Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 69
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 69
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
sýn og stefnu hafi gengið betur en þeim sem eru ekki með skýra sýn.
Fyrirtæki með skýra sýn tjalda síður til einnar nætur, heldur setja sér
langtíma markmið sem unnið er markvisst að.
Ingunn: Ég get tekið undir þetta. Skýr sýn skiptir öllu máli. Til
hvers að fara út í eitthvað sem maður skilur ekki? Það getur reynst
hættulegt.
Auður: Skýr sýn er lykilatriði til árangurs og ég held að íslensk fyrir-
tæki í dag hafi hana að öllu jöfnu. Það hefur reyndar sýnt sig nú að
í einhverjum tilvikum hafa menn farið of geyst í útrásinni og misst
fókus.
Kristín: Við tölum um 2006-hæpið þegar allir ætluðu að verða ríkir
á einu til tveimur árum og mörgum tókst það. En við sjáum núna að
sígandi lukka er best. Það er ekki hægt að framkvæma töfra á einu ári,
það tekur tíma að byggja upp góð fyrirtæki.
Snýst allt um rekstur fyrirtækjanna í dag í stað fjárfestinga?
Auður: Áherslan er meiri á reksturinn í dag en undanfarin ár þegar
fjármagn var nægt og mikil áhersla á vöxt og fjárfestingar. Mikilvægt
er í stöðu eins og nú að horfa vel inn á við, hlúa að rekstrinum og
hagræða. Ekki má þó loka augunum fyrir fjárfestingatækifærum, – ef
fyrirtæki hafa enn fjármagn í það. Það er einmitt í umhverfi eins og
við erum í núna sem tækifæri skapast.
Ingunn: Það er engin að kaupa neitt að ráði í dag enda veita bank-
arnir ekki lán svo svigrúmið er lítið.
Ragnhildur: Þótt tímarnir séu erfiðir má ekki gleyma því að þeir eiga
eftir að batna aftur. Hækkun á eldsneytisverði kemur fram mjög víða,
ekki bara á Íslandi. Þótt megináherslan núna sé á reksturinn þarf líka
að huga að uppbyggingu og framtíðartækifærum.
Kristín: Það er mjög mikilvægt að snögghemla ekki. Menn verða líka
að horfa til framtíðar. Í svona ástandi skapast fullt af tækifærum og
þótt ekki sé kannski ráðlegt að fara út í miklar skuldsettar yfirtökur,
þá eru greinileg tækifæri til sameininga. Það þarf ekki allt að gerast
með lánum. Skynsamlegt aðhald er nauðsynlegt en einnig er æskilegt
að halda áfram af ákveðinni bjartsýni og leitast við að sjá tækifærin
í stöðunni.
Sjáið þið fyrir ykkur miklar sameiningar í íslensku viðskipta-
lífi á næstunni eða eru þær að baki? Er botninum náð?
Ingunn: Ég er alveg sannfærð um að við eigum eftir að sjá mikið af
sameiningum. Þeir stóru á fasteignamarkaðinum eru t.d. þegar farnir
að sameinast og fleiri munu fylgja í kjölfarið.
Áslaug: Verstu sögurnar heyrast frá fólki í bankageiranum og veldur
það manni óneitanlega ugg, en það fólk er einmitt að fást við fyrir-
tækin og stöðu þeirra. Ég spái því að atvinnuleysi muni aukast með
haustinu og met stöðuna þannig að við séum stödd í miðri á. Því
skiptir miklu máli hvernig haldið er á spilunum á næstu mánuðum
INGUNN WERNERSDÓTTIR:
Ég er ekki hlynnt
Evrópusambandsaðild en
vil samt sem áður taka upp
evruna. Það gengur þó því
miður ekki einhliða.