „Fáar þjóðir innan OECD státa af meiri hagvexti en Ísland,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra í tilkynningu sem er að finna inni á vef forsætisráðuneyt- isins en þar er sagt frá því að út- reikningar Hagstofunnar staðfesti viðsnúning sem varð á efnahags- lífi Íslendinga á síðasta ári. „Þjóðarkakan sem heimilin í landinu og hið opinbera hefur úr að spila stækkaði um 3,1 pró- sent. Það er rakið til aukinnar fjárfestingar en einnig aukinnar einkaneyslu. Þetta er ríflega 60 prósentum yfir meðalhagvexti OECD-ríkjanna á síðasta ári. Fáar þjóðir innan OECD státa af meiri hagvexti en Ísland,“ segir Jóhanna um nýjar þjóðhagstölur Hagstof- unnar í tilkynningunni.  Hún segir þetta gerast á sama tíma og helstu viðskiptalönd Ís- lands og megnið af þróuðum löndum heimsins búi við efna- hagserfiðleika. „Sannarlega hefur þetta al- þjóðlega ástand haft áhrif hér á landi til hins verra líka og í því ljósi verður árangurinn enn merkilegri. Ísland er sannarlega á réttri leið,“ bætir Jóhanna við. Í tilkynningunni kemur fram að samanburðurinn sé æði skýr þegar litið sé til síðasta ársfjórð- ungsins í fyrra. „Þá var árstíða- leiðréttur hagvöxturinn, tæp 2 prósent hér á landi. Á sama tíma var hann að jafnaði tæpt 1 pró- sent í ESB-löndunum, 0,7 pró- sent í evruríkjunum, 1,6 prósent í Bandaríkjunum og í Japan var 1 prósents samdráttur síðustu þrjá mánuði ársins. Nefna má að á þessu sama tímabili var hagvöxt- urinn 1,8 prósent í Noregi, 1,4 prósent í Finnlandi en aðeins 0,7 prósent í Danmörku, eins og fram kemur í Morgunkorni Íslands- banka,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að hið opin- bera hafi neyðst til að draga úr verklegum framkvæmdum, meðal annars til að geta varið vel- ferðarkerfið gegn áföllum áranna eftir hrun. Jóhanna Sigurðardóttir: „Þjóðarkakan stækkar“ Hæstiréttur Íslands hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða lithá- ískri konu 600 þúsund krónur í bætur. Ástæðan er sú að konan var hneppt í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tals- verðu magni af fíkniefnum hing- að til lands. Konan sat í gæslu- varðhaldi frá 6. janúar 2010 til 17. febrúar sama ár, eða í tæplega einn og hálfan mánuð. Konan var sýknuð þegar dómur var kveðinn upp í héraðsdómi sumarið 2010. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað ríkið af kröf- um konunnar en Hæstiréttur hef- ur nú snúið þeim úrskurði við. Fær 600 þúsund frá ríkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.