Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 9
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 9
nesbæ. „Við höfum átt góða samvinnu við Reykjanesbæ. Við
skipulögðum framtíðaríþróttasvæði með aðalknattspyrnuvelli ásamt
áhorfendastúku í tengslum við Reykjaneshöll. Svæðið er 26 ha, á
stærð við allt íþróttasvæðið í Laugardal. Við hönnuðum Íþrótta-
akademíuna í tengslum við þetta svæði og erum nú að hanna fim-
leikahús og klúbbhús fyrir bæði knattspyrnuliðin. Einnig höfum
við skipulagt allt að 6000 manna íbúðabyggð. Við erum að hanna
bæjarskrifstofur ásamt bókasafni og höfuðstöðvar Hitaveitu Suð-
urnesja.
Á Akureyri höfum við deiliskipulagt mörg svæði, s.s. flugvall-
arsvæðið, Sjafnarreitinn og unnið að þéttingu byggðar í bænum. Af
byggingum má nefna Brekkuskóla, fangelsi og lögreglustöð.“
Uppbygging miðbæjarreits
Verkefnalistinn er mjög fjölbreyttur og meðal verkefna er 12.500 m²
viðbygging við Ölgerðina Egil Skallagrímsson, 11.620m² bygging
Bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar og höfuðstöðvar Hitaveitu Suð-
urnesja og 4000m² viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum.
Við höfum nýlokið við deiliskipulagningu tveggja íbúðasvæða í
Hafnarfirði, Velli 7 og Hamranes 1, samtals 55 ha.
„Við höfum hafið vinnu við Hljómalindarreitinn í Reykjavík
sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Smiðjustíg og Klapparstíg.
Mikil umræða hefur átt sér stað um niðurrif og uppbyggingu í mið-
bænum og verkefnið afar krefjandi og spennandi. Við vinnum nú að
deiliskipulagningu reitsins og erum í ákveðinni þróunarvinnu.“
Mannauður arkitektur.is
„Kaldhæðnin er að við komum eflaust til með að teikna okkur út úr
húsnæðinu okkar, því vinnustofan í Reykjavík er í húsi á reitnum og
verður húsið hugsanlega rifið. Við erum því að leita að öðru húsnæði
fyrir fyrirtækið.“
Helga tekur að lokum fram að mesti auður fyrirtækisins sé sam-
stilltur og frábær hópur starfsfólks. „Það er mikil hugmyndaauðgi og
kraftur í hópnum. Góð samvinna og samspil uppbyggilegrar gagn-
rýni og hvatningar er mikilvægt. Verkefnastaðan er góð og ýmislegt
í pípunum. Við lítum björtum augum til framtíðar.“
Íþróttaakademían í Reykjanesbæ. Grunnskólinn á Egilsstöðum. (Fjarvíddarmynd)
Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar - Hitaveita Suðurnesja. (Fjarvíddarmynd)Brekkuskóli á Akureyri.