Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 33
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 33
sKIPaFlutnIngar
Lilja Dóra
Halldórsdóttir
stjórnarmaður
í Samskipum
HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR
framkvæmdastjóri lögfræðisviðs –
starfsþróunarsviðs Hf. Eimskipafélags
Íslands
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Hæfileiki til að vera með góða yfirsýn, skipulagning, jarð-
tenging, drifkraftur og að eiga gott með að hlusta og virkja
fólk í kringum sig.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Umræðan um ESB og evru finnst mér stundum vera orðin
fremur huglæg en hlutlæg. Ég þekki ekki til hlítar kosti þess
og galla, en ljóst að þetta þarf að skoða vel áður en farið er
út í slíkt, enda ekki aftur snúið. Það er þó ljóst að íslenskt
atvinnulíf býr núna við mikið óöryggi með íslensku krónuna
sem uppgjörsmiðil og öllum þeim gengissveiflum sem henni
fylgja, hvort evran sé eina rétta svarið er ég ekki viss um,
hugsanlega mætti skoða aðra möguleika í þessu samhengi.
Því verða hagfræðingar og aðrir sérfræðingar að svara.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá stjórn-
endum íslenskra fyrirtækja?
Í því árferði sem nú er reynir enn meira á stjórnendur fyr-
irtækja en áður. Það sem nú skiptir máli er hagræðing og að
trappa félögin niður í góðar og vel reknar rekstrareiningar –
auk þess að búa þau sem fyrr undir komandi tíma.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á
árinu?
Markmið félagsins voru endurskoðuð eftir óvæntar afskriftir,
en eftir það tel ég að fyrirtækið nái sínum markmiðum.
Sex orða ævisagan:
Mun læra svo lengi sem ég lifi.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
þróunarsviðs eimskips.
Anna Guðný Aradóttir, framkvæmdastjóri
markaðsmála hjá samskipum.
Lilja Dóra Halldórsdóttir, stjórnarmaður í
samskipum.