Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 58
58 Lífsstíll 9.–11. mars 2012 Helgarblað Náttúrulegur orkudrykkur Við æfingar tapast mikill vökvi og sölt úr líkamanum sem nauðsyn- legt er að endurheimta með nógu af vatni og mat, helst ávöxtum. Sé um alvarlega áreynslu eða veik- indi að ræða þarf líkaminn að fá vökvann og söltin fljótt og örugg- lega. Við slíkar aðstæður ættir þú að sleppa orkudrykkjum sem eru stútfullir af litarefnum, bragð- efnum, gervisykri og rotvarnar- efnum, því náttúran hefur séð okkur fyrir fullkomlega náttúru- legum orkudrykk; kókosvatni. Ólíkt kókosmjólk fæst kókosvatnið úr óþroskaðri hnetunni en söltin í því komast eins nálægt því sem er í blóði okkar og mögulegt er. Svo nálægt að jafnvel væri hægt að gefa það í æð. Þ etta var mikið sjokk og auð- vitað brotnuðum við niður. En við erum rosalega sterk fyrir hana og við reynum að halda haus yfir þessu öllu þó það sé rosalega erfitt,“ segir Anna Margrét Sævarsdóttir, móðir Emmu Lindar Aðalsteinsdóttur en þriggja ára dóttir hennar og Aðalsteins Grét- ars greindist með krabbamein í byrj- un mánaðarins. „Emma greindist með æxli 2. mars en illkynja krabbamein 5. mars. Það er ekki vitað hvað þetta heitir nákvæmlega,“ segir Anna en æxlið er staðsett milli þvagblöðru og rist- ils, í grindarbotninum. „Það er farið að þrýsta á öll líffærin þarna í kring enda er það orðið 12 sentimetrar þar sem það er lengst.“ Urðu vör við einkenni Foreldrar Emmu urðu áhyggjufullir þegar þeir urðu varir við einkennileg einkenni hjá Emmu. Hún hafði haft blóðbleika útferð síðan í janúar að sögn móður hennar. „Hún var búin að fara til læknis út af því. Þar var ekkert sérstaklega greint í því nema hún var einnig með streptókokka í klofi og endaþarmi sem fóru svo með sýklalyfjum á tveimur vikum. Eftir það fór meira blóð að koma og þá fékk ég tíma í speglanir 8. mars. En 1. mars ákvað ég að fara með hana uppeftir því þetta var farið að líta illa út,“ segir hún. Fer áfram á hörku og þrjósku Anna Margrét segir erfitt að horfa upp á barnið sitt svona veikt. „Það er hræðilegt. Mér finnst að það ætti ekki að vera til að börn fái svona veiki eða þurfi að liggja lengi inni á sjúkra- húsi. En við höfum reynt að takast á við þetta og taka bara einn dag í einu. Eins og maður segir, það er ekki lagt meira á mann en maður þolir,“ segir hún. Emma Lind er að sögn móð- ur hennar lífsglöð stelpa sem hef- ur mikinn áhuga á söng og dansi. „Emma Lind er mjög skemmtileg- ur karakter, alltaf brosandi og mjög lífsglöð stelpa. Hún hefur rosaleg- an áhuga á söng og dansi og er ein- mitt í söngskóla Maríu Bjarkar. Hún þurfti að hætta þar í miðju námskeiði vegna veikindanna. Hún fattar auð- vitað ekki alveg hvernig þetta virkar – þetta með veikindin, en hún er mjög hörð í sér og fer áfram á hörkunni og þrjóskunni,“ segir Anna Margrét. Tekur á andlegu hliðina Emma Lind hefur nú dvalið á Barna- spítala Hringsins í rúmlega viku ásamt foreldrum sínum. „Við þurfum að vera hérna í um það bil tvær vikur í viðbót allavega – ef allt fer á réttan veg. En dagarnir eru misjafnir bæði hjá okkur foreldrunum og Emmu Lind. Þetta tekur rosalega á andlegu hliðina líka,“ viðurkennir hún. Það væsir ekki um Emmu Lind á Barnaspítalanum. „Hún vill ekki fara heim af spítalanum því hérna fær hún þvílíka þjónustu allan daginn og endalaus verðlaun. Hún er rosalega dugleg í gegnum þetta allt og leyfir læknunum alveg að taka blóðprufur, gefa henni lyf og mæla, pikka og pota.“ Vonast til þess að æxlið minnki Emma Lind byrjar í lyfjameðferð í næstu viku, æxlið vex hratt og von- ast er til þess að það minnki á sama hraða þegar lyfjameðferð hefst. „Við verðum að vera hérna á spítalanum fyrstu tvær vikurnar en fyrsta með- ferðin er sjö vikur. Við megum fara heim eftir fyrstu tvær og koma svo bara alltaf þegar hún þarf að fara í lyfjagjöf. Svo fer hún aftur í meðferð eftir þessar vikur og þegar það er búið að reyna að minnka æxlið eins mikið og þeir geta þá fer hún í að- gerð. En þetta ferli tekur að minnsta kosti 6 mánuði.“ Kostnaðarsamt Anna Margrét er í fæðingarorlofi um þessar mundir en systir Emmu, Alba Sædís, er fjögurra mánaða. Faðir Emmu hefur verið í fríi frá vinnu síð- an Emma greindist. „Þetta verður svo bara að skýrast,“ segir hún um það, en lyfjameðferðin mun líklega verða kostnaðarsöm og þungur baggi að bera fyrir litlu fjölskylduna. Anna Margrét hefur því tekið upp á því að selja kerti til styrktar Emmu Lind og guðfaðir hennar stofnaði styrktar- reikning fyrir hana. Fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum þá er reiknings- númerið: 515-14-407100,kt. 130908- 2330 og hægt er að nálgast kertin á Facebook-síðu Önnu Margrétar. viktoria@dv.is „Fer áfram á hörkunni“ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Emma á spítalanum Það væsir ekki um Emmu á spítalanum þar sem hún fær góða þjónustu að sögn móður hennar. Með mömmu Emma og móðir hennar Anna Margrét. Með pabba Emma Lind með pabba sínum. Systurnar Emma með Ölbu Sædísi, litlu systur sinni, sem er 4 mánaða. Brosmild Emma er brosmild og lífsglöð að sögn móður hennar. Emma Lind Aðalsteinsdóttir, þriggja ára, var greind með illkynja krabbamein fyrir nokkrum dögum. Móðir hennar segir erfitt að horfa upp á dótturina svona veika en hún er sterk og lífsglöð og berst áfram á hörkunni og þrjóskunni. xaxaxa Fryst aloe vera Á nútímaheimilum er algengt að heimilisfólk brenni sig lítillega, endrum og eins. Á matarkarfan.is segir að þá sé gott ráð að eiga aloe vera í frystinum. Hægt sé að setja aloe vera-gel í klakabox og eiga þegar slysin gerast. Haltu blóð- sykrinum stöðugum Það er mikilvægt að halda blóð- sykrinum í jafnvægi en á heilsu- bankinn.is er að finna nokkur ráð sem hjálpa til við að hafa stjórn á honum. Þar segir meðal annars að gott sé að forðast einföld kol- vetni, svo sem sykur, hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og kartöflur. Þá er fólki ráðlagt að borða heilkorn, baunir og mikið af grænmeti. Þó skuli fara varlega í ávextina og borða ekki fleiri en 3 á dag. Eins sé mikilvægt að borða vel af pró- teini og passa að fá nóg af góðri fitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.