Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 9.–11. mars 2012
E
ftir ofur-þriðjudaginn (e.
Super Tuesday) í forkosn-
ingum Repúblikanaflokks-
ins í Bandaríkjunum er Mitt
Romney kominn með af-
gerandi forystu. Kosið var í 10 ríkj-
um og voru um 400 kjörmenn í
boði. Fyrirkomulag kosninganna
er þannig að frambjóðendur vinna
sér inn ákveðinn fjölda kjörmanna
á flokksþing Repúblikana í hlutfalli
við fjölda atkvæða sem þeir fá í for-
kosningum í hverju ríki. Til þess að
bera sigur úr býtum og hljóta út-
nefninguna sem forsetaframbjóð-
andi flokksins gegn Barack Obama
í kosningunum í nóvember, þarf
frambjóðandi að tryggja sér 1.144
kjörmenn.
Romney langstærstur
Það er eiginlega alveg sama hvað og
hvernig er talið. Mitt Romney mælist
vinsælasti frambjóðandinn á lands-
vísu. Hann hefur tryggt sér 415 kjör-
menn og 3,2 milljónir atkvæða. Rick
Santorum er í öðru sæti með 176
kjörmenn og tæplega 2,1 milljón at-
kvæða. Romney er vinsælasti fram-
bjóðandinn á Facebook og hefur
fengið flestar stuðningsyfirlýsingar
frá áhrifamönnum í Repúblikana-
flokknum.
Í kosningunum í Bandaríkjunum
skipta peningarnir öllu máli. Þumal-
puttareglan er sú að sá frambjóð-
andi sem hefur úr mestu fjármagni
að moða, er líklegastur til þess að
bera sigur úr býtum. Með fjármagn-
inu gefst frambjóðendum kostur á að
skipuleggja baráttu sína betur, ráða
til sín færari sérfræðinga og auglýsa
sig meira í fjölmiðlum. Vitaskuld
eru þó til undantekningar á þessari
reglu.
Kosningamaskína Mitts Romney
hefur aflað meira en 63 milljónir dala
sem er nærri því tíu sinnum meira en
kosningamaskína Ricks Santorum
hefur safnað, um 6,9 milljónir doll-
ara.
Klaufaleg ummæli
Það hefur hjálpað Mitt Romney í bar-
áttunni hvað hann þykir vera „for-
setalegur.“ Hann talar, hljómar og
hegðar sér eins og hann sé forseti
Bandaríkjanna. Fólk á því auðvelt
með að sjá hann fyrir sér í því hlut-
verki.
Það hefur hins vegar skemmt fyr-
ir honum að hann er gjarn á að lesa
aðstæður vitlaust. Það gerði hann til
dæmis á framboðsfundi í Michigan
nálægt Detroit-borg á dögunum.
Bílaiðnaðurinn þar hefur orðið fyrir
miklu áfalli undanfarin ár og er
svæðið eitt það fátækasta í Banda-
ríkjunum. Romney útskýrði stoltur
að hann ætti bíl sem framleiddur
væri á svæðinu, en bætti því svo við
í framhjáhlaupi að eiginkona hans
ætti reyndar tvo aðra Cadillac-lúxus-
bíla.
Staðreyndin er sú að Romney er
moldríkur. Hann á glæsileg heimili
á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum
og tilheyrir sannarlega ríkasta eina
prósenti Bandaríkjanna, en Occupy-
hreyfingin, sem vakið hefur mikla
athygli, hefur bent á ótrúlega auð-
söfnun ríkasta eins prósentsins sem
bitnar á hinum 99 prósentunum.
Það virðist ekki vera að skemma fyr-
ir Romney í kosningum innan Repú-
blikanaflokksins.
Mitt RoMney
að stinga af
Mitt Romney
7
176
2.071.048
4
170.253
157.374
6.698.440
5.926.544
2
105
1.809.130
12
292.817
1.445.866
18.320.430
12.644.646
0
47
920.787
4
897.665
258.139
31.083.281
3.748.857
13
415
3.218.754
102
1.515.666
365.723
63.650.764
2.340.913
Rick Santorum Newt Gingrich Ron Paul
Fjöldi ríkja
Fulltrúar
Atkvæði
Stuðningsyfirlýsingar
áhrifamanna í flokknum
„Like“ á
Facebook
Áhangendur
á Twitter
Eigin
fjáröflun
Fjáröflun
stuðningsmanna
Heimild: elections.Huffingtonpost.com
n Ríkastur og vinsælastur í forkosningum Repúblikanaflokksins
Forkosningarnar í tölum
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Kosningamaskína
Mitts Romney
hefur aflað meira en
63 milljónir dala sem
er nærri því tíu sinnum
meira en kosningamask-
ína Ricks Santorum.
Taflan sýnir hvernig
frambjóðendur standa
að vígi á ýmsum sviðum.
Mitt Romney er með mest
fjármagn á bak við sig og er
vinsælasti frambjóðandinn
á Facebook. Hann hefur
unnið flestar forkosningar
og flesta fulltrúa. Upp-
hæðirnar eru í dollurum.
Hefur ástæðu til að gleðjast Mitt Romney stendur best að vígi. Hann er vinsælasti og
ríkasti frambjóðandinn.
Eigandi PIP
í fangelsi
Eigandi franska fyrirtækisins Poly
Implant Prothese, betur þekkt sem
PIP, hefur nú aftur verið fangels-
aður, í þetta sinn fyrir að hafa
ekki greitt tryggingargjald. The
Guardian greinir frá þessu.
Eins og ítarlega hefur verið
fjallað um eru rúmlega 400 íslensk-
ar konur með PIP-brjóstapúða í
barmi sínum. Þær eru við misjafna
heilsu en púðarnir hafa í mjög
mörgum tilfellum lekið. Eigandinn
heitir Jean-Claude Mas en hann er
ákærður fyrir að hafa valdið fólki
líkamstjóni. Honum var sleppt
27. janúar gegn tryggingu að jafn-
virði 16,5 milljóna króna en hann
greiddi aldrei trygginguna.
Hann er í farbanni og má ekki
yfirgefa Frakkland. Hann má held-
ur ekki hitta aðra stjórnendur PIP.
ESB sakað
um fordóma
Evrópusambandið hefur
dregið til baka tveggja mín-
útna myndband sem kostaði
meira en 20 milljónir króna í
framleiðslu. Ástæðan er ásak-
anir um að myndbandið feli í
sér kynþáttafordóma. Í því er
konu, sem er ljós á hörund,
ógnað af kínverskum, ind-
verskum og svörtum stríðs-
mönnum. Henni tekst að
sannfæra mennina um að
setjast niður og ræða málin, í
stað þess að berjast. Talsmenn
Evrópusambandsins hafa
hafnað því að ætlunin hafi
verið að ýta undir fordóma
og segja að myndbandið hafi
fengið góðar viðtökur hjá rýni-
hópum sem fóru yfir það áður
en það birtist.
Illdeilur í
Konunglega
leikhúsinu
Trúnaðarbrestur hefur orðið á
milli starfsmanna og yfirstjórnar
Konunglega leikhússins í Kaup-
mannahöfn og þar logar allt í
deilum. Menningarmálaráðherra
Dana hefur gefið stjórn leikhúss-
ins tveggja mánaða tímaramma
til að leysa deilurnar.
Upphaf deilnanna má rekja
til þess að Jótlandspósturinn
birti upplýsingar úr skýrslu þar
sem að því var látið liggja að
innan Konunglega ballettsins
væru menn sem neyttu kóka-
íns. Í því samhengi var stjórn-
andinn Nikolaj Hubbe nefndur
til sögunnar. Fram kom að sam-
bandsleysi á milli starfsmanna
og leikshússtjórans væri algert og
innan leikhússins ríkti afar slæmt
andrúmsloft. Í raun var stjórn
Hubbes lýst sem ógnarstjórn.
Hún birtist þannig að starfsfólk
þorði ekki að segja múkk af ótta
við brottrekstur úr leikhúsinu;
hann stjórnaði öllu með harðri
hendi. Nýr stjórnarformaður var
skipaður eftir að málið kom upp
en honum hefur ekki tekist að
lægja öldurnar.