Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 13
Landsdómur 13Helgarblað 9.–11. mars 2012 Icesave ekki „tær snilld“ n Jón Sigurðsson sagði bankana trausta í Landsbankablaði É g held að það sé óhætt að segja að Icesave hafi ekki verið tær snilld eins og einn bankastjórinn orðaði það,“ sagði Jón Sigurðs- son, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, í vitnaleiðslum í landsdómi á miðvikudag. Þrátt fyrir þessa skoðun sína var hann í viðtali við tímarit sem Lands- bankinn gaf út skömmu áður en Ice- save-reikningarnir í Hollandi voru kynntir. „Mér datt það ekki í hug að þeir ætluðu að opna í Hollandi,“ sagði Jón en hann sagði einnig að viðtalið hefði verið tekið í apríl 2008, löngu áður en það birtist svo í tíma- ritinu Moment. Jón sagðist einnig hafa haldið að um væri að ræða ein- hvers konar innanhúss- eða starfs- mannablað Landsbankans. Í viðtalinu lýsti Jón því yfir að ís- lensku bankarnir, og þar með Lands- bankinn, væru traustir. Vísaði hann til ársreikninga bankanna frá árinu áður og fyrsta ársfjórðungsuppgjöri sem þá hafði nýverið verið birt. Sama hvenær árs viðtalið var tekið er ljóst að Jóni hafi verið fullkomlega ljóst að erfið staða væri hjá bönkunum og að mikilvægt væri fyrir bankana að minnka efnahagsreikninga sína. Leiða má að því líkur að Jón hafi viljandi ekki talað um þessa hættu- legu stöðu sem var uppi til að tala ekki niður bankana, eins og það hefur verið kallað. Jón hefur áður lýst mikilvægi þess að koma í veg fyrir óstöðugleika. Þessu lýsti hann meðal annars í inn- gangsorðum að efnahagsstefnu Sam- fylkingarinnar fyrir kosningarnar 2007. Þar sagði hann íslenska hag- kerfið í miklu ójafnvægi. Þá sagði hann viðskiptahallann slíkan og benti þá á að hann mældist 27% af lands- framleiðslu, helmingur þess séu vaxtagreiðslur til útlanda. „Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum, en þá væri voðinn vís,“ segir í efnahags- stefnu Samfylkingarinnar fyrir kosn- ingar árið 2007. Undir orðin ritar Jón Sigurðsson, Reykjavík 29. mars 2007. adalsteinn@dv.is/atli@dv.is Hlátrasköll í landsdómi Það hefur nokkrum sinnum gerst frá því að landsdómur var settur að hlátrasköll brjótast út í dóm- salnum. Flest tilfellin eru líklega í tengslum við ummæli Markúsar Sigurbjörnssonar, forseta lands- dóms, en hann hefur ítrekað minnt málflytjendur á tímamörk. Í eitt þeirra skipta lék hann sér að orðum og sagði: „Það kann að blasa við hlutfallsvandi gagn- vart klukkunni.“ Þar lék hann sér að orðinu hlutfallsvandi en það hefur verið títt rætt í dómsalnum í samhengi við stærð banka- kerfisins gagnvart þjóðarfram- leiðslu á Íslandi fyrir hrun. Líka mátti heyra hlátur í salnum þegar Markús minnti Andra Árna- son, verjanda Geirs Haarde, á að munnlegur málflutningur í mál- inu væri í næstu viku. „Munn- legur málflutningur fer fram í næstu viku,“ sagði Markús þegar verjandinn gerði athugasemd við það að svo virtist sem innláns- söfnun Landsbankans á Icesave- reikninga í Hollandi væri meðal ákæruatriða. Björgvin var vel upplýstur Það virðast öll vitnin sem komið hafa fyrir landsdóm vera sam- mála um það að Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi viðskipta- ráðherra, hafi verið vel upplýstur um stöðu íslenska fjármálakerf- isins í aðdraganda hrunsins árið 2008. Fyrrverandi aðstoðarmaður hans og tveir fyrrverandi ráðu- neytisstjórar úr viðskiptaráðu- neytinu hafa borið vitni um að öllum upplýsingum sem Björgvin þurfti á að halda hafi verið komið á framfæri við hann. Í rannsókn- arskýrslu Alþingis var hins vegar ekki annað hægt að skilja en að rannsóknarnefndin teldi að upp- lýsingum hafi verið haldið frá Björgvini og honum haldið utan við stórar ákvarðanatökur, þrátt fyrir að hann hafi verið ráðherra bankamála. Fékk áfall eftir fæðing- arorlof „Ég sat nú bara einn fund í þessum samráðshópi áður en ég fór í fæðingarorlof þannig ég hafði ekki mikinn samanburð en ég varð fyrir miklu áfalli út af stöðunni. Ég hafði ekki vitað af þessari stöðu þegar ég var í fæðingarorlofi,“ sagði Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, um fundi samráðshópsins. „Ég las fundargerðirnar og var þá í áfalli,“ en það gerði hún eftir að hafa komið úr fæðingarorlofi 1. ágúst 2008. Fyrrverandi stjórnarformaður FME Jón Sigurðsson sagði við skýrslutöku að Icesave hafi ekki verið sú tæra snilld sem bankastjóri Landsbanka vildi meina. „Ekki þrýstingur frá einum né neinum“ Þ orsteinn Már Baldvins- son, fyrrverandi stjórnar- formaður Glitnis, hafnar því að stjórnvöld hafi með ein- hverjum hætti þrýst á eigna- sölu bankans eða að hann myndi með einhverju öðru móti minnka efnahagsreikning sinn. Hann segir að stjórn bankans hafi að eigin frum- kvæði hafið aðgerðir sem miðuðu að því að minnka bankann. „Það var ekki þrýstingur frá einum né neinum um þau mál,“ sagði hann úr vitna- stúkunni í landsdómsmálinu yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra. „Það var ákvörðun stjórnar að minnka bankann og unnið var af heilindum að því máli.“ Ber ekki saman við aðra Þeir starfsmenn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem komið hafa fyrir dóminn hafa allir sagt að talað hafi verið við bankana um að þeir yrðu að minnka efnahagsreikn- ing sinn. Það hefur þó ekki kom- ið skýrt fram hvort að það hafi ver- ið gert með einhverjum formlegum hætti. Þorsteinn Már sagðist hins vegar aldrei hafa orðið var við það hjá stjórnvöldum að krafa væri uppi um að bankarnir minnkuðu efna- hagsreikninga sína. „Nei, það er ekki,“ sagði hann aðspurður hvort hann persónulega, sem stjórnar- formaður bankans, hafi fundið fyrir þrýstingi stjórnvalda um að bankinn minnkaði. Einn af ákæruliðunum í ákær- unni á hendur Geir Hilmari Ha- arde, fyrrverandi forsætisráðherra, er að hann hafi ekki beitt sér nægi- lega fyrir því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða flyttu höf- uðstöðvar sínar úr landi. Það hefur margoft komið fram fyrir dómnum að Geir hafi ekki talið sig hafa nein- ar valdheimildir eða lagaheimildir til að knýja bankana til að minnka efna- hagsreikninga sína eða koma höfuð- stöðvum þeirra úr landi. Flest vitnin hafa stutt þá málsvörn hans. Reyndu að selja eignir Þorsteinn benti á nokkur atriði sem hann sagði sýna að Glitnir hafi ráðist í það að minnka rekstrarkostnað sinn árið 2008. Nefndi hann til að mynda tilraun til sölu á starfsemi bankans í Noregi auk uppsagna á um 200 starfsmönnum á fyrstu mánuðum þess árs. Eins og margoft hefur kom- ið fram í landsdómi og í fjölmiðlum gekk salan á norskum eignum Glitnis ekki upp. „Ég hef enga skoðun á því,“ svaraði Þorsteinn aðspurður hvort hann teldi að salan gæti hafa tekist hefði Glitnir byrjað söluferlið fyrr. „Ég held að það hafi verið talað um að losa þar um eignir og lán upp á 900 milljónir evra,“ sagði Þorsteinn um hvaða áhrif salan hefði haft á stöðu Glitnis. Sagði hann að nánast hafi verið búið að ganga frá sölunni þegar bandaríski bankinn Lehman Brothers féll 15. september 2008. Fall þess banka setti strik í reikninginn og féll þá skandinavíski bankinn Nor- dea frá kaupunum á eignum Glitnis. Þorsteinn sagði þó Glitni hafa trúað að hægt hafi verið að selja eignirnar en erfið staða var á fjármálamörkuð- um allt árið 2008. Vildi sjálfur sameiningu Þorsteinn Már sagði fyrir dómnum að það hafi verið hans eigin skoðun að með tímanum þyrfti að sameina einhverja banka á íslenskum banka- markaði. Sagði hann kostnaðinn við bankakerfið einfaldlega hafa verið of mikinn. Til stóð að sameina Glitni og Byr haustið 2008 en ekkert varð úr þeirra sameiningu. „Ég held að ég hafi sagt honum þessa skoðun á þessu máli, en það var það sem þetta var, bara skoðun,“ sagði Þorsteinn aðspurður hvort hann hafi sagt Geir Haarde frá vilja til frekari sameining- ar á bankamarkaði. Þorsteinn segist hafa hitt Tryggva Þór Herbertsson, sem starfaði sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra árið 2008, og Björgólf Guðmunds- son, þáverandi stjórnarformann Landsbankans, á fundi þar sem hugsanleg sameining bankanna var rædd. „Ég hitti Tryggva, að beiðni Tryggva, og Björgólf Guðmunds- son og þar var bara laust rætt um það hvort að það væri æskilegt… ég er nú bara að rifja þetta upp… Það var farið örstutt yfir það að kostn- aður við rekstur íslensks bankakerf- is væri of hár. Það var ekkert meira lagt í þennan fund,“ sagði Þorsteinn Már og bætti við að hann hafi ekki lesið mikið í fundinn. „Ég leit svo á að það væri ekki áhugi, af Lands- bankans hálfu, ekkert sem menn ættu að skoða á næstunni. Þetta var ekki rætt meira.“ Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Það var ákvörðun stjórnar að minnka bankann. n Segir stjórn Glitnis hafa haft frumkvæði að því að minnka stærð hans Vildi sameiningu banka Þorsteinn Már sagði að það hafi verið hans eigin skoðun að með tímanum þyrfti að sameina einhverja íslenska banka. Mynd AðALStEinn KJARtAnSSonTelur neyðarlögin hafa fellT bankann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.