Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 23
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 23
HRUND RUDOLFSDÓTTIR
framkvæmdastjóri rekstrar og
fjárfestingaverkefna Milestone
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Yfirmaður minn sagði mér einu sinni að þegar stjórnandi bendir á
sína undirmenn, þá bendir einn fingur á undirmanninn en þrír á
stjóprnandann sjálfan. Held að það sé mikið til í því! Það þýðir að
maður verður að axla fulla ábyrgð á öllum þeim málum og und-
irmönnum sem manni er trúað fyrir, hætta ekki fyrr en maður
skilur hlutina til fulls, hafa kjark til að breyta þeim ef manni mis-
líkar eitthvað og vera óhræddur við að hoppa sjálfur ofan í skurð-
inn og fara að moka ef þörf krefur.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Held nú að það sé ekki til nein uppskrift að hinum fullkomna
stjórnanda og að mismunandi eiginleikar geti verið mikilvægastir
eftir því hvert stjórnunarviðfangsefnið er. En það er e.t.v. þó hægt
að alhæfa um það að árangursrík stjórnun felist í því hvernig
heildin er virkjuð og vinnur saman, til að það náist þarf stjórn-
andi að vera skipulagður, hugmyndaríkur og hafa yfirsýn og skiln-
ing á viðfangsefninu. Síðast en þó ekki síst þarf hann/hún síðan
að geta miðlað því til annarra og virkjað annað starfsfólk með sér.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Ég er hlynnt því að umræðan um ESB fari fram og að aðildarvið-
ræður verði undirbúnar. Í því felst að við vegum og metum okkar
stöðu í dag, hverjir kostir og gallar aðildar séu fyrir Íslendinga
og hvaða samningsforsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að
aðild að ESB og þar af leiðandi upptaka evru sé aðlaðandi kostur.
Hins vegar getur niðurstaðan á því langa ferli orðið sú að við
séum betur komin utan ESB og við eigum að vera gagnrýnin í
okkar greiningu og aðildarviðræðum.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá stjórnendum
íslenskra fyrirtækja?
Held að fjármál og fjárstýring séu helsta og mikilvægasta verk-
efnið þessa dagana á meðan lausafjárkreppan og niðursveiflan
gengur yfir. Við megum hins vegar ekki gleyma því að einn dag-
inn komumst við útúr ógöngunum og þá skiptir máli hver verður
fljótastur af stað. Því er mikilvægt að nota tímann núna til að
undirbúa uppsveifluna eins og við vildum að við hefðum und-
irbúið núverandi niðursveiflu. Það eru tækifæri á öllum tímum.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á árinu?
Ég veit ekki hvort fjármálaleg markmið náist að öllu leyti, en ég
hef fulla trú á að fyrirtækið nái þangað sem það ætlar sér á árinu.
Sex orða ævisagan.
Lífið er að hefjast, skrifa ævisöguna seinna. Hildur Árnadóttir
stjórnarmaður í Exista