Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 41
matVælaiðnaður
Magnea Þórey
Hjálmarsdóttir
framkvæmdastjóri
Icelandair Hotels
GUÐBJÖRG GLÓÐ LOGADÓTTIR
framkvæmdastjóri, stofnandi
og einn af eigendum Fylgifiska
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Ætli það sé ekki að velja sér góða samstarfsmenn, leggja rækt við
samstarfið, kunna að hlusta og hafa þor til að bregðast við vandamál-
unum sem koma upp.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórnanda?
Að axla ábyrgð, vera framsýnir og leyfa samstarfsfólki sínu að vaxa.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka upp evru?
Ef ESB vill okkur og ef samningar nást um auðlindir þjóðarinnar þá
tel ég að við eigum að ganga í ESB; ekki spurning.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina hjá stjórnendum
íslenskra fyrirtækja?
Að sýna fram á að þeir séu launa sinna virði.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum sínum á árinu?
Þetta ár hefur verið erfitt og verður áfram en erfiðleikar styrkja og við
í Fylgifiskum erum strax farin að sjá árangur aðgerða sem við höfum
þurft að fara í vegna erfiðs viðskiptaumhverfis.
Sex orða ævisagan.
Lífið er ferðalag, ekki áfangastaður.
Helga Lára Hólm, framkvæmdasjtóri
Ísfugls í mosfellsbæ.
Guðbjörg Glóð Logadóttir,
framkvæmdastjóri fylgifiska.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri lýsis.
Hjördís Ásberg, eigandi manns lifandi.
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi kaffitárs.
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
forstjóri Lýsis
Þitt góða ráð eða heilræði í stjórnun?
Skýr markmið og leiðir til að ná þeim.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar stjórn-
anda?
Hæfni í mannlegum samskiptum, skýrleiki og
fljót ákvörðunartaka.
Ert þú hlynnt því að ganga í ESB og taka
upp evru?
Ekki að svo komnu máli. Það þarf að svara
ótal spurningum áður en hægt er að taka slíka
ákvörðun.
Hvað er brýnasta verkefnið þessa stundina
hjá stjórnendum?
Að laga fyrirtækin að breyttum aðstæðum.
Áttu von á að fyrirtæki þitt nái markmiðum
sínum á árinu?
Já, og gott betur.
Sex orða ævisagan.
Lítillát, ljúf og kát.