Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2012, Blaðsíða 38
Byggingarlist
38 m e n n i n g a r v e r ð l a u n d v 2 0 1 17 . m a r s 2 0 1 2 val fólksins
Þetta kom mér svolítið á óvart þar sem ég hélt að einhver tónlistarmaður
hefði tekið þetta,“ segir Guðmundur
Jörundsson, yfirhönnuður Kormáks &
Skjaldar en verslunin fékk verðlaunin Val
fólksins. Í vetur var frumsýnd glæsileg
herrafatalína Kormáks & Skjaldar.
Þetta er önnur herrafatalína merkisins
og er hún líkt og sú fyrsta hönnuð af
Guðmundi.
Guðmundur hefur unnið hjá Kormáki
og Skildi í rúmlega fimm ár en hefur
verið í fullu starfi hjá þeim síðan í haust.
„Ég byrjaði hjá þeim áður en ég fór í fata-
hönnunarnám í Listaháskólanum en í
miðju námi ákváðum við að gera fyrstu
línuna og gerðum svo aðra um leið og ég
útskrifaðist. Þeir buðu mér svo hönnun-
arstarf er ég kláraði námið.“ Hann segir
samstarfið hafa gengið afar vel og nú sé
búið að stofna fyrirtæki í kringum merk-
ið. Þeir séu í undirbúningsvinnu í vor-
línunni og haustlínu sem sýnd verður á
Reykjavik Fashion Festival í lok mánað-
arins. „Við erum með stór plön og það er
nóg að gera.“ Fyrirtækið sem um ræðir
heitir Klæðskeraverkstæði Kormáks og
Skjaldar en línan Kormákur og Skjöldur
Collection.
Aðspurður hvort þeir stefni á útrás
segir Guðmundur að þeir vonist til að
geta selt út. „Ég veit ekki hvenær við
stefnum á það en það væri mjög spenn-
andi. Við erum í fyrsta skipti núna í fram-
leiðslu í verksmiðju erlendis og það er
stórt stökk. Við ætlum að fikra okkur
áfram og ná tökum á því áður en við för-
um með vöruna á sölusýningar.
Klæðskeraverkstæði Kormáks og
Skjaldar hefur eingöngu hannað karl-
mannsföt en Guðmundur segir að von-
andi færi þeir sig einnig yfir í kvenfatnað
seinna meir. „Við ætlum að ná fullum
tökum á því sem við erum í núna áður en
við förum að bæta við okkur nýjum verk-
efnum. Við erum alltaf að læra eitthvað
nýtt á hverjum degi.“
Hann segir það frábært að fá slíka
viðurkenningu frá fagaðilum. „Það er
líka frábært að vita að almenningur sé
hrifinn af þessu. Mér finnst samt tilnefn-
ingin sjálf vera mesta málið og er aðal-
lega ánægður með við skyldum vera til-
nefndir.“
Umsögn dómnefndar:
Herrafataverslunin hefur á undanförn-
um árum haft víðtæk áhrif á herratísku
íslenskra karlmanna og hefur skapast
ákveðið samfélag og ímynd í kringum
hana. Guðmundi hefur nú tekist að búa
til herrafatalínu úr þessari ímynd. Hann
vinnur á vandaðan hátt úr klassískri
herratísku og heldur hönnuninni tíma-
lausri. Jafnframt gæðir hann þau fersk-
leika þannig að þau eiga fullt erindi við
tísku dagsins í dag.
Stór áform
og nóg að gera
Kormákur & Skjöldur – herrafatalína
Það er ekki um auðugan garð að gresja í svona viðurkenningum fyrir
byggingarlist og þess vegna lítum við
á þessi verðlaun sem ákveðin status,“
segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá
Batteríinu Arkitektum ehf., en hann er
aðalhönnuður og verkefnisstjóri Hörpu,
en Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa
vann til Menningarverðlauna DV í
flokknum „byggingarlist“.
Auk Menningarverðlauna DV hefur
Harpa hreppt þrjú verðlaun síðan húsið
var opnað. Það eru hin bresku Civic
Trust Awards, verðlaun fyrir besta list-
viðburðahúsið hjá Travel & Leisure
Design Awards og svo fékk torgið fyrir
framan Hörpu verðlaun sem besta al-
menningsrýmið á Arkitekturmassan í
Svíþjóð. „Verðlaunin er að detta inn á
erlendum vettvangi,“ segir Sigurður og
bætir við að Harpa fái mikla umfjöllun
erlendis. „Það er sama hvaða arkitekta-
tímarit eða vefmiðill er skoðaður. Alls
staðar er tekið á þessu húsi og umfjöll-
unin er meira og minna í eina áttina –
ótrúlega jákvæð. Maður nær bara ekki
að lesa þetta allt.“
Aðspurður um umræðuna hér
heima segir Sigurður fáa neikvæða
einstaklinga hafa haft hátt. „En ef við
tölum ekki um kostnaðinn heldur
bygginguna sem slíka, arkitektúrinn og
hljómburðinn þá hefur umræðan í mín
eyru aðeins verið jákvæð,“ segir hann
en bætir við að umræðan um kostn-
að hafi oft verið á talsverðum villigöt-
um. „Þegar samkeppni um húsið lauk
árið 2005 var byggingin boðin á 12
milljarða. Í dag eru menn að tala um
heildarkostnað í kringum 30 milljarða.
Í gamni mínu umreiknaði ég þetta yfir í
kanadíska dollara því ég var að bjóða í
verk þar í landi. Þar minnir mig að árið
2005 hafi upphæðin náð 230 milljónum
kanadískum dollurum og hafi hækkað
upp í 257 milljónir árið 2011 svo hækk-
unin var í raun óveruleg. Íslenska krón-
an var náttúrulega allt önnur 2005 en
hún er í dag.“
Sigurður segir Hörpu þá byggingu
sem hann sé stoltastur af. „Harpa er
toppurinn á ferlinum. Ég hef unnið við
ýmsar byggingar og hingað til var ég
stoltastur af skála Alþingis en við feng-
um einmitt Menningarverðlaun DV fyr-
ir hann árið 2002. Þá var skálinn okkar
skrautfjöður. Nú stendur Harpa upp úr.
Hún er það spes.“
Umsögn dómnefndar um Hörpu:
Sem form í borgarmyndinni vekur Tón-
listarhúsið Harpa aðdáun og hrifningu
sumra, undran annarra. Tilkoma hennar
setur mikið mark á miðbæ Reykjavíkur
og hafnarsvæðið og hún kemur til með
að skipa stóran sess í framtíðarskipulagi
svæðisins.
indiana@dv.is
Harpa toppurinn
á ferlinum
Sigurður Einarsson er aðalhönnuður og verkefnisstjóri Hörpu